Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 45 UMRÆÐAN í KRÖFTUGUM stjórnmálahreyfíng- um á að vera blómleg starfsemi allan ársins hring - ekki einungis þær vikurnar sem sækja þarf stuðning til kjósenda í kringum kosningar. Stöðug, lif- andi stjómmálaum- ræða er eitt af markm- iðum Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Þess vegna hefur farið fram kröft- ug starfsemi um ýmsa málaflokka í sumar; þess vegna var efnt til heimsóknar á Eyja- bakkasvæðið í haust og þess vegna hefur þingflokkurinn efnt til ferða og fundahalda víða um land. Þá má nefna að þessa dagana eru kjör- dæmafélög hreyfingarinnar að halda aðalfundi sína, undirbúa mál fyrir landsfund Vinstrihreyfingar- innar og kjósa fulltrúa sína á fund- inn sem verður haldinn á Akureyri dagana 22.-24. október. Með öllu þessu starfi hefur fylgismönnum hreyfingarinnar og öðrum m.a. gef- ist kostur á að kynnast nýkjörnum þingmönnum okkar, fundarmenn hafa kynnt viðhorf sín og hugmyndir og skipst á skoðunum um ýmis málefni. Allt mun þetta reynast dýr- mætt veganesti í stjórnmálabaráttunni sem framundan er. Sterk stjórna- randstaða En þótt Vinstri- hreyfingin - grænt framboð hafi haldið úti lifandi starfi í sumar og haust má almennt segja að starfsemi stjórnmálaflokkanna sé að nokkru leyti ár- stíðabundin og að stjórnmálaárið, hið pólitíska ár, hefjist í október- byrjun þegar Alþingi kemur sam- an. Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs hefur nú þegar sýnt að þar fer kröftugur og samhentur hópur sem mun fylgja einarðlega fram þeim stefnumálum sem hreyfingin hefur gert að sínum og halda uppi harðri stjórnarand- stöðu. En ekki er hitt síður mikil- vægt að jafnframt er boðið upp á stefnu sem er raunverulegur val- Stjórnmál Þingflokkurinn hefur nú þegar sýnt, segir Svanhildur Kaaber, að þar fer kröftugur og samhentur hópur. kostur við ríkjandi stjórnarstefnu. Þannig hefur þingflokkurinn, svo dæmi séu tekin, lagt fram frumv- arp um byggðamál og tillögur í þeim málaflokki þar sem fram koma raunhæfar lausnir í stað ólj- ósra markmiðssetninga. Lagðar hafa verið fram fjölmargar tillögur og fyrirspurnir sem lúta að um- hverfismálum. Lagt hefur verið fram frumvarp um dreifða eignar- aðild að bönkum og fjánnálastofn- unum, og tillögur um mörg sam- félagsmál sem eru ofarlega á baugi þessa dagana, s.s. málefni innflytj- enda á Islandi. Þessar tillögur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa ekki orðið til á einni nóttu. Þær eru afrakstur mikillar vinnu þar sem fjöldi manns hefur komið að málum. Það er að mínum dómi einmitt styrkur hreyfingar- innar hvemig tekist hefur að virkja svo margra einstaklinga til sam- starfs. Þetta er ein helsta ástæða þess að innviðir Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs eru að styrkjast og í ljós kemur að út á við hefur hreyfingin greinilega vaxandi tiltrú. Trú á framtíðina I lýðræðinu er fólginn mikill kraftur - það hef ég enn einu sinni sannfærst um í starfi mínu innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Umræðan sem þar hefur farið fram um atvinnumál og aðra kosti í þeim efnum en þá stóriðju- stefnu sem stjómvöld boða endur- nýjaði með okkur mörgum trúna á framtíðina og þá miklu möguleika sem við höfum, ef við sýnum hug- kvæmni og hyggindi. Sömu sögu er að segja af öðram málaflokkum, s.s. þeim sem lúta að skipulagi samfé- lagsins, skiptingu verðmætanna, jafnrétti kynjanna, kjöram launa- fólks og framtíð Islendinga í samfé- lagi þjóðanna. Er ég þá komin að kjarna máls- ins. Stjórnmálaflokkur er lítils megnugur ef hann ekki byggir á virkri þátttöku margra einstakl- inga. Mörg verkefni bíða úrlausnar. Efnaleg misskipting fer vaxandi. Þótt vel ári hjá mörgum er það því miður staðreynd að hjá öðram ríkir nánast neyðarástand. Allt bendir til þess að áfram verði haldið á braut einkavæðingar og að mikilvæg samfélagsþjónusta verði takmörk- uð að sama skapi eða lögð niður. Yf-*" irráð yfir fiskimiðunum safnast á fárra manna hendur og örfáir ein- staklingar sitja einir að auðæfum sem haldið hafa úti byggð og at- vinnu í fjölmörgum sjávarplássum. Ekki er annað að sjá en að ríkis- stjómin ætli að fara sínu fram og sökkva Eyjabökkum í þágu er- lendrar stóriðju og án lögformlegs umhverfismats. Þörf á kröftugum viðbrögðum Allt þetta og margt annað kallar á kröftug viðbrögð og raunhæfar hugmyndir um betri lausnir,' Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur ekki haft það að markmiði að þjóna stundarhagsmunum og duttl- ungar augnabliksins verða aldrei okkar leiðarljós. En fyrir þá sem vilja stuðla að jöfnuði og jafnrétti í samfélaginu, náttúra- og umhverf- isvemd, vistvænni atvinnustefnu og sjálfstæðri utanríkisstefnu Is- lendinga er Vinstrihreyfingin - grænt framboð góður kostur. Þar fá allir sem vilja leggja þess- um málefnum lið tækifæri til áhrifa. Höfundur er varaformaður og fram- kvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs. Tækifæri til áhrifa Svanhildur Kaaber Um það hvernig ná má langt Stjórnsýsla Það er sóun á tíma og peningum að fara út í langskólanám, að mati SÍÐASTA dag sept- embermánaðar var lýðum gert ljóst að ekki yrði að svo stöddu ráðið í stöðu forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mér undirrituðum ætti svo sem að standa á sama, enda ekki á meðal umsækjenda, né heldur í kunnings- skap við nokkum úr þeim hópi. Þó hafði ég beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir vali utanríkisráð- hema, enda hafði hann tekið sér nærri hálfs árs umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu. Ekki var það þó vegna þess að umsækjendur væra svo margir að verkefnið reyndist erfitt, heldur var vandamálið ann- ars eðlis. Sá maður sem ráðherra vildi helst fá í starfíð var sá eini meðal umsækjenda sem ekki hafði til þess tilskilda menntun. Hann hafði að vísu áður verið skipaður í stöðuna til bráðabirgða, en hafði ekki unnist tími til að útvega sér háskólapróf, enda erfitt að lesa til þess utan vinnutíma með svo stutt- um fyrirvara. Vandamál ráðhem- ans var sem sagt af erfiðum toga og lausn þess ekki augljós. Átti hann að ráða annan hvom þeirra tveggja umsækjenda sem hæfir voru og með því að ganga fram hjá gama- lgrónum samstarfsfélaga, yfirlýst- um framsóknarmanni til margra ára? Eða átti hann að gefa öllum öðrum langt nef og ráða hann samt, þrátt fyrir skort á menntun? En utan- ríkisráðhema fékk loks hugljómun og fann ástæðu til að draga enn frekar að fella sinn dóm. Það rökstuddi hann með því að skilgreina þyrfti betur verksvið flug- stöðvarinnar og vænt- anlega þar með talið forstjórans tilvonandi. Þannig fengi títt- nefndur umsækjandi næði til að sitja áhyggjulaus eitt ár í viðbót og gegna þar hlutverki sem ekki er fyllilega á hreinu hvað gengur út á. Á meðan getum við velt því fyrir okkur hvaða úmæðagóða leið verð- ur fyrir valinu hjá utanríkisráð- hemanum til að tryggja sínum Sigurðar Sigurðssonar, ef markmiðið er að kom- ast í góða stöðu á vegum ríkisins. manni stöðuna til frambúðar. Verð- ur starfssviðið skilgreint þannig að ekki sé krafist háskólaprófs? Verð- ur hugsanlega hægt að líta framhjá menntunarskorti með hliðsjón af fenginni reynslu framsóknarmann- sins í starfinu? Eigi veit ég það, en hitt veit ég að það er tímaeyðsla fyrir hina hæfari umsækjendur að gera sér einhverjar vonir um djobbið. Hvað getur þetta kennt okkur? Jú, að það sé sóun á tíma og pening- um að fara út í langskólanám ef markmiðið er að komast í góða stöðu á vegum ríkisins. Þar eru margir spennandi póstar og ágætis laun í boði. Einfaldari leið virðist Full buð af bútasaumsefnum VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477. Opið Minud.-föstud. kl. 10-18 Laugard. kl. 10—16 , til 20/12 Sigurður Sigurðsson vera að taka virkan þátt í starfi rót- gróins stjómmálaflokks eins og t.d. Framsóknaiflokksins og skiptir menntun og fyrri afrek þá litlu máli. Flokkurinn sér um sína. Gall- inn er bara sá að víða í þjóðfélaginu era menn við völd sem ekkert hafa þar að gera, hvorki vegna hæfileika sinna né áhuga. Það er móðgun við menntafólk að æ ofan í æ sé gengið fram hjá því og fram fyrir það sett fólk sem lítið hefur til branns að bera. Það er eitthvað mikið að í þjóðfélagi þar sem fólk kýs af fús- um og frjálsum viija stjómmála- flokka sem setja hagsmuni sína of- ar hagsmunum þjóðarinnar. Ef til vill lætur fólk glepjast af auglýsing- um sem fylla síður blaðanna dag eftir dag. En hverjir borga eigin- lega fyrir þessar auglýsingar? Það er leyndarmál, enda myndi það væntanlega gera mönnum auðveld- ara að sjá í gegn um eiginhags- munapot ráðandi manna. Hvernig getur fólk sætt sig við það að gengið sé gegn vilja þjóðar- innar í svo mikilvægum málum eins og eyðilegging landsins er? Hvern- ig er hægt að sætta sig við um- hverfisráðhema sem berst á móti umhverfismati? Og hvernig í ósköpunum er hægt að vera iðnað- arráðherra án þess að gera sér grein fyrir því að við erum að sigla inn í 21. öldina? Lýsir því fjálglega yfir að íslendingar stefni að því að verða brautryðjandi í nýtingu vetn- is sem orkugjafa. Gleymir hann því ekki að það þarf mikia raforku til að framleiða vetni? Hvaðan í ósköpun- um á að sækja þá raforku ef ál- bræðslan rís á Reyðarfirði? Orku-m þörfin þar á bæ verður gífurleg> Væri ekki skynsamlegra að nýta hugvit og menntun fólksins í land- inu til að auka við nútímalegar at- vinnugreinar? Það þarf ekki mikinn speking til að geta sér til um rót vandans. Svo framarlega sem sífellt er verið að pota lítt hæfum framagosum og jafnvel dæmdum skattsvikamönn- um inn í ábyrgðar- og stjómunar- stöður er ekki líklegt að framtíð okkar sé björt hér á klakanum. Mynduð þið ráða mann sem stolið hefur af ykkur fé til að fara með umsjón fjármuna ykkar? Ég bara spyr. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Qin hminrn Sérverslun með silkitré & silkiblóm Lauqaveui 61. 1 Laugavegi 63. Vita&tíg&megín &ími 551 2040 Loftpúðar_______ ABS hemlar Vél / hestöfl 4 diskahemlar Stærð LxB 0-100 km/klst Álfelqur________ Verð I Bretlandi Verð á íslandi Alfa Romeo 146 4 Já 1.6 16v/120 hö Já 4.26x1.71 10.0 sek. Já 1.736.000 1.570.000 BMW 316 Compact 4 ________Já_______ 1.6 8v /102 hö ________Já_______ 4.21 x 1.69 10.7 sek. ________Nei______ 1.743.000 1.948.000 Audi A 3 1.6 8v /101 hö 4.15x1.73 11.2 sek. 1.782.000 1.840.000 Ford Focus GHIA 1.6 16v/100 hö 4.15 x 1.69 10.6 sek. 1.695.000 1.731.000 ALFA ROMEO 146 Sportbíll og fjölskyldubíll I einum pakka en samt ódýr. “ óvenjugaman að aka þessum bil, ...virkilega sportlegur i meðförum, ...sérlega fáguð og smekkleg innrétting" (S.H. DV 14.81999) 8ára ábyrgð á gegnumtæringu. Galvanhúðaöur M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.