Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 Kirkjurækið fólk reynist njóta meiri félagslegs stuðnings. Berklar Viijum gjaman að berkl- ar verði sjúkdómur sem heyri sögunni til. Svefnlyf Freistingin til að taka lyfið inn að kvöldi ekki mikil. Fita Athygli beint að fitu- neyslu bama allt niður að fjögurra ára aldri. Tengsl milli kirkjurækni og langlífis Raleigh. AP. ALDRAÐ fólk, sem sækir kirkju reglulega, kann að búa yfir leynd- ardómi langlífis. Að minnsta kosti bendir ný rannsóknarskýrsla tii þess að aídrað og kirkjurækið fólk sé ekki aðeins heilbrigðara heldur einnig langlífara en þeir sem sjald- an sækja kirkju. Vísindamenn við Duke-háskóla í Bandaríkjunum komust að þessari niðurstöðu í rannsókn sem náði til tæplega 4.000 íbúa Norður-Kar- ólínu eldri en 64 ára. Dánarhlutfall- ið meðal hinna kirkjuræknu reynd- ist 28% lægra en meðal þeirra sem sóttu ekki kirkju reglulega. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á andlegri vídd heilsunnar hafa ekki sannað að kirkjurækni eða trúariðkun leiði af sér líkam- legt heilbrigði. Fram hafa þó kom- ið æ fleiri vísbendingar sem tengja hina trúuðu við betri geðheilsu, lægri blóðþrýsting og ýmsa þætti sem em til marks um betri heilsu. Harold Koenig, sem stjómaði rannsókninni, sagði að næsta skref væri að grafast fyrir um þá lífs- hætti og líffræðilegu þætti sem tengdu trúrækni við góða heilsu. „Þessar rannsóknir sýna ekki að sæki menn ldrkju af heilbrigðis- ástæðum þá batni heilsa þeirra,“ sagði Koenig. „En ef þeir fara í kirkju af trúarlegum ástæðum þá er heilsa þeirra betri og þeir lifa lengur.“ Tekið var tillit til annarra þátta Niðurstaða rannsóknarinnar var birt í öldrunarfræðitímaritinu Jo- uraai of Gerontology. Vísinda- mennimir iylgdust með þátttak- endunum á ámnum 1986-92 og spurðu þá árlega um kirkjusókn þeirra, félagslegan stuðning, áfengisneyslu og tóbaksreyldngar. Þátttakendumir vom flestir kristnir eða gyðingar og flokkaðir eftir því hvort þeir sóttu kirkju eða samkunduhús gyðinga vikulega. Árið 1992 vom 1.177 þátttakend- anna látnir. Úrvinnsla upplýsing- anna leiddi í ljós að á meðal hinna kirkjuræknu dóu 46% færri á rann- sóknartímabilinu en á meðal þeirra sem sóttu ekki kirkju reglulega. Reuters Ekki em mörg ár siðan íbúar Kúbu urðu að fara leynt með trú sína á Jesú Krist. Nú em nýir tímar. Frá helgi- göngu kaþólskra í Havana-borg í dymbilvikunni í vor. Þetta hlutfall lækkaði hins vegar niður í 28% þegar tekið var tillit til munarins á meðalaldri hópanna, heilsufarslegra og félagslegra þátta, áfengisneyslu og tóbaks- reykinga. Munurinn á dánarhlut- fallinu milli hópanna var 35% með- al kvenna og 17% meðal karla. Koenig sagði að ef til vill mætti rekja heilsubót kirkjurækni til þess að þeir sem sóttu kirkju reglulega reyndust njóta meiri félagslegs stuðnings. „Aðrir í söfnuðinum bera umhyggju fyrir þeim, biðja fyrir þeim,“ sagði hann. „Þegar menn veikjast og fara ekki í kirkju hringir fólk í þá og spyr hvers vegna þeir hafi ekki getað mætt.“ Hann bætti við að kirkjurækni kynni ennfremur að ýta undir það að menn tækju inn lyf af meiri samviskusemi. Sterk guðstrú, þótt það þurfi ekki endilega að þýða kirkjurækni, hjálpar einnig fólki að takast á við sorgaratburði og kann að draga úr streitu, að sögn Koenigs. Barist g-eg-n berklabakteríunni Reuters Kmverskur læknir á Berklasjúkrahúsinu í Peking skoðar röntgenmyndir af lungum berklasjúklings. Berklar verða 250 þúsund manns að aldurtila þar í Iandi á ári hveiju. Um 6 milljónir Kínveija eru smitaðar af berklum og hafa kínversk sljómvöld tekið upp sam- starf við Alþjóðabankann og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina með það að markmiði að ná stjóm á vandamálinu. Reuters. Atlanta, AP. Medical Tribune News Service. NÁLEGA þriðjungur jarðarbúa er smitaður af berklum að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, WHO. Árið 1997 smituðust 7,96 milljónir manna í heiminum af sjúkdómnum og er rúmlega helmingur þeirra búsettur í fimm löndum í Suðvestur-Ásíu. Þá er hátt hlutfall smitaðra frá löndum sunnan Sahara-eyði- merkurinnar og í Austur-Evrópu. Sam- kvæmt því sem segir í skýrslunni felst þessi háa tíðni berklasýkinga sem og HlV-smits á þessum slóðum aðallega í því að skipulagn- ingu heilbrigðismála er mjög ábótavant. Tíðni berkla var síðast athuguð af WHO árið 1990. Það ár smituðust 7,5 milljónir manna. Skýrsla WHO var birt í vikunni í tímarit- inu Joumal of the American Medical Associ- ation. Þar er greint frá því að í þeim 212 ríkj- um sem vom athuguð hafi berklabakterían greinst í 1,86 milljörðum manns, sem svarar til 32% jarðarbúa. Þar segir aukinheldur að fólk viti ekki alltaf að það hafi smitast af berklum, þar sem líkami þess hefur bmgðist hart við sýkingunni og unnið á henni bug. Sjúkdómurinn getur aftur á móti blossað upp að nýju ef ónæmiskerfi viðkomandi veiklast eða ef hann verður fyrir næringarskorti. Fylgst með innflytjendum Tíðni berkla er langhæst í Suðvestur-Af- ríku en þar em 44% íbúa smituð af bakterí- unni. 1 vestur hluta Kyrrahafsins em 36% íbúa smituð og í Afríku allri 35%. Við austan- vert Miðjarðarhaf er hlutfall smitaðra 29 af hundraði, í Bandaríkjunum er það 18% og 15% í Evrópu. Yfirvöld heilbrigðismála í Bandaríkjunum birtu nýlega áætlun um nýjar aðferðir til að meðhöndla og koma í veg fyrir berklasmit þar í landi. Áætlunin felst m.a. í því að fylgj- ast betur en hingað til hefur verið gert með innflytjendum til landsins og þeim Banda- ríkjamönnum sem starfa erlendis, sem og að fylgjast með því að berklasjúklingar noti berklalyf rétt. „Útbreiðsla berkla hefur breyst,“ segir dr. Kenneth Castro, yfirmaður þeirrar deildar í Center for Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur m.a. varnir gegn berklum á sinni könnu. „Ef við höldum að við getum varist berklum með því að starfa einungis innan bandarískra landamæra munum við aldrei ná að útrýma berklum.“ „Við viljum gjarnan að berklar.verði sjúk- dómur sem heyri sögunni til en svo er ekki enn,“ segir dr. Ronald Valdiserri, sem starfar hjá sömu stofnun. „Við verðum að hafa í huga að sjúkdómurinn er enn á meðal. okkar og að sumstaðar í landinu er hann ekki í rénun.“ Tíðni berkla í Bandaríkjunum hefur lækk- að um 31% síðan árið 1992. Hæst er hún meðal HlV-smitaðra og fanga en að því er fram kemur í áætluninni hefur ekki verið beint nægilegri athygli að þessum hópum. Meðferðin sem þeir hafa hlotið er oft ófull- nægjandi eða að ráð sem til em hafa ekki verið reynd. Bakterían sem veldur berklum berst með andrúmslofti en til að smitast verður fólk að vera í návígi við smitaðan einstakling í nokkurn tíma. Bóluefni gegn berklum er til en hefur ekki reynst sem skyldi í fullorðnum einstakling- um. Nýtt lyf, rifapentine, var aftur á móti samþykkt af Bandarísku lyfjamálastofnun- inni í fyrra, hið fyrsta í aldarfjórðung.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.