Morgunblaðið - 21.08.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 55
JÓN ÞÓR
ÓSKARSSON
ar er Óskar Mar-
teinn Helgason, f.
26. júní 1994.
Jón Þór lauk
stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra
á Sauðárkróki 1996
og hafði lokið
þremur árum við
íagadeild Háskóla
íslands. Hann bjó
hjá foreldrum sín-
um á Suðurbraut
15 á Hofsósi.
Útför Jóns Þórs
fer fram frá Hofs-
óskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
+ Jón Þór Óskars-
son fæddist
hinn 4. júní 1976.
Hann lést af slys-
förum laugardag-
inn 14. ágúst, síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru hjónin
Sigríður Jónsdótt-
ir, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 8. mars
1949, og Óskar
Hjaltason, sjómað-
ur og bóndi, f. 16.
mars 1952. Systkjni
Jóns Þórs eru Ás-
laug María, f. 6.
júní 1974, og Kristinn Ragnar,
f. 11. apríl 1991. Sonur Áslaug-
Hræðilegt bflslys. Er þetta satt?
Jón Þór dáinn. Það getur ekki verið.
Svo óafturkræft, endanlegt. Allt
virðist tilgangslaust... Enginn er
viðbúinn svona hörmulegri frétt.
„Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?“
Við vorum 15 alls, frændsystkin-
in, barnabörnin afa og ömmu í
Mýrakoti. Nú hefur verið höggvið
stórt skarð í þennan hóp. Við höf-
um alltaf verið sérstaklega sam-
rýnd. Við vorum og erum enn eins
og stór systkinahópur sem gengur
saman í gegnum súrt og sætt. Það
má segja að Jón Þór hafi brúað
aldursbilið í þessum frændsystk-
inahópi. Hann var leikfélagi eldri
krakkanna og líka þeirra yngri.
Lengi vel var hann yngstur í hópn-
um en duglegur að fylgja þeim
eldri eftir. Fleiri böm fæddust inn
í hópinn um leið og þau elstu tínd-
ust burt til vinnu og náms. Fyrr en
varði var Jón Þór orðinn elstur og
foringi í leikfélagahópnum. Síðan
óx hann úr grasi og lagði af stað út
í lífið, fullur vona og væntinga eins
og við öll.
Kæri frændi, við eigum svo marg-
ar góðar minningar tengdar þér,
sem alltaf er jafn gaman að rifja
upp. Þið Áslaug voruð svo mikið í
Mýrakoti þegar þið voruð krakkar
og þar vorum við hin líka. Ymislegt
var brallað í sveitinni. Þú hjólaðir
oft út í Mýrakot til þess að hitta
okkur. Allir indíánaleikimir og æv-
intýraleikirnir koma upp í hugann
og svo fengum við aldrei nóg af fót-
boltanum. Þú varst fyrirmynd
þeirra yngri og allir vildu vera góðir
að skora mörk eins og þú. Þú fórst
að æfa fótbolta með Neista og
stóðst þig vel þar. Þegar fram í sótti
kom metnaður þinn líka fram í nám-
inu. Þú settir þér markmið og lagðir
þig fram við að gera það vel sem þú
tókst þér fyrir hendur. Við vomm
öll svo stolt af því hvað þér gekk vel
í lögfræðináminu. Við munum hvað
þú varst stoltur og hrifinn af litla
bróður þínum sem fæddist þegar þú
varst 15 ára. Hann fékk í átta ár að
njóta þess að eiga þig að. Um-
hyggju þinnar fengum við einnig að
njóta, hvort sem við vorum eldri eða
yngri en þú. Þegar við þessi eldri
eignuðumst maka lagðir þú þig
fram um að kynnast þeim og böm-
unum okkar, þú varst jafn hlýr og
bróðurlegur við þau og okkur. Það
var alltaf jafn gaman að hitta þig.
Þótt þú værir kominn til Reykjavík-
ur og værir í erfiðu námi varstu
samt duglegur að koma norður þeg-
ar tækifæri gáfust og rækta sam-
bandið við vini þína þar, jafnframt
því sem þú eignaðist nýja vini fyrir
sunnan. Það er kaldranalegt að
hugsa til þess að síðasta ferðin þín
skyldi enda á þessari stuttu leið
sem þú fórst oftar en nokkra aðra á
ævinni, leiðinni milli Mýrakots og
Hofsóss. Samt sem áður hefur það
verið okkur ákveðin huggun að geta
komið og kveikt á kerti og minnst
þín þar fram að jarðarförinni. I
fermingunni þinni var tekin mynd
af öllum frændsystkinahópnum, ári
áður en Kiddi bróðir þinn fæddist, -
sá yngsti í hópnum. Síðan þá hefur
staðið til að taka sambærilega mynd
af okkur öllum saman, nú er það
orðið of seint. En mynd þín lifir í
huga okkar allra. Við erum þakklát
fyrir þann tíma sem við áttum með
þér.
„Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp
mín kemur frá Drottni, skapara
himins og jarðar." (Sálm. 121:1-2.)
Elsku Sigga, Óskar, Kiddi, As-
laug og Óskar Marteinn. Guð veiti
ykkur styrk tfl að takast á við þenn-
an mikla missi.
Frændsystkinin frá Mýrakoti,
Kristín, Jóhann, Ragnheiður
Ásta, Ragnheiður, Einar, Jón,
Bjössi, Unnur, Sveinn, Svava,
Jón Þorsteinn, Rúnar, makar
og börn.
Kæri vinur.
Þær eru ófáar stundirnar sem við
áttum saman og margt vorum við
búnir að gera skemmtilegt og oft
spjölluðum við um hvemig framtíð-
in jrði, það var nú misjafnlega gáfu-
legt, enda ungir og áttum allt lífið
framundan. Það var aldrei annað
inni í myndinni en að við yrðum
gamlir og skemmtilegir menn, en
maður fær greinilega ekki að ráða
sínum tíma. Og nú situr maður eftir
og spyr sig afhverju ungur maður í
blóma lífsins sé tekinn svona snöggt
í burtu. Kæri vinur ég vil þakka þér
öll þau ár sem erum búnir að vera
vinir. Þú skilur eftir þig stórt skarð.
Foreldrum þínum, systkinum og
öðmm ættingjum votta ég mína
innilegustu samúð og bið Guð að
styrkja þau og hugga í þeirra miklu
sorg.
Þinn vinur,
Magnús Tómas.
„Dauðinn er eitt af því fáa sem
maður trúir ekki, kanski það eina,“
skrifaði Halldór Laxness eitt sinn.
En hvað þessi orð em sönn þegar
góður vinur og frændi er nú farinn
frá okkur. Nú kveðjum við þig með
miklum söknuði og okkur er þungt
um hjarta en við munum minnast
þín og biðja fyrir þér.
Ég bið fyrir þér
6, elsku vin
nú allt er hljótt.
Eilífðardýrð
sé kringum þig,
hvíl vært og rótt.
Kveðjan er sár,
en tárin hylur
dauðahljóð
hin dimma nótt.
Bíði þín sólskin
og sumar, ástin mín.
Sindri á ný
litlu, bláu aupn þín.
Hjarta mitt hrópar þig á.
Hví varstu tekinn mér frá?
Logar heit lífsins þrá.
Lítilli gröf
pæt ég hjá.
(B. Marinós)
Við vottum fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð. Megi Guð styrkja
fjölskyldu hans og aðra ástvini.
Blessuð sé minning hans.
Ólöf, Helgi og Guðmundur,
Hulda Björk og Ómar Már.
Kveðja frá lagadeild
Háskóla íslands
Okkur setur ætíð hljóð, þegar
fregnir berast af fráfalli ungs fólks í
blóma lífsins og með bjarta framtíð
fyrir höndum. Við fáum ekki skilið
þau grimmu örlög, en verðum að
trúa því, að einhver æðri tilgangur
sé þar að baki. Og þannig varð okk-
ur innanbrjósts, nemendum og
starfsfólki í lagadeild, er við sáum á
eftir Jóni Þór Óskarssyni, glæsileg-
um ungum námsmanni, sem fómar-
lambi hörmulegs umferðarslyss.
Það er með sársauka og söknuði
sem félagar hans og kennarar
kveðja góðan dreng, en þeir munu
varðveita minningu hans. Mestur
harmur er að fjölskyldunni kveðinn,
foreldrum og systkinum. Fyrir
hönd lagadeildar votta ég þeim og
öðrum ættingjum hans og vinum
innilega samúð og hluttekningu á
þessari sorgarstund.
Jónatan Þórmundsson.
Kæri vinur og félagi!
Ég kveð þig með söknuði og vona
og hugga mig við það að þín bíði
verðugri verkefni annars staðar. Ég
man þegar ég hitti þig fyrst, í ágúst
1991 í Mýrakoti. Þá fór ég eitthvað
seint á fætur og þú gerðir mikið
grín að mér við Ragnheiði Ástu og
spurðir hana hvort ég gerði ekkert
annað en að sofa, mér þótti það nú
ekki mjög fyndið. Ég man líka þeg-
ar við hittumst síðast. Síðasta skipt-
ið sem við hittumst að einhverju
gagni. Þá settumst við niður og
hlustuðum á tónlist og ræddum
mikið um það sem við hlustuðum á.
Ég vona að þú finnir tónlist við þitt
hæfi þar sem þú ert núna, því ekk-
ert er skemmtilegra en að hlusta á
góða tónlist og ég veit að þér þótti
það líka eins og mér. Ég þakka þér,
Jón Þór, fyrir allar þær stundir sem
við höfðum tækifæri á að eiga sam-
an síðastliðin átta ár.
Því miður fáum við engan annan
Jón Þór, því enginn er eins og hann
og djúpt skarð hefur myndast í fríð-
an hóp. En minningamar um hann
geymum við í hjörtum okkar og á
meðan við gerum það lifir hann með
okkur um ókomna framtíð.
Siggu, Óskari og fjölskyldu og
öllum þeim sem eiga um sárt að
binda vegna mikils missis sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur með
þessum orðum:
Trúðuátvenntíheimi
tip sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi
Guð í sjálfum þér.
(S. Th.)
Kristján Kristjánsson.
Þú, sem forðum fæddur varst i jötu,
fyrir oss þræddir dauðans myrku götu.
Líkna þeim sem sonar horíins sakna.
Sefa harminn, láttu strenginn slakna!
Um hans framtíð vonin geislum vafin,
hann var svo unpr, dagur tæpast hafínn.
Drottinn minn, þínir dómar eru þungir.
Hví deyja þeir bestu stundum svona ungir?
Við stöndum hljóð og hugurinn er dofinn.
Höggið er fallið, lífsins taug er rofin.
Astvinir daprir dýra minning geyma,
en duftið hverfur aftur til síns heima.
Hans andi svífur frjáls til fegri sala.
Hjá fóður lífsins helgar lindir svala.
(K. Amason)
Krislján Árnason, Skálá.
Kveðja úr Lögbergi
Flíspeysa, kaffibolli, bartar og
skeggbroddar. Þannig kom Jón Þór
okkur fyrir sjónir á göngum Lög-
bergs milli þess er hann sat lengur
en flestir við tormelta doðrantana.
Jón Þór var traustur félagi í sam-
stæðri heild í bekknum og litlu sam-
félagi innan veggja Lögbergs. Þar
kynnist fólk vel þegar það eyðir
drjúgum tíma við lestur og kaffi-
drykkju. Þar er horft á enska bolt-
ann, skipst á skoðunum um náms-
efnið, ræddar væntanlegar próf-
spumingar og þjóðmálin útkljáð.
Jón Þór setti sterkan svip á þetta
samfélag með ákveðnum skoðunum
og staðfestu. Hann fékk sínu venju-
legast framgengt í rólegheitum.
Hann þurfti lítið að hækka raust
sína, heldur sagði hann hvað þurfti
og brosti út í eitt.
Jóni Þór gekk vel í skóla, en hann
gerði sér jafnframt grein fyrir mik-
flvægi þess að næra hugann með
öðru en lestri námsbóka. Hann tók
virkan þátt í félagslífi lagadeildar
og mætti á flesta viðburði sem
Orator, félag laganema, stóð fyrir.
Jón Þór sat löngum stundum við
taflborðið í félagsherbergi laga-
nema, þar sem hann tefldi ávallt til
sigurs. Hann var auk þess einn for-
sprakka hins öfluga knattspyrnuliðs
bekkjarins. Á öðru ári var Jón Þór
hluti ritstjómar glanstímaritsins
Gríms Geitskós. Þar fékk kímni
hans að njóta sín er hann leitaðist
við að sýna lífið í deildinni í öðra
ljósi. Nú í sumarlok var Jón Þór
farinn að huga að prófi í kröfurétti.
Það er ljóst að sæti hans verður
autt í prófinu næstkomandi mið-
vikudag.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta,
ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir
mig
og kvelur þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðu
hug,
sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur,
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar.
(Höf. óþ.)
Með fráfalli Jóns Þórs hefur verið
höggvið stórt skarð í bekkinn og
samfélagið í Lögbergi. Þegar við
setjumst aftur á skólabekk í haust
verður okkur missirinn enn ljósari.
Við getum aðeins glaðst yfir þeim
tíma sem við áttum með Jóni Þór og
minnst hans með söknuði, vitandi
það að honum líður vel á þeim stað
þar sem hann dvelur nú.
Bekkjarsystkin á 3. ári
í lögfræði.
Þess vfldum við óska að tflefni
þessara stuttu skrifa væri mun
lengra inn í framtíðina en nú. En
staðreyndin er önnur og okkar hlut-
skipti er að minnast nú eins af okk-
ur í Lávarðadefldinni með orðum
sem verða aldrei nógu mörg eða
nógu sterk til þess að lýsa þeim hug
sem við báram og berum til hans
Jóns Þórs vinar okkar.
Leiðir okkar fjögurra lágu saman
á öndverðum áram okkar í Fjöl-
brautaskólanum á Sauðárkróki.
Flestir okkar áttu kunningsskap
fyrir en þegar allir vora saman
komnir þá small saman einstakur
vinahópur sem Eyjólfur stærð-
fræðikennari gaf svo nafnið sem við
voram þekktir undir, þ.e. Lávarða-
defldin. Vora á þessum árum treyst
vinabönd sem hafa ekki og munu
aldrei rofna.
Jón Þór fór jafnan á kostum þá
við voram að skemmta öðram eða
bara okkur sjálfum, eða hvað sem
það nú var sem við tókum okkur
fyrir hendur í uppátækjaseminni.
Én engum gat það dulist sem
nokkurn tímann komst í kynni við
Jón Þór að þessi maður bjó yfir
mikilli yfirvegun, ótrúlegri innsýn í
lífið og svo var hann óþrjótandi upp-
spretta húmors og gullkorna sem
verður sárt saknað.
I þessari miklu sorg sem við upp-
lifum um þessar mundir er það
samt lýsandi dæmi um það hvurs-
lags maður hann Jón Þór var, að
þegar við hugsum um hann, minn-
ingamar, rifjum upp þá gleði sem
hann bjó yfir og það góða sem geisl-
aði af honum, þá verða minningam-
ar aldrei sárar. I brjósti okkar er
skilið eftir ógnarstórt tóm, sem svo
fyllist á svipstundu af svo innflegu
þakklæti fyrir að hafa fengið að
njóta þeirrar blessunar að feta örfá
skref á lífsleiðinni með manni, hvers
karakter mun að eilífu búa í okkur.
Elsku hjartans Jón Þór okkar.
Kallið þitt er komið og þú hefur
svarað, kominn á annan stað til mik-
ilvægra verka. Við vitum að þú
munt halda uppi merki okkar þar
eins og við munum hér gera, þangað
tfl við mætum til þín einn og einn í
fyllingu tímans. Þangað til þá kveðj-
um við í bili og biðjum Guð að
geyma þig, sem verður okkur alltaf
svo kær. Söknuðurinn er yfirþyrm-
andi.
Elsku Sigríður, Óskar, Áslaug
María og Kristinn Ragnar. Við biðj-
um Guð að styrkja ykkur í þessari
miklu sorg. Jafnframt viljum við
þakka ykkur fyrir að gera vin okkar
að þeim manni sem hann var. Guð
blessi ykkur öll.
Lávarðadeildin
(Atli, Eyþór og Björn).
Kveðja frá ungmennafélaginu
Neista
Það er erfitt að koma orðum að
þegar hörmulegir atburðir gerast,
jafnvel svo að hinir orðglöðustu
menn verða andlausir og og er þá
mikið sagt. Nú á dögunum gerðist
einn slíkur atburður er einn okkar
félaga féll frá í hræðilegu slysi og
kveðjum við hann með þunga og
trega. Jón Þór Óskarsson var að-
eins 23 ára og allt lífið framundan,
metnaðarfullur og duglegur og því
reiðubúinn að takast á við þau verk-
efni sem hver dagur bæri í skauti
sér. Fyrst munum við eftir Jóni Þór
er hann var ungur drengur í grann-
skóla, yfirleitt glaður í bragði og tfl-
búinn í ýmsa fjörlega leiki og skip-
aði knattspyman þar stóran sess.
Snemma var Jón Þór manna orð-
heppnastur og kunni ævinlega að
svara fyrir sig og gegn hverjum
sem var, enda oft ágætt að geta
komið vel fyrir sig orði sérstaklega
ef einhverjir óprúttnir stórir strák-
ar vora í nánd.
Þegar Jón Þór tók að vaxa úr
grasi sást að hann hafði fengið ríf-
legan skammt frá himnafoðumum
af eftirtekt, hugmyndaríki og náms-
gáfum. Nýtti Jón Þór sér þær gáfur
tfl að brjótast til mennta, fyrst í fjöl-
brautaskóla og síðar lá leiðin í Há-
skólann þar sem hugurinn stefndi á
embættispróf í lögfræði. Átti Jón
Þór þar skamman veg eftir ófarinn í
erfiðu námi sem mörgum hefur
reynst erfiður hjalli að klífa. Allan
tímann þegar Jón Þór var í námi
kom hann í Hofsós á sumrin og spil-
aði með knattspyrnuliðinu. Eins og
við önnur verkefni sinnti hann
knattspymunni af dugnaði og elju
og náði þar góðum og oft á tíðum
eftirtektarverðum árangri. Fyrst
þegar Jón Þór mætti á æfingar með
hinum eldri leikmönnum lét hann
strax finna fyrir sér enda fljótt tek-
inn alvarlega. Fljótlega var hann
líka orðinn einn af burðax-ásum í lið-
inu og var það alla tíð síðan. Jón
Þór, við þökkum þér fyrir stundim-
ai' sem við áttum með þér bæði inn-
an félagsins og utan þess þar sem
þú reyndist sannarlega vera félagi í
raun.
Foreldrar, systkini, skyldmenni
og vinir, megi Drottinn gefa ykkur
styrk tfl að að takast á við missinn,
sorgina og söknuðinn. Guð blessi
ykkur öll.
Hjalti og Sigmundur.
+
Systir mín og móðir okkar,
GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR BEST,
er látin.
Sigríður Gísladóttir,
Catherine Best,
Stephen Best.