Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 ---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þung' og ósann- gjörn skattbyrði FULL ástæða er til á ári aldraðra að taka undir óánægju og rétt- indakröfu eldra fólks vegna óhóflegrar og ósanngjarnrar skatt- heimtu sem látin er „ dynja á þeim vamar- T'lausum og nær hrein- lega ekki neinni átt. Margsköttuð sömu launin, það er að segja lífeyrisgreiðslur sem fyrir löngu var búið að greiða tekjuskatt af, þungbær og fáránleg- ur ekknaskattur og einkennilega útreikn- aður eignaskattur af litlum eignum, kannski skuldlitlum en sem gefa ekkert af sér. Ofaná bætist oft afar lágur lífeyr- ir úr lífeyrissjóðum og smánarlegur ellilífeyrir sem gerir öldruðu fólki oft á tíðum mjög erfitt með að fram- fleyta sér með eðlilegum hætti án 'þess að þurfa hreinlega að selja of- an af sér. Og hvert eiga þau þá að hverfa? Hvað tekur við? Aldraðir njóti réttlætis Það er engin lausn fólgin í því að hvetja aldrað fólk til þess að selja ofan af sér því aðeins tekur við enn dýrari kostur og óraunhæfari fyrir flesta. Aðstæður, saga og greiðslugeta eldra fólks er misjöfn af eðlilegum ástæðum en til þess er ekki tekið *----------------------------------- nokkurt tillit. Þokka- legar aðfarir að því góða fólki sem byggði landið upp og ól núver- andi kynslóð ráða- manna upp. Mætti réttlæti, frið- ur og þakklæti ríkja í hjörtum okkar í garð þess fólks sem náð hefur að komast á efri ár. Sýnum því sjálf- sagða sanngimi, mannúð, umhyggju, virðingu og kærleika sem það á að sjálfsögu skilið enda fullgildir þegnar í þjóðfélaginu þótt það vilji reyndar stundum verða homreka og gleym- ast. Nýtt líf á efri árum Þrátt fyrir að ég hafi dregið upp nokkuð dökkar staðreyndir hér að ofan reyna sem betur fer margir aldraðir að láta ytri aðstæður ekki hafa áhrif á sig um of og reyna að líta björtum og jákvæðum augum á lífið og framtíðina. Já, framtíðina. Jafnvel eignast lífið á gamals aldri. Sjálft lífið, hið raunverulega líf sem aldrei tekur enda. Um tólf ára skeið var ég þeirra forréttinda og náðar aðnjótandi að fá að starfa sem frarn kvæmdastj óri Gídeonfélagsins á íslandi. í gegn- um það starf átti ég samtöl við fjölda fólks sem fann þörf hjá sér til Aldraðir Mætti réttlæti, friður og þakklæti ríkja í hjörtum okkar, segir Sigurbjörn Þorkelsson, í garð þess fólks, sem náð hefur að komast á efri ár. þess að segja mér frá því hvað Biblían, Guðs orð, hefði verið því og hef ég ekki orðið samur maður eftir mörg slík samtöl. Eitt sinn kom eldri kona að máli við mig sem sagði mér athyglis- verða sögu sem mér finnst við hæfi að rifja upp á ári aldraðra. Hún sagðist nú búa á dvalarheimili aldr- aðra þótt ég ætlaði nú varla að trúa því, því mér fannst konan svo ung- Íeg og létt á sér. Hún sagði: „Eg verð að fá að segja þér hvað ég er ánægð með að hafa eignast Nýja testamentið með stóra letrinu. Við erum fimm vinkonurnar bú- settar á sama dvalarheimilinu sem komum saman vikulega til að lesa í Nýja testamentinu og biðja saman fyrir hver annarri, fjölskyldum okk- ar og þjóðinni okkar. Við eigum það meðal annars sam- eiginlegt að sjón okkar hefur heldur daprast með aldrinum eins og Sigurbjörn Þorkelsson kannski eðlilegt er. Því eigum við ekki eins auðvelt og áður með að lesa bækur eða blöð með smáu letri. I Nýja testamentinu með stóra letrinu eigum við hins vegar auð- veldara með að lesa og gerum það líka og njótum þess sannarlega. Við getum varla beðið eftir þeim dýrmætu stundum er við komum saman til að lesa saman í Nýja testamentinu, ræða textann og fela okkur Guði. Það kemur alltaf eitthvað nýtt upp. Eitthvað fróðlegt og spenn- andi okkur til uppöi-vunar og bless- unar, jafnvel þótt við höfum lesið suma textana upp aftur og aftur. Þú mátt vita að þetta eru algjörlega ómissandi stundir í tilveru okkar. Þær íylla líf okkar tilgangi, bjartsýni og von. Það er meira að segja orðið þann- ig að við lesum varla nokkuð annað en Nýja testamentið því þar er svo mikinn og ferskan fjársjóð að finna. Orð sem gefa okkur sálarró og frið. Við kvíðum ekki framtíðinni, heldur er hver dagur spennandi ævintýri með Guði. Við eigum allar lífið í frelsaranum Jesú Kristi sem hefur heitið að vera með okkur allt til enda veraldar. Bara að ég hefði byrjað fyrr á ævinni að lesa í Nýja testamentinu. Því miður átti það ekki fyrir mér að liggja fyrr en á ævikvöldinu og því má segja að líf mitt sé nú rétt að hefjast eftir að ég kynntist sjálfum lífgjafanum, frelsaranum Jesú Kristi, af eigin raun, á nýjan og á meðvitaðan hátt. Ja, hver hefði trúað að þetta ætti eftir að gerast? Að ég ætti eftir að eignast svo góð- ar vinkonur svona seint á ævinni, konur sem ég hafði ekkert þekkt áður og að ég ætti eftir að kynnast Guðs orði og frelsaranum Jesú á þennan dásamlega hátt. A milli þess sem við komum sam- an til okkar sameiginlega lesturs, Að sitja við sama borð SKATTSTJOR- INN í Reykjavík, Gestur Steinþórsson, sagði í viðtali í Ríkis- útvarpinu hinn 21. september sl. í sam- bandi við skattlag- ningu slysadagpen- inga frá tryggingafélögunum að nauðsynlegt hefði verið að fara út í að- "gerðir til að tryggja að allir sætu við sama borð hvað skattalega meðferð þessara greiðslna varðaði. Undirritaður hefur um nokkuð langt skeið Örn Gunniaugsson átt í baráttu við skattyfirvöld vegna þess hve mjög mismunandi með- höndlun dagpeningaþegar þurfa að þola af skattyfirvöldum háð búsetu og starfsstétt. Hér er að vísu um annars konar dagpeninga að ræða en þá sem Gestur svaraði fyrir í við- talinu, nefnilega dagpeninga sem starfsmenn fyrirtækja fá greidda vegna ferðalaga í þágu vinnuveitenda sinna. Það breytir því hins vegar ekki að í baráttu undimtaðs hefur ekki gætt þess skilnings skattyfirvalda að allir eigi að sitja við sama borð hvað skattalega meðferð hinna ýmsu greiðslna varðar. I stjórnarskrá lýðveld- isins er kveðið á um að þegnar þess skuli njóta jafnræðis. Und- irritaður getur ekki annað en fagnað þess- ari stefnubreytingu skattstjórans í Reykjavík en embættinu hefur ekki verið svo mikilvægt fram að þessu að skattþegnarnir sitji við sama borð hvað skattalega meðferð hinna ýmsu greiðslna varðar. Batn- andi mönnum er best að lifa og fregnir af því að skattstjóri stærsta jPjl ~\ Eru rimlugardínurnar óhreinar1 h VEb hretnsum: ' RimJa, strímia, plísenjð og sólargluggatjöJd. Setjum afrafmagnandi bónhúð. 3vV Saakjum og sendum ef óskað ar. % «« Míja gSit, U tstíknlhrdnsunin 9 SMMmar 35 • Sfanit 533 9634 • GSM: 897 3634 Skattlagning Ég vænti þess að fá svar við spurningum mínum, segir Orn Gunnlaugs- son í opnu bréfí til skatt- stjórans í Reykjavík. umdæmis landsins hyggist nú virða jafnræðisákvæði stjómarskrárinn- ar hljóta að gleðja hinn almenna skattþegn. Nú beini ég þeirri spumingu til Gests, skattstjóra í Reykjavík, hvort hann hyggist beita sér á sama hátt í öðmm mál- um s.s. málefnum þeirra sem hing- að til hafa fengið viðurkenndan frá- drátt á móti dagpeningum þrátt fyrir gagnstætt álit og túlkun skattyfirvalda varðandi skattalega meðferð slíkra greiðslna. Starfs- mönnum íslenskra sjávarafurða hf. sem störfuðu að verkefni þeirra í Rússlandi á árinu 1996 var hafnað um frádrátt á móti fengnum dag- peningum. Meginrök skattyfir- valda vom að venjulegur vinnu- staður hefði verið í Rússlandi og því ekki hægt að fallast á frádrátt á móti fengnum dagpeningum. Gegn- ;i Negro Skólavörðustíg 21 a 101 Reykjavík Sími/fax 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is umgangandi í kröfugerðum ríkis- skattstjóra fyrir hönd gjaldkrefj- enda til yfirskattanefndar voru meginrökm fyrir því að hafna frá- drætti á móti fengnum dagpening- um þau að frádráttur á móti fengn- um dagpeningum ætti ekki við nema í tilfallandi ferðum á vegum vinnuveitanda utan venjulegs vinnustaðar. Yfirskattanefnd stað- festi í flestum tilvikum úrskurð skattstjóra en þó ekki öllum. I bréfi embættis ríkisskattstjóra hinn 27. apríl 1999 til undirritaðs kemur sama sjónarmið skattyfirvalda fram. Undanfari þessa bréfs var fyrirspurn undirritaðs til ríkis- skattstjóra um skattalega meðferð dagpeninga sem sjómaður fengi greidda meðan hann sinnti störfum fyrir vinnuveitanda sinn um borð í flutningaskipi fjarri heimili sínu. I bréfi embættis ríkisskattstjóra segir orðrétt: „Ekki verður litið svo á að störf sjómanns um borð í skipi séu ferð á vegum vinnuveitanda í skilningi 1. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 og því ekki heimilt að færa ferðakostnað til frá- dráttar dagpeningum sem kunna að vera greiddir. Alit ríkisskatt- stjóra er því að ekki séu forsendur til frádráttar frá dagpeninga- greiðslum vegna sjómanna sem eru sérstaklega ráðnir til að vera á sjó, enda ekki um að ræða tilfallandi ferðir utan venjulegs vinnustaðar." Rauði þráðurinn í málflutningi skattyfirvalda hefur ávallt verið að frádráttur á móti fengnum dagpen- ingum eigi ekki við nema í tilfall- andi ferðum utan venjulegs vinnu- staðar. Þrátt fyrir ofangreindan rökstuðning skattyfirvalda fyrir skattalegri meðhöndlun dagpen- ingagreiðslna hafa skattyfirvöld samþykkt frádrátt á móti dagpen- ingum sem starfsmenn sérstaklega ráðnir til starfa um borð í för Flug- leiða hf. hafa fengið greidda í ára- raðir. Þessir aðilar eru sérstaklega ráðnir til að sinna störfum sínum um borð í flugförunum og þeirra venjulegi vinnustaður því um borð í flugförunum. Ferðir þeirra eru bænahalds og spjalls, lesum við ákveðna kafla einar og sér svo við séum betur búnar undir umræð- umar þegar að fundum okkar kem- ur. Við merkjum við atriði sem við viljum ræða og deila með hver ann- arri og styrkjumst þannig í lífinu og í samfélaginu við Guð. Þetta er alveg meiriháttar, eins og unga fólkið mundi segja. Þetta gefur lífi okkar tilgang." Svo mörg voru orð þessarar lífs- glöðu konu sem hafði greinilega eignast eitthvað sem var henni mik- ils virði. Eitthvað sem skiptir sköp- um í lífi sem dauða. Hvatning og kveðja Mættu eldri borgarar sem og all- ir aðrir í okkar þjóðfélagi temja sér að lesa í Guðs orði svo þeir fái þegið styrk til að takast á við lífið og geti þannig einnig þegið lífið sem er Jesús Kristur, sonur Guðs, lífið sem mun vara um alla eilífð. A ári aldraðra leyfi ég mér að vekja athygli á Biblíunni, hinu lífs- vekjandi og kröftuga orði Guðs og kristninni í landinu vegna 1000 ára afmæli hennar og kristninni í heim- inum öllum í tengslum við 2000 ára fæðingarhátíð frelsarans. Kristn- inni sem hinir eldri hafa borið til okkar sem yngri erum og eiga þeir sannarlega þakkir, heiðm’ og bless- un skilið fyrir það. Tileinkum okkur Guðs orð og lífið sem hún boðar. Líf í faðmi frels- arans. Svo við getum gengið áhyggjulaus inn til lífsins eilífa hjá og með Guði föður skapara okkar. „Fagnaðarerindi vort kom eigi til yðar í orðum einum heldur einnig í krafti og í heilögum anda og með fullkominni sannfæringu." (I. Þessaloníkubréf 1:5) Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. heldur ekki tilfallandi. Ég spyr Gest, skattstjóra í Reykjavík, því að því hvort að hans mati skipti sköpum hvað varðar skattalega meðhöndlun dagpeningagreiðslna hvort starfsmaðurinn sem fær dag- peningana greidda sinni starfi sínu um borð í fari sem klýfur loftið eða fari sem flýtur á sjó eða vatni? Rík- isskattstjóri, Indriði H. Þorláks- son, hefur kosið að svara fyrir- spurnum undirritaðs með þvílíkum skætingi að ekki þarf mikið hug- myndaflug til að skilja að merking- in bak við svörin er einfaldlega: „Haltu kjafti - þér kemur þetta ekki við.“ Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, hefur kosið að svara engu um þetta og svör frá undir- tyllum hans eru ekki efnisleg. Efnahags- og viðskiptanefnd al- þingis hefur einnig kosið að þegja þunnu hljóði. Ávallt hefur þó komið íram að forréttindi flugliða hjá Flugleiðum hf. þykja í hæsta máta óeðlileg. Reyndar er ekki um að ræða nein forréttindi heldur er hér um að ræða skattsvik sem stunduð eru með vernd þein-a sem þó eiga að gæta hagsmuna ríkissjóðs. Fjár- málaráðherra og starfsmönnum fjármálaráðuneytisins svo og emb- ætti ríkisskattstjóra hefur margoft verið bent á að skattaleg meðhöndl- un dagpeningagreiðslna til flugliða hjá Flugleiðum hf. sé ekki í sam- ræmi við túlkun skattyfirvalda varðandi frádrátt á móti dagpen- ingum. Þriðja spurning mín til Gests er hvort ekki sé það alvarleg- ur glæpur þegar þeir embættis- menn sem sinna eiga álagningu op- inberra gjalda ákveða að „sleppa“ sumum starfsstéttum með skatt- svik þegar bent hefur verið á að þau eiga sér stað? Þar sem Gesti Stein- þórssyni, skattstjóra í Reykjavík, virðist skyndilega svo annt um að allir sitji við sama borð vænti ég þess að hann sýni skattborgurun- um þá virðingu að svara efnislega og á opinberum vettvangi þeim spurningum sem beint hefur verið til hans í þessari gi-ein. Undirritað- ur er fjarri því einn á báti um að þyrsta í svör skattyfirvalda hvað þetta varðar. Höfundur er verktaki og fv. inn■ kaupastjóri á Kamtsjatka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.