Morgunblaðið - 21.08.1999, Side 66

Morgunblaðið - 21.08.1999, Side 66
166 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ f > > \ VARNARLÍNA Bannað, verðlaunamynd Eggerts Sæmundssonar. FÓLK í FRÉTTUM LJÓSMYNDAMARAÞON ÁHUGALJÓSMYNDAKLÚBBS AKUREYRAR Fyrsta ástin, verðlaunamynd Hildar Óladóttur. LJÓSMYNDAMARAÞON var haldið í sjöunda sinn á Akureyri sl. laugardag. Áhugaljós- myndaklúbbur Akureyrar, Á.L.K.A., stóð fyr- ir keppninni í samvinnu við Kodak-umboðið Hans Petersen hf. og Pedrómyndir á Akur- eyri, auk nokkurra annarra fyrirtækja. Að þessu sinni mættu 36 keppendur á aldrinum 12-50 ára til leiks en úrhellisrigning var í bænum á meðan á keppninni stóð. Við rásmark fengu keppendur 12 mynda filmu og þrjú verkefni. Á þriggja tíma fresti mættu þeir svo á ýmsa staði víðs vegar um bæinn og fengu fleiri viðfangsefni að glfma við. Eftir 12 klst. keppni og 12 myndir komu keppendur í mark á Ráðhústorgi og skiluðu filmunum. Hilmar átti bestu filmuna Veitt voru verðlaun fyrir bestu mynd í hverjum flokki, bestu mynd keppninnar og bestu filmuna, þ.e. heildarlausn. Allir verðlaunahafarnir voru heimamenn en bestu filmuna tók Hilmar Harðarson og hlaut hann Canon EOS 300-myndavél að verð- mæti 58.000 krónur í verðlaun. Bestu mynd keppninnar átti Anna Sigríður Jökulsdóttir og hlaut hún að Iaunum myndavél af gerð- inni Canon IXUS L-l. Dómnefnd átti úr vöndu að ráða en hún var skipuð ljósmyndurunum Birni Gíslasyni og Rúnari Þór Björnssyni auk Önnu Maríu Guðmann myndlistarmanns. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr keppninni. Grænt, verðlaunamynd Hermanns Karlssonar. Myndin Pottur, sem valin var besta mynd keppninnar; höfundur henn- ar er Anna Sigríður Jökulsdóttir. „f mvndum Hilmars Harðarsonar, sem fékk verð Bið, verðlaunamynd Ágústu Karlsdóttur. Myndað í tírhellisrigningu Næturlíf, verðlaunamynd Heiðu Hrannar Karlsdottur. Bað, verðlaunamynd Hildar Óladóttur. Ágústa frænka kemur í kaupstað- inn, verðlaunamynd Bryndísar Magnúsdóttur. Að duga eða drepast, verðlauna- mynd Sigurbjargar Óladóttur. Fastagestur, verðlaunamynd Arnars Tryggvasonar. Hópurinn sem vann til verðlauna í ljósmyndamaraþoni Ljósmyndaklúbbs Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.