Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 52
-*52 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Umhverfísmat og * virkjanatrúboð { FRÉTT á bls. 4 í Morgunblaðinu sunnu- daginn 10. október sl. var fjallað um ræðu, sem undirritaður flutti á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur þrem dög- um áður, en þá lagði hann fram tillögu til stuðnings lögformlegu umhverfísmati vegna ■^-Fljótsdalsvirkjunar. í þeirri ræðu var víða komið við og því eðli- legt að fjölmiðlar hafí aðeins minnst á nokkur aðalatriði úr ræðunni en ekki þann rökstuðn- ing, sem lá að baki þeim. í fréttinni var greint frá ummæl- um mínum um virkjanatrúboð Hálendið >» Halldór Asgrímsson svarar óskum almenn- ings um lögformlegt umhverfísmat, segir Ólafur F. Magnússon, með orðum virkjana- trúboðans og Finnur og Siv taka undir. þeirra forystumanna Framsóknar- flokksins, sem tengjast öðrum frem- ur umræðunni um lyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun. Nafngiftin „virkj- anatrúboð“ er ekki sett fram sem órökstudd eða vanhugsuð fullyrðing, heldur fengin að láni úr einni af þeim fjölda greina um virkjanamál, sem hafa birst í Morgunblaðinu frá sumrinu 1998, en frá þeim tíma hef ég haldið til haga þeim fróðleik, sem birst hefur í Morgunblaðinu um þetta heitasta málefni íslenskrar þjóðmálaumræðu í dag. Annað er fölsun Líklega hafa fáir orðað betur til- fínningar landsmanna vegna fyrir- hugaðra virkjanaframkvæmda en Birgir Sigurðsson rithöfundur gerði jí grein í Morgunblaðinu 16. ágúst 1998 undir heitinu „Náttúruunnend; ur allra landshluta sameinist!“ I þeirri grein lýsir hann á skýran hátt hversu nauðsynlegt það er að Fljóts- dalsvirkjun fari í lögformlegt um- hverfismat með eftirfarandi orðum: „Landsvirkjunarmenn segja sín- ar eigin umhverfísrannsóknir á virkjunarsvæðinu jafngilda lög- formlegu umhverfísmati. Það er íolsun. I lögum um umhverfísmat er ófrávíkjanleg skylda að skipulags- stofnun auglýsi matsskýrslu fram- kvæmdaaðila. Jafnframt er leitað umsagnar utanaðkomandi aðila, svo sem Náttúruvemdarráðs. Einnig má leita álits einstakra sérfræðinga. „ Með lögum um umhverfísmat er og víryggt að almenningur geti komið athugasemdum á framfæri. Skipu- lagsstjóri getur síðan úrskurðað um framkvæmdina og sett hana í frekara mat ef þurfa þykir. Eftir það má kæra úrskurð skipulags- stjóra til umhverfisráðherra. Um- ræddar eigin rannsóknir Lands- virkjunar eiga ekkert skylt við þetta lögbundna ferli. Þær eru ekki lögbundnar á nokkurn hátt. Fyrir- tækið getur hagað rannsóknum sín- um eins og því sýnist og hefur til þess dyggan stuðning Finns Ing- ((dfssonar. Hann neitar að afturkalla leyfi til Fljótsdalsvirkjunar og greiða þannig fyrir þvf að lögform- legt umhverfismat fari fram. Milli þessa óvinsæla ráðherra og óvin- sæla fyrirtækis verður ekki skilið.“ Hættulegasta trúboðið . En Birgir Sigurðsson kemst ekki jRður vel að orði, þegar hann fjallar um hina blindu trú á virkjanir og stóriðju með eftirfar- andi orðum: „Þeir eru þó fleiri en Finnur Ingólfsson sem staddir eru á flæðiskeri fírringarinnar. Þannig sagði HaUdór Asgríms- son nýverið að þjóðin hefði „í ellefu hundruð ár lifað í betri sátt við umhverfi sitt en flestar aðrar þjóðir". Veit Halldór ekki að þjóðar- gjöfin 1974 var gefin vegna þess að við höf- um einmitt ekki Ufað í sátt við umhverfi okk- ar? Veit hann ekki að við útrýmdum skógum, eyddum gróðri og komum af stað uppblæstri í samvinnu við blind náttúruöfl landsins? Veit hann ekki að eyðimerkurmyndun og land- hnignun á Islandi er meiri en í öllum öðrum löndum Evrópu? Veit hann ekki að fram á síðustu áratugi stunduðum við rányrkju á fiskimið- um okkar? Jú, hann veit þetta allt og gott betur. En þegar hann talar úr prédikunarstóli stóriðjunnar er hann ekki lengur sá skynsami og ígrundaði stjómmálamaður sem hann er að jafnaði. Hann er orðinn trúboði. Virkjunarofforsið er slíkt að hann veit ekki lengur það sem hann veit. Trúboð Landsvirkjunar, Hall- dórs og Finns og fleiri stjórnmála- manna er auðvitað rekið í góðum til- gangi. Það gildir um öll trúboð. Jafnvel þau hættulegustu. Og þetta trúboð er það hættulegasta sem nokkum tíma hefur verið rekið með- al þjóðarinnar, það ógnar í senn mestu náttúruauðlegð hennar og dýpstu ættjarðartilfinningum." Ég er að verulegu leyti sammála þessum orðum Birgis Sigurðssonar, en tel þó að forráðamenn Lands- virkjunar verði ekki sakaðir um þá stöðu sem málefni Fljótsdalsvirkjun- ar em komin í. Hina heilögu þrenn- ingu virkjanatrúboðsins í dag skipa miklu fremur þau Halldór Ásgríms- son, Finnur Ingólfsson og Siv Frið- leifsdóttir. En sú síðastnefnda hefur því miður hagað málum þannig, að umhverfísráðuneytið þjónar fremur hagsmunum stóriðjunnar en upphaf- legum tilgangi sínum. Þáttur Sjálfstæðisflokksins Framsóknarmenn í ríkisstjóm ráða iðnaðar-, umhverfís- og félags- málaráðuneytinu og þar með þeim ráðuneytum, sem tengjast hálendis- og virkjanamálum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur lítið skipt sér af þeim málum, sem tilheyra ráðuneytum Framsóknarflokksins. Afleiðingarn- ar eru þær, að hálendisperlur Aust- urlands eru aðeins skiptimynt í stjórnarsamstarfinu og Sjálfstæðis- flokkurinn tekur ekki áhættu á stjórnarslitum vegna deilna um nýt- ingu þeirra. Þetta er að mínu mati óásættanlegt, því um er að ræða þjóðarhagsmuni í nútíð og framtíð, sem á að setja ofar hagsmunum flokka eða einstaklinga. Svo illa vill til að tilkoma Fljóts- dalsvirkjunar og álvers á Austur- landi er sérstakt metnaðarmál for- manns Framsóknarflokksins og annars oddvita ríkisstjórnarinnar, sem er jafnframt fyrsti Jþingmaður Austurlands. Halldór Asgrímsson hefur hingað til ekki ljáð máls á því, að fram fari lögformlegt umhverfís- mat vegna virkjunarinnar. Hann svarar óskum almennings um slíkt mat með orðum virkjanatrúboðans og Finnur og Siv taka undir. í þessu máli birtast í hnotskurn stærstu gallar úreltrar kjördæma- skipunar og rangláts kosningafyrir- komulags á íslandi. Það er sorglegt, ef forystumenn Sjálfstæðisflokksins leyfa þessu fyrirkomulagi að bitna með fullum þunga á þjóðinni í há- lendis- og virkjanamálum. Vonandi sjá þeir að sér og virða þjóðarvilja og almannahagsmuni. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi í Reykjavík. Ólafur F. Magnússon Morgunblaðið/Valdimar Kristínsson Gullkálfurinn Orri frá Þúfu á sínum ungdómsárum í Gunnarsholti, fimm vetra og efstur í dómum. Þá þegar þótti ljóst að hér væri á ferðinni einstakur hestur en tæplega hefur nokkurn órað fyrir þeirri miklu vel- gengni sem hann og eigendur hans hafa orðið aðnjótandi. Knapi er Rúna Einarsdóttir. Metsala í einum hlut í Orra frá Þúfu Ævintýri sem virðist engan endi ætla að taka Undrahesturinn Orri frá Þúfu heldur áfram að styrkja stöðu sína jafnt og þétt og gildir þar einu hvort um er að ræða ræktunarlegt kynbótamat eða fjárhagslegt verðmæti hestsins. Um helgina var seldur einn hlutur í honum á eina milljón króna. Eftir því sem Valdimar Kristinsson komst næst er þar um að ræða 100% hækkun frá því síðast var seldur hlutur í hestinum, en alls er eignarhaldinu skipt í sextíu hluti. KAUPANDi hlutarins í Orra er þýskur en nafn hans er ekki gefið upp að svo komnu máli. Þetta mun eftir því sem best er vitað fyrsti út- lendingurinn sem eignast hlut í Orra. Út frá þessari sölu er með réttu hægt að segja að verðmæti Orra sé ekki minna en 60 milljónir króna en það eru fleiri hliðar á verðmæta- mati hestsins og fróðlegt að velta þeim upp. Verðmæti Orra, sala á folatollum og afkvæmum undan honum hafa svo sannarlega lotið lögmálum markaðarins og er hann áhugavert dæmi fyrir áhugamenn um verðbréfamarkaðinn. Verðmæti fyrirtækja hverju sinni er það sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir það og í dag er verðið síbreytilegt á hlutabréfa- markaði. Ekki þarf alltaf að vera skynsemi í þeirri verðmyndum sem á sér stað. Upp koma ný „spútnik“- fyrirtæki sem rjúka upp í verði en geta síðan verið rokkandi upp og niður næstu árin á eftir. Ekki er nein goðgá að líta í þessu sambandi á Orra sem fyrirtæki sem er þó ekki á hlutabréfamarkaði. Vel hef- ur verið staðið að markaðssetningu Orra og þegar það fer saman með frábærum erfðaeiginleikum verður útkoman góð. 100 til 200 milljóna raunvirði En hvernig er hægt að meta raunvirði hests eins og Orra? Einfaldasta aðferðin er eins og að framan er getið að reikna út frá söluverðmæti hlutar en það er margt sem spilar inn í verðmæta- myndun hans. í dag er mikil ásókn í að koma hryssum undir Orra og hafa folatollarnir verið seldir á allt að 300 þúsund krónur og fullyrðir einn eigenda Orra að vafalaust hefði hann getað sett 400 þúsund krónur á tollinn. Arlega er 70 hi-yssum haldið undir Orra og ef gengið er út frá þessu verði gæti hann verið að skila 21 milljón króna á ári. Hér er að vísu reiknað með hámarksverði á hvern folatoll. Ef öll pláss undir hestinn væru sett á frjálsan markað myndi verðið vafa- laust lækka eitthvað. í dag er Orri 14 vetra gamall og má ætla að mið- að við endingu á stóðhestum al- mennt megi ætla honum 10 ár í góðri notkun, allt þar umfram sé bónus. Samkvæmt þessum há- markstölum ætti Orri eftir að skila 210 milljónum króna á þessum tíu árum og það sé því verðmæti hests- ins í dag út frá þessum forsendum. Þetta eru hámarkstölur sem eru sjálfsagt ekki raunhæfar. Ef hins- vegar er reiknað með að raunvirði folatolls hjá Orra sé 150 þúsund krónur sem má ætla að sé sannan- legt lágmarksverð væri klárinn að skila 10,5 milljónum króna á ári og verðmætið á þessum tíu árum væri í kringum 100 milljónir króna. Dýrmætt eista I öllu verðmæta- og arðsemis- mati þarf að gera ráð fyrir ein- hverri áhættu og vissulega er hún talsverð í þessu reikningsdæmi. Hesturinn gæti drepist af einhverj- um ófyrirséðum ástæðum og ekki má gleyma því að Orri hefur aðeins eitt eista og má lítið út af bregða til að hann verði einungis nothæfur til útreiða. A móti vegur svo að farið er að taka sæði úr Orra og það eitt á eftir að auka verðmæti hans veru- lega. Með sæðistöku, bæði til fryst- ingar og eins til sæðingar með fersku sæði, má auka verulega af- kastagetu hans en enginn veit hins- vegar hversu mikið má auka fram- boðið til að metta markaðinn og í framhaldinu að stuðla að verðlækk- un folatollanna. Fyrst þegar Orra- félaginu bauðst að láta taka sæði úr klárnum var því einmitt hafnað og var ástæðan sú að menn óttuðust verðlækkun ef of margar hryssur fengju við honum. Meðal eigenda Orra hefur mikið verið rætt um að hætta að halda hryssum undir hann en þess í stað að sæða allar hryss- urnar. Þykir slíkt áhættuminna þar sem hesturinn er með aðeins eitt eista og eitt högg á punginn gæti stöðvað þessa afkastamiklu gull- sláttumaskínu. Ósnertanlegt veldi En málefni Orra snúast ekki ein- vörðungu um peninga, markaðs- setningu og arð. Kynbótagildi hestsins er að sjálfsögðu grunnur- inn að þessari velgengni. Vera kann að einhverjum þyki peningahliðin komin langt út fyrir allt velsæmi eða „tómt rugl“ eins og einn við- mælandi sagði að lítt athuguðu máli við blaðamann. Hvað sem ræktun- arpólitískum sjónarmiðum viðkem- ur getur engum dulist að Orri er yf- irburðahestur í íslenskri hrossa- rækt. Hann trónir á toppi kynbóta- matsins með gott forskot á næsta hest og á síðasta ári var hann hæst- ur í matinu fyrir tölt, stökk, vilja og fegurð í reið. Næsthæstur fyrir hófa og prúðleika en þar eru synir hans tveir fyrir ofan hann. Orri er óumdeilanlega kóngurinn í röðum stóðhesta og ekkert virðist á þess- ari stundu geta ógnað veldi hans og ef eitthvað er virðist hann eða öllu heldur eigendur hans eiga talsvert inni ennþá svo ævintýrið mun enn halda áfram um sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.