Morgunblaðið - 21.08.1999, Page 64

Morgunblaðið - 21.08.1999, Page 64
64 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ www.landsbanki.is Tilboð til Vörðufélaga Landsbankans Varðan Vöröufélögum býðst nú ferö meö Samvinnuferðum Landsýn til para- dísareyjunnar Aruba í Karíbahafinu á veröi sem er engu líkt. ★ Vikuferð (22.— 28. nóvember) meö flugi og gistingu í sex nætur fyrir aöeins 73.900 kr. á mann. ★ Aruba tilheyrir hollensku Antilla- eyjum og er ein af syöstu eyjum Karíbahafsins. Vöröufélagar geta valiö milli tveggja fjögurra stjörnu hótela: Sonesta Resorts I hjarta höfuöstaðarins Orjanstad eða Wyndham Resorts við eina bestu strönd eyjarinnar. Innifaliö er flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, fararstjórn og íslenskir flugvallaskattar. Ekki er innifalið erlent brottfarargjald $20 og forfallagjald, kr. 1.800. L Landsbankinn | Opið frá 9 til 19 ISLENSKA OPERAN néiiM5£J3Lj,.r Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Fös. 27/8 kl. 20.00. Lau. 28/8 kl. 20.00. Fim. 2/9 kl. 20.00. Lau. 4/9 kl. 20.00. Fös. 10/9 kl. 20.00. Lau. 11/9 kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga MflSnti S.O.S. Kabarett í leikstjórn Sigga Sigurjónss. lau. 21/8 miðnætunsýn. á menningar- nótt Reykjavíkur örfá sæti laus fös. 27/8 kl. 20.30 örfá sæti laus föstudagurinn 3/9 kl. 20.30 laugardaginn 11/9 kl. 20.30 ^C*~€r0 kími HATTUR OG FATTUR BYRJA AFTUR EFTIR SUMARFRÍ sunnudag 12. sept. kl. 14.00. Á þin fjölskylda eftir að sjá Hatt og Fatt? Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. 5 30 30 30 Mtesata qfln Irá 12-18 og (ran að sýrtnqi sýi*Hailai)a. OpÉO Irá 11 lyrt1 láMrteMiBtt HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 Rm 26/8 nokkur sæti laus Fos 27/8 örfá sæti laus miö 1/9, fim 2/9, fös 3/9 TILBOÖ TIL LEIKHÚSGESTA! 20% afeláttur af mat fyrir lákhúsgesti í Iðnó. Boröapantanir í síma 562 9700. FÓLK í FRÉTTUM Hver var sómi 20. aldar? JOHN Candy var góður leikari, sem lést um aldur fram, þegar hann var að ljúka við aðalhlutverk í kvikmyndinni Wagons East, sem sýnd var á Stöð 2 nýverið, en hafði áður verið sýnd í sjónvarpi. Þetta er gamansöm mynd, enda lét Candy best að leika í slíkum myndum. Á leikferli Candy var heldur lítið fjallað um líf hans, kvennafar eða sérviskukúnstir, sem líklega engar hafa verið, al- veg öfugt við svonefndar „stjörn- ur“, sem fara með ærslum um svið fjölmiðla og þeim mun frægari sem þær eru fáránlegri. Þetta er einkenni tímanna, sem við lifum. Fólk sem ekkert hefur afrekað er heims- frægt í fjölmiðlum og tekið í guðatölu á meðan normal fólk deyr drottni sínum, eins og John Candy án nokkurs yfirsöngs. Öli almenningslist er orðinn innantómm- hávaði og skrölt, eins og sést best á nýjasta afreki kvikmyndanna um stjörnu- stríð. Á það er horft dag og nótt við ítarlegar hvatningar. Þó segja þeir sem farið hafa að í myndinni sé engin saga heldur sé keyrt á brellum. Síðasta mynd Candy var laus við brellur eða þann heims- frægðarhrylling, sem er búinn til handa sveitamannaþjóðum. Þarna var fólk á ferð, sem hætti við að taka þátt í að nema land í vestri Bandaríkjanna á síðustu öld og sneri til baka og réð Candy sem leiðsögumann. Lengi áttar hópur- inn sig ekki á þvi að Candy er gamall leiðsögumaður hins sögu- fræga Donner-hóps, sem fórst að hluta til í fjallaskarði skammt vestan Reno í Nevada og lagðist í mannát í eymd sinni. Það setti nokkurn hroll að austurfararfólki við þessi tíðindi og Candy yfirgaf hópinn um stundarsakir. En hann kom aftur á indíánabykkju sinni og leiddi hópinn í höfn eftir að hafa slegist daglangt við riddara- liðsforingja, sem var eins konar ýktur Custer. Þá ei-u aðeins tveir þættir eftir af Kalda stríðinu, sem hafa sann- ast sagna verið ærið misjafnir hvað söguskoðun aldarinnar snertir. Fyrir það fyrsta er hér að ræða sem unnir eru úr því kvik- mynda- og síðar sjónvarpsefni, sem tiltækilegt er. Þetta efni er mjög fátæklegt frá fyrri hluta ald- arinnar. Að vísu var ekki talað um kalt stríð fyrr en eftir 1945 og varla fyrr en eftir að Berlínar- múrinn var reistur. Nú heyrir þetta allt sögunni til, en þeir sem skrá söguna eru misjafnlega til þess færir, eins og þessir þættir bera með sér. Hins vegar fær 20. öldin þau eftirmæli vegna kalda stríðsins, að pólitískt séð hafi hún eytt síðari hluta sínum í tóma vit- leysu, öfund, lygi, svik og pretti og ber það allt manninum ekki fagurt vitni. Ronald Regan Bandaríkjaforseti vann síðan þetta stríð með því að yfirbjóða Sovétið og hóta búnaði úti í himin- geimnum til vamar Bandaríkjun- um. Slíkri stigmögnun gátu Sovét- ríkin ekki mætt, enda komin fjár- hagslega að fótum fram, eins og árin síðan hafa sannað. Veldi, sem boðaði: Betri er rauður en dauður er nú verra en dautt miðað við fyrri heitstrengingar. Eini al- þjóðakrafturinn, sem erfðist frá Sovét er rússneska mafían, sem forsætisráðherrar Evrópu óttast nú meira en fjandann sjálfan. Ekki linnir hörmungartíðindum úr gamla Sovét. Við hér á Islandi horfum á þessar játningar allar eins og gamlan reyfara, svo lygi- legar eru sögurnar frá Gulaginu, sem verið er að segja frá á Stöð 2. Sem betur fer er aðeins einn þátt- ur eftir af þremur. Erfitt er að hugsa sér að nokkur viti borin manneskja skuli hafa trúað á svona ríki og trúi jafnvel enn á Sovétið. Einhvern tíma var sagt að ekki væri laust það sem skratt- inn héldi. I fyrsta þætti voru þeir að grafa skurð frá Volgu til Moskvu. Rússar segja sjálfir frá. Það rann undan einu steypuvirk- inu og kom hola, þar sem vatn streymdi í gegn og gat valdið eyðileggingu. Verkstjórarnir tóku sig til og ráku verkamennina nið- ur í holuna til að stífla hana. Þar drukknuðu þeir og steypuvirkinu var bjargað. Og ætli einhvern hafi ekki hryllt við, þegar teikningin birtist af konum með legið hang- andi niður úr sér. Byltingin varð að kontinúserast, þótt konur fengju legsig í þrælabúðunum. Verði ykkur að góðu með sósíal- ismann. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI þætti Menninqarndtt Utimessa kl. 20.30 Messukaffi Ljóðalestur Jeffrey Archer móðg- ar svarta kjósendur BRESKI rithöfund- urinn Jeffrey Areher, sem hyggst bjóða sig fram til embættis borgarstjóra Lund- úna, lét nýverið falla ummæli sem þóttu heldur ósmekkleg og hafa vakið nokkur viðbrögð í breskum fjölmiðlum. Archer sagði í útvarpsviðtali að fyrir þrjátíu árum hafi maður ekki snúið sér við á götu þegar svört kona gekk fram hjá því hún hafi að öllum líkindum verið í ljótum fötum, of þung og örugglega í lélegri vinnu. Aftur á móti væri sagan önnur núna því að götur Lundúna væru fullar af fallegum stúlkum af öllu þjóðerni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Trevor Philips, sem er einnig í framboði til borgarstjóra og er sjálfur svertingi, heimtaði að Archer bæði móður sína afsökunar. Patti Boulay, sem er svört söng- kona, tekur hins vegar upp hansk- ann fyrir Archer í blaðinu Times. Hún segir að hann hafi ekki verið að halda því fram að svartir væru óhjákvæmilega feitari og ekki eins fínt klæddir og hvítir, heldur hafi hann verið að benda á hversu mikið staða svertingja hafí batnað. Þetta sé ekkert öðruvísi en að segja að hvít börn séu betur á sig komin lík- amlega nú til dags því mataræði þeirra sé betra en það var. Blaðakonan Donu Kogbara segir í blað- inu Independent að þrátt fyrir að orð Archers hafi kannski ekki verið sögð af illsku séu þau tví- mælalaust kjánaleg og ósanngjörn. Það hafi alltaf verið til grannar og vel klæddar svartar kon- ur í Englandi og það að gefa annað í skyn sé aldeilis ekki besta leiðin til að verða borgarstjóri í borg þar sem mikill fjöldi íbúa er af afrískum og karabískum uppruna. Þar að auki eigi sú tegund af konu sem hann lýsti sér sérstakan stað í menningu svertingja. „Flestir svartir Bretar, ég sjálf meðtalin,“ segir hún, „eiga stóra og mikla frænku eða móður sem státar sig af fataskáp sem er fullur af ski-ýtn- um' kjólum og fáránlegum höttum. Við megum gera grín að þeim því við gerum það góðlátlega og af ást- úð, en Archer er ekki einn af okkur og kemst því ekki upp með það,“ segir hún og bætir því svo við að hann skuli fara varlega í að gera lítið úr gömlu frænkunum því það séu margir tilbúnir að verja heiður þeirra og það með hörku ef til þess kæmi. Jeffrey Archer HI Hallgr ímskirkj a E||| Orgeltónleikar f r sunnudaginn 22. ágást kl. 20.30 LISTAHATIÐ Sænski organistinn Lars Andersson leikur verk eftir Messiaen, Bach, Alain og Reger. 1999 Miðasaia í Hallgrímskirkju alJa daga frá kl. 15.00 til 18.00 og við innganginn. <£ Mataróregla Ertu með mat á heilanum? Ofætur, bulimíur og anorexíur. Nýtt námskeið er að hefjast 7. september. Stuðst er við 12 spora O-A kerfið. Ef farið er eftir sporunum má vænta bata. Get bætt við 3. Upplýsingar eru gefnar frá kl. 8—12 I síma 552 3132, annars símsvari. Inga Bjarnason. Stutt Gáfaðir grísir SVÍN geta lært að nota tölvu- stýripinna til að stýra loftræst- ingu og hitastigi í stíum sínum. Þetta kemur fram í danska viku- blaðinu Landsbladet siðasta föstudag. Bjarne Pedersen, sem hefur sérhæft sig í atferli svína, hefur gert athugun á málinu og komist að þessari niðurstöðu. Hann segir að með því að nota sérstakt umbunarkerfi geti svín- in lært á stýripinnann. Svínaaf- urðir eru helsta útflutningsvara Dana og gefa af sér um 13% út- flutningstekna þjóðarinnar. Barist geg n flugdrekum YFIRVÖLD í Kambódíu berjast nú með oddi og egg gegn nýjasta þjóð- félagsvandamálinu: Börnum sem leika sér með flugdreka í lystigörð- um borgarinnar Phnom Penh. „Þessi leikur fer illa með grasið,“ er haft eftir yfirvöldum. Lögreglu- menn hafa því sést undanfarið reka böm í stríðum straumum úr görð- um borgarinnar, auk þess sem sölu- aðilar flugdreka hafa þurft að af- henda yfirvöldum vörur sínar. „Við getum ekki leyft nokkrum börnum að leika sér með flugdreka í görð- unum því þá fylgja hundruð í kjöl- farið,“ var haft eftir einum öryggis- verði í dagblaðinu Phnom Penh Post í gær. Lést af völd- um eigin hárs BRESK unglingsstúlka lést ný- lega vegna þess að hún hafði inn- byrt of mikið af eigin hári. Sautján ára stúlka í Hastings hafði nagað á sér hárið árum saman og þessi ávani orsakaði að hárbolti á stærð við ruðnings- bolta myndaðist í maga hennar. Þegar læknar gerðu á henni að- gerð til að fjarlægja hárboltann tókst það ekki betur en svo að stúlkan lést af völdum innvortis blæðinga. Eftir aðgerðina var móður stúlkunnar sýnd mynd af hárboltanum. „Eg trúði ekki mín- um eigin augum,“ sagði hún. „Þetta leit út eins og dauð rotta.“ Ákafi Jón eða lostafulla Gunna SPÆNSKA ríkisstjómin hefur fengið bandaríska fyrirtækið Microsoft til að breyta spænskum þýðingum sínum á orðabók Word- forritsins vegna karllægra viðhorfa í þýðingunni, en konur hafa gagn- rýnt þýðingarnar harðlega. I yfirlýsingu frá Microsoft segir að öll Word-forritin sem seld hafa verið á Spáni eftir marsmánuð síð- astliðinn, hafi verið endurþýdd og einnig muni fyrirtækið dreifa ókeypis uppfæringum á eldri forrit- um til að komast fyrir rembuna. Það sem mest fór fyrir brjóstið á spænskum konum var samheiti á orðum eins og „ansiosa" sem þýðir áköf eða gráðug, en samheitin voru spænsk orð sem tákna það að vera kynóð og/eða lostafull. Þegar karl- kynsmynd sama orðs, „ansioso" er skoðuð var önnur merking uppi á teningnum í þýðingunni. Samheiti orðsins voru þá tengd því að vera ágjarn, óþreyjufullur eða metnaðar- gjarn. Það má því gera því skóna að spænska tölvuorðabókin hafi gert grófan greinarmun á lýsingarorð- um eftir því hvort þau áttu við Jón eða Gunnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.