Morgunblaðið - 21.08.1999, Side 40
40 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VALDABARÁTTAí
VALHÖLL WAGNERS
Óvissa ríkir um fram-
tíð óperuleikhússins í
Bayreuth og hefur
kastljós fjölmiðla beinst
að fjárhagserfíðleikum,
uppfærslum og síðast
en ekki síst að fjöl-
skyldudeilum vegna
arftakans. Kristín
Marja Baldursdóttir
skýrir frá leitinni að
eftirmanni Wagners.
margir að dagar óperunnar
væru taldir, en aftur var það eig-
inkonan sem hljóp í skarðið.
Winifred, eiginkona Siegfrieds,
tók við stjórninni og naut þar
fjárhagsaðstoðar Adolfs Hitlers,
sem var einlægur aðdáandi
Wagners. Winifred sem var af
enskum ættum gekk í nasista-
flokkinn og var foringinn heima-
gangur í Villa Wahnfried, heimili
Wagner-fjölskyldunnar. Synir
Winifreds og Siegfrieds, Wi-
eland og Wolfgang nefndu hann
gjarnan Úlf frænda.
I stríðslok var óperuleikhúsinu
í Bayreuth lokað en sex árum síð-
ar var reksturinn kominn í fullan
gang aftur undir stjórn Wielands
Wagners. Wieland þótti mjög list-
rænn stjórnandi og í tíð hans
rann upp blómaskeið í Bayreuth.
Uppfærslur hans vöktu í senn
hneykslun og hrifningu. Talið er
að Gertrud eiginkona hans, sem
var frábær danshöfundur, hafl átt
stóran þátt í velgengninni, og
ekki má gleyma að Wolfgang
Wagnerfjölskyldan, Gudrun, Kat-
harina og Wolfgang Wagner.
SÍÐASTA óperuhátíðin í Bay-
reuth á þessari öld, sú 88. í röðinni,
hófst núna í lok júlí með nýrri upp-
færslu á Lohengrin. Á þeim tíma-
mótum spyrja menn sig hvort þeir
megi vænta þess að sjá óperur
Wagners í Bayreuth á nýrri öld.
Margir telja að óperunni hafí hnign-
að hin síðustu ár og nefna í því sam-
bandi ólistrænar uppfærslur, fjár-
hagserfiðleika og stjómanda sem
hefur setið lengur en gott þykir.
Wolfgang Wagner sem verður brátt
áttræður, hefur ekki enn nefnt
hugsanlegan arftaka sinn, þótt hann
hafí gefíð ýmislegt í skyn, og hefur
það skapað nokkra úlfúð meðal
þeirra sem hlut eiga að máli. Fjár-
mál óperunnar voru mjög í brennid-
epli eftir að ný ríkisstjórn ákvað að
draga úr árlegum niðurgreiðslum til
hennar en kunnugir segja að fjár-
málin séu ekki rót vandans, þau
megi leysa með fjárstuðningi og vel-
vilja góðra manna. Rót vandans í
Bayreuth sé stjórnandinn og tvístr-
uð fjölskylda Wagners.
Þegar Richard Wagner lést árið
1883 tók Cosima, eiginkona hans
og dóttir Franz Lists, fyrst um
sinn að sér stjórn óperunnar sem
þá var í öldudal. Siegfried, sonur
hennar og Wagners, tók síðan við
stjórntaumunum og hélt um þá til
dauðadags árið 1930. Þá héldu
Þjófstartað með dixflandi
IWM.IST
Tjarnarsalnr RáOhúss
Reykjavíkur
HIGH SIERRE JAZZ BAND
Bryan Shaw kornett, Howard Miyata
básúnu, Pieter Meijers klarinett og
sópransaxöfón, Bruce Hutddelstone
pianó, Stan Iluddleston banjó, Earl
McKee súsafón og söngur, og Charlie
Castro trommur. Gestir: Randy Morr-
is trompet, Joep Peeters altósaxófón,
Árni ísleifsson pianó, Nile-Bertil Da-
hlander trommur og Ruby Wilson
söngur. Fimmtudagur 19. ágúst.
ÞÁ GETUR maður farið að hlakka
til Jazzhátíðar Reykjavíkur, en hún
verður sett í Ráðhúsinu 8. september
nk. I hádeginu á fimmtudag fengu
Reykvíkingar forskot á sæluna því þá
hélt bandaríska dixílandhljómsveitin
High Sierre Jazz Band hljómleika í
■•vTjarnarsal Ráðhússins. Á efnis-
skránni voru klassísk djasslög í bland
við dægurflugur einsog jafnan má
heyra hjá hvítum dixflandhljómsveit-
um nútímans.
Hljómsveitin er hluti af „djassá-
höfn“ skemmtiferðaskips frá Hol-
land American line, sem er á djass-
siglingu um Norður-Atlantshafíð og
beggst við festar í Reykjavík og á
Akureyri. Meðan farþegar skoða
Þingvelli, Gullfoss og Geysi leika
þeir félagar í höfuðborginni í boði
stjómar Jazzhátíðar Reykjavíkur.
Og þó fóru ekki allir í skoðunarferð,
áköfustu aðdáendur hljómsveitarinn-
ar sátu í Ráðhúsinu og sumir skeið-
uðu um salinn með spenntar regn-
hlífar, einsog þeir væru á götum
New Orleans, meðan Earl beljaði
Cake walking babys from home eftir
Clarence Williams.
Hljómsveitin var stofnuð í smá-
bænum Three Rivers í Kaliforníu
fyrir 23 árum. Hrynsveitin hefur
verið að alla tíð, en blásurum skipt út
og þá gjarnan leitað til Los Angeles,
því ekki býður 2000 manna smábær
uppá fjölmenna blásarasveit. Stfllinn
er hvítt dixfland af ætt Lu Watters
og Turk Murphys, en Lu var einn af
forvígismönnum endurreisnarstfls-
ins New Orleaníska og stofnaði árið
1940 hljómsveit í anda kreólabands
King Olivers. Síðan hefur dixílandið
lifað góðu lífí í Kaliforníu.
Það verður að segjast sem er að
lítið andríki var í leik hljómsveitar-
innar. Hrynsveitin stíf og lítill sann-
færingarkraftur í sólóum blásar-
anna. Þetta á svosum við um flestar
dixflandhljómsveitir eftirstríðsár-
anna sem líktu eftir gömlu meistur-
unum frá New Orleans og klikkuðu
meirað segja ekki á fölsku tónunum
úr frumsólóunum sem stældir voru.
Besta hljómsveit af þessu tagi sem
ég hef heyrt er víkingasveit Papa
Bue frá Amager, en það var vegna
þess að hann hafði einleikara á borð
við trompetistann Finn Otto Han-
sen, sem hingað kom með Ole Fess-
or, og klarinettuleikarann Jprgen
Svare, sem hér lék er fyrstu ís-
lensku djasstónleikarnir, tónleikar
Jonna í Hamborg og félaga, voru
endurgerðir.
Efnisskrá hljómsveitarinnar var
fjölbreytt m.a. New Orleans stomp
King Olivers og The Mooche eftir
Duke Ellington. Einn besti sóló tón-
leikanna var básúnusóló Miyata í
Wabash blues, sem hann blés með
dempara.
Síðasta lagið á efnisskránni var
That’s a plenty og lék Árni Isleifs þá
á píanóið og þá loks vissi maður með
réttu að píanó var í salnum. Auka-
númerið var svo Doktor Jazz eftir
Jelly Roll Morton og komu þá ýmsir
af „djassáhöfninni" til liðs við band-
ið. Gaman var að heyra þann gamla
sænska trommara Dahlander sem
lengi lék með m.a. Terry Gibbs, Chet
Baker og Teddy Wilson og lifnaði
heldur yfir hrynsveitinni þá stuttu
stund. Svo fór söngkonan Ruby Wil-
son á kostum og urraði í söng sínum
einsog Jelly Roll gerði á RCA-Victor
upptökunni 1926. Hefði verið gaman
að heyra meira í henni.
Vernharður Linnet
Óperuleikhúsið í Bayreuth þar sem valdabarátta er háð.
Der Spiegel
Dóttir Wielands Wagner og
helsti keppinauturinn, Nike.
bróðir hans tók af honum ómakið
þegar fjármál og rekstur voru ann-
ars vegar.
Þegar Wieland lést árið 1966 tók
Wolfgang við. Fjárhagslega hefur
rekstur óperunnar undir stjóm
Wolfgangs gengið vel til þessa, eða
allt þar til rfldsstjómin ákvað að
draga úr fjárstuðningi, en hann hef-
ur hins vegar verið gagnrýndur fyr-
h- skort á listrænni stefnu og val á
hljómsveitarstjórum sem hafa ekki
nógu mikið vit á tónlist Wagners að
sögn Wagnerista og gagnrýnenda.
En kreppan sem nú ríkir í Valhöll
Wagners er að miklu leyti til komin
vegna eftirmanns Wolfgangs, sem
enginn veit enn hver verður.
I skjölum Richard Wagner-stofn-
unarinnar stendur að stjómandi óp-
eruleikhússins í Bayreuth skuli ætíð
bera nafnið Wagner. Af niðjum
Wagners era fáir karlmenn nefndir
til sögunnar eftir að Gottfried sonur
Wolfgangs var gerður útlægur úr
Bayreuth. Gottfried sem kom hing-
að til lands fyrir nokkrum árum,
skrifaði bók um tengsl Wagner-fjöl-
skyldunnar við Adolf Hitler og nas-
ismann frá upphafi, og vakti bókin
mikla athygli þegar hún kom út fyr-
ir tveim áram. Wolfgang Wagner
gaf þá út yfirlýsingu til fjölmiðla
þar sem hann fordæmdi son sinn og
bókina. Gottfried sem um tíma var
talinn líklegastur arftaki Wolf-
gangs, er því ekki nefndur þegar
fjallað er um eftirmann Wagners.
Aftur á móti er mönnum tíðrætt um
dætur Wielands og Wolfgangs, og
ekki síst um eiginkonu þess síðar-
nefnda, Gudranu, fædda Mack.
Wolfgang er tvígiftur. Með fyrri
konu sinni Ellen Drexel eignaðist
hann Evu og Gottfried, en með
seinni konu sinni Gudranu Mack,
sem er 25 áram yngri en hann,
eignaðist hann dótturina Katharinu
sem nú er rúmlega tvítug.
í viðtali við Wagnerhjónin í „Der
Spiegel", segir Wolfgang að hann
muni ekki hverfa frá óperanni fyrr
en fjármálin séu komin í gott horf
og geti menn því reiknað með hon-
um sem stjórnanda nokkur ár til
viðbótar. Hann hafi hins vegar lagt
fram skriflega tillögu um eftirmann,
eða eftirmenn sína. Sú tillaga sé
geymd í læstum skáp hjá formanni
tónlistarhátíðarinnar og verði tekin
til umfjöllunar í október.
Gudrun sem var ritari tónlistar-
hátíðarinnar áður en hún giftist
Wolfgang, hefur lýst því yfir að
hún sé reiðubúin til að taka við
stjórntaumum þegar eiginmaður
hennar dregur sig í hlé. Þeir sem
til þekkja segja reyndar að hún
hafi nú þegar alla þræði óperunnar
í hendi sér. Enginn efast um færni
hennar í rekstrarstjórnun en aftur
móti telja menn að undir stjórn
hennar muni uppfærslur ekki öðl-
ast það listræna yfirbragð sem
helst þykir nú á vanta. Gudrun
hefur að auki fengið orð fyrir að
vera sjúklega metnaðargjörn og
athyglissjúk.
Helsti keppinautur eiginkonunn-
ar og sú sem hefur gagnrýnt upp-
færslur Wolfgangs hvað mest, er
Nike dóttir Wielands. Hún er á sex-
tugsaldri eins og Gudrun og þykir
afar lík langömmu sinni Cosimu.
Nike sem hefur erft óendanlegt
hugmyndaflug föður síns og hvassa
tungu hefur skrifað bók um óperur
Wagners og fengið lof fyrir. En hún
fær ekki atkvæði Wolfgangs svo
mikið er víst því í síðustu bók sinni
heldur hún því fram að Wolfgang
eigi að miklu leyti sök á veikindum
föður hennar og ótímabærum
dauða.
Eva, 54 ára dóttir Wolfgangs af
fyrra hjónabandi er oft nefnd sem
kandidat. Hún þykir raunsæ og
ákveðin og hefur að baki reynslu
sem aðstoðarmaður óperastjórn-
enda í Bretlandi og Frakklandi.
Eins og stendur þykir mörgum þó
Bayreuth vera of stór biti fyrir hana
og tekur faðir hennar undir þau orð
og segir að hún hafí ekki nægilega
reynslu þar eð hún hafí aldrei þurft
að taka ákvarðanir sem ábyrgur
stjórnandi.
Yngri dóttir Wolfgangs Kathar-
ina er aðeins 21 árs og því enn
óskrifað blað. En hver veit nema að
stóllinn bíði hennar í framtíðinni því
auk þess að vera með blóð Wagners
í æðum er hún að læra bæði við-
skiptafræði og leikhúsfræði, auk
þess sem hún hefur aðeins tekið
þátt í uppfærslum. Margir spá því
að framtíðin í Bayreuth hljóði upp á
móður og dóttur.
Wolfgang neitar að tjá sig um
tilvonandi eftirmann en segist þó
vera hlynntur samvinnu tveggja
aðila og vilji gjarnan sjá eiginkonu
sína í hlutverki annars stjórnand-
ans. Daniel Barenboim sem hefur
oft stjórnað uppfærslum í Ba-
yreuth hefur þrásinnis verið
nefndur sem samstarfsmaður frú-
arinnar, og þá sá sem sjá mundi
um listrænu hliðina, en Wolfgang
hefur til þessa vísað þeim orðrómi
á bug. Barenboim hefur einnig tjáð
sig um málefni óperuleikhússins,
nú síðast í „Die Zeit“. Hann segir
að tími endurskoðunar í Bayreuth
hafi runnið upp fyrir minnst þrem
árum og að farsælast fyrir óperu-
leikhúsið væri að tveir héldu um
stjórnartaumana í framtíðinni.
Hann telur hins vegar ólíklegt að
hann verði annar þeirra. Þegar
hann er spurður hvaða afleiðingar
eilífar fjölskyldudeilur hafi á tón-
listarhátíðina í Bayreuth, svarar
hann stutt og skýrinort: Fjölskyld-
an getur þvegið þvotta sína heima
hjá sér.
Ef að líkum lætur verður það
kona sem sest við þvottabalana í
Bayreuth. Það yrði þá ekki í
fyrsta sinn sem eiginkona tæki
að sér stjórnina. í ljósi þess að
sjálfur meistarinn Richard
Wagner, leit á konur sem óæðri
verur og sýndi þeim jafnvel lítils-
virðingu, er það nokkuð kald-
hæðnislegt að þær skuli hvað eft-
ir annað bjarga óperuleikhúsinu
hans heittelskaða.
(Byggt á Reuter, Der Spiegel,
Die Zeit og The Economist)