Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 31 N-Karólína slapp við Irene Nýr fellibyl- ur að fæðast á Karíbahafi Clinton sakar repúblikana um „einangrunarstefnu“ í utanríkismálum Hafnar frumvarpi um fj ár- mögnun erlendra verkefna Reuters Þessi innrauða gervihnattamynd var tekin af Irene í gær er bylurinn sleikti strendur N-Karólínu. raunaskyni. Clinton sakaði repúblikana um „glæfralega flokkspólitík" sem stofnaði þjóðar- hagsmunum Bandaríkjanna og ör- yggi alls heimsins í hættu. Repúblikanar sögðust hins vegar hafa hafnað samningnum þar sem hann hefði verið meingallaður. Demókratar fylktu sér á bak við forsetann um helgina og einn öld- ungadeildarþingmanna þeirra, Ro- bert Torricelli, sagði að framganga repúblikana í málinu hefði ein- kennst af „hamslausri reiði“ vegna ósigurs þeirra í málshöfðuninni á hendur Clinton til embættismissis vegna Lewinsky-málsins. „Þetta var önnur atkvæðagreiðsla um embættissviptingu," sagði Torricelli í umræðuþættinum „Meet the Press í NBC -sjónvarp- inu. Tom Daschle, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sagði einnig að repúblikanar hefðu viljað hefna sín á Clinton vegna ósigurs þeirra í Lewinsky-málinu. „Eg hygg að þeim fínnist að þeir hafí beðið svo oft ósigur fyrir forsetan- um í svo mörgum málum að þeir hafi talið tímabært að ná sér niðri á honum.“ Einn af hörðustu andstæðingum samningsins, John Kyl, repúbli- kani frá Arizona, sagði hins vegar að samningurinn væri „óverjandi“ og veitti enga tryggingu fyrir því að önnur ríki myndu ekki sprengja kjarnorkusprengjur í tilrauna- skyni. 'Öldungadeildinni bæri skylda til að hafna samningum, sem gætu stofnað öryggishags- munum Bandaríkjanna í hættu. „Við eigum ekki að samþykkja hvað sem er.“ Repúblikanar í hefndarhug vegna Lewinsky-málsins? Forsetinn beið mikinn ósigur íyrir repúblikönum í vikunni sem leið þegar öldungadeildin hafnaði samningnum um allsherjarbann við kjarnorkusprengingum í til- Ocracoke, Miami. Reuters, AP. IBUAR í Suður-Karólínu í Banda- ríkjunum sluppu með skrekkinn í gær er fellibylurinn Irene kom upp að ströndinni en lagði síðan leið sína út fyrir hafíð. Nýr hitabeltisstorm- ur er að sækja í sig veðrið á Karíba- hafí og er búist við, að hann verði að fellibyl næsta sólarhringinn. Irene olli mikOli úrkomu í austan- verðri N-Karólínu þar sem fólk er enn að berjast við afleiðingar mik- illa flóða af völdum fellibylsins Floyds. Veðrið fór þó ekki inn yfir landið að ráði, heldur sveigði bylur- inn frá ströndinni og út á sjó. Snemma í gær var búið að aflýsa hættuástandi alls staðar. Irene olli dauða 15 manna alls, fjögurra á Kúbu, fjögurra á Ba- hamaeyjum og á Florida varð raf- lost sjö manns að bana. Búist er við, að hitabeltisstormur- inn Jose verði að fellibyl næsta sól- arhringinn en í gær var hann tæp- lega 700 km austsuðaustur af Bar- bados. Hreyfðist hann þá í vestur og búist var við, að hann tæki brátt stefnuna í vestnorðvestur. Washington. Reuters, The Washington Post, AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti tOkynnti í gær að hann hefði beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvarpi um fjármögnun erlendra verkefna sem þingið hafði samþykkt. For- setinn lýsti frumvarpinu sem dæmi um „einangrunarstefnu" repúblik- ana í utanríkismálum og embættis- menn í Hvíta húsinu sögðu að hann myndi hafna fleiri gjaldafrumvörp- um þingsins nema repúblikanar semdu um forgangsmál hans í fjár- lagagerðinni. „Eg beitti neitunarvaldi mínu gegn frumvarpinu um erlend verk- efni í morgun vegna þess að ég tel það næsta stóra kaflann í nýrri ein- angrunarstefnu Bandaríkjanna, á eftir samningnum um allsherjar- bann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni," sagði Clinton. Öld- ungadeild Bandaríkjaþings hafnaði samningum um tilraunabannið í vikunni sem leið. Frumvarpið um fjármögnun er- lendra verkefna var samþykkt þrátt fyrir harða andstöðu demókrata, sem kvörtuðu yfir því að ekki var gert ráð fyrir fé tfl að koma síðasta samningi Israela og Palestínumanna í framkvæmd, auk þess sem ekkert eða of lítið fé yrði veitt í önnur verkefni sem forsetinn hefur beitt sér fyrir. Repúblikanar segja hins vegar að sam- kvæmt frumvarpinu verði veitt eins mikið fé og mögulegt er í þennan málaflokk án þess að fjárlögin fari úr- böndunum en forsetinn hafi reynt að fá þingið til að samþykkja „óútfyllta ávísun“. Repúblikanar hafa neitað að hefja samningaviðræður við forset- ann um forgangsmál hans, meðal annars mennta-, löggæslu- og um- hverfismál, og John D. Podesta, skrifstofustjóri forsetans, gaf til kynna á sunnudag að þohnmæði Clintons væri að bresta. Hann sakaði einnig þingið um að beita „bókhalds- brellum" tO að leyna því að gjaldafrumvörp- in hefðu þegar gengið á áætlaðan tekjuaf- gang almannatrygg- ingakerfísins í framtíð- inni þótt repúblikanar hefðu lofað að gera það ekkí. Hann kvaðst því telja að forsetinn myndi ekki undirrita fleiri gjaldafrumvörp fyrr en deilan yrði leyst. Clinton hefur aðeins undir- ritað fimm af þrettán gjaldafrum- vörpum þingsins. Einn af forystumönnum repúblikana í öldungadeildinni, Larry E. Craig, sagði að þeir myndu ekki hefja samningaviðræð- ur við forsetann til leysa óútkljáðar deflur um fjárlögin. Repúblikanar myndu halda sínu striki og ljúka afgreiðslu fjögurra síðustu gjalda- frumvarpanna síðar í vikunni og láta á það reyna hvort forsetinn undirrití þau eða beiti neitunar- valdi sínu. Demókratar og repúblikanar eru sammála um að ólíklegt sé að loka þurfi opinberum skrifstofum vegna fjárlagadeilunnar eins og árið 1995. Bill Clinton Ekki slakað á loftárás- um Rússa í Tsjetsjníu Pervomaisk í S-Rússlandi. Reuters. RÚSSNESKI herinn hélt í gær áfram loftárásum á stöðvar upp- reisnarmanna múslima í grennd við Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, og her- menn skiptust á skotum við skæru- liða uppi í Kákasusfjöllum. Rússneskir her- og stjórnmála- leiðtogar hafa 'að undanförnu lítið gefíð upp um fyrirætlanir rússneska herliðsins í Tsjetsjníu, sem nú ráða yfir um þriðjungi landsvæðis sjálf- stjórnarlýðveldisins. Allsherjarinn- rás með hernám hvers skika tsjetsjensks lands að markmiði hefur þó verið útílokuð. Borís Jeltsín forseti átti í gær fund um Tsjetsjníu-málið með Vla- dimír Pútín forsætisráðherra. Sagði forsetinn að sérstaklega vel skyldi fylgzt með fréttaflutningi af vett- vangi átakanna, svo að uppreisnar- menn gætu ekki spilað með upplýs- ingarnar sem umheiminum berast þaðan. Orðrómi um undirbúning Iandhersinnrásar vísað á bug Rússar hófu herför sína í Tsjetsjn- íu fyrir um mánuði eftir að uppreisn- armenn múslima höfðu tvisvar ráðizt inn í rússneska nágrannalýðveldið Dagestan. Stjórnvöld í Moskvu segja skæruliða Tsjetsjena einnig ábyrga fyrir sprengitilræðum í rússneskum borgum, sem kostað hafa nærri 300 manns lífið. Bæði talsmenn upp- reisnarstjórnarinnar í Grosní og talsmenn óháðra skæruliða neita því að hafa staðið á bak við tilræðin. Rússneska fréttastofan RIA greindi frá því i gær, að heimilda- menn innan hersins hefðu sagt að heilu herdeildirnar hefðu hafið leyniskyttuæfingar, en slíkt mætti túlka sem vísbendingu um að her- stjórnin hefði allherjarlandhersinn- rás á prjónunum. Slíkum vangavelt- um hefur verið vísað á bug, enda vekja þær endurminningar um hrak- farir rússneska hersins í stríðinu við skæruliða í Tsjetsjníu, sem háð vai' með hléum 1994-1996 og endaði með auðmýkjandi ósigri Rússa. Heimsferðir kynna nú einstök tilboð til heimsborgarinnar London í nóvember og fyrstu 100 farþegamir sem bóka geta tryggt sér hreint ótrúlegt verð, flugsæti frá aðeins 13.890 krónum. Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og menningarlífi og hjá Heims- ferðum getur þú valið um gott úrval hótela. Verð kr. 13.890 Flugsæti með flugvallarsköttum, 1. nóv., 8. nóv., 15.nóv. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fylgstu með á og þú getur unnið sæti til London. Verð kr. 24.990 Flug og gisting á Bayswater Inn hótelinu í London með morgunmat. Flugvallarskattar innifaldir. Gildir 11. og 18. nóvember. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is London frá 13.890 Helgarferð trá 24.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.