Morgunblaðið - 09.10.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 51 •
MINNINGAR
Sökum gamallar vináttu tengdaföð-
ur míns, Steingríms Amasonar, við
þau hjón Astu og Sveinbjörn og fjöl-
skyldur þeiiTa, leituðum við til
þeirra er til flutninga kom. I Hraun-
prýði var okkur tekið af þeirri ein-
stöku gestrisni og hlýju sem var að-
alsmerki þeirra hjóna. Svo var
einnig ávallt er komið vai' á þeirra
heimili, þaðan fór enginn án þess að
þiggja rausnarlegar veitingar og
taka þátt í ánægjulegum sami'æðum
i við þau hjónin.
Það voru mikil umskipti fyrir
okkur að flytja af höfuðborgar-
svæðinu í lítið þorp úti á landi öll-
um ókunnug, en þau hjón gerðu
allt sem í þeirra valdi stóð til að
létta okkur þessar breytingar. I
tólf ár bjuggum við á Hellissandi
og kynntumst þar mörgu prýðis-
1 fólki, en alltaf var heimilið í
Hraunprýði, sá staður sem oftast
var heimsóttur og ávallt mætti
manni þar sama hlýja viðmótið.
Eftir að við fluttum aftur til
Reykjavíkur urðu samfundir eðli-
lega færri, en þó hélst alltaf sama
góða sambandið. Það var ekki síst
ti-ygglyndi Astu að þakka. Ásta
var sannur vinur, hún tók þátt í
sorgum og gleði - studdi og
styrkti af ráðum og dáð.
Ásta átti við vanheilsu að stríða
mörg undanfarin ár en sínum
góðu eðliskostum, trygglyndi og
hreinskilni hélt hún til hinsta
dags. Síðustu samfundir okkar
voru á áttræðisafmæli hennar sl.
haust þar sem við áttum saman
góða stund.
Ég kveð þig, kæra vinkona, og
þakka allar okkar góðu samveru-
stundir. Innilegar samúðarkveðj-
ur sendi ég og fjölskylda mín,
Sveinbirni, sonum þeirra hjóna og
fjölskyldum þeirra.
Guð blessi minningu Ástrósar
Friðbjarnardóttur.
Ingibjörg Kristin Jónsdóttir.
í dag er til moldar borin að
Ingjaldshóli ein af okkar kæru fé-
lagskonum.
Með nokkrum orðum langar
okkur til að minnast hennar
Ástrósar Friðbjarnardóttur, sem
var félagi og starfaði í kvenfélagi
Hellissands í tæpa sex áratugi.
Hún gekk í félagið 4. apríl 1943
og allt frá þeim tíma átti félagið
hennar huga, eins og hún sagði
sjálf fannst henni félagið vera
virðulegt, formlegt og heiðarlegt.
Hún hafði alla tíð mikinn metnað
fyrir hönd félagsins og hennar
vilji var að allt sem félagskonur
gerðu ættu þær að gera vel.
Fyrstu ár félagsins voru fundir
ævinlega haldnir á sunnudögum
og klæddu konur sig upp í þjóð-
búninga eða spariföt þegar þær
sóttu fundi. Ástrós var ákaflega
félagslynd að eðlisfari og var ein
þeirra sem ávallt kom á kvenfé-
lagsfundi ef nokkur tök voru á.
Hún var mjög virkur félagi og var
meðal annars gjaldkeri félagsins í
tuttugu ár. Ástrós var hreinskipt-
in kona sem lét skoðanir sínar
óhikað í ljós en virti jafnframt
5 skoðanir annarra. Hún bar hag
þeirra sem þurftu á hjálp að halda
mjög fyrir brjósti, þannig að
segja má að fórnfýsi og góðvild
hafí einkennt hennar dagfar.
Á afmælishátíð félagsins þegar
kvenfélagið varð sjötíu ára var
Ástrós gerð að heiðursfélaga þess.
Einn af eiginleikum Ástrósar var
hversu gott hún átti með að taka til
máls á mannamótum og lét aldrei
ógert að þakka fyrir veittar vel-
gjörðir fyrir sína hönd eða hóp
þess sem hún naut samvistar með.
Ástrós bar einstaklega sterkan hug
til heimabyggðar sinar og vildi
vegsemd hennar sem mesta. Þótt
árin færðust yfir var Ástrós ævin-
lega boðin og búin að vera með og
leggja sitt fram til félagsstarfsins.
Minningin um þessa hlýju og
glaðværu konu mun lengi geymast
meðal okkar.
Við félagskonur þökkum henni
allt samstarfíð og samfylgdina.
Við vottum þér, kæri Svein-
I
björn, og fjölskyldunni allri
dýpstu samúð okkar.
Guð blessi minningu hennar.
Kvenfélag Hellissands.
Með hlýhug og þakklæti minn-
umst við slysavamakonur látins fé-
laga, Ástrósar Friðbjarnardóttur.
Ástrós gekk til liðs við deildina á
fyrstu starfsárum hennar og var fé-
lagi til dauðadags. Hún var tryggur
félagi og var ætíð boðin og búin að
leggja sitt af mörkum fyrir verkefni
félagsins meðan kraftar leyfðu. Við
þökkum Ástrósu fyrir samstarfið og
góðar samverustundir liðinna ára.
Sveinbimi og fjölskyldu hans send-
um við innilegar samúðai'kveðjur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Slysavamadeildin Helga
Bárðardóttir, Hellissandi.
Hvað skyldu þeir vera margir sem
heimsóttu Hellissand og komu við í
Hraunprýði hjá þeim Ástu og Svein-
bimi símstöðvarhjónum? Þeir verða
ábyggilega ekki tíundaðir, en víst er
að þar var alltaf opið hús og fagnað
af húsráðendum, og því varð vina-
hópurinn stærri með árunum sem
liðu. Þá má ekki gleyma því hvað þau
hjón vom félagslynd og alltaf gleði-
gjafar í hópferðum, þegar gáfust
skoðunarferðir um landið, ekki síst á
seinni ámm þegar aldraðir fóm sín-
ar skemmtilegu ferðir, og þær vora
ekki svo fáar. Ég er einn þeirra sem
nutu þess að vera gestir þeirra
ásamt fjölskyldu og þær stundir
geymast í þakklátum huga. Ég var
ekld búinn að vera lengi á Snæfells-
nesi þegar ég heimsótti þau hjón og
hlaut vinfengi þeirra og þess vegna
fagnaði ég þeim svo innilega þegar
þau ákváðu að eyða seinni hluta æv-
innar í Stykkishólmi. Því miður vom
þær stundir alltof fáar, því Ásta lést
skyndilega 1. okt. sl. Var nýkomin
heim eftir að hafa eytt dögunum á
heilsuhæli og meðal vina. Hún var
hress og ánægð þegar hún kom til
baka og aHt virtist horfa til betri veg-
ar með heilsuna, en við sjáum lítið
fiam, eins og þar stendur. Það er ein
af gjöfúm guðs. Ég man aldrei til
þess að Ásta væri annað en góð í
skapi, hvemig sem stóð á þegar ég
heimsótti hana og alltaf gat hún tek-
ið á móti gestum með bros á vör.
Þetta vom einkenni hennar og því
var heimilið svo hlýtt og fagnandi.
Sveinbjöm mim heldur ekki hafa
dregið þar nokkuð úr. Félagslífið átti
líka styrka stoð í þeim hjónum. Ég
gleymi því heldur ekki þegar drengir
mínir vom í ferð á Hellissandi í inn-
heimtuerindum. Þá var gott að eiga
þau hjón að og varð það til að auka
enn á vináttu okkar. Ásta fór létt
með að vera í fararbroddi, þegar
stjóma þurfti gleðimótum. Þar naut
hún sín og allt það sem hún lagði til í
framfaramálum síns staðar var gert
af heilum hug. Ég er ekki í vafa um
að það verður stórt skarð í vinahópi
nú þegar Ásta er horfin af sjónar-
sviðinu, og margir sakna vinar í stað.
Þau Ásta og Sveinbjöm vom jafn-
aldra og áttu langa samleið í gegn-
um lífið, studdu vel hvort annað. Það
verður því erfitt fyrir hann eftir að
hans styrka stoð er horfin af braut, í
bili, en þau trúðu bæði á endumýjun
samfunda og það mýkir sárin.
Það verður heldur daufara yfir
Dvalarheimilinu þegar þær hverfa
nú tvær, hún og Ingibjörg Hjaltalín
með viku millibili. En Drottinn
leggur líkn með þraut og það mun
reynast rétt. Um leið og ég þakka
Ástu góða og skemmtilega sam-
fylgd gegnum árin, vil ég biðja
henni og ástvinum hennar allrar
blessunar guðs og ég veit að hann
mun leiða þá sem nú sakna mest,
áfram um lífsins veg, því þegar allt
kemur til alls er hann eina skjólið
sem aldrei bregst.
Ámi Helgason, Stykkishólmi.
Sigurskák Margeirs
gegn Morozevich
SKAK
Reykjavík
EVRÓPUKEPPNI
TAFLFÉLAGA
24.-2G.9. 1999
SIGUR Mai-geirs Péturssonar
gegn Morozevich í Evrópukeppni
taflfélaga vakti heimsathygli.
Skákin var
tefld í undan-
rásarriðli, sem
haldinn var í
Hellisheimilinu
og skipulagður
af Taflfélagi
Reykjavíkur og
Taflfélaginu
Helli í samein-
ingu.
Fyrir okkur
Islendinga er
þessi skák merkileg fyrir þær sak-
ir að aldrei áður hefur íslenskur
skákmaður unnið jafn stigaháan
skákmann. Alexander Morozevich
er fjórði stigahæsti skákmaður
heims og er með 2.751 skákstig.
Einungis Kasparov, Anand og
Kramnik em stigahærri um þess-
ar mundir.
Auðvitað getur stigasamanburð-
ur verið varasöm iðja og saman-
burður á þessu afreki Margeirs við
fyrri sigra íslenskra skákmanna er
vandasamur. Þar er reyndar af
mörgu að taka. Friðrik Ólafsson
er þó eini íslenski skákmaðurinn
sem hefur unnið ríkjandi heims-
meistara í skák. Það gerðist árið
1980, þegar Friðrik sigraði
Anatoly Karpov á sterku skákmóti
í Buenos Aires í Argentínu. Frið-
rik vann auk þess marga góða
sigra á bæði væntanlegum og fyrr-
verandi heimsmeisturam. Það var
svo reyndar Margeir sjálfur sem
síðastur íslenskra skákmanna
tefldi við núverandi heimsmeistara
FIDE, Alexander Khalifman. Það
var í Evrópukeppni taflfélaga í
fyrra, sem fram fór í Narva í Eist-
landi. Þetta var mikil baráttuskák,
sem lauk með jafntefli. Það er þvi
greinilegt að Margeir nýtur þess
að tefla í Evrópukeppninni, svipað
og margir aðrir íslenskir skák-
menn.
Hér á eftir fylgir sigurskák
Margeirs gegn Morozevich með
skýringum Hannesar Hlífars Stef-
ánssonar.
Þetta var góður vamarsigur
Margeirs. Upp kemur sjaldgæft
afbrigði í Sikileyjarvöm. Rússinn
blæs snemma til sóknar og skákin
verður mjög flókin. I miðtaflinu
nær Morozevich óvæntum drottn-
ingarleik og allt virðist stefna í ör-
uggan sigur hans, en svartur neit-
ar að gefast upp. Svo fer að
Morozevich finnur ekki nákvæm-
ustu leiðina og finnur þá Margeir
óvænta björgunarleið. Rússanum
verður svo mikið um að hann fell-
ur á tíma.
Hvítt: Alexander Morozevich
Svart: Margeir Pétursson
Sikileyjarvörn [B27]
1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4.
Dxd4 Rf6 5. e5 Rc6 6. Da4 Rd5 7.
De4 Rdb4 8. Bb5 Da5 9. Rc3 Bg7
10. 0-0 0-0 11. a3 d5!
í skákinni Roth-Lekander Teeside
1974 lék svartur hinum linkulega
leik 11.... Ra6 og eftir 12. Bf4 Rc5
13. De3 Re6 14. Bg3 náði svartur
ekki að losa um sig.
12. exd6 Bf5
Upp era komnar gríðarlegar
flækjur.
13. Dc4 Rxc2 14. Rd5
e6!
Við fyrstu sýn virðist sem flækj-
umar séu svörtum í hag, en Rúss-
inn lumar á mótleik. Verri kostur
er 14. ... Rxal 15.dxe7 Hfc8 16.
Bd2 og svartur tapar liði, því eftir
16. ... Re5 kemur 17. Dxc8+ Hxc8
18. Bxa5.
15. Re7+ Rxe7 16. dxe7 Hfc8 17.
Bd2!
Krókur á móti bragði!
17.... Db6
Ekki 17. ... Hxc4 18. Bxa5 Hc5 19.
Bd8! og hvítur vekur upp nýja
drottningu.
18. e8D+ Hxe8 19. Bxe8 Hxe8
Vafasamt er 19. ... Rxal vegna 20.
Da4! með hótuninni Dd7.
20. Hacl Dxb2 21. g4
Eftir feikigóða vöm missir Mar-
geir nú af besta framhaldinu.
21.. .. Rxa3?
Eftir 21.... Rd4! em líklegustu úr-
slitin jafntefli, t.d. 22. Rxd4 Dxd2
23. Rxfö (ef 23. RÍ3 þá Dd3) 23. ...
exfö 24. Db5 Hd8 25. gxfö. Þó hvít-
ur sé skiptamuni yfir er hæpið að
hann eigi vinningsmöguleika
vegna þess hversu opin kóngs-
staða hans er.
22. Dc8! Db5
Ekki 22. ... Hxc8 23. Hxc8+ Bfó
24. Bh6 Db4 25. Hxí8+ Dxf8 26.
Bxf8 og hvítur verður hróki yfir.
23. gxf5 Bb2! 24. Bh6 Bg7 25. Be3
Bb2
Þegar hér var komið sögu var
Morozevich kominn í mikið tíma-
hrak.
26. fxe6?
Fellur í gildruna. Eftir 26. Bd4!
eða 26. f6 stæði hvítur með
pálmann í höndunum.
26. ... Hxc8 27. Hxc8+ Kg7 28. e7
Dd7!
Morozevich varð svo mikið um við
þennan leik Margeirs, að hann féll
á tíma nokkmm leikjum síðar!
29. e8R+
Eftir 29. e8D næði svartur þrá-
skák með Dg4+. Það er ekki oft
sem næst að vekja upp mann
tvisvar á sama reit. Kannski
Morozevich hafi ekki kunnað við
að vekja upp nýja drottningu á
sama stað!
29.. .. Kh8 30. Rd6+ Kg7 31. Re8+
Kh8 32. Hfcl
Hér féll Rússinn stigahái á tíma.
Rannsóknir leiða í ljós að staðan er
jafntefli eftir 32. ... Dg4+ (ekki 32.
... Bxcl vegna 33. Bd4+ fö 34.
Rxfö!!+ Dxc8 35. Rd5+ Kg8 36.
Re7+) 33. Kfl Dxf3 34. Hlc7 og
vegna hótunarinnar Rd6+ verður
svartur að taka þráskák með Ddl+
35. Kg2 Dg4+ 0-1
Skákmót á næstunni
18.10. Hellir. Fullorðinsmót.
23.10. SÍ. Heimsm.mót barna.
25.10. Hellir. Atkvöld.
31.10. Hellir. Kvennamót.
31.10. TR. Hausthraðskákmót.
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
Margeir
Pétursson
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Fákafeni 9 Reykjavík
Sími 568 2866
mbl.is
_ALLTXK/= enTH\SA£J rjÝTT
Þakrennur
og rör
úr Plastisol-
vöröu stáli.
Heildarlausn á
þakrennuvörnum
í mörgum litum.
A
SBBA
BLIKKÁS hf
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata