Morgunblaðið - 14.08.1999, Page 52

Morgunblaðið - 14.08.1999, Page 52
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skammarleg vinnubrögð stjórnar Heimdallar ÞAÐ er sorglegt að þurfa að segja það, en svo virðist sem orð for- manns Heimdallar séu ekki meira virði en pappírinn sem þau eru skrifuð á. Ljóst er, að fögur fyrirheit og lof- orð hans um sanngimi í ^Ailltrúavali fyrir SUS- ping, hafi verið lítið annað en blekkingar. Þetta eru stór orð en þau koma frá mann- eskju sem situr í stjóm Heimdallar og hefur sjálf orðið vitni að þeim skammarlegu aðferð- um sem beitt var við fulltrúavalið. Eins og þeim, sem málið þekkja, er kunnugt um birti stjóm Heimdallar nokkur viðmið um hvemig að fulltrúavalinu yrði stað- ið, á heimasíðu sinni. Þessum regl- um var algjörlega ýtt til hliðar á fundinum þegar valið sjálft fór ,/j?im. í stað þess að taka mið af starfi fólks í Heimdalli og SUS vom spánný viðmið, eins og hversu mikill frjálshyggjumaður viðkomandi væri og aldur umsælqenda, tekin í gagn- ið. Þetta er auðvitað eins loðið og annað sem komið hefur frá stjóm- inni varðandi þetta mál. Stóð kannski til að stjóm Heimdallar raðaði hinum fjögur hundrað um- sækjendum á einhvers konar frjáls- hyggjuskala? Þá er ég viss um að andstaða mín við lögleiðingu eitur- Ma kæmi mér í vandræði gagnvart ®í'nfium sanntrúuðu félögum mínum í stjóminni. Þrátt fyrir að ég hafi ekki lýst Ólöf Hreftia Kristjánsdóttir stuðningi mínum við annan frambjóðand- ann til formanns SUS, þá virðist ég hafa legið sterklega undir gran um að fylgja ekki línu formannsins. Nefna má að umsóknir um þingsetu, sem bárast í tölvupósti, voru fram- sendar til flestra stjómarmanna HeimdaUar tU grann- skoðunar. En ekki tU mín, hins granaða stuðningsmanns Jónasar Þórs Guð- mundssonar. Þar að auki var mér meinað að líta yfir lista umsækjenda. Á þessum lista lágu Ingvi Hrafn Óskarsson og meðreiðarsveinar hans, eins og ormar á gulli, enda hlýtur að hafa verið mikið verk og vandasamt að tryggja að fólk með óæskUegar skoðanir slyppi ekki í gegn. Síðasta fimmtudagskvöld var ég boðuð á fund tU þess að ræða full- trúavaUð. Fundinn átti að halda á heimUi formannsins. Sá fundur var boðaður klukkan 22:30 og var ég mætt á tUætlaðan stað á þeim tíma. HeU klukkustund leið áður en meiri- hluti stjómarinnar lét á sér kræla. Hvað félagar mínir í stjóminni bar- dúsuðu saman á meðan ég beið get ég ekki sagt. Hitt er víst að eftir stuttan fund var ákveðið að formað- ur félagsins og jábróðir hans, Björg- vin Guðmundsson, tækju sig saman um að gera tiUögu í máiinu. Var þetta gert undir því yfirskini að stjómarmenn væra svo uppteknir Heimdallur Eg skammast mín, seg- ir Ólöf Hrefna Krist- jánsdóttir, fyrir þessi lágkúrulegu vinnu- brögð stjórnarinnar. við vinnu að best væri að haga mál- um svo. Eg var svo heppin að vera í fríi og bauðst því tU að taka þátt í að ganga frá listunum. Itrekaðar tU- raunir mínar tU að ná í félagana í gær reyndust hins vegar árangurs- lausar, þar sem þeir tóku ekki símtöl mín. Þessi tUlaga þeirra var svo af- greidd í gær, á eins og hálfs klukku- tíma haUelúja samkomu, þrátt fyrir að hvergi bæri á að hin svo köUuðu viðmið stjómarinnar væru í heiðri höfð. Þar bókaði ég mótmæh við þessum starfsháttum. Eg skammast mín fyrir þessi lág- kúralegu vinnubrögð stjómarinnar. Aldrei hefði mig grunað að þeir sjálfskipuðu útverðir frelsis og lýð- ræðis, sem stjómarmenn Heimdall- ar era, fómuðu hugsjónum sínum og skoðunum svo sársaukalaust í þeim eina tUgangi að tryggja vini formannsins heppUegri stöðu í kosningaslag sínum. Vonbrigði mín era sérlega sár í Ijósi þess að ég hafði lengi vel enga trú á að þær áhyggjur, sem viðraðar hafa verið, væru á rökum reistar. Annað hefur komið í ljós. Höfundur er stjómarmaður í Heimdalli. Einar K. Þorsteinsson ^ Ámi Árnason Sjöfn Þórðardóttir Jónas Þór til forystu í SUS Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú hafið sitt þriðja kjörtímabil í ríkis- stjórn og hlaut flokkurinn frábæra kosningu í nýafstöðnum alþingis- aj^isningum. Ljóst að árangur eins og sá sem flokkurinn hefur náð er engum einum að þakka, heldur öfl- ugri liðsheild félagsmanna flokks- ins. Árangur flokksins er ekki síst því að þakka að um árabil hefur Samband ungra sjálfstæðismanna haldið úti öflugu starfi og státar nú af um 9.000 félagsmönnum. Mál- efnavinna og ályktanir SUS eru stór þáttur í starfinu og skiptir það sköpum að hafa fólk með fjölbeytt- an bakgrann til þess að standa að starfinu. Svo hefur verið undanfar- in ár og er ekkert útlit fyrir það að starfið muni dragast saman heldur þvert á móti er nú blásið til sókn- ar. Nýr formaður Samband ungra sjálfstæðis- manna heldur um næstu helgi sitt 35. þing. Þingfulltrúar munu við mótun stefnu taka mið af því að Formannskosning Þannig mun félagið næstu tvö árin, segja Einar K. Þorsteinsson ------,---—■»----------- og Arni Arnason og Sjöfn Þórðardóttir, og státa af formanni sem skapar SUS jákvæða og staðfasta ímynd. þjóðin og heimurinn standa nú á tímamótum. Tækifærin hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og stöðugleiki þjóðfélagsins endurspeglast í athaf- nagleði ungs fólks. Það er því mikil- vægt að móta stefnu sem verður í minnum höfð þegar h'ður fram á næstu öld. Öflugur málsvari ungra sjálfstæðismanna Fyrsti varaformaður SUS, Jónas Þór Guðmundsson, hefur nú gefið kost á sér sem formaður samtak- anna næstu tvö árin. Við sem þekkj- um til verka Jónasar Þórs í gegnum félög okkar á Reykjanesi fögnum þessari ákvörðun hans. Jónas Þór þekkir starf SUS og aðildarfélag- anna betur en flestir og er það sam- tökunum gott veganesti inn í næstu öld að hafa hann sem formann. Við skoram á alla þingfulltrúa að veita Jónasi Þór stuðning. Þannig mun félagið næstu tvö ár- in státa af formanni sem skapar SUS jákvæða og staðfasta ímynd og ekki síst Sjálfstæðisflokknum tæki- færi til að leiða ungt fólk til bjartrar framtíðar. Veljum mann með reynslu í for- ystusveit SUS, veljum Jónas Þór. Einar K. er formaður Freyju, FUS Grindavfk, Ámi er formaður Loka, FUS Sand- gerði/Garði/Vogum. Sjöfn er formaður Baldurs, FUS Seltjarnarnesi. > ti>mbl.is Fréttir á Netinu Ödrengileg vinnubrögð Jónasarmanna Á SÍÐUSTU dögum hafa stuðningsmenn Jónasar Þórs Guð- mundssonar, sem býð- ur sig nú fram til for- manns SUS, skrifað greinar þar sem efast er um að málefnaleg vinnubrögð séu viðhöfð í, Heimdalli f.u.s., við val á þingfulltrúum fé- lagsins fyrir komandi SUS-þing. Það sem fær mig til þess að stinga niður penna er reynsla félaga míns í SUS af vinnu- Formannskosning Umsækjandanum var bent á að nær engar lík- ur væru á, segir Arna Hauksdóttir, að stuðn- ingsmönnum Sigurðar Kára í Hafnarfírði yrði hleypt á þingið. brögðum þeim sem stuðningsmenn Jónasar Þórs iðka á meðan þeir saka stjóm Heimdallar um ómál- efnalegt val á þingfull- trúum. Skömmu eftir að stuðningsmenn fyrr- nefnds frambjóðanda lýstu yfir áhyggjum sínum um val stjómar Heimdallar sótti félagi minn um þingsæti í Stefni, f.u.s. í Hafnar- firði, þar sem Jónas nýtur stuðnings for- mannsins. Formaður Stefnis byrjaði á því að spyrja hvom fram- bjóðandann umsækj- andinn styddi. Svarið var að hann tæki sjálf- stæða ákvörðun og gæfi ekki upp hvem hann styddi. Eftir það var umsækjandanum bent á að nær engar líkur væru á að stuðnings- mönnum Sigurðar í Hafnarfirði yrði hleypt á þingið og hann yrði að bera umsóknina undir Jónas Þór Guð- mundsson sem tæki síðan ákvörðun í málinu. Það eitt að stuðningsmenn Jónasar saki stjórn Heimdallar um ómálefnalegt val án nokkurs rök- stuðnings er óviðunandi. Vinnu- brögð þeirra sjálfra gera það svo að verkum að allur þeirra málflutn- ingur er þeim til háborinnar skammar. Höfundur situr i stjórn Heimdallar. Ama Hauksdóttir Opið bréf til sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar UNDIRRITAÐUR hefur staðið í bréfa- skriftum við ráðuneyti yðar og sendi m.a. fýr- irspum með 5 spurn- ingum þann 20. mars 1998. Það var ekki fyrr en einu ári og tveimur mánuðum betur sem loks barst svar frá ráðuneytisstjóranum. Þetta svar barst ekki fyrr en ég hafði snúið mér til umboðsmanns Alþingis. Svörin við spuming- unum eru í sjálfu sér bæði athyglisverð og uggvekjandi þótt inni- haldið sé heldur rýrt. Spurt var hvað tefði mál rann- Sjóslysarannsóknir Hvað tefur mál Rann- sóknarnefndar sjóslysa, spyr Jóhann Páll Sím- onarson, vegna m/s Dísarfells sem sökk 9. mars 1997? sóknarnefndar sjóslysa vegna m/s Dísarfells sem sökk 9. mars 1997. I svarinu kemur fram að yfir- völd í Antigua-Barbados hafi ekki óskað eftir rannsókn á afdrifum skipsins. Dísarfellið var sem sé er- lent skip og þó svo að tveir ís- lenskir sjómenn færust er ekki ástæða til að rannsaka málið vegna þess að einhver stjómvöld í Mið-Ameríku sjá ekki tilefni til þess. Er þetta það sem við sjó- menn eigum að búa við á „íslensk- um“ skipum í eigu ís- lenskra útgerða en flaggað undir fána er- lendra þróunarlanda? Af hverju er málið ekki sent ríkissak- sóknara þar sem hér áttu tveir íslenskir ríkisborgarar hlut að máli? Þurftu íslensk stjórnvöld að fá leyfi til þess að vísa málinu til hans frá Mið-Am- eríku þó að útgerðin sé í raun íslensk? Önnur spurningin var um Víkartind. Af hverju hefur þetta mál ekki verið rannsakað ofan í kjölinn af íslenskum stjórn- völdum? Getur erlend skip, sem sigla á vegum íslenskra útgerða, rekið á land við Islandsstrendur án þess að íslensk stjórnvöld kanni þau mál með öðrum hætti en með lestri erlendra dagblaða? Ráðu- neytið ber það fyrir sig í svari sínu að einu spurnir sem það hafi um af- drif málsins í Þýskalandi séu- af lestri erlendra dagblaða! í þessu slysi fórst einnig íslenskur sjómað- ur við skyldustörf sín. Af hverju var þessu máli ekki vísað til ríkis- saksóknara? Þriðja spumingin varðaði slys um borð í Brúarfossi 31. ágúst 1996. Af hverju fær ekki sá ein- staklingur, sem þar átti hlut að máli, lokaniðurstöður rannsóknar- innar í sínar hendur? Að lokum: Er þess að vænta að í þinni ráðherratíð muni borgaramir ekki þurfa að standa í ómældri og kostnaðarsamri aðgerð til að fá fram viðunandi upplýsingar sem snerta hagsmuni þeirra? Með vinsemd og virðingu, Ilöfundur er sjómaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.