Morgunblaðið - 09.10.1999, Page 38
VIKU
m
MORGUNBLAÐIÐ
38 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999
Á SLÓÐUM FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS
Leyndardómar
óbyggðanna
vestan
Vatnajökuls
Ein af sumarleyfísferðum Ferðafélags ís-
lands var sex daga ferð um óbyggðirnar
vestan Vatnajökuls. Þessi gönguleið er af-
skekktasti hluti Bárðar-
Ljósmynd/Gerður
Spor í sandi. Kolufell til vinstri, næst því Skrauti, fyrir miðju Deilir í Vonarskarði.
rekur hér ferðasöguna
og rifjar upp ýmsan
fróðleik.
Á áætlun var að
aka föstudags-
kvöldið 30. júM í
Nýjadal við
Sprengisands-
leið og gista
þar. Aka að morgni norður í
mynni Vonarskarðs og ganga
þaðan í Köldukvíslarbotna. Dþ,
Halda næsta dag að Hamr-
inum í Vatnajökli og tjalda þar til
tveggja nátta. Skoða nágrenni
Hamarsins. Ganga síðan niður í Jök-
ulheima og gista þar í skála Jökla-
rannsóknarfélagsins. Aka mánudag-
inn 4. ágúst heimleiðis með viðkomu
í Hraunvötnum og Veiðivötnum.
Þessi gönguleið, sem er afskekkt-
asti hluti Bárðargötu, hafði verið
farin einu sinni á vegum Ferðafé-
lags Islands og síðan voru liðin tíu
ár. I Landnámu er sérkennileg frá-
sögn af Bárði sem fluttist milli
landsfjórðunga og valdi leiðina vest-
an VatnajökuLs: „Bárðr, son
Heyangrs - Bjamar, kom skipi sínu
í Skjálfandafljótsós, ok nam Bárðar-
dal allan upp frá Kálfborgará ok
Eyjadalsá, ok bjó at Lundabrekku
um hríð; þá markaði hann at veðr-
um, at landviðri váru betri enn haf-
viðri, ok ætlaði af því betri lönd fyrir
sunnan heiði. Hann sendi sonu sína
suður um góu. Þá fundu þeir góu-
8Já
Sf‘»i
bH
SJad
‘st,-
kvöldið .
beytla ok annan gróður; enn annat
vár eftir gerði Bárðr kjálka hverju
kykvendi, þá er gegnt var, ok lét
hvat draga sitt fóðr ok féhlut; hann
fór Vonarskarð, þar er síðan heitir
Bárðargata; hann nam síðan Fijóts-
hverfi ok bjó at Gnúpum; þá var
hann kallaðr Gnúpa-Bárðr.“ Af frá-
sögninni má sjá að Bárður undirbjó
ferð sína vel, sendi syni sína í könn-
unarleiðangur, fór síðan þegar ár
voru ísilagðar og lét hverja skepnu
draga fóður sitt á sleða. Þrátt fyrir
fyrirhyggju Bárðar var gatan ekki
farin aftur í 1100 ár. Dr. Haraldur
Matthíasson, sem hafði heillast af
Bárði á bamsaldri, manninum sem
lagði upp í tvísýnustu búferlaflutn-
inga á Islandi, þræddi götuna ásamt
konu sinni Kristínu Ólafsdóttur og
lýsir henni í Árbók F. í. 1963. Ör-
nefni í Vonarskarði, Köldukvíslar-
botnum og Innri-Tungnárbotnum
voru að vonum fá, en Haraldur gaf
ýmsum kennileitum nöfn.
Við voram tuttugu ferðafélagar
sem lögðum af stað í þessa för um
síðustu verslunarmannahelgi undir
fararstjóm Gests Kristjánssonar.
En ekki fer allt eins og ætlað er og
hér verður greint frá.
Kvendraugur í Nýjadal
Það var tekið að rökkva þegar
rútan renndi í hlað í Nýjadal stundu
fyrir miðnætti föstudaginn 30. júlí
eftir fjögurra tíma akstur frá
Reykjavík. Við skálana var
töluvert af bílum og fólki . Við
bjuggum um okkur á flatsæng
uppi á lofti í nýrri skálanum.
Kaffiilminn lagði úr eldhúsinu þar
sem hópur fólks hafði safnast sam-
an og hlustaði á skálavörðinn segja
frá kvendraug með barn sem birtist
mönnum í eldri skálanum. Hafði
það gerst síðast tveimur nóttum
fyrr. Ekki hafði ég heyrt getið um
draug þennan og þótti því frásögnin
hin merkasta. Þegar ég kom upp á
loftið logaði á einum olíulampa.
Kaldakvísl vaðin
í Vonarskarði
Klukkan níu að morgni var ekið
norður fyrir Tungnafellsjökul
Gæsavatnaleið eftir þurrum sand-
vegi og síðan suður að Gjóstu þar
sem gangan átti að hefjast. í austri
sá á kúptan skjöld Trölladyngju og
nokkra sunnar Kistufell í Vatna-
jökli. I auðninni blikaði eyrarrós.
Við fórum ýt úr bflnum við mynni
Vonarskarðs. Það er hér fyrir aust-
an, milli Valafells og Tindafells, sem
upptakakvíslar Skjálfandafljóts úr
Vonarskarði safnast saman. Við
gengum upp á lítið klif og óvænt
eins og hendi væri veifað opnaðist
undurfögur sýn, Vonarskarð lá við
fætur okkar. „Þetta er einn af
leyndardómunum," varð einum
ferðafélaganum að orði. Skarðið
líktist breiðum dal og um hann lið-
uðust ár og kvíslir. A vinstri hönd
Vatnajökull með Bárðarbungu, á
hægri hönd hnjúkaröðin undir
Tungnafellsjökli, litskrúðug og full
af andstæðum. Rauðakúla er næst
okkur, en fjær er undurfagurt lípar-
ítfjall sem ber nafn með rentu,
Skrauti ( 1330 m ). Sunnan við það
era dökkt fjöll, Kolufell og Svart-
höfði, en þar endar Vonarskarð.
Leið okkar lá vestarlega í skarðinu.
Við stefndum á Deili (1125 m ) sem
er svart keflulaga fell sem stendur
stakt í skarðinu. Þangað komum við
um tvöleytið. Austan við Deili er
marflöt sandslétta í 930 m hæð. Hér
eru vatnaskil milli efstu draga
Köldukvíslar og Skjálfandafljóts.
Svo undarlegt. Við horfum í vatnið
sem hreyfist en það er eins og það
viti ekki hvort það eigi að renna í
norður eða suður. Jú, hér rennur
það í suður og á eftir að sameinast
mörgum köldukvíslum. Það er hlýtt
í veðri, hitamælirinn á bakpokanum
sýnir 15 gráður á celsíus. Við höld-
um göngunni áfram. Nokkra vestan
við Deili er iðjagrænn blettur sem
nefnist Snapadalur. Innst í dalnum
er mikið jarðhitasvæði; leirpyttir,
hveraaugu og laugar, sem gaman
hefði verið að skoða. Við komum að
rótum hins ljóslitaða Skrauta.
Skriða mikil hefur fallið niður með
hlíð hans. Milli Skrauta og Kolufells
er Tvflitaskarð, Ijóst að norðan,
svart að sunnan. Nokkra síðar kom-
um við að Köldukvísl þar sem hún
rennur úr Vonarskarði austan undir
Svarthöfða. Mér verður hugsað til
kvæðis Jóns Helgasonar, Afanga,
en Jón hefur meitlað mynd Köldu-
kvíslar og Vonarskarðs í hugum Is-
lendinga. Hér urðum við að vaða
Köldukvísl. Farai-stjórinn brýndi
fyrir okkur leikreglurnar; að hafa
götu um Vonarskarð og
Köldukvíslarbotna.
Gerður Steinþórsdóttir
Ðmumar^ huemm
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
DRAUMSTÖFUM berast langt um fleiri
bréf frá konum en körlum og því mætti ætla
að konur væru næmari á innra líf sitt en
strákamir. í sálarfræði er talað um ýmsa
eiginleika sem pi-ýða hvort kynið íyrir sig,
meðal annars feminískt (kvenlegt) og
maskulín (karllegt) drag, þætti sem greina
karlmannlegt og kvenlegt eðli. Sagt er að
þær konur sem hafi aukið maskulín séu
kaldar, grófar og framagjarnar en karlmenn
með háan feminískan skala séu næmir, list-
rænir og mjúkir í viðmóti. Sálkönnuðurinn
Carl G. Jung skilgreindi þessa eiginleika
sem persónur í draumum okkar og nefndi
þær Animu (sál) og Animus. Hann leit á þau
sem einskonar leiðbeinendur eða leiðsögu-
menn okkar um lífið og því bæri að rækta
þessa þætti okkur til velfarnaðar og aukins
skilnings á sjálfum okkur, draumum nætur-
innar og hinu kyninu. Hið feminíska drag
sem konur búa við gerir þær því að næmari
og opnari einstaklingum á fíngerðari til-
brigði tilveru og drauma, sem lýsa mætti
sem sjötta skilningarvitið. Þetta styður þann
skiling minn að draumar kvenna séu á ýms-
an hátt öðruvísi uppbyggðir en draumar
karla, svo sem að í draumi konu séu tilfinn-
ingar meii'a áberandi en í draumi karls og í
draumi konu megi lesa heilmikinn fróðleik á
milli línanna um drauminn og dreymandann
en karlinn sé meira blátt áfram í draumleik
sínum. Draumur konunnar er einnig oft inni-
legri í frásögn sinni af sannleikanum eins og
sjá má í mörgum þeirra drauma sem skráð-
ar heimildir geyma um draumfarir kvenna
frá söguöld til dagsins í dag.
„Draumur Sigríðar“
Mig dreymdi að við dóttir mín, dóttur-
dóttir og börn hennar fórum í göngutúr.
Það var yfir hóla og hæðir að fara. Ég
dróst fljótlega aftur úr en þær litu aldrei til
baka til að sjá hvernig mér gengi. Ég sá
þær aðeins þegar þær komu upp á hólana,
við gengum framhjá miklu klettagili sem á
rann um. Langt í fjarlægð sé ég hvar þær
stefna að klettunum og ég álykta að þær
ætli yfír ána, svo ég legg af stað niður
klettana. Ég kemst miðja vegu niður en er
þá komin í sjálfheldu og kemst hvorki upp
né niður. Ég er hræðilega hrædd og hrópa
á hjálp, hátt og lengi í þeirri von að þær
heyri til mín. Þá sé ég þær enn í fjarlægð-
inni á einum hólnum en þær hugðu ekkert
að mér. Fólk á sveitabæ þar nærri heyrði
hrópin um hjálp, ungur piltur ýtti mér upp
á brún klettsins og var mér þá borgið.. Ég
bauð þessum pilti borgun fyrir hjálpina en
hann þáði hana ekki, þá spurði ég hvort ég
mætti kyssa hann fyrir, sem ég gerði. Ég
lofaði Guð hátt og í hljóði fyrir að hafa lifað
þetta af, þá birtast þær sem ég fór með og
bróðir minn var þar með þeim en hann
skammaði mig fyrir að vera svona lengi að
ganga.
Ráðning
Þegar draumur er skoðaður og táknin
vegin og metin er gott að geta kíkt á milli
þeirra, jafnvel bak við táknið til að átta sig á
boðskap draumsins. Þetta gefur túlkandan-
um svigrúm til að „skyggna" drauminn og
„sjá“ dreymandann með gleraugum hans
sjálfs. Draumur þinn er gott innlegg í þann
skilning og því ágæt æfing fyrir þá sem vilja
ná valdi á draumtúlkunum. Hann lýsir sögu
þinni í stórum dráttum en einnig sögu
(klettagilið er sagan) kvenna á Islandi og
baráttu þeirra fyrir því sem kallað er ,jafn-
rétti“ á þessari öld. Þið eruð þrjár kynslóðir