Morgunblaðið - 14.08.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 14.08.1999, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei.þeiogró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) SKUGGARNIR lengjast og nótt- in fyllir meir og meir út í myrkrið sem magnast með ágústmánuði. Roði sólarkringlunnar hitar svart- an massann svo að draumarnir líða upp undir vfirborð svefnsins, undir skýin og verða sýnilegir, næstum áþreifan- legir, þegar maður teygir sig í loðið vakandi rökkrið. Draummynstrið verður munúðar- fullt og jarðneskar langanir áberandi. Að sænga með öfl- um tíma og rúms virðist leikur einn og ilmur sköpun- arinnar liggur í loftinu. Birting guðdómsins magnast að lit og formi svo draum- urinn verður skýr og snertanlegur, ró rökkursins eyk- ur flæðið og maður er ekki viss hvort mann var að dreyma eða ekki þegar vakan tekur við. Á þessum stundum finnur maður vel mátt draumsins til öflugra hluta og vilja hans til að vera manni forsjón góð. Skýrar draum- myndimar gefa vökunni ærið að moða úr svo allur dagurinn getur farið í að átta sig á draum og veruleika. Þarna er skissubók eða tölva upplagt hjálpartæki til að varðveita minnið svo manni gefist færi á að kanna gögnin síðar og ná utan um táknin til að þýða þau á mannamál. Þá er maður kominn feti lengra að skilja Guð, heiminn, sjálfan sig og innri þarfir. „Ein dreymin" sendir drauma Ég er á ferðalagi um landið með manni mínum og systrum, ásamt fleira fólki. Við erum komin að hóteli þar sem við biðjumst gistingar. I móttökunni er maður sem talar bjagaða íslensku, hann segist eiga góð herbergi fyrir konurnar en ekki eins góð fyrir karlana. Ég ætla eitthvað að ræða þetta við systur mínar en þær vilja ekkert við mig tala. Ég sný mér að manni mínum, þá er hann allur að gera sig til og spyr mig hvort ekki sé góð lykt af honum, hann er þá með ilmvatnsglas í hendi. Ég þefa af honum og segi að mér finnist þessi lykt ekki góð, þá rýkur hann að konu sem stend- ur þar og grípur utan um hana. Ég verð alveg óð af afbrýðisemi og ríf í hárið á konunni. Hún var með eldrautt hár. Ég sný hana niður í gólf, en hún flýr æpandi burt. Ég segi við manninn minn að ég vilji fá lykilinn að herberg- inu mínu og hann réttir mér hann. Ég fer upp á loft og leita að her- bergi 202. Það er mjög erfitt að sjá númerin á herbergjunum enda er heldur ekkert skipulag á þeim, þar að auki eru gangarnir alla vega bogadregnir og skrýtnir og engin regla á nokkrum hlut. Loks fmn ég 202 og opna með lyklinum. Ég kem inn í stórt eldrautt her- bergi með risastóru rúmi en í því sofa tvær manneskjur. Ég geng áfram inn í annað herbergi inn af því fyrra, þar er flatsæng á gólfi og þar sefur líka fólk, enn innar eru aðrar dyr og þegar ég lít inn- um þær blasir við risastór íþrótta- salur, þar er enginn. Ég sný við og flýti mér út aftur og ætla að fara niður en þá er stigahandriðið alsett eins og hnífsblöðum, mjög oddhvössum, með stuttu bili á milli, þannig að ég er að meiða mig á þeim alla leiðina niður. Þeg- ar ég er að verða komin niður sé ég fólk sitja við borð og það er allt að hlæja og skemmta sér yfir óförum mínum. Loks kemst ég niður og þá sé ég manninn minn, með stóra rauðvínsflösku í hend- inni, vera að setjast hjá fólki sem er að skemmta sér. Þegar hann sér mig tek ég eftir því að hann verður ekkert glaður að sjá mig. Draumur 2. Ég og maðurinn minn erum einhvers staðar stödd í fjallshlíð þar sem allt er morandi í berjum. Það era bókstaf- lega kolsvartar þúfur út um allt. Maðurinn minn er með skóflu og byrjar að rista þúfurnar í heilu lagi af jörðinni. En ég er alveg eyðilögð yfir því að vera ekki með neina dós eða poka eða eitthvað til að tína berin í. Ráðning Þessir draumar virðast eiga sér stuttan aðdraganda og eru um það bil að rætast nú í ágúst/sept- ember. Yfirskrift fyrri draumsins mætti vera „Ástardraumur í ágúst“ því hann fjallar um ástina í þínu lífi, tilfinningai’ og kvaðir sem fylgja því að deila með öðr- um. Hann snýst að öllu leyti um þínar tilfinningar sem þú vilt ekki bera á borð (hótelið) en virðast samt óljóst á vitorði annarra (maðurinn í móttökunni). Rauði liturinn er áberandi sem bendir til þess að hér snúist ástin að miklu leyti um samlíf, kynlíf sem þú virðist hafa lagt á hilluna um stund (maðurinn þinn reynir að vekja löngun þína með ilmvatni og öðrum brögðum en án árangurs og þó). Viðbrögð manns þíns reyna á þig og þú ferð í mikla innri vinnu til að ná áttum. Sú sál- köfun gefur ýmislegt í skyn, svo sem að þú sért óklár á eigin sjálfi (gangamir voru skrýtnir og engin regla) en loks finnur þú þinn við- miðunarpunkt (herbergi 202 en tölurnar eru lýsandi fyrir draum- inn 2=þið tvö, 0=engin samskipti, 2=þið saman). Fremsta herbergið vísar til þeirrar miklu orku (ástar) sem sefur í þér, innra herbergið til orkunnar sem er þegar nýtt (flatsængin) og innsta herbergið til ónýttra hvílubragða (enginn var í íþróttasalnum). Ákvörðun þín að gangast valdi tilfinning- anna á hönd virðist taka verulega á þig (hnífsblöðin á handriðinu) og að sá tími sem tekur þig að ganga gegnum þessa erfiðleika geti reynst of langur og allt glutrist niður (fólkið hló að þér og maður- inn þinn með rauðvínið virtist ókátur að sjá þig). En seinni draumurinn gefur í skyn að allt fari að óskum, þótt þú sért ekki að öllu leyti sátt og hann verði ögn of ágengur loks er hann kemst í ber- in. Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: •Þeir lesendur sem vifja fá drauma s/na birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig má senda bréfin á net- fang: krifri(a>xnet.is Mynd/Kristján Rristjánsson Þijár merkar draumnæt- ur í ágúst. LISTIR Morgunblaðið/Golli HRÓLFUR Sæmundsson og Ólafur Vignir Albertsson á æfingu fyrir tónleikana í Víðistaðakirkju. Ljóðaflokkur og aríur í Víðistaðakirkju HRÓLFUR Sæmundsson baríton- söngvari og Ólafur Vignir Al- bertsson píanóleikari halda tón- leika í Víðistaðakirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Tilefni tónleik- anna er að Hrólfiir heldur nú út í framhaldsnám við New England Conservatory-skólann í Boston. Á tónleikunum verður fluttur Ijóðaflokkurinn Dichterliebe eftir Robert Schumann og svo aríur úr óperunum Töfraflautan, Don Giovanni og Brúðkaup Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Þá verður flutt styttuatriði úr Don Giovanni. Þar munu Hjálm- ar Pótursson, bassi, Gunnar Kristmannsson, barítón og kór taka þátt í flutningnum. Hrólfur hóf nám við Söngskól- ann í Reylyavík haustið 1995 undir leiðsögn Guðmundar Jóns- sonar og Ólafs Vignis Alberts- sonar sem hafa verið hans aðal- kennarar sfðan. Þaðan Iauk hann áttunda stigi vorið 1998. Hann lauk svo burtfararprófi þaðan nú í vor. Hrólfur hefur tekið þátt í nem- endaóperu Söngskólans og fór þar m.a. með hlutverk Papagen- ós í Töfraflautunni eftir Mozart og hlutverk Eisensteins í Leður- blökunni eftir Johann Strauss. Úr New England Conservatory hafa komið sigurvegarar tveggja síðustu Metropolitan-óperu- keppna, inntökupróf í söngdeild- ina eru ströng. Skólinn setur upp þijár óperusýningar á ári þar sem nemendum hans gefst kostur á að spreyta sig á frægustu hlut- verkum óperubókmenntanna, jafnframt sem sótt er í smiðju nýrri höfunda. Tónleikar á Dönskum dögum TÓNLEIKAR verða haldnir í Stykkishólmskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Þessir tónleikar eru liður í fjölskylduhátíðinni Dönskum dögum sem haldin er í Stykkishólmi þessa helgi, sjötta árið í röð. Að þessu sinni eru það eingöngu heimamenn sem koma fram og flytja létta tónlistardagskrá úr ýms- um áttum. Sönghópur skipaður söngfólki úr kór kirkjunnar og tón- listarkennurum syngur blandaða tónlist. Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hólmgeir S. Þórsteinsson leika fjór- hent á píanó. Daði Þór Einarsson leikur á básúnu við undirleik Hólm- geirs og Elísa Vilbergsdóttir sópran syngur við undirleik Ingibjargar. -------------------- Finni hlýtur Norrænu blaðamanna- verðlaunin FINNSKI gagnrýnandinn Timo Hámáláinen fær Norrænu blaða- mannaverðlaunin i ár. Hámáláinen (f. 1945) er sagður hafa lagt mikið af mörkum við kynningu norrænna bókmennta og bókamarkaðar í stærsta dagblaði Finnlands og er lögð áhersla á að hann sé einn hinna fáu sem upplýsi finnskumælandi Finna um norræn- ar bókmenntir. Norræna bókmennta- og bóka- safnanefndin, NORDBOK, veitir verðlaunin, en nefndin fær í sinn hlut árlega 6,2 milljónir danskra króna sem hún úthlutar í því skyni að styrkja norrænar bókmennta- þýðingar og önnur verkefni á sviði bókmennta og bókasafna. Garðabær, Færeyjar og Óli Steph. TIÍMIST Djasshálfð f Garðabæ TRÍÓ ÓLAFSSTEPHENSENS Sérstakur gestur Edvard Nyholm Debess. Ólafur Stephensen píanó, Tómas R. Einarsson og Edvard Ny- holm Debess bassa og Guðmundur R. Einarsson trommur. Kirkjuhvoll f Garðabæ, þriðjudagskvöldið 10. ágúst 1999. FYRSTU djasshátíðinni í Garða- bæ lauk með ljúfri sveiflu sl. þriðju- dagskvöld þegar Tríó Ólafs Stephen- sens, ásamt færeyska bassaleikaran- um Edvard Nyholm Debess, lék í troðfullu safnaðarheimili þeirra Garðbæinga. Á föstudaginn hefst svo djass- og blúshátíð á Selfossi, djass- hátíð var í Eyjum um hvítasunnuna og á Egilsstöðum í júnílok. Svo hefst stóra djasshátíðin í Reykjavík 8. september. Allar hafa þessar hátíðir verið vel sóttar og virðast sumarleyfi og ferðalög ekkert draga úr aðsókn - enda fyllist allt af ferðalöngum þá heimamenn halda á brott. Tríó Ólafs Stephensens er elsta starfandi djasshljómsveit hérlendis og hefur ferðast víða um heim, auk þess að leika hringinn í kringum landið. Er þeir félagar léku á djass-, blús- og fólkafestívalinu í Þórshöfn í Færeyj- um kynntust þeir Edvard Debess bassaleikara og tók hann í með þeim félögum. Tómas hafði nokkra reynslu af dúóleik með Ólafi Stolzenwal, nem- anda sínum og samleikara, og féll þeim félögum svo vel samstarfið að hingað var Edvard boðið. Tríóið lék fyrri hluta tónleikanna Debess-laust. Allt frá fyrstu tónun- um í Cute til þeirra síðustu, en það lag rammar inn settin hjá Óla Steph.-tríóinu, vissi maður á hverju maður átti von. Tríóið er vel samspil- að og sveiflan góð, mætti þó á stund- um vera mýkri þegar píanistinn er í Basie-grúfinu. Efnisskráin sam- anstendur af þekktum viðfangsefn- um djassleikara, flutningurinn engin langloka og laglínan týnist aldrei. Þetta fellur vel í geð „fólki sem hefur lítið sem ekkert gaman af djassi", einsog jafnan segir í fréttatilkynn- ingum tríósins. Þó skal þess getið að þetta fellur líka vel í geð þeim sem hafa mjög gaman af djassi. Ekki er það síst leikgleðin og húmorinn sem smitar. Píanistinn því betri sem ein- faldleikinn er meiri - og svo er spennan byggð upp með blokkhljóm- um. Útsetningarnar skondnar einsog þegar Aek, Vármland du sköna er of- ið inn í Close your eyes og píanistinn óspar á tilvitnanirnar, meira að segja Fats Waller í Just squeese me eftir Duke Ellington og endað á Basie. Eitthvað hafði tríóið verið að hug- leiða hvort Billy Strayhom hefði samið það lag. Svo er ekki því Ell- ington skráði allt á vin sinn Stray- horn, sem hann samdi er þeir unnu saman, þótt hann keypti eitt og ann- að eftir aðra. Aftur á móti er Take the A train eftir Strayhorn og Things ain’t what they used to be eftir son- inn Mercher en það var eitt af betri lögunum í bassadúói þeirra Tómasar R. og Edvards N. og hefði verið betra að hefja seinni hluta tónleik- anna á þeim blús en Line for Lyons sem hljómaði dálítið þvöglulega. Edvard hefur léttari tón og nor- rænni en Tómas sem slær girnis- strengi einsog gömlu mennirnir. Hljómur þeirra blandaðist þó skemmtilega. Edvard lék m.a. Stolin stef Tómasar með Maístjörnulokum og svo léku þeir bráðskemmtilegan karabíusöng eftir Tómas: Ég get ekki sloppið. Tómas er fínn lagahöf- undur, ég er handviss um að enginn annar hérlendis hefði getað sett þessi kunnuglegu stef saman á þenn- an hátt. Edvard lék með tríóinu síðustu lög tónleikanna og bætti vel í sveifluna og þegar tónleikum lauk risu tón- leikagestir á fætur og klöppuðu ákaft og uppskáru Takin a chance on love. Svo kom Cute og velheppnaðri djasshátíð í Garðabæ var lokið. Vernharður Linnet Fjallamyndir í Galleru Sölva ÁSDÍS Guðjónsdóttir sýnir krít- armyndir í Galleríi Sölva Helga- sonar í Lónkoti í Skagafirði dag- ana 16.-31. ágúst. Myndimar eru allar unnar á þessu ári með olíu- krít á pappír. Þetta er önnur einkasýning Ás- dísar sem útskrifaðist úr MHÍ ár- ið 1984. Hún leik kennsluréttinda- námi frá HÍ 1992. Auk þess hefur hún sótt ýmis framhaldsnámskeið. Sýningin er opin alla daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.