Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 49

Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ1999 4Ö" Innantómt slagorð eða lykill að nýju lýðræði ? Á SÍÐUSTU mánuð- um hefur hugtakið „Staðardagskrá 21“ annað slagið heyrst í umræðu manna á með- al. Hins vegar vita sjálf- sagt fáir hvað þessi orð þýða. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á það. Staðardagskrá 21 er þýðing á ensku orðun- um „Local Agenda 21“. Um er að ræða heildar- áætlun um þróun ein- stakra samfélaga fram á 21. öldina. Þessi áætl- un á að vera nokkurs konar forskrift að sjálf- bærri þróun, þ.e.a.s. lýs- ing á því hvernig samfélagið ætlar að leggja sitt af mörkum til að tryggja komandi kynslóðum viðun- andi Ufsskilyrði á jörðinni. Áætlunin snýst ekki eingöngu um umhverfis- mál, heldur er henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta. Eitt aðalatriðið í hugmyndafræðinni sem að baki ligg- ur, er að umhverfísmál verði aldrei slitin úr samhengi við önnur mál, heldur beri að skoða áhrif mannsins á umhverfi sitt í víðu samhengi. Akvörðunin um gerð Staðardag- skrár 21 var tekin á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992 sem hluti af al- þjóðlegri samþykkt sem nefnist Dagskrá 21. Samkvæmt samþykktinni frá Ríó ber öllum sveitarstjórnum að koma sér upp Staðardagskrá 21 í samráði við íbúana á hverjum stað. Þessu verki átti að vera lokið árið 1996, en víðast um heiminn fór starfið hægt af stað. Á íslandi mátti sjá fyrstu vís- bendingamar um at- hafnir í þessa átt á Egilsstöðum, en á ár- unum 1996-1997 tók Egilsstaðabær þátt í norrænu verkeftii um undirbúning að gerð Staðardagskrár. Á síð- asta hausti hófst síðan 18 mánaða samstarfs- verkefni umhverfis- ráðuneytisins og Sam- bands íslenskra sveitarfé- laga, með það að mark- miði að aðstoða íslensk sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21. Alls tekur 31 sveitarfélag þátt í verkefninu. Virk þátttaka almennings er einn af hornsteinunum í hugmyndafræð- inni um sjálfbæra þróun og þar með hugmyndafræðinni á bak við Staðar- dagskrá 21. Ymsir hafa haldið því fram, að í gerð Staðardagskrár felist stórkostleg tækifæri í átt að nýju lýðræði, þátttökulýðræði, sem að hluta muni leysa hið hefðbundna fulltrúalýðræði af hólmi. Staðardag- skrá 21 er áætlun alls samfélagsins og því þurfa allir hópar samfélagsins að koma að verkinu, hvort sem þeir eru kjörnir til þess með hefðbundn- um hætti eður ei. Hvað sem lýðræðinu líður, er ljóst að gerð markvissrar langtímaáætl- unar um sjálfbæra þróun hlýtur að vera viðleitni í þá átt að skapa af- komendum núverandi kynslóðar Staðardagskrá 21 Virk þátttaka almenn- ings er einn af horn- steinunum í hugmynda- fræðinni um sjálfbæra þróun, segir Stefán Gísiason, og þar með hugmyndafræð- inni á bak við Staðar- dagskrá 21. bærileg lífsskilyrði á jörðinni. í skýrslu svokallaðrar Brundtland- nefndar, sem birtist í bókinni Sam- eiginleg framtíð vor (Our Common Future) árið 1987, er sjálfbær þróun skilgreind með eftirfarandi hætti: Sjálfbær þróun er „þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörf- um sínum“. Sama hugsjón hafði ver- ið orðuð löngu fyrr í máltæki frá Kenýa, sem segir: „Við fengum jörð- ina ekki í arf frá forfeðrum okkar. Við höfum hana að láni frá bömun- um okkar“. Ef Staðardagskrá 21 getur fært okkur nær markmiðinu um sjálf- bæra þróun, þá er hún í það minnsta hluti af lyklinum að bjartri framtíð. Höfundur er umbvertisstjómunar- fræðingur og verkefnisstjóri íslenska Staðardagskrárverkefnisins. Stefán Gislason FERÐAVORUR BO-5u% afsláttur Göngutjald eða hjólatjald Vandað, tvöfalt og vatnshelt 2 manna, aðeins 2 kg. Tiiboð kr. 6.900, verð áður kr. 9.900. Buslulaugar og útileiktæki Buslulaug, 120 x 180 sm, kr. 4.500 Buslulaug, 120 x 240 sm, mynd, kr.7.800 Róla einföld, nú kr. 4.900, áður kr. 6.900. Róla á mynd, kr. 10.400, áður kr.13.900. Bakpokar, stórir og smáir Dagpokar verð frá kr. 990 Mittistöskur frá kr. 490 Vandaðir 65 I pokar frá kr. 4.900 Vandaðir 65 I pokar frá kr. 5.400. Hlíf á bakpoka kr. 900 Svefnpokar, margar gerðir Verð frá kr. 3.200 -10°C verð kr. 4.800, áður 6.900, -20°C verð kr. 5.900, áður 9.200. Ármúla 40 Símar 553 5320, 568 8860 'IEIn stærsta sportvöruverslun landslns Elferslunin 7I44RI D 2 manna tjald í felulitum nú kr. 1.950, áður 3.900. 2 manna kúlutjald nú kr. 2.400, áður 3.900. 5 manna ristjald tvöfalt tilboð kr. 12.900, áður 18.900. SALOMON GONGUSKOR Mjög vandaðir gönguskór. Frontera 5, Gore-Tex, kr. 7.900, áður 11.900 Leður gönguskór. Authentic 6, Gore-Tex, kr. 11.900, áður 18.300 Gönguskór verð frá kr. 2.900 wm - UTIVISTARFA TNAÐUR Vandaður útivistarfatnaöur frá SCANDA, VANDER, LOADSTONE og fleirum. Fleece peysur, nærföt, sokkar, hanskar, legghlífar og fleira. svampdýna, verð frá kr. 690 Vindsæng, verð frá kr. 1.440 Dýna, sjálfuppblásin verð frá kr. 6.200 Pumpur, verð frá kr. 693 „Boxið er alltaf klárt fyrir veiðitúrínn“ ÍHORNto Bubbi er mikill keppnismaður og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Til að verða ekki sleginn út af laginu, þegar á árbakkann er komið, tekur hann enga sénsa. Hann notar veiðivörur sem trgrstandi er á. Veiðibúðiti í bænum Hafnarstræti 5 • I0I Reykjavík • Sfml S5I 6760 • Fax S6I -4800 www.veidihomld.ls • olafur@veidihornid.is Opið alla daga EINN, TVEIR OG ÞRÍR 144.011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.