Morgunblaðið - 09.10.1999, Side 39

Morgunblaðið - 09.10.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ l/IKII LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 39 U ll\U IM u Jll 5 fF2 «! ,|Ó3S'9!' i ' [ Cœsavoln Fannafell Stakfell ífjhdafelÞ-/ . ' Rauðakúla iugakúla C) Ifmibu'/ AÍC\>. V BálkafellBárðar- ^4. V Mið- > tindur * _BáJkafýl\ rerrlsta- lálkafeli Bárðar- bunga y Hraunbúi Hvítalón Harriarslón • /v,H a m a r i n n Sylgjujökull Hágönguhraun 10 km þjóðsöngurinn: „Óbyggðirnar kalla/ og ég verð að gegna þeim/ ég veit ekki hvort eða hvernig/ eða hvenær ég kemst heim.“ Sumir lögðu sig og sofnuðu. Aðrir gengu upp á sand- ölduna fyrir ofan tjaldborgina og héldu upp með Sveðju nokkra stund þar sem hún fellur í gljúfri, ófrýni- leg á að líta. I ánni er allhár foss, líklega um 40 m hár, sem steypist fram skömmu áður en fljótið fellur út á sandinn og leggur úða frá hon- um. Og nóttin kom og lagðist yfír Auðnaríki. Innilokuð milli tveggja fljóta Það var svalt í morgunsárið þeg- ar við vorum vakin Idukkan hálf- fimm, en hlýnaði fljótt þegar sólin tók að skína, logn. Við gengum að vaðinu og fljótið virtist ekki eins straumþungt og daginn áður. Há- göngurnar risu upp úr þokunni eins og himneskar skýjaborgir. Hraun- búinn sunnar var ávalur og bjartur á að líta. En fljótið var of mikið að vöxtum einnig þennan dag. „Við lútum í lægra haldi fyrir náttúruöfl- unum,“ sagði einn ferðafélaginn. Nú var sýnt að við gistum ekki í Jökulheimum síðustu nóttina eins og vonir stóðu til. Akveðið var að snúa við og freista þess að fara yfir Köldukvísl og norður fyrir Há- göngulón. Nú hófst ganga yfir sand og hraun og grunnar kvíslir. Við komum að Köldukvísl þar sem hún kvíslaðist eftir sandinum. Þar var gróður og döggin glitraði í dýjamosanum. En Kaldakvísl leyndi á sér. Þama var sandbleyta og djúpir álar. Við vprum innilokuð milli tveggja fljóta. A meðan farar- stjórinn gekk upp á hæð til að ná símasambandi lágum við í sólbaði. Akveðið var að við yrðum sótt morguninn eftir við vaðið á Sveðju og enn var snúið við og haldið að Heimakletti þar sem tjaldað var í þriðja sinn eftir sextán kíiómetra göngu. Um kvöldið sáum við þrjá jeppa koma akandi eftir bílslóða á leið í Gæsavötn. íbúar Auðnaríkis sungu af hjartans list og tónarnir bárust út í öræfakyrrðina. Óbyggðirnar kvaddar Morguninn eftir, 4. ágúst, biðum við í glampandi sól og logni við vað- ið. Við sáum hvar ísjaki byltist í fljótinu. Við skoðuðum fjallahring- inn og dásömuðum fegurð hans. Rútan átti auðvelt með að komast yfír ána. Þannig lauk gönguför okk- ar. Ekið var um Hraunvötn og Veiðivötn, þar sem Fossavötnin eru fegurst og útsýni til Vatnajökuls þar sem leyndardómar óbyggðanna leynast við hvert fótmál. Höfundur er ritari Ferðufélags Islands. HEIMILDIR: Dr. Haraldur Matthíasson: Bárðar- gata, Árbók F.I. 1963. Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðsson: Leyndarddmar Vatnajökuls, 1997. Ljósmynd/Gerður Astvaldur Traustason á Köldukvíslarjökli. Hvítalón fyrir miðju. Hamarinn í baksýn. Til hægri sér í Sylgjujökul. Syðri-Háganga í morgunsólinni 3. ágúst. Ljósmynd/Gerður Matthíasson segir í frásögn sinni að Köldukvíslarbotnar séu einhver kuldalegasta auðn sem hann hafi séð, gróðurlausir hnúkar á aðra hönd, jökull á hina, og kolgráar jök- ulkvíslar byltist um svartan sandinn. Fararstjórinn hafði beðið okkur að koma með skíðagleraugu ef við lentum í sandstormi, en nú var kyrrt veður. Um hádegi sveigðum við upp á Köldukvíslarjökul sem er flatur niður í sléttlendi. Hann liggur milli Bárðarbungu og Hamarsins, um 16 km á breidd. Við jökulsporð- inn var töluverð sandbleyta sem við sukkum í. Við gengum allan daginn á jöklinum, um tvo km frá jökul- sporðinum, en hækkuðum okkur að- eins er á leið. Jökullinn er ákaflega sandborinn og það brakaði undir fótum okkar þegar klakinn brotn- aði. Oteljandi litlir lækir runnu nið- ur eftir jöklinum og stöðugur vatna- niður var í eyrum. „Þetta minnir mig á vorin í Noregi,“ sagði unga norska konan. Það var hugmyndin að komast að Hamrinum ( 1573 m ), sem er stórt og mikið fjall sem gengur út úr Vatnajökli. Tveir skriðjöklar falla niður með honum, á aðra hönd Köldukvíslarjökull, á hina Sylgju- jökull. í krikanum við Hamarinn eru tvö lón, Hamarslón og Hvítalón sunnar. Hægt er að komast þurrum fótum fyrir ofan Hamarslón en úr lóninu rennur áin Sveðja. Neðan við Hvítalón er dalur sem nefnist Leynidalur. Þann dal sáum við og rann Sveðja eftir sand- og malar- sléttu og breiddi nokkuð úr sér. Það var á þessum slóðum sem við fund- um hitalykt leggja upp úr ísnum og fylltumst óhug. Jökullinn gerðist sprungnari og þegar sást til Hvíta- lóns, komumst við ekki lengra. Það eru 10 km á milli jökulsporðsins og Hamarsins og hækkun um 700 m. A vorum fremur síðbúin. Það var súld og Hágöngurnar hurfu smám sam- an í þoku. Við fundum för eftir bíla og vað á ánni. Nokkrir könnuðu fljótið sem var ekkert árennilegt á að líta. Þegar áin náði í klyftir sneru þeir við. Leitað var að öðru vaði neðar. Um hádegi var útséð um að við kæmumst yfir Sveðju þennan dag en ákveðið var að reyna næsta morgun í dagrenningu þegar minna yrði í ánni. Við snerum við og tjöld- uðum á sama stað undir Heima- kletti. Menn gerðu það sem andinn innblés þeim. Reistur var fáni hins nýja ríkis, Auðnaríkis, og sunginn bakpokana lausa, vaða tvö eða þrjú saman yfir ána, ekki að lyfta fótun- um upp heldur þreifa botninn. Ef við dyttum ættum við að kasta af okkur pokanum og leggjast á bakið en alls ekki að reyna að synda. Eftir þessa ræðu fórum við í vaðskó og það var ekki örgrannt að það væri hrollur í sumum. Ain er ísköld, nokkuð straumhörð en grunn. Allir komust klakklaust yfir. Nokkru síð- ar tjölduðum við á sandi og bárum grjót að skörum og stögum. Dag- leiðin taldist þrettán km. Um kvöld- ið mátti sjá ferðafélaga á göngu, einn eða tvo saman, í svartri auðn- inni sem bylgjaðist í öldum um- hverfis okkur. Síðar barst söngur frá tjaldborginni út í kvöldkyrrðina. Á Köldukvíslarjökli Morguninn eftir lögðum við af stað klukkan níu suður Köldukvísl- arbotna. Veðrið var milt en skýjað og sólarlaust. Leiðin lá um eyðisanda, vestan við Köldukvíslar- jökul. Þjóðsagan hefur gert Köldu- kvíslarbotna að mesta útilegu- mannaplássi landsins næst Ódáða- hrauni. Sigurður Gunnarsson, sem fór með Birni Gunnlaugssyni árið 1839, skrifar í Norðurfara 1865: „Sunnan undir skarðinu eru Köldu- kvíslarbotnar, gamlar útileguþjófa- byggðir Sunnlendinga. Þar eru nú örgustu jökulleðjuflákar og ekki mosi við dý eða á steini." Haraldur slíkri stundu vaknar sú spurning hvort rétt leið hafi verið valin. Hefði verið betra að stefna strax á Hamarinn? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér. Sumii- höfðu látið sig dreyma um að ganga á Hamar- inn og geta haldið áfram að láta sig dreyrna. Var nú snúið við og haldið niður af jökli og gekk það greiðlega. Við gengum fram hjá grænu lóni og tjölduðum í kvos undir svartri jök- ulöldu eftir um 20 km dagleið. Á aðra hönd voru sandbornar jökul- öldur, á hina móbergshamar sem síðar hlaut nafnið Heimaklettur. Sumir sóttu snjó í skafl og bræddu, aðrir fóru upp á eina ölduna þar sem lítill lækur rann, skreyttur dýjamosa. Um kvöldið gekk ég út á víðáttu- mikinn sandinn. Það var logn og kyrrð. I vestri rísa Hágöngumar upp úr auðninni, dimmbláar og keilulagaðar. Norðan við Syðri - Há- göngu (1284 m ) sá í Kerlingarfjöll með fönnum. Skýin voru sum blá, önnur rauðlituð í kvöldsólinni. Ég heyrði drunur fljóts í fjarska, og gekk að þar sem Sveðja fellur úr gljúfri niður á sandinn. Á leiðinni í tjaldstað dáðist ég að geldingahnapp sem teygði bleikan kollinn upp úr svartri auðninni. Sveðja hindrar för Mánudaginn 2. ágúst átti að freista þess að fara yfir Sveðju. Við sem hefjið gönguna en þú (elsta kynslóðin, fyrri hluti aldarinnar) dregst fljótlega aftur úr (konur máttu draga lappirnar í sókn til jafnréttis kynja) og lendir í sjálfheldu (margar fengu það óþvegið væru þær að ybba gogg) þegar á að stytta sér leið. Sveita- pilturinn vísar til þeirrar einlægu þraut- seigju sem markað hefur íslendinga í ald- anna rás og gert þá fórnfúsa og guðhrædda. Hinar halda áfram en ferð þeirra virðist reikul, þær ná jú vissum árangri (þær koma upp hólana) en hverfa jafnharðan (árangur- inn er að engu). Þegar þið loks náið saman í dag er það karlmaður sem dylgjar um fram- taksleysi þitt og skort á einurð. „Vff“ dreymdi Ég ætlaði að sofa í húsi sem var gestahús og veiðimannahús á staðnum þar sem ég ólst upp. Ég ætlaði að sofa í herbergi niðri en vissi að það voru veiðimenn uppi. Ég bjó um rúm handa mér, svo gekk ég út og settist á grænt grasið vestan við húsið. Það var sól- skin og hlýtt. Sólin var hátt á lofti á suðvest- urhimninum. Ég horfði á sólina og sá þá allt í einu þrjár sólir sem snerust hver um aðra. Ég hætti við að sofa í húsinu, þar sem mér datt í hug að veiðimennirnir myndu sitja að sumbli um nóttina. Ráðning Þessi draumur hefur einnig með stöðu konunnar að gera og í honum speglast feminín- og maskulín-drættir. Húsið er bæði þú og umhverfi (á þeim stað sem þú ólst upp á). Veiðimennirnir eru ímynd karlmanna en gestirnir tákn kvenna. Leikurinn sem fer þarna fram er hvemig þú finnir þig í þessu umhverfi og getir aðlagað þig þeim aðstæðum á þínum for- sendum. Það virðist ekki ganga sem skyldi (þú fórst út) og þú ert hrædd um að það muni ekki ganga (þú hættir við að sofa í húsinu), en draumurinn talar um með sólunum þrem að enn muni líða þrjú sólár áður en húsið verði jafnrétt og íbúðarhæft öllum. •Þeir lesendur sem viljn fá drauma sfna birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingar- degi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Keykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.