Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Starfsfólk óskast ✓ Egþori ekki að stinga uþp á því hér í julustu alvöru að íslensk fyrirtæki leysi dagvistarvandann á Islandi með því að bjóða starfsfólki ókeypis barnagæslu. En hvað með ókeypis helgarferð til Parísar svona við og við? Mittíallrivelsæld- inni glíma banda- rískir atvinnu- rekendurvið nýjan vanda, þann að halda starfsfólkinu. A tím- um þegar atvinnuleysi er í sögu- legu lágmarki víða um landið og annars staðar með því lægra síð- ustu áratugi er eðlilegur fylgifis- kur sá að starfsmenn freistist til þess að líta á grasið hinum megin girðingarinnar. Hræðslan við at- vinnuleysi er ekki fyrir hendi til þess að halda þeim niðumjörvuð- um og afleiðingin er sú að íjöl- mörg fyrirtæki kvarta sáran und- an auknum kostnaði og fyrirhöfn i/muADr ^ leita að V IÐHUKr og þjáifa upp nýtt starfsfólk í Katrrín«,,n,, staðþessfem Friðriksen hverfur til ann- arrafyrirtælga. Félagsfræðingar halda því reyndar fram að hagsældin sé eldd eina ástæða mikillar hreyf- ingar á bandarískum vinnumar- kaði. Þangað sé nú komin ný kynslóð fólks sem telji fullkomlega eðlilegt að færa sig ört á milli starfa, það þyki hreinlega ekki lengur endflega jákvætt að vera lengi um kyrrt á sama stað. Astæðu þessara sinnaskiPta megi svo leita í þeirri staðreynd að fólk stendur nú frammi fyrir fjöl- breyttari tækifærum en nokkru sinni, og það sem meira er; upp- lýsingar um þessi tækifæri eru öll- um aðgengilegai’. Fólk þekki því betur en áður fómarkostnaðinn við það að vera um kyrrt á sama stað. Það virðist samdóma álit helstu vinnumarkaðsspekinga vestan hafs að helsti einstaki vandinn sem bandarísk fyrirtæki standi al- mennt frammi fyrir sé að finna góða starfsmenn og halda þeim. Bandarískur vinnumarkaður er reyndar langt frá því sá eini sem glímir við þetta vandamál um þessar mundir. En eins og svo oft em Bandaríkjamenn fljótir til með tilraunir til þess að bregðast við. Þannig em það ekki lengur aðeins helstu yfirstjómendur fyrirtækja sem njóta fríðinda á borð við lúx- usferðir til helstu borga Evrópu, ókeypis leikhús- og tónleikamiða, einkalíkamsþjálfara, golfkennslu, ókeypis miða á íþróttaviðburði og svona mætti lengi telja. I sífellt auknari mæli er hér um að ræða fríðindi til almenns starfsfólks, fríðindi sem atvinnurekendur vona að auki almenna ánægju og vellíðan starfsfólksins nægilega til þess að hindra það í að leita hóf- anna annars staðar. Hagstofa þeirra Banda- líkjamanna hefúr áætlað að með- altímalengd fólk í ákveðnu starfi sé um fjögur ár. Fólk á aldrinum 18-24 dvelur að meðaltali aðeins í átján mánuði í hverju starfi en fólk yfir fimmtugu stoppai- í um níu ár. Það kostar sitt að missa sérhæfð- an og reyndan starfsmann, að meðaltali um 50.000 dollara að mati hagstofúnnar. Það svarar til 3,5 milljóna íslenskra króna. Það er því ekki að undra að reynt sé að spoma við þessari þró- un. Með því að gera starfsfólk ánægðara og ýta undir þá tilfinn- ingu þess að það sé metið að verð- leikum vonast eigendur sem sagt til þess að auka ábyrgðar- og skyldutilfinningu þess gagnvart viðkomandi fyrirtæki. Meðal ann- arra lausna en framangreindra má nefnda reglubundnar skemmt- anir fyrir alla fjölskylduna sem miða að því að starfsfólk kynnist hvert annars fjölskyldum, ókeypis bamagæslu í húsnæði fyrirtækis- ins og mötuneyti þar sem bæði má fá ókeypis mat í hádeginu og kippa með matarbakka heim fyrir kvöldið (ókeypis). Þá ráða fyrir- tæki gjaman sendla til þess að sinna ýmsum persónulegum er- indagjörðum starfsmanna; fara í bankann, í hreinsun, kaupa af- mælisgjafir handa maka og böm- um... I raun virðist hugmyndaflugi atvinnurekenda lítil takmörk sett þegar kemur að því að brydda upp á nýjum fríðindum til handa starfsfólkinu. Þó má greinilega koma þar auga á ákveðið þema sem miðar að því að gera vinnu- staðina fjölskylduvæna. Með reglulegu millibili er boðið upp á alls konar skemmtilegar (og ókeypis) uppákomur sem starfs- fólki er boðið að taka þátt í með fjölskyldum sínum og margar nýj- unganna miða að því að búa svo um hnútana að starfið taki sem minnstan toll af fjölskyldulífi fólks. Sums staðar er starfsfólki meira að segja boðið upp á ókeypis tíma í fjölskylduráðgjöf ef persónulegir erfiðleikar steðja að heima fyrir. Þetta hljómar eiginlega allt saman grunsamlega vel og fyrstu viðbrögð eru reyndar þau að velta því alvarlega fyrir sér hvort at- vinnurekendur séu almennt gengnir af göflunum. Hvort vel- megunin sé slík að þeir eigi erfitt með að koma gróðanum í lóg. En auðvitað er það ekkert annað en almennt og ágætt viðskiptavit sem liggur hér að baki hjá þeim sem stjóma rekstri fyrirtækja. Það gefur augaleið að ýmislegt má gera sem kostar minna en þær 3,5 milljónir sem það kostar fyrirtæíd að missa vel menntaðan og sér- hæfðan starfsmann yfir til kepp- inautanna. Hin hliðin á jöfnunni er svo auðvitað sú að fyrirtæki sem era í bullandi samkeppi krefjast alls þess af starfsfólki sínu sem það getur boðið. Það er klárt að fyrirtækin eru ekki að deila út gjöfum eins og jólasveinninn, heldur einfaldlega að auka líkura- ar á velgengni með því að styrkja mildlvægasta hlekkinn í keðjunni. íslenskur vinnumarkaður hefur m.a. verið ólíkur þeim bandaríska að því leyti að meðaltími fólks í hverju starfi er lengri hér á landi. Islensk fyrirtæki hafa hins vegar ekki farið varhluta af harðnandi samkeppnisumhverfi undanfarið þar sem meðal annars er keppt um hæft starfsfólk, oft í störfum sem krefjast sérfræðiþekkingar. Ég þori ekki að stinga upp á því hér í fúlustu alvöra að íslensk fyr- irtæki leysi dagvistarvandann á íslandi með því að bjóða starfs- fólki ókeypis bamagæslu. En hvað með ókeypis helgarferð til Parísar svonaviðogvið? Menntaskólinn á Egilsstöðum tuttugu ára Ljósmynd/Sunna Ólafsdóttir Stefnt að nýrri listabraut MENNTASKÓLINN á Egilsstöð- um er 20 ára á þessu ári. Skólinn var settur í fyrsta sinn þann 14. október 1979 og var þá í ófullgerðu húsnæði. Nemendur á heimavist deildu þá fjórir með sér tveggja manna her- bergjum og hluti nemenda bjó á heimavist í Hótel Valaskjálf fram til ársins 1983 þegar ný álma heima- vistar var tekin í notkun. Heimavist ME getur nú hýst tæplega 120 nem- endur. Nemendur á fyrstu haustönn 1979 vora 99 talsins en nú 20 áram síðar eru skráðir 246 nemendur í dagskóla, þar af 111 í heimavist, 47 utanskóla og um 50 í öldungadeild. Bókasafn hefur verið við skólann frá 1991. Frá því að íþróttahús á Egils- stöðum var tekið í notkun 1984 hef- ur íþróttalíf ME verið í blóma meðal nemenda sem hafa æft og keppt að- allega í boltaíþróttum, en um 83 nemenda stunda íþróttir í einhverj- um mæli. Fyrsti áfangi kennsluhúss var tekin í notkun 1989 og rýmkað- ist þá mjög um nemendur og starfs- fólk. Árið 1991 flutti mötuneyti skól- ans á sinn stað og var tekinn í notkun borðsalur fyrir 130 manns. Nú, 20 árum eftir að skólinn var fyrst settur, er ennþá notast við bráðabirgðaaðstöðu að hluta til við kennslu og era stjómunar- og bóka- safnsaðstaða enn ófullnægjandi. Að- kallandi er að hefja framkvæmdir við annan áfanga kennsluhúss til þess að skólinn geti haldið áfram að vaxa og dafna. Arið 1996 fékkst heimild til þess að bjóða fram tónl- istarbraut við skólann. Undanfarin ár hefur verið unnið að hugmyndum um handverks- og hönnunamám og stefnt er að því að skólinn verði með listabraut sem felur í sér tónlistar- og hönnunarkjörsvið til að byrja með. Stöðugleiki í starfsmannahaldi Það era 27 starfandi kennarar við skólann, auk þriggja stundakennara og hafa 22 þeirra full starfsréttindi. FATEX, félag fata- og textílkenn- ara í framhaldsskólum, var stofnað árið 1995. Aðalmarkmið félaga þess er að efla og viðhalda þekkingu Is- lendinga á þráðlistum. Félagið hef- ur m.a. staðið fyrir endurmenntun- ai-námskeiðum á sviði hannyrða- og fatahönnunargreina. Einnig hefur félagið tekið þátt í undirbúnings- vinnu nýrrar aðalnámskrár, en fata- og textílgreinar eru m.a. í boði sem kjörsvið á listnámsbraut í nýju námskránni. Nýlega hafa tveir félagsmenn FATEX gefið út kennslubækur. Helga Jóhannesdóttir (helgajo centram) kennari í fatahönnun gaf út bókina Textílfræði; hráefni- þráður-voð í maí sl., en í henni er Skólanum hefur haldist vel á kenn- uram og ríkir almennt stöðugleiki á starfsfólki skólans. Nokkrir af fyrr- verandi nemendum skólans hafa komið til starfa að loknu háskólan- ámi og eru nú sjö fyrrverandi nem- endur orðnir kennarar við skólann. Fyrsti skólameistari ME var Vil- hjálmur Einarsson en hann lét af störfum árið 1994 eftir að hafa verið skólameistari frá stofnun. Við tók Ólafur Ambjömsson, frá 1994-1995 og núverandi skólameistari er Helgi Omar Bragason en hann gegndi störfum skólameistara frá 1990- 1993 í námsleyfi Vilhjálms Einars- sonar. Flestir mennta sig til stúdentsprófs Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur starfað eftir áfangakerfi sem gerir nemendum auðvelt fyrir að flytja sig á milli skóla, sem þykir kostur þegar um er að ræða litla skóla með takmarkað námsfram- boð. Skólinn hefur gefið út sameig- inlegan námsvísi með öðram fram- haldsskólum á landsbyggðinni og markvisst samstarf hefur ríkt milli framhaldsskólanna á Austurlandi og gerðu skólamir samning við menntamálaráðuneytið um þetta samstarf með vel skilgreindum markmiðum og viðfangsefnum. Áhersla hefur verið lögð á bóknáms- brautir til stúdentsprófs, s.s. eðlis- fræði-, félagsfræði-, hagfræði-, íþrótta-, mála-, og náttúrafræði- brautir. Tveggja ára brautir hafa verið uppeldis-, íþrótta-, og við- skiptabrautir ásamt sérbrautum skólans, skógræktar-, og ferðaþjón- ustubraut. Lítil eftirspurn hefur verið eftir námi á tveggja ára braut- um. Árið 1983 var tekið í notkun op- ið kerfi sem kallast í dag stoðkerfi. Það var hugsað til þess að auka sveigjanleika á hefðbundna kennsluhætti og bjóða í stað hefð- bundinna kennslustunda, opna tíma rakinn ferill vefjarefna þeirra sem við notum t.d. í föt. Bókin er annarsvegar í formi heftis fyrir kennara og hinsvegar fyrir nem- endur. Kennaraheftinu er ætlað að nýtast vel sem uppflettirit fyrir þá sem vinna með föt og fataefni. Ásdís Jóelsdóttir textílkennari þýddi og gaf út nú í haust, á vegum Iðnú, bókina Snið og sniðteikningar eftir Inger Öberg og Hervor Ersm- an. Bókin er hugsuð sem fagbók, þangað sem kennarar og nemendur í fata- og textílhönnun geta sótt hugmyndir. Hún er einnig ætluð öðrum þeim sem sauma og vilja sjálfir læra að búa til sín eigin snið. Bókin Snið og sniðteikningar fæst í bókabúðum. þar sem nemendur geta komið og fengið aðstoð við verkefnavinnu og frekari útskýringar á námsefninu ef þurfa þykir. Fjórðungur kennslu- stunda er nú lagður undir þessa stoðtíma. Skólinn hefur stutt nemendur í samstarf við jafnaldra erlendis, oft með gagnkvæmum heimsóknum nemenda milli landa. Famai’ hafa verið ferðir m.a. til Færeyja, Þýska- lands, Skotlands og Finnlands og í fyrra var skólinn þátttakandi í við- amiklu nemendaskiptaverkefni við skóla á Ítalíu. Nú er skólinn þátttak- andi í verkefni ásamt skólum á Siki- ley og í Tékklandi sem felst í sam- skiptum nemenda á Netinu. Þessi erlendu verkefni hafa verið styrkt af sjóðum Evrópusambandsins. Fé- lagslíf nemenda er öflugt við ME. Nemendafélag hefur starfað frá stofnun skólans. Félagið hefur stað- ið fyrir dansleikjahaldi, stutt við bakið á klúbbastarfsemi ýmiskonar, árshátíðum, söngvarakeppni, þorra- blótum og fleira. Nemendur hafa farið í heimsóknir í aðra framhalds- skóla á Austurlandi til þess að keppa í íþróttum og eru „Ólympíu- leikar Austurlands" árviss íþrótta- viðburðm- milli nemenda þessara skóla. Nemendur hafa náð góðum árangri undanfarin ár í spuminga- keppni framhaldsskólanna, „Gettu betur“, og Leikfélag ME hefur starfað lengi og sett upp fjölmargar sýningar. Nú er verið að æfa söng- leikinn Rocky Horror Show undir leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Tímamótum fagnað Á hátíðardagskrá Menntaskólans sem haldin var í Valaskjálf flutti Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra ávarp. Einnig fluttu ávörp, fyrrverandi nemandi, Guðlaugm- Sæbjömsson og fyrrverandi starfs- maður, Þorsteinn Gunnarsson rekt- or Háskólans á Akureyri. Nemend- ur fluttu tónlistaratriði og Leikfélag ME sýndi atriði úr Rocky Horror Show sem framsýnt verður eftir nokkra daga. Afmæliskaffi var í mötuneyti skólans og skólahúsnæð- ið var opið til skoðunar. I tilefni af- mælisins var opnuð málverkasýning í Safnahúsinu á Egilsstöðum á verk- um eftir Kjai’val. Ennfremur vora myndfr eftir Kjarval sýndar í sal mötuneytisins en þær voru allar fengnar að láni úr einkaeigu íbúa Austurlands. Tímaritið Glettingur sem gefið er út um málefni Austur- lands, var helgað afmæli ME, þar sem saga skólans er rakin með ýms- um hætti bæði í máli og myndum. Hátíðardagskránni lauk með af- mælisgleði með borðhaldi í Vala- skjálf, fyrir núverandi og fyrrver- andi nemendur og starfsfólk skólans þar sem nemendur sáu um skemmtidagskrá. Gleðinni lauk svo með dansleik Milijónamæringanna ásamt Bjama Ara. Fata- og textílkennsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.