Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Flokksþing breska Ihaldsflokksins í Blackpool Nýtt sjálfstraust undir merkjum thatcherismans Margaret Thatcher kom, sá og sigraði á flokksþinffl breska Ihaldsflokksins í Black- pool og hún átti mestan þátt í, að flokks- bræður hennar hafa nú aftur öðlast trú á sjálfa sig. Ekki er þó víst, að nýja samein- ingartáknið, hatrömm Evrópuandstaða, muni gera flokkinn líklegri en áður til að skipa næstu stjórn í Bretlandi. Reuters William Hague ásamt. konu sinni, Ffion, eftir að hafa flutt ræðu sína á flokksþinginu. Þar boðaði hann „byltingu hinnar heilbrigðu skynsemi“. FLOKKSÞING breska íhaldsflokksins í Black- pool síðustu daga var merkilegt að mörgu leyti. Yfirlýsingar Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, um Evrópumálin og heiftarlegar árásir Williams Hagues, leiðtoga flokks- ins, á Tony Blair forsætisráðherra hafa eðlilega vakið mikla athygli en mikilvægast er þó, að breskir íhaldsmenn virðast hafa endur- heimt trúna á sjálfa sig. Hana hafa þeir fundið með því að hverfa aftur til thatcherismans og enn harðari andstöðu við Evrópusambandið. Aukið sjálfstraust undir gunnfána Járnfrúarinnar jafngildir hins veg- ar ekki sigri í næstu kosningum og raunar telja margir breskir frétta- skýrendur, að Ihaldsflokkurinn sé nú enn fjær því en áður að taka við valdataumunum í Bretlandi. Þessi áratugur hefur verið erfíð- ur breskum íhaldsmönnum. I for- sætisráðherratíð John Majors reif flokkurinn sjálfan sig í sundur í innbyrðisátökum og eftir hrunið í kosningunum 1997 töldu margir, að næsta öld dygði varla til að reisa hann úr rústunum. Hinn Nýi Verkamannaflokkur var kominn inn á miðjuna, hafði „stolið“ mörg- um helstu baráttumálum íhalds- manna og raunar gátu ýmsir þeirra varla leynt aðdáun sinni á Blair, sem þeim fannst í raun vera íhalds- maður þótt í dularklæðum væri. Tilbúnir í slaginn Þetta hefur nú breyst. íhalds- menn eru nú tilbúnir til að kasta stríðshanskanum og ráðast gegn Blair, sem raunar getur að sumu leyti sjálfum sér um kennt. Ræða A FIMMTA hundrað segulbands- upptökur, sem gerðar voru í valda- tíð Richards Nixons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu voru birtar opinberlega í vikunni, um 25 árum eftir að efni þeirra hrakti Nixon úr forsetastóli. Segulbandsupptökurnar sem birt- ar voru nú tengjast ekki Waterga- te-hneykslinu með beinum hætti en sagnfræðingar telja að efni þeiiTa veiti djúpa innsýn í valdatíð einnar litríkustu ríkisstjórnar Bandaríkj- anna fyrr og síðar. Gefa upptökurnar til kynna að Nixon hafi verið einkar kjaftfor, á köflum fullur andúðar á gyðingum og ríkur brunnur samsæriskenn- inga, löngu áður en Watergate- hneykslið varð honum að falli. Eru upptökumar frá tímabilinu febrúar-júlí árið 1971, en á sama tíma var atvinnuleysi stighækkandi í Bandaríkjunum, mannfall banda- ríska hersins í Víetnam geysihátt og einn herforingjanna þar átti í miklum drykkjuerfiðleikum. Þá ræðir Nixon, í einu samtali sínu við hans á flokksþingi Verkamanna- flokksins fyrir skömmu, þar sem hann úthúðaði „íhaldsöfiunum" og kenndi þeim um allt, sem aflaga hefur farið á þessari öld, varð að- eins til að stappa stálinu í breskum íhaldsmönnum. Tebbit lávarður, skoðanabróðir Thatcher í Evrópu- andstöðunni, lýsti því á þinginu, að hann hefði ekki verið ánægðari sem íhaldsmaður í langan tíma. Ihaldsmenn, a.m.k. Evrópuand- stæðingarnir, eru samt ekki einir um ánægjuna. Verkamannaflokk- urinn er líka ánægður með flokks- þing Ihaldsflokksins og ríkisstjórn- in gerði sér far um að láta lítið fyr- ir sér fara meðan á því stóð til að skyggja ekki á það í neinu. A flokksþinginu voru þau Thatcher og Tebbit í aðalhlutverkinu, ekki William Hague, og forysta Verka- mannaflokksins telur, að það muni verða til að styrkja þá ímynd Ihaldsflokksins, að hann sé flokk- ur, sem hafi meiri áhyggjur af ör- lögum Augusto Pinochets, fyrrver- andi einræðisherra í Chile, og refa- veiðum aðalsins en af hagsmunum venjulegra borgara. Fátt um efnahagsmálin í ræðu sinni boðaði Hague „bylt- ingu heilbrigðrar skynsemi" en mörgum þótti innihaldið heldur rýrt hvað viðkemur raunveruleg- um lausnum á raunverulegum vandamálum. Það var helst, að nýrrar hugsunar gætti í mennta- og velferðarmálum en að öðru leyti sló hann á þá strengi, sem hljóma svo vel í eyrum íhaldsmanna: Glæpir, útlend matvara, skrif- finnska, skriffinnar og fólk, sem lif- ir á velferðarkerfinu. Athygli vakti, H.R. Haldeman, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um erfiðleika í sam- skiptum við „gyðingana". Washington er, að sögn Nixons, „full af gyðingum." Eftir að hafa slegið nokkra vamagla segir Nixon: „Fæstir gyðingar sýna holl- ustu. Maður getur ekki treyst ba- störðunum. Þeir snúast gegn manni. Hef ég ekki rétt fyrir mér?“ Haldeman samsinnir forsetanum og segir: „Öll hreyfingin er á móti þér. Og þeir [...] geta skaðað okk- ur.“ í júlímánuði 1971 fannst Nixon sem verið væri að grafa undan valdi sínu eftir að Vinnumálaskrif- stofa Bandaríkjanna birti tölfræði- að Hague minntist ekki á efna- hagsmálin nema hvað varðaði held- ur óljóst loforð um að lækka skatta. Ihaldsflokkurinn er hins vegar búinn að gefa færi á sér með ýmsum yfirlýsingum um aukin út- gjöld. I Evrópumálunum var boðskap- ur Hagues alveg skýr. Málið snýst ekki lengur um andstöðu við Mynt- bandalagið, heldur vill hann endur- skrifa sjálfan Rómarsáttmálann til að Bretar geti samþykkt þau Evr- ópusambandslög, sem þeim líkar, en hafnað öðrum. „Fylgið mér, þið, sem viljið sjálf- stætt Bretland, og ég mun færa ykkur landið aftur,“ sagði Hague. Hátun um úrsögn? Sir Malcolm Rifkind, fyrrver- andi utanríkisráðherra Ihalds- flokksins, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að svo virtist sem sumir væru búnir að gleyma því, að Rómarsáttmálinn yrði ekki endursaminn nema með samþykki allra aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Með kröfu um nýjan leg gögn er sýndu mun meira at- vinnuleysi en ráð hafði verið gert fyrir. Skipaði hann Charles Colson, starfsmanni Hvíta hússins, sem oft voru falin miður skemmtileg verk- efni, að gera umfangsmikla rann- sókn á starfsemi stofnunarinnar og reka yfirmann hennar sem var gyðingur. Kvartar sáran undan starfsgetu hershöfðingja Stórsókn Bandaríkjahers í Ví- etnam mistókst í mars 1971. Höfðu áætlanir Bandaríkjanna verið tald- ar afar mikilvægar í því augnamiði að sýna fram á að Suður-Víetnam- ar gætu tekið meira frumkvæði í sáttmála væri í raun verið að hóta úrsögn úr sambandinu ella. Stóru tíðindin frá flokksþingi Ihaldsflokksins í Blackpool eru þau, að þar var Evrópuandstaðan sett í öndvegið enda sagði Hague, að um Evrópumálin yrði fyrst og fremst tekist í næstu kosningum. Nú fer því hins vegar fjarri, að um Evrópumálin sé einhver sátt innan flokksins. Menn eins og Kenneth Clarke og Michael Heseltine vör- uðu flokksbræður sína við að leggja út á þessa braut en þeir og aðrir Evrópusinnar voru stundum klappaðir niður. Þeir eru þó ekki búnir að segja sitt síðasta orð og víst er, að þeir og margir aðrir íhaldsmenn, til dæmis ýmsir fram- mámenn í atvinnulífinu, munu ekki standa með flokknum í væntanlegu „Evrópustríði“. Hugsanlegt er, að Hague hafi afrekað það helst á flokksþinginu að auka enn á klofn- inginn í flokknum og gera hann enn ólíklegri en áður til að skipa næstu ríkisstjórn í Bretlandi. (Heimildir: Daily Telegraph, Times, Reuters) stríðinu og að gera Bandaríkjunum kleift að hverfa hægt og bítandi frá Víetnam. Á upptökunum sem nú hafa ver- ið birtar kvartar Nixon sáran und- an starfsgetu Creighton Abrams, hershöfðingja Bandaríkjanna í Ví- etnam. „Abrams fór um hverja helgi til Taflands og hitti fjölskyld- una á sama tíma og allt hafði verið lagt undir í aðgerðum. Abrams er nú farinn að drekka um miðjan dag. Eg held að við verðum að fá annan mann í hans stað.“ Þá kvartar Nixon undan Hæsta- rétti Bandaríkjanna og lýsir þrem- ur dómurum réttarins sem „göml- um kjána, svörtum kjána og kjána- legum kaþólikka". Upptökurnar sýna þó einnig fram á mannlegu hlið forsetans á árunum í Hvíta húsinu. Á einni upptökunni kvartar Nixon undan því að þurfa að bíða allt of lengi eft- ir heita vatninu í sturtunni. Fyrir- skipar hann lagfæringar hið fýrsta svo að „[vatnið] renni eins lengi og ég vil að það renni.“ Alvarlegra en talið var í fyrstu JAPÖNSK stjórnvöld til- kynntu í gær að hugsanlega yrði alvarleiki kjamorkuslyss- ins í Tokaimura í síðustu viku endurmetinn og færður upp á næsta stig. Það þýðir að slysið teldist jafn alvarlegt og slysið á Þriggja mflna eyju í Bandaríkj- unum árið 1979. Embættis- menn tóku þó fram að ekki hefði orðið vart frekari áhrifa á heilsufar eða umhverfi. Nánari tengsl við ESB SVISSNESKA þingið sam- þykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða tillögu sem hefur í för með sér aukin tengsl landsins við Evrópu- sambandið. Felur hún meðal annars í sér meira frelsi í flutn- ingum vinnuafls og reglur um umferð flutningabifreiða í gegnum Sviss. Brazille stjórnar baráttunni DONNA Brazille, 39 ára gömul blökkukona, hefur verið skipuð kosningastjóri Als Gores, vara- forseta Bandaríkjanna, fyrir forsetakosningamar á næsta ári. Tók hún við starfinu eftir að fyrri kosningastjóri Gores, Tony Coelho, var látinn víkja vegna ásakana um fjármálamis- ferli í tengslum við heimssýn- inguna í Portúgal á síðasta ári. Brazille starfaði við kosninga- baráttu Michaels Dukakis, for- setaframbjóðanda demókrata, árið 1988. Var hún þá rekin vegna ásakana um kynþáttahat- ur og framhjáhald í garð and- stæðings hans, George Bush eldri, föður George Bush yngri, sem talinn er lfldegastur til að hreppa útnefningu repúblikana fyrir næstu kosningar. Lafontaine hættur OSKAR Lafontaine, fyrrver- andi fjármálaráðherra Þýska- lands, hefur lýst því yfir að hann hyggi ekki á end- urkomu í eldlínu þýskra stjómmála. Sagði hann í viðtali sem birtist í dag- blaðinu Der Tagesspiegel í gær að fjöl- skyldan væri nú fremst í for- gangsröðinni. Bók Lafontaines, þar sem hann gagnrýnir ríkis- stjóm Gerhards Schröders harðlega, hefur valdið miklu fjaðrafoki í Þýskalandi undan- farið. Kosid í Kasakstan GENGIÐ verður til þingkosn- inga í Kasakastan á morgun, en þá verður í fyrsta sinn kosið á milli stjómmálaflokka síðan landið fékk sjálfstæði árið 1991. Kasakstönum er mjög í mun að reyna að auka lýðræð- isímynd landsins, til að við- halda efnahagsstuðningi er- lendis frá. Segulbandsupptökur frá valdatíð Richards Nixons gerðar opinberar Taldar veita verð- Washington. The Daily Telcgraph. mæta innsýn í stjórnartíð Nixons Oskar Lafontaine

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.