Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Myllan-Brauð hf, færir út kvíarnar með kaupum á 30% í Carberry’s bakaríinu
Islenskt brauðmetí í Boston
MYLLAN-Brauð hf. hefur keypt
30% hlut í bakaríinu Carberry’s í
Bandaríkjunum. Aðrir hluthafar í
Carberry’s eru Agúst Felix Gunn-
arsson, William Febbo og Matthew
Carberry auk þess sem lykilstarfs-
fólki Carberry’s verður gefinn kost-
ur á að eignast hlut í félaginu.
Carberry’s var stofnað fyrir sex
árum í Boston en Agúst kynntist
Matthew nokkru fyrr er þeir störf-
uðu báðir hjá bakaríi í Washington
DC. Fyrsta bakaríið opnaði í
Cambrigde en síðan hafa tvö bæst
við. Annað er starfrækt í Harvard
en hitt í Arlington. Ekki er einungis
um bakarí að ræða heldur reka þeir
kaffihús þar sem hægt er að fá kaffi
og meðlæti úr bakaríinu auk þess
sem seldar eru léttar veitingar eins
og súpur, salöt og fleira.
Carberry’s-fyrirtækið hefur ávallt
verið rekin með hagnaði og hefur
hlotið margvísleg verðlaun fyrir
framleiðslu sína. Svo sem „bestu
muffin í Boston“, „bestu samlokum-
ar“ og svona mætti lengi telja. Síðan
hafa þeir fengið viðurkenningu fyrir
að vera meðal fjögurra bestu nýju
fyrirtækjanna í Cambridge, besta
bakaríið í Cambridge og besta bak-
aríið í Boston.
Undirbúningur
staðið yfir í 3 ár
Að sögn Kolbeins Kristinssonar,
framkvæmdastjóra Myllunnar-
Brauðs hf., eru um þrjú ár síðan
Myllan byrjaði að leita fyrir sér er-
lendis þar sem takmarkaðir stækk-
unarmöguleikar eru innanlands í
þessu fagi. „Það eru um þrjú ár síð-
an við höfðum fyrst samband við
Ágúst og meðeigendur hans um
mögulegt samstarf. Eins höfum við
kannað aðra möguleika bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu en
ástæðan fyrir því að við ákváðum að
kaupa hlut í Carberry“s er sú að um
ungt fyrirtæki er að ræða sem er í
örum vexti. Eins sáum við ekki
fram á að geta komið inn á Banda-
ríkjamarkað sem ódýrir aðilar þar
sem ekki er mögulegt fyrir okkur
að keppa við risastóra brauðfram-
leiðendur sem ráða lofum og lögum
á þeim markaði. Framleiðsla Car-
berry“s er í hæsta gæðaflokki eins
og þær viðurkenningar og verðlaun
sem fyrirtækinu hefur hlotnast
sýna,“ segir Kolbeinn.
Áhersla lögð á
heildsölu og kaffíhús
Að sögn Matthews Carberry,
framkvæmdastjóra Carberry’s, er
ætlunin að leggja megin áherslu á að
auka heildsöluna á framleiðsluvörum
Carberry’s auk þess að opna fleiri
kaffihús á vegum fyrirtækisins og
eru þeir byrjaðir að þreifa fyrir sér
með opnun fjórða kaffihússins. Hann
segir að í íramtíðinni muni fyrirtæk-
ið einbeita sér að heildsölu og rekstri
kaffihúsa eða veitingahúsa. Auk þess
sem þeir hafi opnað „catering“-þjón-
ustu sem felst í matarþjónustu til
fyrirtækja á vinnutíma.
Ekki annað eftirspurn
Að Ágústar sögn er mjög gott að
fá Mylluna-Brauð inn sem meðeig-
endur þar sem þá hafi vantað bak-
hjarl sem hafi tækni- og markaðs-
þekkingu sem þá hafi vantað hjá
Carberry’s. „Það er meira en nóg að
gera hjá okkur úti og við gætum
selt miklu meira heldur en við höf-
um getað framleitt. Við vonumst til
þess að með tiikomu Myllunnar inn
í reksturinn muni þetta breytast og
við náum að anna eftirspum."
Kolbeinn segir að fyrst um sinn
muni jafnvel eitthvað af framleiðslu
Carberry’s fara fram á Islandi í bak-
aríi Myllunnar. Ef það kemur í Ijós
að það borgi sig ekki að framleiða
vöruna héma verður hún framleidd
erlendis. Aftur á móti borgi það sig
meðan Carbeny’s annar ekki eftir-
spum. „Við höfum mikla reynslu í
fjöldaframleiðslu og þeir þekkja
markaðinn vel og hafa reynslu á
bandarískum kaffihúsa- og bakaría-
markaði. Þannig að ég tel að reynsla
beggja aðila eigi eftir að nýtast vel
saman og að samningurinn eigi eftir
að verða tii góðs fyrir báða aðila.
Carberrýs nær að stækka og við
einnig,“ segir Kolbeinn.
Gott að skipta við íslendinga
Matthew verður framkvæmda-
stjóri Carberrýs, William verður
framleiðslustjóri og Ágúst yfirbak-
ari. Matthew segist ekki kvíða því
að fá nýjan íslenskan aðila inn í
samstarfið. „Þar skiptir mestu að
Ágúst er Islendingur og nýju með-
eigendumir einnig. Að fenginni
reynslu af samstarfinu við Agúst
vitum við að það er gott að eiga við-
skipti við Islendinga og það sem við
höfum séð til Myllunnar er margt
sem við getum lært af þeim hvað
varðar tækniþekkingu. Því er ekk-
ert annað en gott um það að segja
að hefja samstarf við Mylluna sem
er reiðubúin að taka þátt í því með
okkur að verða enn betri,“ segir
Matthew Carberry.
Morgunblaðið/Jim Smart
William Febbo, framleiðslusljóri Carberry’s, Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs,
Matthew Carberry, framkvæmdastjóri Carberry’s, Ágúst Felix Gunnarsson, yfirbakari Carberry’s, og Jón
Albert Kristinsson, gæðastjóri Myllunnar-Brauðs, eftir að skrifað var undir samning um kaup Myllunnar á
30% hlut í Carberry’s.
Góð afkoma NIB
fyrstu átta
mánuði ársins
Hagnaður-
inn rúmlega
fimm millj-
arðar króna
HAGNAÐUR Norræna fjár-
festingarbankans, NIB, fyrstu
átta mánuði þessa árs nam 69
milljónum
evra, eða rúm-
lega 5,1 millj-
arði króna, en
á sama tíma-
bili í fyrra nam hagnaðurinn 78
milljónum evra, eða tæpum 5,8
milljörðum króna.
I fréttatilkynningu frá bank-
anum kemur fram að minni
hagnað en á sama tíma í fyrra
megi skýra með því að tvær
milljónir evra voru lagðar í af-
skriftarsjóð útlána sem og því
að niðurstaðan á fjármálahlið
var neikvæð um fjórar milljónir
evra vegna óhagstæðrar vaxta-
þróunai- í sumar.
Aukning útlána
Hreinar vaxtatekjur NIB
námu 92 milljónum evra fyrstu
átta mánuði þessa árs, eða
rúmum 6,8 milljörðum króna,
en fyrir sama tímabil í fyrra
námu hreinar vaxtatekjur 91
milljón evra. Efnahagsreikn-
ingur bankans var 12,3 millj-
arðar evra, eða 914 milljarðar
króna, í lok tímabilsins, sam-
anborið við 11,2 milljarða við
síðustu áramót. Heildarútlán
bankans námu 8,4 milljörðum
evra, eða 624 milljörðum
króna, en voru 7,6 milljarðar
um áramót, eða 565 milljarðar
króna.
I fréttatilkynningu Norræna
fjárfestingarbankans kemur
fram að útlána- og eignasafn
bankans sé í jafn háum gæða-
flokki og fyrr og engin útlána-
töp hafi orðið á þessu tímabili.
Góð afkoma á fyrstu átta mán-
uðum þessa árs gefi til kynna
að vænta megi góðrar fram-
vindu í rekstri bankans fyrir
árið 1999.
NiB
SMS-skilaboð um GSM -síma bætast við þjónustu heimabankanna
SMS á döfinni hjá flestum
VIÐSKIPTABANKARNIR bjóða
nú flestir einhvers konar þjón-
ustu á Netinu og í gegnum síma.
Tveir heimabankar bjóða nú þá
þjónustu að senda viðskiptavin-
um SMS-skiIaboð við ýmis tæki-
færi, Netbanki Islandsbanka og
Heimilisbanki Búnaðarbankans.
Heimilisbanki Búnaðarbank-
ans býður viðskiptavinum sínum
að þeim verði gert viðvart um
stöðu reiknings með SMS-skila-
boðum, auk þess að tilkynna um
innborgun launa, aðvara ef út-
tekt er umfram hcimild, tilkynna
ef innstæða fer undir ákveðna
upphæð og ef innborganir eru yf-
ir ákveðinni upphæð.
Netbanki Islandsbanka sendir
viðskiptavinum sinum SMS-skila-
boð til að tilkynna um stöðu
reiknings. Andrea Rafnar, mark-
aðsstjóri íslandsbanka, segir
Netbanka íslandsbanka hafa boð-
ið slíka SMS-skilaboðaþjónustu
síðan í mars á þessu ári. Hún
segir í bígerð að auka við SMS-
þjónustuna hjá Netbanka íslands-
banka.
SMS væntanlegt hjá
Netbankanum og S24
Geir Þórðarson, forstöðumað-
ur Netbankans, segir að fljótlega
muni viðskiptavinum
Netbankans bjóðast
að fá send SMS-skila-
boð við ýmis tækifæri.
„Við munum bjóða
þessa þjónustu fljót-
lega og einnig kynna
ýmsar nýjungar í því
sambandi," segir Geir.
Sæmundur Bene-
diktsson, forstöðumað-
ur S24, nýrrar rekstr-
areiningar Sparisjóðs
Hafnarfjarðar í Kr-
inglunni, segir það á
döfínni að bjóða við-
skiptavinum að fá send
SMS-skiIaboð. „Þetta
er allt, í skoðun hjá
tæknimönnum, ásamt
fleiri nýjungum sem
við munum kynna á
næstunni," segir Sæ-
mundur.
í skoðun hjá Landsbanka
og sparisjóðunum
Kristján Guðmundsson, mark-
aðsstjóri Landsbankans, segir
mikla áherslu lagða á Simabank-
ann hjá Landsbanka Islands.
„Það er fjöldamargt í tengslum
við Einkabanka og Símabanka
Landsbankans í skoðun og SMS-
skilaboð er einn liður í því,“ segir
Krisfján.
Sara Lind Þorsteinsdóttir,
markaðsstjóri Sambands ís-
lenskra sparisjóða, segir vel
fylgst með tækninýjungum hjá
sparisjóðunum. „SMS-skiIaboð
eru meðal þess sem er í ítarlegri
skoðun hjá sparisjóðunum," segir
Sara Lind.
Gengi bréfa FBA
komið í 2,72
VIÐSKIPTI með hlutabréf í Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins voru
fyrir samtals 38,6 milljónir króna í
gær og var lokagengi bréfanna
2,72, sem er 2,9% lækkun frá því
síðastliðinn föstu-
dag. Lágmarks-
gengi í útboði á 51%
hlut ríkisins í FBA
er 2,80, en hæst
komst gengi bréfa
FBA í rúmlega 3
fyrir skömmu.
Frestur tif að skila þátttökutilkynn-
ingum í útboðinu á hlut ríkisins
rennur út næstkomandi fimmtudag
kl. 14. Tifkynning um hæfi til þátt-
töku í útboðinu og afhending tif-
boðseyðublaða á að fara fram fyrir
1. nóvember næstkomandi og opn-
un tilboða fer svo fram 5. nóvember.
Samkvæmt sölugögnum ber
áhugasömum hópum að skila til-
kynningu til Ríkiskaupa með upp-
lýsingum um innbyrðis samsetn-
ingu og hlutfallslega skiptingu
eignarhluta innan hópsins. Tilboð
þeirra aðila sem standa saman að
hópi eiga samanlagt að ná til alls
51% hlutar ríkisins í FBA á til-
greindu gengi, en ekki verður tekið
við lægri tilboðum en sem miðast
við gengið 2,8.
Jafet Ólafsson, forstjóri Verð-
bréfastofunnar hf., sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að enn væri
verið að kanna hvort áhugi sé með-
al blandaðra fjárfesta á því að gera
tilboð í bréf ríkisins
í FBA, en hann
sagði verðið standa
aðeins í mönnum.
„Það er áhugi en
hvort það kemur til-
boð þori ég ekkert
að segja um,“ sagði
hann.
Eyjólfur Sveinsson, stjórnarfor-
maður Orca SA sem á um 28% hlut
í FBA, sagði að eigendur Orca
fylgdust mjög grannt með þróun
mála og aðgerðir þeirra myndu
miða að því einu að verja fjárfest-
inguna og hámarka hag bankans.
„Það hafa engar ákvarðanir verið
teknar um það hvað við nákvæm-
lega gerum,“ sagði hann.
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings hf., hefur lýst því yfir
að Kaupþing teldi FBA áhugaverð-
an fjárfestingarkost og því útilok-
aði hann ekki að Kaupþing tæki
þátt í útboðinu. í samtali við Morg-
unblaðið í gær sagðist hann hins
vegar ekkert vilja láta hafa eftir
sér um málið.