Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tímamót í forvarnastarfi Morgunblaðið/Ásdís Þorgerður Ragnarsdótttir, framkvæmdastjóri áfengis- og vímuvamaráðs, segir að ekki sé mikils árangurs að vænta af vímuvamastarfi fyrr en almenningur, sem notar áfengi, sættir sig við þau markmið sem sett em og er tilbúinn að taka þátt í að ná þeim. Um áramótin var áfengis- og vímuvarna- ráð stofnað í þeim tilgangi að efla og styrkja áfengis- og vímuvarnir, sérstak- lega meðal barna og ungmenna. Eyrún Baldursdóttir ræddi við Þorgerði Ragnars- dóttur, framkvæmda- stjóra ráðsins. Hún kveður höft og bönn eiga í vök að verjast í þjóðfélagi þar sem frjálsræðishugsjón er ríkjandi. Aukið fram- boð á áfengi og vímu- efnum kalli á nýjar leiðir í forvarnastarfi. SÍÐASTA ríkisstjórn steig mikilvægt skref í áfengis- og vímuvörnum árið 1996 þegar sett var á fót nefnd ráðuneyta til að marka stefnu í áfengis- og vímuvömum," segir Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri áfengis- og vímu- varnaráðs, og kveður þau Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra og Þorstein Pálsson, íyrrverandi dómsmála- og sjávar- útvegsráðherra, eiga mestan heið- ur að því. Verkefnið Island án eit- urlyfja og stofnun áfengis- og vímuvarnaráðs eru meðal þess sem nefndin lagði tíl. „Sögulega séð hefur stefna í áfengis- og vímuvörnum einkennst af höftum með bindindishugsjónir að leiðar- ljósi,“ segir Þorgerður. Áfengis- og vímuvarnaráð tók til starfa um síðustu áramót og í því sitja átta fulltrúar. Þeir eru til- nefndir af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, forsætis- ráðuneytinu, dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Þorgerður er eini starfsmað- ur ráðsins, enn sem komið er. Unnið er að því að finna betra hús- næði fyrir ráðið þannig að hægt verði að bæta við starfsfólki og hrinda brýnum verkefnum í fram- kvæmd. Samábyrgð samfélagsþegna Markmið áfengis- og vímuvarna- ráðs er að uppræta fíkniefnaneyslu í landinu og draga stórlega úr áfengisneyslu, sérstaklega meðal unglinga. Vímulaus grunnskóli er forgangsmarkmið. „Unglinga- drykkja hefur lengi ver- ið vandamál hér á landi og neysla unglinga og fjölbreytni vímuefna hefur aukist stöðugt undanfarin ár,“ segir Þorgerður. „Mér er ofarlega í huga síðasta verslunarmannahelgi þar sem þús- undir drukkinna unglinga söfnuð- ust saman á sama bletti. Við slíkar aðstæður myndast ringulreið þar sem unglingar hafa enga stjórn á aðstæðum," segir hún og bætir við að grípa verði inn í og breyta þess- um venjum. Þorgerður bendir á að ótímabær unglingadrykkja og misnotkun vímuefna sé vandamál sem allir þurfí að axla ábyrgð á, en eigi ekki að vera í höndum örfárra aðilá. „Templarar tóku að sér þennan málaflokk i kjölfar bannlaganna og sinntu vel með sínum aðferðum. Síðan bættust við Samtök áhuga- manna um áfengisvamir sem komu með hugmyndir um að alkó- hólismi væri sjúkdómur. Núna er mjög brýnt að ná almennri um- ræðu um ótímabæra drykkju ung- linga. Virkja þarf fólk í andstöðu sinni gegn þessu máli og ef árang- ur á að nást verða allir að leggja lóð á vogarskálamar. Foreldrar, skólar, heilsugæsla og aðilar sem standa að félagsstarfi verða að ná samstöðu um hvert vandamálið er, hvert markmiðið er og hver ber ábyrgðina." Að mati Þorgerðar er tímabært að breyta áherslum í vímuvömum þar sem ljóst sé að hvorki bindind- ishugsjón né fræðsluáróður um skaðsemi vímuefna virki einn og sér. „Það þarf að hugsa upp nýjar aðferðir sem vænlegri eru til ár- angurs. Fjálsræðishugsjónir em ríkjandi í þjóðfélaginu og því verð- ur að móta forvamastarf eftir því. Áttatíu og fímm prósent af þjóð- inni, fimmtán ára og eldri nota áfengi og við verðum að fínna að- ferðir sem þessi hópur getur sætt sig við,“ segir Þorgerður, en meðal þess sem áfengis- og vímuvarna- ráð leggur til er að hefja forvarnir meðal mun yngri barna en hingað til hefur verið gert. Frá móðurkviði til fullorðinsára Þorgerður talar um að nýta allar stofnanir í þjóðfélaginu til vímu- vama. „Starfsmenn heilsugæslu hafa til dæmis tækifæri til að kanna neyslu verðandi mæðra. Fósturskemmd- ir geta hlotist af áfengis- neyslu móður á með- göngu og vert er að upplýsa konur um það. Ég held líka að það sé mikilvægt að spyrja verðandi mæður út í umhverfi þeirra og at- huga hvort þær þurfi stuðning.“ Þorgerður bendir á að starfsfólk heilsugæslu, leikskóla og skóla geti stundum séð fyrir hvaða böm em líkleg til að lenda í áfengis- og vímuefnavanda seinna á ævinni m.a. af félagslegu umhverfi þeirra og ýmsum hegðunar- og þroska- einkennum. „Við vitum ekki núna hvernig við eigum að nýta þessa þekkingu og hjálpa þessum krökk- um að koma undir sig fótunum." Hún telur að innan gmnnskólans ætti að vera hægt að sinna þessum hópi sérstaklega. „Til þess vantar viðeigandi stuðning innan skólans og framboð af sérhæfðum með- ferðarúrræðum.11 Efling foreldrastarfs er eitt af því sem hún telur mikilvægt í áfengis- og vímuvörnum. „Rann- sóknir benda til að börn, sem eiga foreldra sem styðja þau og fylgj- ast með hvar þau em og með hverjum, em ólíklegri til að neyta vímefna. Við foreldrar verðum einnig að líta í eigin barm og skoða hvernig fyrirmyndir við er- um. Ég er þeirrar skoðunar að foreldrar eigi að draga verulega úr drykkju á meðan þeir eru að ala upp böm. Það er vitaskuld mótsagnakennt að foreldrarnir séu drukknir í útilegum en ætlist til að unglingarnir geri ekki slíkt hið sama.“ Upplýsingamiðstöð vímuvama í landinu Áfengis- og vímuvarnaráð legg- ur í starfi sínu áherslu á gagna- söfnun og sífellda þekkingarleit. „Við höfum rannsóknir undanfar- inna ára að miða út frá og munum gera áætlun um hvað þurfi að rannsaka markvisst á næstu áram. Ljóst er að það þarf fleiri rann- sókna við til að meta neyslu þjóð- arinnar og athuga tíðni ýmissa vandamála sem koma í kjölfar vímuefnaneyslu. Til dæmis slys, ölvunarakstur, afbrot og fleira," segir Þorgerður. „Hugmyndin er vera í samstarfi við þá aðila sem starfa að rann- sóknum,“ segir hún og nefnir Félagsvísinda- stofnun, Rannsóknir og greiningu og Landspítalann sem dæmi. ,Áfengis- og vímuvarnaráð mun setja á fót gagnabanka þar sem verður að fmna niðurstöður rann- sókna, athugana og annað sem við- kemur vímuvörnum. Ráðið á að verða upplýsingamiðstöð sem tek- ur við fyrirspumum fólks um allt sem viðkemur áfengis- og vímu- vörnum. Við munum einnig leggja áherslu á að miðla niðurstöðum bæði á Netinu og í fjölmiðlum," segir hún. Sem dæmi um nýja könnun sem gerð var að tilstuðlan áfengis- og vímuvamaráðs var svokallað ESPAD-verkefni. Niðurstöður þeirrar rannsóknar vom kynntar á blaðamannfundi fyrr í þessum mánuði en þær bentu til að dregið hefði úr áfengisneyslu, reykingum og neyslu ólöglegra vímuefna með- al nemenda í efsta bekk gmnn- skólans. „Þær niðurstöður em samt bara eitt brot í púslinu," seg- ir hún. Áfengis- og vímuvamaráð mun meta árangur af þeim forvarna- verkefnum sem stofnað er til og bera saman við niðurstöður milli svæða innanlands og utan. Forvarnasjóður í höndum áfengis- og vímuvamaráðs Áfengis- og vímuvarnaráð hefur eftirlit með því að ákvæðum laga og reglugerða um áfengis- og vímuvarnir sé framfylgt en það fel- ur í sér mikla samvinnu við þá sem vinna að áfengis- og vímuvömum. Það eru rneðal annarra SÁÁ, Fræðslumiðstöð fíkniefna, Rauði krossinn, Foreldrasamtökin, Fé- lagsþjónustan og ÍTR. Verkefni áfengis- og vímuvama- ráðs fyrir ríkisstjómina em víðtæk og eitt þeirra er að deila út styrkj- um úr Éorvamasjóði. „Þar til í ár sá heilbrigðisráðuneytið um að úthluta úr honum en héðan í frá verður það á vegum áfengis- og vímuvamaráðs að gera tillögur um úthlutanir til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- hema,“ segir Þorgerður. Foivarna- sjóður var stofnaður árið 1995 til verkefna á sviði áfengis- og vfmuefnavama og Þorgerður segir að 35 milljónum hafi verið var- ið til verkefna í ár. Um- sóknir bárast hins vegar um 160 milljónir. Frá því áfengis- og vímuvarna- ráð tók til starfa hefur það verið að marka sér stefnu í áfengis- og vímuvömum. Um framtíð þess segir Þorgerður: „Ég vil að þetta verði sterk miðstöð sem er tilbúin að skoða hvað virkar í forvörnum með opnum huga og sjá það sem hefur ekki virkað. Leiðirnar em ekki ljósar núna en vitaskuld verð- um við að byrja einhvers staðar. Við munum reyna að starfa í takt við breytta tíma og leggja nýjar áherslur í áfengis- og vímuvöm- um.“ Umræðu þarf um ótíma- bæra drykkju unglinga að Tímabært að breyta áherslum í vímuvörnum Landssíminn styrkti Quake-keppni Ekki athuga- vert að styrkja leiki af þessu tagi [ ÓLAFUR Þ. Stephensen, forstöðu- maður kynningar- og upplýsinga- mála Landssímans, segir að Landssíminn sjái ekkert athuga- vert við að fyrirtækið styrki leikja- mót af því tagi sem það styrkti um síðustu helgi þegar keppt var í tölvuleiknum „Quake“, en það er einn vinsælasti drápsleikur síðustu j ára sem leikinn er á tölvu. Ólafur segir ennfremur að fyrir- tækið myndi taka styrktaraðild að jr slíkum styrkjum til endurskoðunar ef sýnt væri fram á að slíkir leikir hefðu skaðleg áhrif á þátttakendur þeirra. Fram á það hafi hins vegar ekki verið sýnt með „Quake“ tölvu- leikinn. Skák líka drápsleikur t Ólafur segir að Landssímin hafi styrkt ýmis íþrótta-, leikja- og tölvuleikjamót. Tölvuleikurinn „Quake“ sé vinsæll leikur sem spil- aður sé af breiðum aldurshópi. Þátttakendur í mótinu um síðustu helgi hafi fyrst og fremst verið í aldursflokknum 18 ára og eldri, og verið allt upp í 40 ára. Þeir sem yngri vora hafi margir verið í fylgd með foreldmm. „Við styrkjum einnig skákmót á Netinu, og skák er líka drápsleikur ef út í það er farið. Við emm að koma tá móts við áhugamál við- skiptavina okkar og „Quake“ er gífurlega vinsæll tölvuleikur. Við höfum ekki tekið afstöðu um inni- hald „Quake“ leiksins en það hefur Morgunblaðið hins vegar gert og á margmiðlunarsíðum þess má finna á annan tug greina sem birst hafa sl. tvö ár eða svo þar sem leikurinn i er margrómaður. Ef Morgunblað- inu finnst vafasamt að Landssím- inn styrki mót með þessum leik f ætti blaðið fremur að líta í eigin barm,“ segir Ólafur. ---------------- Fundur nor- rænna um- hverfisráð- herra UMHVERFISRÁÐHERRAR Norðurlandanna halda fund á mánudag á Hótel Reynihlíð við Mývatn. Á dagskrá fundarins er m.a. samþykkt framkvæmdaáætlunar um vemd náttúru og menning- arminja á norðurslóðum, þ.e. Is- landi, Grænlandi og Svalbarða. Áætlunin, sem hefur að geyma 14 ákvæði um aðgerðir, á að ganga í gildi árið 2000. Að auki hyggjast umhverfisráð- herramir ræða mengun hafsins á norðurslóðum, aðstoð Norðurland- anna við lausn umhverfisvanda- mála í Rússlandi, eftirfylgni yfir- lýsingar forsætisráðherra Norður- landanna um sjálfbær Norðurlönd og undirbúning fyrir væntanlegan fund umhverfisráðhema Evrópu- ; sambandsríkjanna, að því er segir í fréttatilkynningu. Á fundinum verða, auk Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfísráð- herra, sem gegnir fomennsku í starfi norrænu umhverfisráðherr- anna: Svend Auken, umhverfisráð- herra Danmerkur, Kjell Larsson, umhverfisráðherra Svíþjóðar, Guro Fjellanger, umhverfisráð- herra Noregs, Satu Hassi, um- i hverfisráðherra Finnlands, Éydun Eltör, fulltrúi landstjórnar Færeyja, og Alfred Jakobsen, full- ' trúi landstjómar Grænlands, auk fulltrúa frá Álandseyjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.