Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 26

Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Helgi Garðarsson SOUTHELLA og íris í höfninni. Landað á E skifir ði MIKIÐ var um að vera í Eski- fjarðarhöfn í gær. Þá lönduðu tveir erlendir togarar afla sín- um í gáma og færeyska nðta- skipið Krónborg kom með full- fermi af loðnu til löndunar. Þýzki togarinn íris var með um 50 tonn af karfa, sem fóru í gáma, og enski togarinn Southella landaði 50 tonnum af karfa í gáma. Togararnir eru að veiðum innan lögsögunnar og veiða úr 3.000 tonna karfakvóta Evrópu- sambandsins. Karfinn fer í gáma hér og fer síðan til sölu á fisk- markaðnum í Bremerhaven í Þýzkalandi. KRÓNBORGIN kom með fullfermi af Ioðnu. Rússar hafa enn ekki staðfest „Smugusamninginn“ Utvegsmenn mjög órólegir yfir töfinni „Við erum orðnir mjög órólegir yfir þeirri töf sem orðin er á því að Rúss- ar staðfesti Smugusamninginn. An þess megum við ekki hefja veiðar, en nú er bezti veiðitíminn að ganga yfir. LÍÚ hefur þó ekki í hyggju að stefna fjölda skipa þangað án þess að staðfesting hafi fengizt. Það get- ur vel verið að einhverjir fari, en það er komið undh’ útgerð hvers skips fyrir sig,“ segir Kristján Ragnars- sonj formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. 9.000 tonn af þorski Smugusamningurinn svokallaði milli íslands, Noregs og Rússlands um veiðar okkar í Barentshafi og gagnkvæmar veiðiheimildir hinna þjóðanna beggja, var undirritaður í vor. Ríkisstjómir Islands og Nor- egs hafa fyrir nokkrum vikum stað- fest samninginn, en það hafa Rúss- ar enn ekki gert. Ekki er hægt að hefja veiðar samkvæmt samningn- um fyrr en Rússar hafa staðfest hann með formlegum hætti. Síðan er Noregur gæzluaðili samningsins og ber Rússum að láta Norðmenn vita af staðfestingu sinni og þeir láta okkur svo vita. Samkvæmt samningum megum við Islendingar veiða 9.000 tonn af þorski í Barents- hafi á þessu ári, en af því magni verður að greiða Rússum markaðs- verð fyrir 1.670 tonn. „Ég verð fyrir miklum þrýstingi útgerðarmanna hér. Ég hef gengið Hugsanlegt að einhver skip haldi þó til veiða eftir því daglega í þrjár vikur við ís- lenzk stjórnvöld að fá einhvem botn í þennan samning, sem staðfestur var á Alþingi fyrir mánuði síðan. Okkur var sagt að hann ætti að koma strax til framkvæmda svo okkur gæfist kostur á að nýta þess- ar heimildir á þessu ári. Samkvæmt samningnum bar þeim einnig að gera okkur grein fyrir því fyrir löngu hvemig við ættum að standa að því að kaupa þær aflaheimildir sem okkur standa til boða sam- kvæmt samningum, 1.670 tonn. Við höfum engan botn fengið í það hvar við eigum að bera niður til að spyrja um það. Við eigum að borga eitt- hvert markaðsverð fyrir þessar heimildir, en við höfum ekkert feng- ið að vita hvert það verð hugsanlega verður. Með öllu óviðunandi Útgerðarmenn vilja auðvitað ekki láta sumarið fram hjá sér fara á þessu svæði og finnst málið bera keim af því að ætlunin sé að leyfa okkur ekki að nýta þessar heimildir í ár. Það er með öllu óviðunandi og ekki í neinu samræmi við það sem sagt var þegar samningurinn var til umfjöllunar á Alþingi fyrir mánuði. Við fáum engin svör önnur en „á morgun, á morgun“. Þannig hefur það gengið í þrjár vikur, en getur ekki gengið öllu lengur,“ segir Kristján Ragnarsson. Kolaveiðar í Bugtinni Dragnótaveiðar í Faxaflóa mega hefjast 15. júlí ár hvert og standa þær til 15. desem- ber. Fjórtán bátar hafa leyfi til veiðanna og mega þeir veiða 35 tonn af skarkola hver. Það er lækkun um 25 tonn frá síðasta ári. Hlutur bolfisks má ekki fara yfir 15% af heildarafla. Veiáarnar má aðeins stunda frá sjö að morgni til sjö að kvöldi og ekki má veiða um helgar. I fyrra voru helgarveið- ar bannaðar á ákveðnu tímabili en að ósk sjómanna var því breytt'. Hafrannsóknastofnun stóð fyrir tilraunaveiðum í síðustu viku og gáfu þær góð fyrirheit um veiðarnar í sumar. Kolinn er unnin hér heima og seldur á Evrópu- og Bandaríkjamark- að. Markaðshorfur eru góðar og búast útgerðarmenn við hærra verði en í fyrra. FERÐALAGIÐ BYRJAR VEL HJA ELLINGSEN... ítalskir gönguskór, stærðir 36-47. AÐEINS 4.995- (áður 7.260-) Allt í lax- og silungsveiði Sjóstangir og hjól. Nýkomnir flísjakkar f nýjustu litunum. Verð frá 5.489- Svefnpokar, tjalddýnur og álpokar. Tjalddýnur kosta 998- Svefnpokar kosta frá 5.495- Ódýrir og fyrirferðalitlir vind- og regnjakkar með hettu. Verð aöeins 4.031- Stakar buxur kosta 2.454- Italskir gönguskór, stærðir 41-47. AÐEINS 6.590- (áður 9.394- W'' ;&jt/ í I ^ Gashitararnir vinsælu komnir aftur ^ssSÉ L |gk * ***** Sjónaukar og áttavitar. Mikið úrval og hagstætt verð. TILB0Ð Stangarhaldarar fyrir bíla á tilboOi, aöeins 6.681- Óbrjótandi hitabrúsar fyrir heitt og kalt. Verð frá 2.420- Gasvörurnar í ferðalagið. Verðdæmi: Gashella 2.398-, gaslukt 3.597- gashitari 6.020- Verðin eru án gaskúta. NEOPRENE-vöðlurá 9.900- Gúmmívöðlur og klofstígvél á tilboði. Velkomin í fjórar deildir með 9000 vörunúmer; fata- og skódeild, sportveiðideild, almenna deild og útgerðar- & rekstrarvörudeild Mikið af veiðitöskum. Þessi kostar 2.694- OPIÐ VIRKA DAGA 8-18 OG LAUGARDAGA 10-14 Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855 og 800-6288

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.