Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER1999 35 LISTIR Sumarhús að hausti Karlakór með sveiflu LEIKLIST Þjúðleikhúsið SJÁLFSTÆTT FÓLK Höfundur skáldsögu: Halldór Kilj- an Laxness. Höfundar leikgerðar: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Höfund- ur tónlistar: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Sviðshreyfingar: Lára Stefánsdótt- ir. Leikmynd: Axel Hallkell. Bún- ingar: Þórunn Elisabet Sveinsdótt- ir. Leikarar er tekið hafa við hlutverkum frá frumsýningu: Edda Heiðrún Backman og Elva Ósk Ól- afsdóttir. Nýr hljóðfæraleikari: Kristján Eldjárn. Laugardagur 16. október. VEGNA þess að nýir leikarar hafa tekið við hlutverkum í hinni tvískiptu sýningu Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki og vegna þess að Kristján Eldjám gítarleikari hefur tekið við af Tatu Kantomaa harm- onikkuleikara þykir ástæða til að fjalla um framlag þeirra. Það er mjög áhugavert að fá að sjá uppfærsluna á Sjálfstæðu fólki enn á ný, rúmu hálfu ári eftir að hún var frumsýnd. Sum atriðanna hafa verið lítillega snurfusuð, en aldrei svo að einhvers sé sérstak- lega saknað. Að sjálfsögðu gengur öll framvinda sýningarinnar betur fyrir sig og þetta hvort tveggja or- sakar að sýningartíminn er styttri. Ingvar E. Sigurðsson hefur tvíeflst í hlutverki Bjarts í fyrri hlutanum og sýnir ótrúlega góðan leik, það beinlínis stirnir af honum á sviðinu. Margrét Vilhjálmsdóttir stendur honum ekki að baki og á samúð áhorfenda alla sem hin giftusnauða Rósa. Hvað þeim hefur vaxið ás- megin í hlutverkum hjónanna gerir þennan hluta enn frekar að harm- leik tveggja einstaklinga sem vegna lyndiseinkunnar sinnar hljóta að bíða ósigur. Edda Heiðrún Backman hefur tekið við hlutverki Rauðsmýrar- maddömunnar í fyrri hlutanum. Leikgervi hennar er sérstaklega vel til fundið, án efa byggt á göml- um ljósmyndum af loðbrýndum, hárprúðum formæðrum okkar. En einhvern veginn er eins og Edda Heiðrún finni sig ekki í hlutverk- inu. Rauðsmýrarmaddömu hennar skortir skörungsskapinn og ákveðnina; í stað þess verður hún hjáróma og frek. Edda Heiðrún leikur einnig Brynju ráðskonu í seinni hlutanum. Þó að Edda Heið- rún leggi e.t.v. of mikla áherslu á hið skoplega í samskiptum hennar og Bjarts nær hún að sýna van- máttarkennd hennar og óöryggi gagnvart honum. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Gunnvöru í upphafsatriði fyrri hlutans af sannfærandi tryllingi hins hugsjúka og svo Finnu, seinni konu Bjarts, í báðum hlutunum. Það mætti kannski segja að Elva Ósk sé of falleg í hlutverk þessarar útslitnu konu; sérstaklega í saman- burði við hinn eldri Bjart Arnars Jónssonar. Finna verður enn ein fíngerða og viðkvæma sálin sem hann treður undir fótum sér. Elva Ósk á þama virkilega góða spretti og samleikur hennar og Bergs Þórs Ingólfssonar ljær sýningunni ævin- Morgunblaðið/Karl Tæplega 100 raddir munu hljóma í Stykkishólmskirkju á kristnihátíð. Sameiginlegar kóræfingar fyrir kristnihátíð Grundarfirði. Morgunblaðið. NÚ standa yfír sameiginlegar kór- æfingar hjá kirkjukórunum í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu fyrir kristnihátið er verður sunnu- daginn 31. október í Stykkis- hólmskirkju. Um er að ræða tæp- Iega hundrað manna kór sem munu syngja kirkjuleg verk ým- issa höfunda, innlendra sem er- lendra. Stjómendur kóranna og undirleikarar em Sigrún Jóns- dóttir, Stykkishólmi, Friðrik Vignir Stefánsson, Gmndarfírði, Jóhann Þór Baldursson, Ólafsvík, Kay Wiggs, Hellissandi, og Susana Budai, Borgamesi. týralegan ljóma. Greinilegt er að raddir Eddu Heiðrúnar og Elvu Óskar nýtast vel í kórsöngnum, kvenraddimar eru óneitanlega ómþýðari. Svolítil þreyta er komin í átakamestu hópa- triðin og hreindýrsatriðið er langt í frá eins glæsilegt og það var. Gítarleikur Kristjáns Eldjáms gefur frábærri tónlist Atla Heimis Sveinssonar fínlegra yfirbragð. Sérstaklega á það við í gullfallegum leik hans á laginu sem Rósa, Asta Sóllilja og Björt raula gjaman fyrir munni sér. Arnar Jónsson sýnir oft sterk tilþrif sem hinn eldri Bjartur en Steinunn Ólína er enn sem fyrr meginstoð seinni hlutans sem Asta Sóllilja - í hlutverki sem hlýtur að vera nær óyfirstíganlega erfítt að leika. Það verður að ítreka að nú er hver að verða síðastur að fá að njóta þessarar leikgerðar sögu Halldórs Laxness. Þrátt fyrir að sýningin sé langt í frá hnökralaus þá er hún mjög athyglisverð, hljómlistin frábær, leiktjöldin áhrifamikil og falleg og leikurinn oft hrífandi. Sveinn Haraldsson TOJVLIST Hljúmdiskar í JÖKLANNASKJÓLI Karlakórinn Jökull. Stjómandi: Jó- hann Morávek. Undirleikari: Guð- laug Hestnes. Undirleikarar í hljómsveit: Haukur Helgi Þorvalds- son (orgel og harmonika), Gunn- laugur Sigurðsson (gítar), Bragi Karlsson (trommur), Jóhann Mora- vek (klarinett og bassi). Upp- tökustaðir: Hafnarkirlqa og Mána- garður. Hljóðupptaka: Studio Stemma. Upptökumaður: Sigurður Rúnar Jónsson. Utgefandi: Karla- kórinn Jökull. Dreifing: Skífan. KARLAKÓRINN Jökull er úr Austur-Skaftafellssýslu, en með- limir væntanlega flestir frá Höfn í Hornafirði. Kórinn hóf starfsemi sína í ársbyrjun 1973, og var Sigjón Bjamason frá Brekkubæ fyrsti stjómandi hans, en núverandi stjórnandi kórsins (frá 1992) er Jó- hann Morávek. Kórinn hefur haldið tónleika víða um landið, einnig á Norðurlöndum og sl. sumar á íta- líu. Einnig hefur hann sungið með Sinfóníunni, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fyrsti hljómdiskur kórsins er að flestu leyti mjög ánægjuleg- ur, og veldur þar mestu alþýðlegt og skemmtilegt lagaval eftir frem- ur hefðbundna og svolítið leiðinlega byrjun, þar sem átthaga- og ætt- jarðarástin, söknuðurinn og máttur söngsins ráða ríkjum. Sem er svo sem gott og blessað og mjög ís- lenskt, en sum lögin em bara dálít- ið klén. En frá og með Homfirsku meyjunni (8) fer sveiflan að glæðast og landið að rísa jafnt og þétt, eftir því sem líður á diskinn. Og þegar komið var að síðustu fjóra lögunum eftir Magnús Eiríksson, þrjú við „blúsaða“ texta sama höfundar - það fjórða og síðasta við texta Steins Steinarr (Hudson Bay), var maður kominn í virkilega gott skap! Kórinn er góður, sömuleiðis ein- söngvarar og undirleikarinn, Guð- laug Hestnes. Einnig era aðrir hljóðfæraleikarar ágætir og eiga sinn þátt í lífga upp á hljómdiskinn með góðri sveiflu í skemmtilegum útsetningum. Hljóðritun er góð, aftur á móti hef ég efasemdir um hljómburð kirkjunnar. Oddur Björnsson Ótrúlegur kraftur, eöallínur, formfegurð og glæsilegar innréttingar, allt gerir þetta Civic ■ ■ - 1 V: : að lúxusbíl sem veitír ökumanni og farþegum Ijúfa ánægjustund í hvert einasta sinn sem upp í hann er sest. Komdu og skoðaöu á vefnum www.honda.is eða líttu inn og fáðu að prófa. 3d Civic 1.4 Si 90 hestöfl, 16 ventla, samlœsingar, rafdrífnar rúöur og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. ( 3d Chric 1.4 Sl ' on ifí I 90 hestöfí, 16 ventla, ABS, tvelr loftpúðar, samlæsingar, rafdrífnar rúöur og spegtar. Lengd: 4,19 m. Hjúlhaf: 2,62 m. ( 3d Civic 1.5 LSi ■ VTEC * 1 Arr Ltnrvt-Xfí tfí t/nntln A 115 hestöfl, 16 ventla, ABS, tvelr loftpúöar, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður og speglar, hiti i speglum. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. ( 3d Civic 1.6 VTi - VTEC 1 *r-n 1___.-í, on . A 160 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúöar, 15" álfelgur, rafdrífin sóllúga, leðurstýrí, sportinnrótting, fjarstýröar samlæsingar, rafdrifnar rúöur og speglar. hitl i speglum, 6 hátalarar, samlitaöur. Longd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. Vatnagörðum 24 ■ Simi 520 1100 ■ www.honda.is : Akranes: BHversl., slml 431 1985. Akvreyrl: HöUurhl., simi 4613000. EglltstiSln Bila- og búvélasalan ht., simi 47120,1. KeflavOc Bílasalan Bllavlk, sími 421 7800. Vestmannaeyjan B8averkstæðið Bragginn. siml 481 ,535.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.