Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 59 UMRÆÐAN Ofvöxtur í Efstaleiti HUGMYNDIR ráðamanna Ríkisútv- arpsins um að hleypa af stokkunum annarri sjónvarpsstöð á veg- um RUV hafa vakið verðskuldaða furðu. Fyrir nokkrum árum lýsti fyrrverandi þing- maður Alþýðubanda- lagsins hugmynd sinni um að ríkisvaldið hæfi útgáfu dagblaðs, Rík- isdagblaðsins, til að sporna við áhrifum einkaaðila í fjölmiðla- heiminum. Nýlegar Borgar Þór hugmyndir ráða- Einarsson manna RÚV eru af sama sauðahúsi, nema kannski enn fáránlegri. RUV stendur nú að rekstri þriggja fjölmiðla og verða allir við- tækjaeigendur að reiða af hendi nauðungargjald til stofnunarinnar, hvort sem þeir nýta sér þjónustu hennar eða ekki. Þetta á þó ekki við, um starfs- menn RUV, sem eru undanþegnir gjaldinu án lagaheimildar. Nauðungargj aldið dugar þó hvergi fyrir rekstri báknsins og sogar það árlega hundruð milljóna til viðbótar úr ríkissjóði. Hagsmunum hvers þjónar önnur ríkis- sjónvarpsstöð? í tilraun til að slá á efasemdaraddir hafa ráðamenn RÚV tekið fram að ekki sé ætlunin að innheimta sérstakt afnotagjald vegna nýju stöðvarinn- ar heldur eigi auglýsingar að standa undir rekstrinum. M.ö.o. ætlar ríkisvaldið að hella sér út í harða samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Er tilgangurinn kannski að græða á öllu saman? Það yrði í það minnsta merkilegur „árangur" af þessu brölti öllu sam- Fjölmidlun Hugmyndin um aðra ríkissjónvarpsstöð, seg- ir Borgar Þór Einars- son, styrkir málflutning þeirra sem vilja að ríkið hætti fjölmiðlarekstri sínum með öllu. an ef með því yrði tryggt, að aðeins ein einkarekin sjónvarpsstöð fengi þrifist. Brölt báknsins yrði nefni- lega til þess eins að leggja stein í götu þeirra einkaaðila sem hafa hug á að koma á raunverulegri samkeppni á íslenskum sjónvarps- markaði. Málsvari einkaframtaksins á villigötum Stundum er sagt að ástandið þurfi að versna til þess að það fari að batna. Vonandi á það við um of- angreindar hugmyndir forráða- manna RÚV um aðra ríkissjónvarpsstöð. Rétt eins og hugmyndin um Ríkisdagblaðið sýndi fáránleika ríkisrekinna fjöl- miðla í hnotskurn, styrkir hug- myndin um aðra ríkissjónvarpsstöð málflutning þeirra sem vilja að rík- ið hætti fjölmiðlarekstri sínum með öllu. Um þessar mundir eru málefni RÚV á könnu Sjálfstæðisflokksins, sem frá stofnun hefur verið máls- vari einkaframtaks. Það skyti afar skökku við ef við þær aðstæður yrði ’þrengt að einkaaðilum með út- þenslu ríkisbáknsins RÚV. Sala fyrirtækisins í heild væri nær væntingum. Höfundu r er stjómarmaður íHeimdalli, f.u.s. íReykjavík. ...cifsláttur þrjátíu ...af töskum o% skóm frá : GUE S S VERSACE ASSESSORIES eona KRINGLUNNI • SÍMI 588 7230 WWW.LEONARD.IS Af „sönnum“ Islendingum DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, er óum- deildur þjóðarleiðtogi. Honum hefur tekist að rísa yfir dægurþras og deilur. Til hans er litið þegar önnur stjóm- völd ganga á rétt al- mennings og misbeita valdi sínu. Þá kemur Davíð Oddsson og segir af myndugleik, „svona gera menn ekld“. Ég hefi orðið þess mjög var í þeirri „galdrahríð" sem dun- ið hefur á okkur umhverfisvemdar- sinnum á undanfornum mánuðum að mai'gir hafa lifað í von um að Da- Umhverfismál Öfgastimplinum, segir Hrafnkell A. Jónsson, var slett framan í okkur. víð Oddsson skakkaði þann leik. Ekki endilega með þeim hætti að hann féllist á rök okkar sem viljum ganga um náttúru landsins af þeirri virðingu sem Islandi sæmir, heldur myndi hann hasta á þær fasísku til- hneigingar sem endurspeglast hafa í málflutningi virkjunarsinna, þar sem krafan um atvinnuofsóknir og skoðanabann hafa risið hæst í rök- um manna. Það var því með eftir- væntingu sem ég kynnti mér stefn- uræðu forsætisráðherra sem hann flutti nú í þingbyrjun. Vissulega fjallaði Davíð Oddsson um umhverfismál, en ekki með þeim hætti sem ég hafði vænst. Ég hafði ekki gert mér vonir um að hann myndi lýsa stuðningi við lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, en að hann sem for- sætisráðherra reyndi að bera sáttaorð á milli þeirra sem deilt hafa um virkjunar- og um- hverfismál að undan- förnu. Það var þó öðru nær. Umhverfisverndarfólki var sendur tónninn. Öfgastimplinum var slett framan í okkur, og þar með tekið undir með þeim sem vað- ið hafa uppi með svívirðingar og hótanir um atvinnumissi og kröfu um brottrekstur úr trúnaðarstörf- um. Forsætisráðherra talaði um „sanna umhverfisverndarstefnu". Pétur sálugi Þríhross stofnaði í Sviðinsvík Félag sannra Islend- inga. Austfirsk Þríhross stofnuðu sitt félag fyrir nokkru. Er ekki sjálfgefið að Davíð Oddsson, búinn að uppgötva „sanna“ umhverfis- verndarmenn, beiti sér fyrir stofn- un Félags sannra Islendinga, hann getur þá gert orð Péturs Þríhross að sínum „þá skal ég sýna þeim það, að ég skal koma af stað þeim and- legu öflum hér á Sviðinsvík, að þeir skulu ekki þurfa að binda um skeinu“. Höfundur er hcraðsskjalavörður. Hrafnkell A. Jónsson SJOMANNASKOLINN Stýrimannaskóli íslands Sjúkrahús Reykjavíkur ■t-fe Slysavarnaskóli sjómanna 1. Sjúkra- og slysahjálp - lyfjakista - samstarfsverkefni Námskeið fyrir skipstjórnarmenn verður haldið í Stýrimanna- skólanum, um borð í Sœbjörgu og Slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Kennarar eru lœknar, hjúkrunarfrœð- ingar og leiðbeinendur Slysavarnaskólans. Samhliða nám- skeiðinu verða gengnar vaktir á bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Námskeið verða haldin 25.-27. október, 22.-24. nóvember og 20.-22. desember. Þátttakendur mœti í Stýrimannaskólann kl. 9.00. Verð kr. 40.000. 2. GMDSS-fjarskiptanámskeið: 25. okt.-3. nóv. 15. nóv.-24. nóv. 30. nóv.-9. des. Hafið samband við skrifstofu Stýrimannaskólans. 3. GPS fyrir sjómenn eða útivistarfólk Tvö kvöld Verð kr. 6.000. 4. Sjóvinna, splœs og netabœtingar Verð kr. 10.000. 5. 30 rúmlesta námskeið Vomámskeið hefst 10. janúar og lýkur 15. mars. Innritun hafin. Innritun í Stýrimannaskóiann í Reykjavík - skipstjórnamám - vorönn. (Sjávarútvegsbraut fyrir byrjendur - áfanganám). Inntökuskilyrði í Stýrimannaskólann í Reykjavík er lok grunnskólaprófs. Innritun á námskeið og aðrar upplýsingar á skrifstofu Stýrimanna- skólans frá kl. 8.00-14.00 í síma 551 3194, fax 562 2750. Skólameistari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.