Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hetjur - félag aðstandenda langveikra barna stofnað HETJUR - félag aðstandenda Iangveikra barna á Akureyri og nágrenni var stofnað nýlega. Góð mæting var á þennan fyrsta fund félagsins og komu bæði aðstand- endur og fagfólk til fundarins. Á fundinum kom fram að sam- kvæmt upplýsingum frá Trygg- ingastofnun ríkisins eru hlutfalls- lega flest langveik börn á Akur- eyri og nágrenni. Á fundinn mættu Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygginga- stofnunar, og Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir og héldu þeir erindi og svöruðu fyrirspumum. Esther Sigurðardóttir, formaður Umhyggju, sljórnaði fundinum. f fyrstu stjórn félagsins em Inga Lóa Birgisdóttir formaður, Bergþóra St. Stefánsdóttir, vara- formaður, Stefanía Hólm gjald- keri og Harpa Hrafnsdóttir með- stjórnandi en varamaður í stjóm er Guðmundur Hansen. Tilkynnt var um fyrsta fjár- styrk félagsins, en það er Hafn- arsamlag Norðurlands sem mun gefa andvirði þeirra jólakorta sem ella hefðu verið send við- skiptavinum þeirra. Þeir sem ekki ekki sáu sér fært að mæta á stofnfundinn en hafa áhuga á að gerast, félagar geta haft samband við formann eða varaformann. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Morgunblaðið/Kristján Þórarinn Hjartarson, höfundur bókarinnar, Rafn Ambjörnsson í stjórn hestamannafélagsins Hrings, Sveinbjörn Hjörleifsson, formaður félagsins, og Baldur Þórarinsson sem m.a. sá um að afla mynda í bók- ina, en þeir kynntu útgáfu bókarinnar nýverið. Bók um svarfdælska hesta og hestamenn á 20. öld ALDARREIÐ - Svarfdælskir hest- ar og hestamenn á 20. öld er komin út. Hestamannafélagið Hringur stendur að útgáfunni en Bókaútgáf- an Hólar gefur bókina út. Þórarinn Hjartarson sagnfræðingur skrifaði bókina en í henni er eins og nafnið gefur til kynna fjallað um sögu hestamennsku og hestamanna í Svarfaðardal á 20. öld. Rafn Arinbjamarson sem situr í stjórn hestamannafélagsins Hrings sagði það mikið átak fyrir svo lítið félag að ráðast í svo stórt verkefni sem útgáfa bókarinnar er. Um 90 félagsmenn eru í Hring. I upphafi stóð einungis til að halda til haga ýmsum upplýsingum um starfsemi félagins, en hugmyndin vatt upp á sig og útkoman varð um 300 blað- síðna bók um hesta og hestamenn í Svarfaðardal. „Við erum mjög stolt af því hversu svarfdælsk bókin er,“ sagði Rafn en nánast allir sem hönd lögðu á plóg við útgáfu hennar tengjast Svarfaðardal með einhveij- um hætti. Saga hestahalds á miklu breytingaskeiði Þórarinn Hjartarson, höfundur bókarinnar, sagði hana öðrum þræði afrekaskrá hesta og hesta- manna úr Svarfaðardal og væri sú saga býsna heilleg þar sem tekist hefði að grafa upp flest mót sem haldin hafa verið á vegum félagsins og einnig þau þar sem svarfdælskir hestar höfðu komið við sögu. Bókin væri líka og ekki síður saga hesta- halds og hrossamennsku á miklu breytingaskeiði, allt frá vinnuhesta- mennsku til sportreiðmennsku. Hestar voru snar þáttur í sam- göngumálum og mannlífi fyrri ára, en tengjast nú meir frístundum og menningarlífi. Þá eru í bókinni viðtöl, m.a. við Bjöm Gunnlaugsson, Olgu Stein- grímsdóttur, Friðgeir Jóhannsson, Armann Gunnarsson og Ingva á Þverá að ógleymdum kveðskap og fjölda mynda úr sögu svarfdælskrar hestamennsku. Könnun á störfum bæjarstjórnar Akureyrar Spurt á Akureyri og í nágrenni í október 1999 Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf bæjarstjórnarinnar á Akureyri? Þeir svarendur sem tóku afstöðu Hlutfall (%) Mjög ánægð(ur) 3,58 lasaa Frekar ánægð(ur) 20,94 Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) 24,24 | !I Frekar óánægð(ur) 22,59 § Mjög óánægð(ur) 6,34 tmmmi Annað 0,55 Veit ekki/svarar ekki 21,78 Q I Heldur fleiri óánægðir en ánægðir TÆPLEGA 30% bæjarbúa eru frekar eða mjög óánægðir með störf bæjar- stjómar Akureyrar, samkvæmt nið- urstöðu könnunar Ráðgarðs hf. sem gerð var í síðasta mánuði. Um fjórð- ungur aðspurðra er mjög eða frekar ánægður með störf bæjarstjórnar. Spurt var: Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf bæjar- stjómarinnar á Akureyri? Miðað við 95% öryggismörk er tölfræðilegur munur milli óánægðra og ánægðra íbúa ekki marktækur. Þá er fjórðung- ur aðspurðra hvorki ánægður eða óá- nægður með störf bæjarstjómarinn- ar. Könnunin var gerð á Akureyri og nágrenni, úrtakið var 700 manns á aldrinum 18-75 ára og nettósvörun rúm 64%. Niðurstöðumar sem hér koma fram eru hins vegar eingöngu byggðar á svörum íbúa Akureyrar. I bæjarstjóm Akureyrar sitja ellefu bæjarfulltrúar og er meirihlutinn skipaður fimm bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokks og tveimur bæjarfulltrú- um Akureyrarlistans, sem er sameig- inlegt framboð A-flokkanna og Kvennalista. Framsóknarflokkur er með þijá bæjarfulltrúa og Listi fólks- ins einn. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Frá afhendingu verðlaunanna. Frá vinstri: Sigríður Hjaltadéttir, Víglundur Gunnþórsson, Sigrún Valdemarsdóttir, Ólina Hlífarsdóttir, Þorvaldur Pálsson, Sigurður Eiríksson, Helena S. Sigurðardóttir, Ragnar Árnason og Eh'n Líndal. V eiting um- hverfísverðlauna verði árviss Hvammstanga - Sveitarstjórn Húna- þings vestra hefur tekið til hendinni í umhverfismálum í hinu sameinaða sveitarfélagi. Skipuð er staða um- hverfisfulltrúa í hlutastarfi. Á árinu var einnig sett á laggirnar sérstök fegrunarnefnd, sem nú á haustdögum skilaði af sér tillögum um umhverfis- verðlaun í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin bauð af þessu til- efni gestum til kaffiveitinga á Hótel Seli á Hvammstanga. í máli oddvita, Elínar Líndal, kom fram að slík við- urkenning væri nýlunda í Húnaþingi vestra, en augu nefndarinnar hefðu bæði beinst að þéttbýli og dreifbýli. Áform eru um að veitingar umhverf- isverðlauna verði árlegur viðburður í sveitarfélaginu. Fegrunamefndin var skipuð Ólöfu Sigurbjartsdóttur, Ársæli Daníels- syni og Sigríði Hjaltadóttur, sem hafði orð fyrir nefndinni. Sagði Sig- ríður það vanda að velja úr fáa ein- staklinga sem sköruðu fram úr í sam- félaginu, þar sem margir hefðu komið til greina. Nefndin valdi sér þrenn markmið til viðurkenningar; fegursti garður í þéttbýli, snyrtilegasta sveita- býlið og snyrtilegasta umhverfi fyrir- tækis. Nefndin fór um allt sveitarfé- lagið og komst að þessari niðurstöðu. Fyrir fegursta garð í þéttbýli fengu viðurkenningu Helena S. Sigurðar- dóttir og Ragnar Ámason, en þau búa á Hvammstangabraut 3. Snyrti- legasta bóndabýlið var að mati nefnd- arinnar Ytra-Bjarg í Miðfirði, en þar búa Þorvaldur Pálsson og Ólína Hlíf- arsdóttir. Snyrtilegasta fyrirtækið var valið Dæli í Víðidal. Þar búa Sig- rún Valdemarsdóttir og Víglundur Gunnþórsson og reka þau ferðaþjón- ustu af krafti ásamt sauðfjárbúskap. Fengu allir þessfr aðilar viðurkenn- ingarskjal. Sveitarstjóm ákvað einnig að veita sérstök heiðursverðlaun þeim hjónum Ingibjörgu Pálsdóttur og Sigurði H. Eiríkssyni, en þau hafa í áratugi ræktað upp fallegan trjálund við Hvammstangaveg. Lundur þessi fegrar mjög umhverfið og hefur hlot- ið verðskuldaða athygli fjölmargra. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar Það vekur gleði og glæðir vonir að sjá nýtt íþróttahús rísa upp fyrir götuhæð, en ráðgert er að loka húsinu í desemberbyrjun. Iþröttahús upp úr jörðinni Ólafsvík - í sumar og haust hefur víkur á staðnum, Dagbjarts Harðar- verið unnið af miklum krafti við smíði nýs íþróttahúss í Ólafsvík, en því á að skila fullbúnu þann 1. ágúst á næsta ári. Framan af sumri var skortur á starfsfólki við bygginguna og þótti þá mörgum smíðin ganga hægt, en seinlegt er að ganga frá öllum þeim miklu járnabindingum og mælingum sem framkvæma þarf til að traust undirstaða fáist fyrir svo stórt hús. Það vakti því gleði margra sem gefa byggingunni auga, þegar hún nýlega var farin að teygja sig vel yfir götu- hæðina, en þess ber að geta að mun seinlegra er að reisa fyrstu hæðina, þar sem verða búningsklefar og margháttuð aðstaða sem útheimtir marga milliveggi, heldur en það sem ofan á kemur. Taflr í upphafi Að sögn byggingarstjóra Skipa- sonar, urðu tafir á upphaflegum áætlunum, einkum í byrjun, en nú er verkið í fullum gangi. 15 manna harðsnúin sveit iðnaðar- og verka- manna af öllu Snæfellsnesi hefur náð góðum liðsanda, sem lofar góðu fyrir átök framtíðarinnar á íþróttavelli hússins og ekki annað að sjá en verk- lok verði á tilsettum tíma, nema tíð- arfar setji stórfelld strik í reikning- inn. Ráðgert er að loka byggingunni í byrjun desember. Dagbjartur upplýsti að um 1.400 rúmmetrar af steypu þurfi í bygg- inguna, en það er magn sem sam- svarar nokkrum einbýlishúsum. Ný færanleg steypustöð, sem Skipavík festi kaup á í vor, hefur reynst vel og skilað góðri steypu. Til að gefa hug- mynd um stærð hússins er gólfflötur íþróttasalarins 45X28 metrar að stærð, sem nægir sem löglegur keppnisvöllur í handbolta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.