Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
FÓLK í FRÉTTUM
L
(aacaBí? sq
Holdafar Victoriu
Adams vekur
VINIR og vandamenn kryddstúlkunnar
Victoriu Adams eru áhyggjufullir yfir
holdafari hennar en hún eignaðist barn fyrr
á þessu ári og hefur síðan þá hríðhorast.
Móðir Victoriu, Jackie Adams, segir að
dóttirin sé sér meðvitandi að ástand
hennar sé ekki eðlilegt. Er hún sá
mynd af sjálfri sér á dögunum brast
hún í grát en vinir hennar höfðu
mörgum sinnum haft það á orði við
hana að hún væri orðin horuð og
beinaber.
í tímaritinu ENQUIRER er
því haldið fram að áður en
Victoria varð barnshafandi
hafi hún verið rúm 60 kíló en
sé aðeins um 50 í dag.
Samkvæmt heimildum blaðsins
fékk myndin sem hún sá af
sjálfri sér svo mikið á hana að
hún hyggst taka sig á í
framtíðinni. í blaðinu er viðtal
við næringarsérfræðing sem
segir mjög óeðlilegt að
Victoria hafi lést um 13 kíló
á þeim sjö mánuðum sem
liðnir eru frá fæðingu
barnsins. Áhyggjuraddir
hafa heyrst innan
skemmtanaiðnaðarins í
Bretlandi og óttast er að
Victoria þjáist af
alvarlegri áttruflun.
Móðirin og aðrir
heimildamenn segja
Victoriu ekki vera
veika heldur sé hún
undir miklu álagi og '
sé auk þess að hugsa %
um ungbarn. Aðrir
nákomnir segja að hún hafí
lagt hart að sér að losna við
þau kíló sem hún bætti á sig á
meðgöngunni og sú megrun
hafi farið úr böndunum. Sjálf
segist Victoria alls ekki vera í
megrun. „Ég hata leikfimi,"
fullyrðir hún. „Ég léttist með
því að neyta fítuh'tils fæðis og
með því að gera 200
magaæfíngar ásamt David
[Beckham] daglega. Ég borða
líka mikinn físk en forðast
fituríkan mat og þess vegna
fítna ég ekki.“
Tískuspekúlantar segja
Victoriu einfaldlega vera að
fylgja tískunni. „Það er í tísku
að vera eins og sleikipinni, með
stóran haus og grannan
líkama. Lítið bara á
leikkonurnar Calistu
Flockhart, Jennifer Aniston og
Courtney Cox,“ segir einn
þeirra máli sínu til stuðnings.
Hvað sem tískubylgjum líður
getur það varla verið hollt
ungri, upptekinni móður að
grennast um of á skömmum
tíma, sérstaklega þegar litið er
á hversu hraustlega og
glaðlega hún leit út áður en
hún varð ófrísk.
óhug
Victoria var 60 kíló
árið 1997 (til vinstri)
en í dag er hún um 50
kíló (til hægri),
beinaber og
kinnfískasogin.
Tísku- og sölusýning
Aldamótakjólarnir frá Sissu tískuhúsi
verða til sýnis og sölu í Flughótelinu í Keflavík ,
þri. 19. október kl. 20.30
Geir Ólafsson og Kjartan Valdimarsson
sjá um frábœra tónlist
Ath! Aðeins þetta eina kvöld
Allir velkomnir
Sissa t’ískuhús Sissa tískuhús
Hverfisgötu 52 Laugavegi 87
KYNNING í LYFJU LÁGMÚLA í DAG KL. 14 - 18. á sama tíma
í SETBERGI MIÐVIKUDAG OG í HAMRABORG FÖSTUDAG.
Ef þú kaupir Bogense sápuna færðu kaupauka og ef þú kaupir Bogense
sápuna og Bogense pilluna saman þá færðu 20% afslátt og kaupauka.
dh LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Dreilln; | H S.
BOGENSE
SÁPA
NUDDSÁPAN SEM STINNIR _
OG CRENNIR LÍKAMANN *