Morgunblaðið - 15.07.1999, Side 13

Morgunblaðið - 15.07.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Einar Falur Kindur á leið á Kjöl FÉ Biskupstungnamanna er jafnan ekið á afrétt upp fyrir Bláfell og norður á Kjöl. Hér eru þeir Guðmundur Sigurðsson, bflstjóri frá Vatnsleysu, og Friðrik Sigurjónsson, frá Vegatungu, með safn á bfl- palli Guðmundar. Voru það milli 60 og 70 kindur ásamt lömbum sem sleppt var út í þokusuddann á Kili á sunnudaginn. Leikjadag- skrá og harm- onikuhátíð í Arbæjarsafni ÁRBÆJARSAFN býður upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla ald- urshópa sunnudaginn 18. júlí. Har- monikufélag Reykjavíkur heldur lokadag Harmonikuhátíðarinnar hátíðlegan í safninu. Slegið verður upp harmonikuballi þar sem félag- ar úr Harmonikufélagi Reykjavík- ur spila fyrir dansi á Torginu ef veður leyfir, annars verða gömlu dansamir stignir í húsinu Lækjar- götu 4. Síðan munu íslenskir og er- lendir þátttakendur hátíðarinnar spila fyrir gesti safnsins í húsunum. Auk þess verður sýning á gömlum harmonikum. Einnig verður vegleg leikjadag- skrá fyrir yngstu kynslóðina. Farið verður í pokahlaup klukkan þrjú en klukkan fjögur hefst kassabílarallý. Einnig verða rifjaðir upp ýmsir gamlir og góðir leikir. Ný aðstaða fyrir börn á Kornhúsloftinu verður vígð klukkan eitt. Sigurlaug verður þar með rokkinn sinn og skapar notalega baðstofustemmningu. Þar verður farið í leiki og föndrað og klukkan tvö verður kveikt á kerti og haldin sögustund fyrir yngstu kynslóðina. Auk þess verður hefðbundin dag- skrá í safninu, handverksfólk verð- ur við störf í húsunum og teymt verður undir börnum við Árbæ klukkan 15. í safnbúðinni kynnir Lára Gunnarsdóttir lítil tréhús sem hún hefur hannað og málað og í Dillonshúsi bjóðast ljúffengar veit- ingar. Við minnum á að það er ókeypis inn á safnið fyrir böm, ellilífeyris- þega og öryrkja. Verslunarmannahelgin í London frá kr. 17.500 Frábært tækifæri til að fara til London um verslunar- mannahelgina á hreint frábærum kjörum og njóta heimsborgarinnar í 6 daga. Farið út á miðviku- dagskvöldi og komið heim á þriðjudagsmorgni, þannig að aðeins er um að ræða 2 frídaga. Hjá Heimsferðum getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel í hjarta London. Verð kr. 17.500 Verð pr. mann m.v. hjón með 2 böm, 2 —11 ára með flugvallarsköttum. Verð kr. 20.380 Flugsæti fyrir fullorðinn, 28. júlí, með sköttum. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is (i>ml )l l.is A.LLTAf= (E/TTHXSAfD A/ÝTT~ "N £>kre»yi'fir caukdhlufum! Nú er tími til að gleðjast því í tilefni af 50 ára afmælisári Honda bjóðum við Honda Civic 3ja og 4ja dyra á sérstöku afmælistilboði. Komdu og skoðaðu ípakkana. CIVIC HoncJca Clvlcz =3 cJyrca 90 hö frá 1.399.000 fcr. -( Vindskeið ^ { Álfelgur ^ Svunta að framan ^ ( Geislaspilari og hátalarar ^ ^Svunta að aftan - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 • www.honda.is Akranes: Bílver sf., sími 431 1985. Akureyri: Höldur hf., sími 4613000. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., sími 4712011. Keflavfk: Bílasalan Bilavík, sími 421 7800. Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535. V_________;____________________________________________________________________________________________________ -________________________ - _____________________________________________________________________)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.