Morgunblaðið - 14.08.1999, Síða 76
5*
Hefur þitt fyrirtæki
efni á aö eyöa tíma
starfsfólksins í biö?
Það er dýrt að láta starfsfólkið bíða!
jSölvukerfi sem virkar
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Burðarás í hópi stærstu eigenda nýrrar fískvinnslu á Þingeyri
Fjárfestir í kvóta
fyrir hálfan milljarð
EIGNARHALDSFÉ LAGIÐ Burð-
arás er meðal stærstu eiganda í físk-
vinnslufyrirtæki sem verður stofnað
á Þingeyri í dag. Aðrir stórir eigend-
ur verða útgerðarfyrirtækið Vísir hf.
í Grindavík, Tryggingamiðstöðin og
Byggðastofnun. Stofnhlutafé verður
um 400 milljónir og kvótinn um 2.000
þorskígildistonn en fjárfest verður í
kvóta fyrir hálfan milljarð.
ísafjarðarbær fékk 387 tonna
byggðakvóta frá Byggðastofnun og
fær nýja fyrirtækið hann. Vísir legg-
ur fram 1.000 tonn af eigin aflaheim-
ildum og að sögn Egils Jónssonar,
stjórnarformanns Byggðastofnunar,
er stefnt að því að fyrirtækið kaupi
600 tonn af þorskkvóta, en áætla má
að kaupverðið verði tæpur hálfur
milljarður. Ekki verður fjárfest í
skipakosti því Vísir leggur til skip og
kvóti fyrirtækisins verður skráður á
þau.
Athygli vekur að helstu eigendur
fyrirtækisins eru íjársterkir aðilar
sem koma ekki af Vestfjörðum. Egill
segir að sú staðreynd gangi ekki
gegn markmiðum Byggðastofnunar
um uppbyggingu á landsbyggðinni.
„Það að fara í samstarf með þessum
fyrirtækjum var besti kosturinn í
stöðunni og kannski sá eini sem til-
tækur var til þess að ná fram þess-
um mikilvæga árangri.“
■ Burðarás/22
A bóla-
kafi í sund-
lauginni
EKKI er alltaf nauðsynlegt að
svamla á yfírborðinu þegar
menn fara í sund og sjálfsagt að
kanna eftir bestu getu und-
irdjúpin í sundlauginni ef svo
má að orði komast. Þannig get-
ur maðurinn líka kafað
drykklanga stund jafnvel þótt
hann hafí ekki tálkn eins og
fískar. Vissara er þó að hafa
sæmilega snör sundtök til að
reka höfuðið upp úr á ný þegar
h'ður að því að lungun kalli á
loft.
Eltur á
170-190
km
hraða
LÖGREGLAN á Blönduósi
handtók í gærkvöldi mann, sem
eltur hafði verið um Langadal á
170-190 km hraða. Maðurinn
sinnti ekki stöðvunarmerkjum
lögi'eglu en lét af ofsaakstrinum
þegar hann kom inn í bæinn á
Blönduósi þar sem vegartálmi
hafði verið settur upp.
Að sögn lögreglunnar barst
henni tilkynning klukkan 19.20
um mann á bíl á Vatnsskarði
sem rásaði um veginn og
hleypti ekki umferð fram úr
sér. Lögreglan á Sauðárkróki
fór á vettvang en þegar maður-
inn varð hennar var gaf hann í
og ók vestur í Húnaþing. Lög-
reglan á Blönduósi ætlaði að
mæta manninum og stöðva
aksturinn við brúna yfir Svartá
en þegar hann kom þar að á
ofsaferð ákvað lögreglan að
hleypa honum fram hjá. Síðan
var ekið á eftir manninum um
Langadal þar sem bifreið hans
náði 170-190 km/klst. hraða á
5-10 mínútna tímabili. Við svo
búið hætti lögreglan að sögn
formlegri eftirför og dró þá úr
hraðanum. A meðan voru gerð-
ar ráðstafanir til að setja upp
vegartálma á Blönduósi til að
stöðva aksturinn þar.
Maðurinn nam staðar við
vegartálmann. Að sögn lögreglu
kom þá í ljós að maðurinn er
sjúklingur og var honum ekið á
sjúla-ahús í Reykjavík í gær-
kvöldi.
„Þetta var svakalega hættu-
legt á tímabili. I hvert sinn sem
hann ók fram úr bíl sá maður
fyrir sér að árekstur gæti orðið
en fyrir einhver mildi fór allt á
besta veg sem hægt var,“ sagði
Gunnar Sigurðsson, lögreglu-
maður á Blönduósi, í samtali við
Morgunblaðið.
Andstaða
borgarbúa
ekki hunsuð
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
. IMfcrgarstjóri í Reykjavík, segir í
grein í Morgunblaðinu í dag að ef al-
menn andstaða komi fram við tillög-
ur um byggingar á lóðum í Laugar-
dal, eftir að kynning hafí farið fram á
þeim, muni meirihluti borgarstjóm-
ar ekki hunsa mótmæli borgarbúa.
I greininni segir hún: „Skipulags-
tillagan er nú til auglýsingar og al-
mennrar kynningar. Borgarbúum
gefst kostur á að kynna sér hana og
koma athugasemdum sínum á fram-
færi. Það er sjálfsagt og eðlilegt að
fram fari almenn umræða um ágæti
UUögunnar og borgaryfírvöldum ber
V«r vega og meta þau rök sem fram
koma. Ef almenn andstaða er meðal
'borgarbúa við skipulagstillöguna
mun meirihlutinn í borgarstjórn ekki
hunsa þær raddir, öndvert við það
sem Davíð Oddsson og Sjálfstæðis-
flokkurinn gerðu þegar tugþúsundir
Reykvíkinga mótmæltu byggingu
. Ráðhiíssins “
■ Deiliskipuiag/54
Stjdrnarformaður Scandinavian Holding um hlutinn í FBA
Gefið til kynna að dreifð
eign væri ekki skilyrði
GUÐMUNDUR Hauksson, sparisjóðsstjóri
SPRON og stjómarformaður eignarhaldsfélags-
ins Seandinavian Holding, segir að þegar spari-
sjóðimir hafi gengið eftir svörum frá ríkisstjóm-
inni um hvernig staðið yrði að sölu á 51% hlut
ríkissjóðs í FBA hefðu þeir ekki fengið skýr svör.
„Þegar athygli okkar var vakin á því að ríkissjóð-
ur kynni að hafa frjálsari hendur um sölu á bréf-
unum en áður var um talað, þ.e.a.s. að dreifð
eignaraðild væri ekki eins afdráttarlaust skilyrði
og áður var rætt um, varð okkur ljóst að það var
talsverð áhætta fólgin í þessari fjárfestingu okk-
ar,“ sagði hann.
„Við gætum hafa setið uppi með þriggja milij-
arða fjárfestingu án þess að hafa náð markmiði
okkar,“ sagði Guðmundur. „Ef okkur hefði verið
ljóst hvort og með hvaða hætti ríkisstjómin
hyggst selja hlutabréf sín í FBA og að þau áform
færu saman við okkar hugmyndir er líklegt að
við hefðum ekki tekið ákvörðun um sölu núna.“
Guðmundur telur að umræðan, sem skapast
hefur um sölu á hlut sparisjóðanna í FBA til
ORCA, beri keim af því að menn átti sig ekki á
hvaða lögmál gildi á hlutabréfamarkaði.
Guðmundur segir að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um hvemig fjármunirnir sem fáist við
söluna verða notaðir. „Við munum að sjálfsögðu
skoða alla þá möguleika sem kunna að gefast í
einkavæðingaráformum ríkisstjómarinnar. Ef
við teljum að einhver kaup á hlutabréfum ríkisins
falli að hagsmunum sparisjóðanna með einhverja
uppstokkun í huga munum við að sjálfsögðu
skoða þau mál vandlega."
Ekki ætlunin að viðhalda leynd
Fjórir einstaklingar veita forystu fjóram hóp-
um fjárfesta sem mynda eignarhaldsfélagið Orca
SA í Lúxemborg, þeir Jón Ólafsson, Þorsteinn
Már Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og
Eyjólfur Sveinsson. Félagið á nú 28% hlut í FBA,
sem skiptist jafnt milli hópanna fjögurra. í yfir-
lýsingu sem aðstandendur Orca sendu frá sér í
gær segir að það hafi aldrei verið ætlunin að við-
halda leynd yfir því hverjir ættu hlut að máli.
„Staðreyndin er einfaldlega sú að kaupin vora
ekki endanlega frágengin fyrr en með samþykkt
stjómar Scandinavian Holding í gær. Kaupendur
vildu ekki leggja nöfn sín við viðskipti fyrr en þau
væra fullfrágengin," segir þar.
Aðspurður hvort þessir fjórir aðilar hefðu stað-
ið saman að kaupunum frá upphafi eða hvort
breyting hefði orðið á samsetningu hópsins eftir
undirritun samninga við Scandinavian Holding
sagði Eyjólfur Sveinsson, stjómarformaður Orca
SA: „Þessi hópur náði mjög fljótt og vel saman.
Við höfum ákveðið að ræða ekki nákvæmlega at-
burðarásina."
■ Fjórir hópar/4
■ Menn átta sig/38