Morgunblaðið - 21.08.1999, Page 41

Morgunblaðið - 21.08.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 41 X LISTIR Fiskurinn í list Sveins Björns- sonar í SJÓMINJASAFNI fslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, verð- ur opnuð myndlistarsýning á verkum Sveins Björnssonar á morgun, sunnudag. Þema sýn- ingarinnar er fískurinn í list Sveins Björnssonar. Sveinn Björnsson (1925-1997) hóf listferil sinn er hann tók til við að máia haf- ís á Halamiðum árið 1949. Nokkru áður hafði hann lokið prófi frá Stýrimannaskólanum og ákveðið að helga líf sitt sjó- mennsku. Svo fór þó að lokum að löngunin til þess að helga sig listinni varð yfirsterkari og fór Sveinn í Iand 1954, sama árið og hann opnaði fyrstu málverkasýningu sína í Lista- mannaskálanum í Reykjavík. Upp úr þessu fór Sveinn að huga að frekara listnámi sem hann stundaði í Kaupmanna- höfn 1956-1957. Nýtt tímabil tók við í listsköp- un Sveins Björnssonar um 1960 þegar fantasíur komu til sögunn- ar en fiskurinn og skip stýri- mannsins fylgdu honum sem fyrr eftir. Upp úr 1990 færðist þunga- miðjan enn til þegar liturinn einn tók yfir og réð ríkjum. Hinn blái litur himins og hafs hélt þó áfram að vera grunntónninn í list hans. Fiskar að leik, eftir Svein Björnsson, er eitt verkanna á sýningunni, Sjóminjasafnið og Sveinssafn sýningu sem standa mun til 15 standa sameiginlega að þessari október. Þyrnum stráður fer- ill Edwards Albees - LÍKLEGA hafa fæst af merkari leikritaskáldum tuttugustu aldarinn- ar átt minna láni að fagna á Broad- way og Bandaríkjamaðurinn Ed- ward Albee - nema ef vera skyldi Samuel Beekett, en leikrit hans „Beðið eftir Godot“ var einungis sýnt 59 sinnum á Broadway árið 1956. Leikrit Albees hafa oftar en ekki horfið eins og dögg fyrir sólu eftir einungis fáar sýningar og það þrátt fyrir að skáldið hafi þrisvar unnið Pulitzer-verðlaun fyrir skriftir sínar og eitt leikrita hans hafi verið kvikmyndað með stórstjömum í að- alhlutverkunum. í nýrri ævisögu „Edward Albee. A . Singular Joumey: A Biography“, hefur Mel Gussow reynt að varpa ljósi á stormasaman feril Albees og hann færir rök fyrir því að Albee eigi heima í hópi fremstu leikritaskálda Bandai’íkjamanna á tuttugustu öld- inni, ásamt þeim Eugene O’Neill, Arthur Miller og Tennessee Willi- ams. I ritdómi The New York Times um bók Gussows kemur fram að höf- undurinn hafði nánast ótakmarkaðan aðgang að Albee, sem er 71 árs, og ýmsum gögnum í eigu hans og gefur það verkinu mikla innsýn í líf skálds- ins. Albee var einungis þrjátíu og fjögurra ára þegar hann skinfaði þekktasta verk sitt, „Hver er hrædd- ur við Virginíu Woolf?“, árið 1962 og kemur fram í bók Gussows að Albee viðurkennh- fúslega að velgengnin afvegaleiddi hann. „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“ var kvikmyndað með þeim Richard Burton og Elizabeth Taylor í aðalhlutverkunum og Albee eyddi ágóða sínum í vín og villtar meyjar og hagaði sér með vægast sagt ámælisverðum hætti næstu áratug- ina. „Hann vill ávallt vera öðru fólki ráðgáta. Hann er mjög erfiður í um- gengni,“ er haft eftir breska leikrita- mógúlnum Peter Hall, sem leikstýrði „A Delicate Balance" í London árið 1968. „Hann gerir í því að setja aðra út af laginu.“ Sló aftur í gegn 1991 Albee tókst um síðir að vinna sig- ur á áfengissýkinni og á endanum vann hann einnig virðingu leikhús- manna en hann sló rækilega í gegn á ný með leikritinu „Three Tall Women“ árið 1991 - þó reyndar án þess að leikritið kæmist nokkurn tímann á Broadway - en í yfirliti Gussows yfir fjörutíu ára feril Al- bees má hins vegar sjá að ævistarfið stenst fyllilega samanburð við verk frægari leikritaskálda. Hann vann reyndar ekki Pulitzer-verðlaunin fyrir „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ en þau þrjú, sem fylgdu í kjölfarið, „A Delicate Balance", „Se- ascape“ og „Three Tall Women“, öfl- uðu höfundinum hins vegar verð- launa. Segir Gussow að þegar fram líði stundir muni fræðimenn því örugg- lega meta skáldið að verðleikum. Jafnframt kemur fram í ritdómi The New York Times að lesa megi af við- tölum Gussows við Albee að leikrita- skáldið hefur loks náð að höndla hamingjuna, þrátt fyi’ir stormasam- an feril. Þórður Hall til liðs við Meistara Jakob Verk eftir Þórð Hall. NÝVERIÐ hafa aðstandendur Meistara Jakobs Listhúss að Skólavörðustíg 5, bætt Þórði Hall myndlistarmanni í sinn hóp. Þórðm’ hefur starfað lengi að myndlist og hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér- lendis og erlendis. Verk eftir Þórð eru í eigu helstu lista- safna hérlendis og víða erlend- is. Aðstandendur Meistara Jakobs eru eftirtaldir Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir graf- ík, málverk, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir höggmynda- list, Áuður Vésteinsdóttir list- vefnaður, Elísabet Haralds- dóttir leirlist, Guðný Haf- steinsdóttir leirlist, Hjördís Frímann málverk, Jean Antoine Posocco málverk, Kristín Geirsdóttir málverk, Margrét Guð- mundsdóttir grafík, málverk, Sigríð- ur Ágústsdóttir leirlist, Þorbjörg Þórðardóttir listvefnaður og Þórður Hall málverk, grafík. Torreón borðin frá •BroyhUr eru einstaklega vönduð úr Ijósri gegnheilli furu sem unnin hefur verið á ákveðin hátt til þess að fá dýpri lit og fallegra yfirbragð á viðinn. Handskorin smámynstur og sérstakt lag á fótum gera borðin eftirtektarverð. Torreón sófaborð L127 x B76 x H51 cm. HÚSGAGNAHÖLUN . ■&' < . •. V jsJBÍtk T ORRfrON hornbofð L69 x B59 K H58 cm. I ORRi.ON sófabakborð U52 x B59 x H76 cm. BlliLhijMi ?0 - I (2 Rrykjavik Jlml sto SIMIO Fyrsta mátaröðin / Ga-Kart é íslandi í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð Stinnudatjinn &&. ágúst M. 14*00. Æ&göngumisii kr. 500. tr <

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.