Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 53

Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 5 UMRÆÐAN Stretchbuxur Nokkur orð um ósannindi FYRIR nokkru birti Geir Hólmarsson tvær gi’einar í Morg- unblaðinu þar sem hann gerir að umtalsefni slaka tæknivinnslu þátt- anna Maður er nefndur, sem Sjón- varpið sýnir um þessar mundir, og kallaði þá vinnslu „tæknilegan subbuskap". I Degi 2. júlí fjallar blaðamaður um málið og ræðir við Jónas Sigur- geirsson, forsvarsmann fyrirtækis- ins Alvíss, sem ábyrgt er fyrir vinnslu þáttanna, og spyr hvort hann hyggist svara skrifum Geirs Hólmarssonar. Jónas svarar: „Hann á sjálfur að sjá sóma sinn í að leiðrétta ósannindi sín. Eg vona sannarlega að það hafi ekki haft áhrif á hann, að hann er nátengdur kvikmyndagerðinni Hugsjón, sem hefur verið að móta hugmynd um framleiðslu svipaðra þátta fyrir Stöð 2. Það er því miður allt of mik- ið um öfund og úlfúð í hópi kvik- myndaframleiðenda.“ Við þessi ummæli er óhjákvæmi- legt að gera nokkrar athugasemdir. í fyrsta lagi er kostulegt að Jónas skuli komast upp með að kalla gagnrýni á ytri gerð þáttanna „ósannindi". Hitt mun miklu nær að þar liggi hinn beiski sannleikur. Þættirnir eru illa gerðii’. Það finnst ekki neinn fagmaður í kvikmynda- gerð á íslandi sem heldur þvi fram að þessh’ þættir séu vel unnir. I öðru lagi er það ekki rétt að Geir Hólmarsson sé nátengdur kvikmyndagerðinni Hugsjón. Svo vill til að hann er ekki í hópi þeirra mörgu tuga kvikmyndagerðar- manna sem unnið hafa fyrir Hug- sjón á undaníornum árum. Geir er hins vegar hálfbróðir eins af eig- endum Hugsjónar og Jónas vísar því væntanlega til ímyndaðs sam- særis um að halda fram „ósannind- unum“. í þriðja lagi er hinn meinti grundvöllur hins meinta samsæris ekki fyrir hendi. Hugsjón hefur ekki verið „að móta hugmynd um framleiðslu svipaðra þátta fyrir Stöð 2“. Hugsjón hefur öngva hagsmuni, hvorki í bráð né lengd, Sjónvarpsþættir Mér er illa við, seglr Björn Br. Björnsson, að Jónas Sigurgeirsson reyni að tengja nafn Hugsjónar við sitt vonda verk. af því að bregða fæti fyrir Alvís og hefur ekki gert neinar tilraunir í þá átt. I fjórða lagi kannast ég hvorki við öfund né úlfúð í garð Jónasar né kvikmyndagerðarinnar AIvíss. Það má kannski heita úlfúð að svara rangfærslum hans og þá verður svo að vera. Um öfund er fráleitt að ræða. Ég öfunda Alvís ekki af því að framleiða sjónvarpsþætti fyrir 150 þúsund krónur og ég öfunda Jónas sannarlega ekki af því verki sem hann hefur skilað. Mér er hins vegar illa við að hann reyni að tengja nafn Hugsjón- ar við sitt vonda verk. Kvikmyndagerðin Hug- sjón hefur á undanförn- um tíu árum einkum ein- beitt sér að framleiðslu sj ónvarpsauglýsinga með þeim árangri að við höfum fengið fleiri verð- laun fyrir sjónvarpsaug- lýsingagerð en öll önnur íslensk kvikmyndafyrir- tæki til samans. Á þeim markaði eru lykilorðin: gæði og vönduð vinnu- brögð. Af verkefnum á sviði dagskrárgerðar má nefna Skáldatíma; tólf þátta röð um íslenska rithöfunda sem sýndir voru á Stöð 2, og sex þætti sem Sjónvarpið sýndi í vetur undir sam- heitinu Sönn íslensk sakamál. Hug- sjón er þekkt fyrir allt annað en þann tæknilega subbuskap sem Al- vís hefur orðið ber að - og þannig verður það áfram. Mér finnst hug- myndin að baki þátt- unum Maður er nefndur vera mjög góð, sú hugmynd að taka viðtöl við hund- rað Islendinga í til- efni aldamótanna. Bæði eru viðtölin ágætlega unnin frá hendi spyrjenda og vel virðist hafa tekist til við val á viðmæl- endum. Ekki aðeins höfum við sem nú lif- um gagn og gaman af, heldur er heimil- dagildi þessara við- tala ómetanlegt. Þess vegna er grátlegt að sjá gildi þessa góða efnis rýrt með tæknilegum vinnubrögðum sem tilheyi’a fortíð- inni. Höfundur er einn af eigendum Hugsjónar. Björn Br. Björnsson verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Randalín ehf. v/ Kaupvang 7OO Egilsstöðum sími 4/1 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka ófanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði Lauqavequr 54 • S: 552 2535 Póstsendum bækling Breska budin Vandaðir SKOR Landmannalaugar Landmannalaugar eru ein fegurtta perla Islenskra öræfa. Pær aru i <f sem umkríngd ér litskrúdugum liþarítfjöllum. Fró Landmannalaugum í Þórsmörk liggur Laugavegurínn, ein fjalfarnasta gönguleió í ’^þyggó 'xm. • - •.*.W . • fC!' ■ .... V' •m* vm. ... til daglegra nota Scarpa Main Léttir og þægilegir nylon- og rúskinnskór á frábæru verði. Verð: 5.990 kr. ... á fjöll ... alls staðar Scarpa Jura ScarpaAdvance Mjúkir og góðir alhliða gönguskór. Ótrúlega þægilegir og sterkir skór úr mjög Saumalausir úr burstuðu leðrí. vönduðu leðrí með Gore-tex vatnsvöm. Verð: I2.3S0 kr. Verð: 15.980 kr. ... svo dæmi séu tekini Scarpa skórnir ganga best... ...heldur þe'r gangandi Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík SímiSll 2030 • Fax511 2031 www.skatabudin.is Fæst einnig í helstu sportvöruverslunum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.