Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 46
^46 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR ÞOR VALDSDÓTTIR + Sigríður Þor- valdsdóttir fæddist í Hjarðar- holti 21. ágúst 1938. Hún lést 5. ágúst sfðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorvaldur Tómas Jónsson, bóndi í Hjarðarholti, f. 11.12. 1891, d. 31.7. 1968, og Laufey Kristjánsdóttir Blöndal, f. 31.5. 1906, d. 14.6. 1995. Systir Sigríðar er Kristín Þorvalds- dóttir, læknaritari, f. 18.7. 1942. Sigríður giftist 27.12. 1959 Jóni Þór Jónassyni, f. 5. maí 1935 á Þuríðarstöðum í Fljóts- dal. Foreldrar hans voru Jónas Þorsteinsson, bóndi á Þuríðar- stöðum, f. 16.5. 1898, d. 11.5. 1968, og Soffía Ágústsdóttir, f. 8.7. 1906, d. 21.6. 1944. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sinum í Hjarðarholti og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni frá 1961 til vorsins 1994. Síðustu þrjú ár hefur hún átt heima í Borgar- nesi. Börn: 1) María, kennari, f. 27.8. 1961. Barn: Kristleifur Jónsson, f. 5.12. 1980. 2) Þor- valdur Tómas, bóndi, f. 14.4. 1963, maki Hrefna Bryndís Jónsdóttir, atvinnu- ráðgjafi, f. 13.8. 1964. Börn: Sigríð- ur, f. 28.3. 1993, Steinunn, f. 25.7. 1994. 3) Ragnheiður Laufey, kennari, f. 13.12. 1964, maki Siggeir Lárusson, vélsmiður, f. 18.2. 1959. Börn: Sunna, f. 24. 5. 1990, Sóley, f. 5.8. 1992. Sigríður stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík og Húsmæðraskól- ann á Varmalandi. Hún var hús- móðir í Hjarðarholti en stund- aði einnig ýmis störf utan heim- ilis, lengst í mötuneyti Varma- iandsskóla. Eftir að hún flutti í Borgarnes var hún við skrif- stofustörf og vann hjá Samtök- um sveitarfélaga á Vesturlandi þegar hún lést. Sigríður tók virkan þátt í félagsstörfum og starfaði m.a. mikið að málefn- um ungmennafélagshreyfingar- innar og var í forystu fyrir Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna frá stofnun hennar. Sigríður verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. í dag verður til moldar borin Sig- ríður Þorvaldsdóttir frá Hjarðar- holti eftir skamma en erfiða sjúk- dómsiegu aðeins 61 árs að aldri. Þessarar ágætu frænku minnar vi] ég minnast nokkrum orðum. Þegar mér barst andlátsfregn jSiggu í Hjarðarholti eins og hún var ávallt kölluð leituðu á hugann ýms- ar ljúfar minningar liðinna ára. Þær eru ýmist tengdar dvöl hennar á heimili foreldra minna, þegar hún stundaði nám í þrjá vetur við Kvennaskólann í Reykjavík eða Hjarðarholtsheimilinu, en þar dvaldi ég stundum nokkra daga á haustin hjá foreldrum Siggu, þeim Þorvaldi móðurbróður mínum og Laufeyju konu hans. Það var mér alltaf tilhlökkunarefni að koma í Hjarðarholt, því þar var margt um manninn og oft glatt á hjalla. Ekki spillti heldur að komast á hestbak með Þorvaldi til að smala stóðinu eða bara til að fara í reiðtúr. Námið í Kvennaskólanum stund- aði Sigga af samviskusemi enda sóttist henni námið vel. I allri fram- komu og fasi fór hún fram með hóg- værð og hlédrægni, viðmótið bland- að glaðværð og alvöru. Hún flíkaði lítt tilfinningum sínum og var trygglynd og vinföst. Að námi loknu í Kvennaskólanum fór hún í Húsmæðraskólann að Varmalandi og kynntist hún þá verðandi mannsefni sínu Jóni Þór Jónassyni frá Bessastöðum í Fljóts- dal, en hann var þá við búfræðinám á Hvanneyri. Tveimur árum eftir að þau gengu að eigast hófu þau bú- skap í Hjarðarholti. Bjó hún manni sínum myndarheimili þar sem alltaf -^var gott var að koma. Eignuðust þau þrjú mannvænleg böm. Auk búskaparstarfa tók Sigga drjúgan þátt í félagsstörfum og bera samstarfsaðilar hennar á þeim vettvangi mikið lof á hana fyrir samviskusemi, ósérhlífni og að henni hafi unnist allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var m.a. um árabil formaður Ungmennafé- lags Stafholtstungna og Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Þá var hún aðaldriffjöður Leikdeildar Ungmennafélagsins en leiklistin mun hafa verið henni einkar hug- ""jknkin. Ennfremur stundaði Sigga hin seinni ár vinnu utan heimilisins við bamaskólann á Varmalandi. Fyrir um fjórum árum brugðu þau Jón og Sigga búi og fluttu, fyrst að Stafholtsveggjum og síðar í Borgames. Búið seldu þau í hendur syni sínum, Þorvaldi Tómasi al- ^gafna afa síns og konu hans Hrefnu Jónsdóttur. Starfar Jón við Kaupfé- lagið en Sigga starfaði við útgáfu blaðsins Borgfirðings og síðar hjá Samtökum sveitarfélaga. Fyrir tæpum tveimur ámm kenndi Sigga sér fyrst meins af þeim sjúkdómi sem síðar dró hana til dauða. Gekkst hún þá undir erf- iða meðferð og barðist hún hetju- lega við þennan vágest og sýndi mikið æðruleysi. Til marks um það ók hún sjálf iðulega til Reykjavíkur til að gangast undir meðferðina. Svo virtist sem meðferðin hefði heppn- ast og vonir vöknuðu um að hún fengi bata, en fyrir rúmum hálfum mánuði dró skyndilega fyrir óveð- ursský og viku síðar var hún lögð inn á spítala þar sem hún háði skamma en erfiða baráttu. Að leiðarlokum vottum við Anna eftirlifandi eiginmanni hennar Jóni Þór, bömum þeirra og öðrum ást- vinum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Þor- valdsdóttur. Jón Ingvarsson. Kæra vinkona! Þá er tjaldið fallið og sýningin á enda. Sá sem skrifar leikrit lífs vors lætur okkur ekki í té fullunnið handrit og þessi sýning varð styttri en við hugðum og endir- inn óvæntur. Þú varst með okkur af lífi og sál meðan hlutverk þitt varði og við erum þér þakldát fyrir þinn skerf. Við minnumst góðrar nær- veru þinnar, hlýju og glaðværðar og vitum að enginn gegnir hlutverki þínu eins og þú, þótt fyllt verði í skarðið. Við þökkum þér huga þinn og starf fyrir Bandalag íslenskra leikfélaga og sendum fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Þökk fyrir allt og allt. F.h. stjórnar og starfsmanna BÍL, Einar Rafn Haraldsson formaður. Hjá flestum okkar líður lífið áfram með sorgum þess og gleði og dagamir hverfa hjá einn af öðram, eins og á sem liðast fram. Við fráfall Sigríðar Þorvaldsdóttur í Hjarðar- holti rifjast upp fyrir mér æskudag- ar í sumardvöl hjá þeim heiðurs- hjónum Siggu og Jóni í Hjarðar- holti. Það var gott að vera hjá hjónun- um í Hjarðarholti, þau tóku mér með hlýju og þeirri virðingu og still- ingu sem einkenndi Siggu og reynd- ar þau hjón bæði. Það hefur lengi verið gott á milli fjölskyldu minnar og fjölskyldunnar í Hjarðarholti. Þorvaldur faðir Siggu og Þorvaldur afi minn vora vinir og frændur af Hjaltabakkaætt. Bósi bróðir minn hafði verið í Hjarðarholti í ellefu sumur og einn vetur á undan mér. Mér leið strax vel í Hjarðarholti, nóg var að gera. Ekki skemmdi fyr- ir að bærinn er fallega staðsettur og þaðan sést vítt um sveitir Borgar- fjarðar. Eg var nokkur sumur í sveit hjá þeim hjónum og viðloðandi heimili þeirra til 18 ára aldurs. Sjálfsagt hefur unglingurinn ekki alltaf verið auðveldur viðureignar. Aldrei heyrðust þó styggðaryrði frá Siggu, ekki vegna þess að hún hafi verið afskiptalaus, heldur notaði hún aðr- ar, en hæglátari og haldbetri að- ferðir til að koma áfram skilaboðum um rétta hegðun og umgengni. Sigga var listhneigð og félags- lynd, hún sinnti alla tíð leiklist og félagsmálum. Hún tók ung við föð- urarfleifð sinni ásamt manni sínum og þau skiluðu henni til afkomenda sinna. Það var og er erilsamt starf að vera húsmóðir á stóra sveita- heimili og var það hlutskipti Siggu mestan part ævinnar. Henni fórst það vel úr hendi, en ég er ekki frá því að hún hefði viljað helga meira af tíma sínum fyrrnefndum hugðar- efnum, en um það var ekki að fást. Eftir að Þorvaldur sonur þeirra tók við búi í Hjarðarholti fluttu Sigga og Jón í Borgames. Sigga kunni strax vel við sig í kaupstaðnum og komu þau sér upp notalegu heimili í Borgamesi og tók virkan þátt í bæj- arlífmu. Hún naut þess hins vegar allt of stuttan tíma, því krabbamein gerði vart við sig á síðasta sumri og dró það hana til dauða á svo skömmum tíma sem raun ber vitni. Ekki era nema nokkrar vikur síðan Sigga heimsótti okkur Ástu í bústaðinn okkar í Hjarðarholti, nokkuð var af henni dregið en lífs- gleðin var enn til staðar, við töluð- um saman um gamla daga, ná- grannana og hún sagði okkur frá því sem hana langaði til að gera eins og að læra að spila golf og kaupa sér fuglahús í garðinn sinn. Þar var henni líkt, en ekkert verður af því vegna þess að enginn ræður sínum næturstað. Guð blessi minningu Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Hjarðarholti. Ég þakka henni fyrir góðar og skemmtilegar æskuminningar sem ég á úr sveitinni og áhyggjulausa sumardaga sem ég eyddi í Hjarðar- holti. Við fjölskyldan vottum Jóni Þór og fjölskyldu hans samúð okk- ar. Haukur Þór Hauksson. Mér brá illilega er ég heyrði and- lát Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Hjarðarholti, merkrar konu sem fellur frá langt um aldur fram. Langt um aldur fram segi ég vegna þess hve ung hún var í andanum, já- kvæð, ætíð glaðvær, en þó djúphug- ul, forkur dugleg og kraftmikil til allra verka, hvort sem var á heimili hennar og Jóns Þórs, úti á vinnu- markaðnum, eða þá í tengslum við það gífurlega starf, sem hún lagði á sig í þágu félagsmála sinnar sveitar og héraðs. Þar munaði um hana jafnt í íþróttahreyfingunni, leiklist- inni eða þá söngnum í kirkjunni. Það er ótrúlegt hve miklu Sigríður fékk áorkað, æðralaus, yfirveguð og hæglát, eða eins og skáldið okkar góða Halldór Laxness kemst að orði af öðru tilefni: „þrátt fyrir fá orð og lágan róm hafði hún hæfileika til að koma sínum málum fram meiri en flestir sem hærra töluðu“. Ég vona að aðrir verði til að fjalla um það óeigingjama starf sem Sig- ríður vann tO eflingar íþróttalífi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. - Sjálfur sá ég hana fyrst árið 1978 er hún lék aðalhlutverkið í leikriti Dario Fo: „Nakinn maður og annar í kjólfötum" eða eins og það nefnd- ist þá hjá nýstofnaðri leikdeild UMF Stafholtstungna „Nakin kona og önnur í pels“ og konur að sjálf- sögðu í aðalhlutverkum. Þetta var í litla salnum þar sem nú er miðstöð sumarhúsafólks í Munaðarnesi. Tíu áram síðar var það svo sem ég kynntist Sigríði þegar ég hélt dulít- ið námskeið í leiklist hjá leikdeild- inni, en þá hafði þeim áskotnast hið myndarlega samkomuhús sitt að Varmalandi. Ári síðar, haustið 1989, var svo ákveðið undir forystu Sig- ríðar að taka til sýninga viðamesta og metnaðarfyllsta verk Jökuls Jak- obssonar: „Sonur skóarans og dóttir bakarans" og var ég fenginn til leið- sagnar. 1991 æfðum við svo saman söng- og leikdagskrá úr verkum Halldórs Laxness. Þar stjómaði og lék undir allan söng Sigurður kirkjukórsstjóri á Kirkjubóli, sonur Guðmundar skálds. 1992 var svo sýnt „Ættarmótíð" eftir bróður hans, Böðvar Guðmundsson. Loks vann ég með leikhópnum þekktan franskan gamanleik veturinn ‘96. - Á fast að 200 fjögurra klukkustunda æfingum við þessi fjögur verkefni er ég starfaði, skammaði formaður- inn, Sigríður, mig svokallaðan leik- stjóra aðeins einu sinni. Minnir mig þó að ærin ástæða hafi verið til þess oftar, en þetta sýnir betur geðprýði hennar og persónuleika en minn. Oftast er það yfrið verkefni fyrir formann leikfélags að vera bara for- maður. Á formanninum lenda að lokum öll vandamál er varða eina leikuppfærslu. Leikstjórinn kvart- ar, leikaramir kvarta (kannski und- an leikstjóranum); það vantar þetta og það vantar hitt. Þá er það sem formaðurinn þarf á öllu sínu að halda og er vart ætlandi annað verk síðasta mánuðinn fyrir frumsýn- ingu. Sigríður komst afburða vel frá þessu. Ekkert beit á hana, en auk þess að vera formaður í 11 ár þá lék hún í öllum sýningum leikdeildar- innar, eða í yfir 20 ár og hélt alla tíð fullum sönsum og vel það. Það er af- rek sem fáir leika eftir. Sigríður hafði ekki síður áhuga á leiklist atvinnumanna en áhugaleik- ara og ósjaldan stóð hún fyrir hóp- ferðum á vegum leikdeildarinnar á Varmalandi, þ. e. með íbúum Staf- holtstungna og Norðurárdals í at- vinnuleikhúsin í Reykjavík og á Akureyri, auk allra þeirra sýninga sem hún sá ein síns liðs, hafði gjam- an eina af vinkonum sínum með. Sigríður var vel lesin og hafsjór af fomum og nýjum fróðleik, ekki síst þeim er tengist Borgarfjarðar- héraði og Mýram. Var gaman að heyra hana lýsa sagnaslóðum og segja sögumar er tengdust þeim. Sigríður og Jón Þór bjuggu búi sínu í Hjarðarholti þar til fyrir fjóram áram að Þorvaldur sonur þeirra tók við. Sumarið 1996 fluttu þau hjón svo í Borgames þar sem þau bjuggu síðan. I flest þau skipti er ég vann með leiklistardeildinni að Varmalandi hafði ég fæði og húsnæði hjá þeim í Hjarðarholti. Þau vora afar sam- hent, aldrei heyrði ég styggðaryrði falla og ógleymanlegar eru mér stundimar er við „ræddum málin“, hvort heldur var við eldhúsborðið, eða á laugardagskvöldum í stofunni eftir langan og strangan æfingadag. Samband þeirra hjóna var óvenju traust og byggðist á eindrægni og gagnkvæmri virðingu, sem þau bára hvort fyrir öðra. Þau lögðust á eitt í búskapnum og einstakur skilningur ríkti hjá báðum gagn- vart áhugamálum hins. Jón var lengi hreppstjóri sinnar sveitar, eða þar til sveitafélögin sameinuðust og úr var Borgarbyggð. Saman sungu þau svo í kirkjukór Staf- holtstungna. Allir þeir er þekktu og störfuðu með Sigríði Þorvaldsdóttur hafa mikið misst. Ég votta Jóni Þór, bömum þeirra þremur svo og bamabömum mína dýpstu samúð. Jón Júlíusson. Gengin er góð grannkona, ótíma- bært og nokkuð sviplega en þó ekki með öllu óvænt. Sviplega segi ég því það hafði farið fremur hljótt að fyrir fáum vikum fór að halla undan fæti í glímu við illvígan sjúkdóm og loka- lotu þeirrar glímu bar skjótt að á rétt rúmri viku. Á annað ár hafði baráttan staðið en sjaldnast auðvelt að fregna af henni, a.m.k. ekki beint frá henni sem baráttuna háði. Slík- um orðræðum var eytt og það stundum á svo afgerandi hátt að maður hálft í hvora sá eftir að hafa spurt, vonaði bara að rétt væri að ekki væri orð á gerandi. Ljóst mátti vera að hún hafði einsett sér að hafa betur en eigi má sköpum renna, öll læknisfræðileg hjálp vandkvæðum bundin, bæði vegna eðlis og stað- setningar meinsins. Sigga í Hjarð- arholti var mjög sérstök kona og eftirminnileg þeim sem henni kynntust. Það var svo margt sem einkenndi skapgerð hennar og per- sónu sem var öðravísi en samt átti hún ágæta samleið með fólki, var mjög félagslynd og skemmtileg og fús til þátttöku í margháttuðum fé- lagsmálum. Gamansemi hennar var græskulaus og óáleitin og á engan orði hallað. Annað sem einkenndi Siggu mjög var sjálfstæði hennar. Hún fór sínu fram á sinn hógværa hátt, hirti ekki um tíðaranda eða viðhorf sem voru í ósamræmi við lífsskoðun hennar, virti skoðanir annarra og tróð engum um tær. En margt af því sem fólki er nú á tím- um eftirsókn í taldist ekki til þeirra gilda sem hún horfði til. Hún sá enga ástæðu til að streitast um þver vötn eftir einhverju sem sást í hill- ingum og er oftar en ekki fánýti sem aðeins reynizt sefa stundar- löngun. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í sveit og gegna þar hús- freyjustarfi lengst af starfsævinnar þá verður ekki sagt að Sigga hafi verið mikil búkona eða mikið fyrir búskap gefin. En víðlenda landar- eignina þekkti hún áreiðanlega ekki síður en margur bóndinn sína. Löngu áður en það var almennt við- urkenndur vitriisburður um heil- brigðan lífsstfl að ganga til þess eins að hreyfa sig var slíkt orðið að fastri venju hennar. Ýmist gekk hún þjóðveginn eða um holt og haga eftir árstíð og færi en jafnan ein- sömul. Oefað hefur þannig gefist gott tóm til að íhuga margvísleg rök tilverannar. I annan tíma og við aðrar aðstæður gekk hún í félagi við aðra og hafði í seinni tíð af þvl nokkum starfa að veita leiðsögn ferðafólki. Og hún dansaði líka vel, sviflétt. Sigga og Jón Þór vöktu eft- irtekt á dansgólfinu, létt og kát og laus við að látast. Öll sýndar- mennska var henni fjarri. Ýmis orð gætu átt við til að lýsa skaphöfn Siggu en ef ég mætti bara velja eitt þá væri það æðraleysi. Ég hygg að fleiri geti verið mér sammála um það. I þessum fáu orðum er ekki ætlunin að rifja upp einstök atvik frá lífshlaupi Siggu eða af samskipt- um við hana þó slíkt geti oft á tíðum verið góð leið til að lýsa persónum ef menn kunna á því tök. Það hefði jafnvel verið vel við hæfi með tilliti til áhuga Siggu á leikverkum og leiklist. Hins hafði ég löngun til að freista þess að draga upp mynd, þó brotakennd sé, er lýsa mætti mann- eskju sem ég hef átt samleið með frá því ég man eftir mér og meðal margs annars verið húsmóðir mín heilan vetur á sínu fyrsta búskapar- ári í Hjarðarholti. Raunar voru veturnir þar tveir en þann fyrri var ég í þjónustu foreldra hennar, Þor- valdar og Laufeyjar, en Sigga og Jón Þór að búa sig undir að taka við. Þetta vora góðir vetur báðir og öll árin síðan. Fátt er dýrmætara í fámenni sveitanna en að eiga sér góða nágranna. Slíku láni höfum við hér á bæ átt að fagna hvert sem litið er. Og ekki spillir vinarþel. Fyrir allt þetta er nú tímabært að þakka við þau þáttaskil sem ekki verða umflúin og era þegar að er gætt ekki slæmt hlutskipti fyrir þann sem fer. En eftir er skarð sem ekki verður fyllt, tómarúm og söknuður í huga þeirra sem eftir lifa og nærri standa. Sigga í Hjarðarholti er kvödd með söknuði og þökk. Fjölskyldan í Lindarhvoli sendir Jóni Þór, börnum þeirra og fjöl- skyldum og Krissu systur hennar og hennar fjölskyldu, innilegustu samúðarkveðjur. Jón G. Guðbjörnsson. Það var á fallegum ágústmorgni sem fregnin um andlát Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Hjarðarholti í Stafholtstungum barst okkur. Fregnin kom sem reiðarslag, því þrátt fyrir að vitað væri að hún gengi ekki heil til skógar granaði okkur ekki hversu sjúk hún var orð- in. Hún bar veikindi sín lítt á torg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.