Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reuters Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra Úkraínu, býður Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og Walter Schwimmer velkomna til Kiev. uppfylla sett aðildarskilyrði og hefur afnám dauðarefsingar vegið þar þyngst. Engri dauðarefsingu hefur verið fullnægt frá árinu 1997, en dómstólar halda enn áfram að fella dauðadóma. „Yið ræddum hvað úkraínsk stjórnvöld þurfa að gera til að upp- fylla skuldbindingar sínar,“ hefur AP-fréttastofan eftir Halldóri. Hafa einnig athugasemdir verið gerðar við að Ukraínumenn skuli ekki hafa staðfest samning Evrópu- ráðsins um réttarstöðu tungumála minnihlutahópa og nú síðast í júní hótaði ráðið að útiloka Úkraínu vegna kvartana fjölmiðlafólks undan meintum ofsóknum stjórnvalda og fyrir að hafa gert umbætur á stöðu sveitarstjórna landsins eins og stjórnvöld höfðu heitið að gera. Fall- ið var frá útilokun eftir að ríkis- stjórnin hét snarlegri bót og betrun. Henni vai- gefinn frestur fram í janú- ar næstkomandi til að hrinda umbót- um í framkvæmd. Titringur vegna komandi forsetakosninga í gærkvöldi hittu Halldór og Schwimmer Olexandre Tkachenko, forseta úkraínska þingsins Yerk- hovna Rada), en hann er meðal 15 frambjóðenda í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í lok mánað- arins. Hittu Halldór og Schwimmer flesta hina frambjóðendurna einnig. Einn þeirra, vinstrikonan Natalja Witrenko, slasaðist í byrjun mánað- arins er handsprengju var varpað að henni. Fundur með Leoníd Kútsjma for- seta, sem sækist eftir endurkjöri, var áformaður í dag, en forsetinn hefur verið sakaður um að beita ólýðræðislegum aðferðum í kosn- ingabaráttunni, einkum með því að ráðskast með fjölmiðla. Walter Schwimmer tjáði blaða- mönnum í gær að þeir Halldór myndu í viðræðum sínum minna ráðamenn á að Evrópuráðið fylgdist með því að kosningarnar færu fram með þeim hætti sem lýðræðislegu réttarríki sæmdi. „Við höfum nú þegar rætt þann vanda sem felst í aðgengi forsetaframbjóðenda að fjöl- miðlum, einkum þeim ríkisreknu, og hvernig fjallað er um þá í ríkisreknu fjölmiðlunum. Við höfum áhyggjur af þessu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Schwimmer. Mannbjörg þegar tveir bátar strönduðu á Vestfjörðum Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu Úkraínustjórn gagn- rýnd fyrir vanefndir Morgunblaðið/Júlíus Glæsileg flugeldasýning við Kringluna í Reylqavík. Litadýrð á flugeldasýningu GLÆSILEG flugeldasýning var haldin á laugardagskvöld við Kringluna í Reykjavík í tilefni þess að búið er að stækka og endurbæta verslunarmiðstöð- ina. Var það mál manna að sýn- ingin hefði verið með þeim glæsilegri sem haldnar hafa ver- ið hérlendis. Ekki voru þó allir jafn ánægð- ir með framtakið en eitthvað mun hávaðinn hafa hrellt íbúa í nágrenninu, ekki síst eldri íbúa í hverfínu sunnan Kringlunnar. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík var þó staðið vel að sýning- unni í alla staði, tilskilinna ieyfa aflað og hún auglýst. Hugsan- lega hefur þó frestun sýningar- innar, en hætt var við að halda hana á fimmtudag vegna veðurs, ekki komist nægilega til skila. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður ráðherranefndar Evrópuráðsins, gagnrýndi í gær stjómvöld í Ukraínu fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins. Á blaðamanna- fundi í Kiev eftir fund Halldórs og Walters Schwimmer, framkvæmda- stjóra Evrópuráðsins, með Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði Halldór „dagljóst að Úkraína uppfyllir ekki þessi skilyrði". Opinber heimsókn Halldórs og Schwimmers, sem tók við sem fram- kvæmdastjóri ráðsins í sumar, til Úkraínu hófst í gærmorgun. Á fund- inum með Tarasjúk utanríkisráð- herra voru tvíhliða samskipti íslands og Úkraínu rædd. Bar þar meðal annars á góma mögulegt samstarf ríkjanna á sviði viðskipta og nýtingu jarðhita í Úkraínu, en tveir Úkraínu- menn sækja nám við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Islandi á næsta ári. Ráðherramir ræddu einnig mál- efni Altantshafsbandalagsins, Orygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), stækkun Evrópusambandsins (ESB) og málefni Sameinuðu þjóð- anna, en Úkraína hlaut kosningu í ör- yggisráð SÞ síðastliðinn fimmtudag, meðal annars með atkvæði íslands. Þá áttu þeir Halldór og Schwimmer í gær einnig fundi með Valeriy Pustovoitenko forsætisráð- herra Úkraínu og Susönnu Stanik dómsmálaráðherra. Aðalumræðuefn- ið á þessum fundum var skuldbind- ingar Úkraínu sem aðildarríkis að Evrópuráðinu, en fjögur ár eru síðan landið fékk inngöngu i það. Þing- mannasamkoma ráðsins hefur á þessum fjórum árum ítrekað rætt hvort útiloka skuli Úkraínu frá þátt- töku vegna meints seinagangs við að Víkingur SU festist milli kletta í Barðanum Skipverja bjarg- að með slöngubáti ^ Morgunblaðið/Egill Egilsson Björgunarsveitarfólk frá Flateyri, Þingeyri og Isafirði vann saman að þvi að bjarga manni sem var um borð í trillunni Víkingi sem strandaði í Barðanum á milli Dýraijarðar og Önundarfjarðar. SJÖ tonna trilla, Víkingur SU, strandaði sunnanvert í Barðanum á milli Dýrafjarðar og Önundarfjarð- ar, um fimmleytið aðfaranótt sunnu- dags. Einn maður var um borð í trill- unni sem var á leið frá Skagaströnd til Hafnarfjarðar þegar hún strand- aði og festist á milli tveggja kletta. Björgunarbáturinn Gunnar Frið- riksson frá Isafirði kom að trillunni um klukkan sjö á sunnudagsmorgun og þá var björgunarsveitarfólk frá Flateyri og Þingeyri komið á stað- inn. Pálmi Stefánsson, skipstjóri Gunnars Friðrikssonar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að erfítt hafi verið að komast að trillunni sjóleiðis og því hafi tveir björgunarmenn frá Flateyri klifrað eftir klettunum um borð í trilluna til að bjarga mannin- um. Þá hafí línu verið skotið yfir í trilluna, slöngubátur dreginn þangað og svo var einn maður dreginn í einu yfír í björgunarbátinn. Pálmi vildi taka það sérstaklega fram að það hafi verið góðri samvinnu björgunar- manna að þakka, hversu vel tókst til við björgunina. Maðurinn sem var um borð í trill- unni fékk höfuðhögg við strandið og fjöruna og var kjölurinn það eina sem eftir var af honum. Tveir menn björguðust eftir strand í Patreksfirði Sex tonna bátur, Garðar BA frá Patreksfirði, strandaði við Hregg- nesi sem er að sunnanverðu í Kolls- vík við Patreksfjörð, um tíuleytið á laugardagskvöld. Tveir menn voru í bátnum og komust þeir í land af sjálfsdáðum. Mennirnir sluppu ómeiddir en voru blautir og kaldir og flutti lögreglan þá til Patreksfjarðar. Keran Ólason bóndi í Breiðdalsvík kom fyrstur á strandstað og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að fjaran þarna væri erfið og grýtt og þar sem báturinn hafi fest á rnilh tveggja steina hafi ekki verið hægt að losa hann þarna um kvöldið. Vatn var komið í lestina og báturinn byrjaður að brotna. Um morguninn kom í ljós að báturinn var stórskemmdur þai’ sem sjórinn hafði lamið hann niður í grjótið og um hádegi kom svo brot á bátinn svo hann gjöreyðilagðist. Sjópróf fara fram á næstu dögum þar sem orsakir slysanna verða leiddar í ljós. m stækkað svæði því var farið með hann strax til Flat- eyrar þar sem hann komst undir læknishendur. Hann var síðan flutt- ur á sjúkrahúsið á {safirði en fékk að fara heim í gær. Björgunarmennirn- ir sigldu aftur á strandstað og voru komnir þangað undir hádegi. Þá hafði flætt að og bátnum skolað upp í Garðar BA lenti upp í fjöru sunnanvert í Kollsvík nieyra :abulous Four þriðjudagslcvölcl 19. október kl. 20 :innar fjalla um muninn á Innskum bókum í tali og tónum Einnig'verðuFíésið úr Ári hérans eftir Aarto Paasilinna Guðrún Sigurðardóttir les úr þýðingu sinni Mál og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 malogmenning.is I Laugavegl 18 • Síml 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.