Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Hitaveita Stykkishólms tekin til starfa Fyrsta einbýlishúsið tengist veitunni Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Sigurborg Leifsdóttir og Hörður Karlsson að Nestúni 8 eru fyrstu íbú- arnir í Stykkishólmi sem fá að njóta hitaveitunnar í Stykkishólmi. Á myndinni með þeim er Rúnar Gislason, forseti bæjarstjórnar, nýbúinn að hleypa heitavatninu á húsið. Morgunblaðið/Björn Blöndal Fjölmargir Suðurnesjamenn komu til að skoða nýju Reykjaneshöllina sem nú er fokheld og var almenningi til sýnis á laugardaginn. Reykjaneshöllin fokheld Stykkishólmi - Það var tímamóta- dagur hjá íbúum Stykkishólms föstudaginn 15. október er fyrsta einbýlishúsið var tengt við hitaveitu Stykkishólms. Þar með er hitaveit- an tekin til starfa. Húsið sem tengdist hitaveitunni er að Nestúni 8 og eru hjónin Sigur- borg Leifsdóttir og Hörður Karls- son ásamt börnum sínum fyrstu íbúamir til að njóta heita vatnsins til upphitunar. Stuttu áður var heitu vatni hleypt á íþróttamiðstöðina, grunnskólann og á Fosshótelið. I lok þessarar viku verða fleiri hús sem tiibúin eru til að taka á móti heitu vatni tengd veitunni. Það eru hús í Flatahverfi, As- og Neshverfi. I næsta mánuði tengjast hitaveit- unni þau hverfi sem eftir eru. Það kom fram í máli Rúnars Gíslasonar, forseta bæjarstjómar, við þetta tækifæri að hér væri um hagkvæma veitu að ræða. Bæjar- stjóm samþykkti íyrir nokkra gjaldskrá fyrir hitaveituna. Rúnar lagði áherslu á að húseigendur tengist hitaveitunni um leið og hægt er því það skiptir miklu máli fyrir hitaveituna að fá nýtingu sem fyrst. Þeir húseigendur sem hafa raf- magnshitun þurfa að leggja út í all- mikinn kostnað, en hitaveitan mun koma til móts við þá með niður- greiðslu á heimtaugargjöldum. Stærsta verkefni bæjarins Hitaveitan er stærsta verkefni sem Stykkihólmsbær hefur ráðist í. Aætlaður kostnaður við að virkja vatnið og koma því til neytenda er um 470 milljónir króna. Bæjarstjóm Stykkishólms hefur samþykkt reglugerð fyrir Hitaveitu Stykkishólms. Þar kemur fram að Stykkishólmsbær er eigandi hita- veitunnar og sér um rekstur henn- ar. Bæjarráð fer með stjóm veit- unnar fyrst um sinn og bæjarstjóri er framkvæmdastjóri. Viðræður era í gangi við Rarik í Stykkishólmi um að Rarik taki að sér álestur og inn- heimtu fyrir hitaveitu, enda er þar þekking tO staðar sem sjálfsagt er að nota. Tómas Enok Tomsen pípulagn- ingameistari hefur verið ráðinn til starfa hjá hitaveitunni og verður hann fyrst um sinn eini starfsmaður hitaveitunnar. Keflavík - „Það er engin spurn- ing, þetta hús á eftir að hafa mikii áhrif til framfara fyrir knattspyrnuna og var þarft mannvirki," sagði Eggert Magn- ússon, formaður Knattspyrnu- sambands íslands, á laugardag- inn þegar hann skoðaði nýju Reykjaneshöllina, fjölnota íþróttahús sem þá var til sýnis í Reykjanesbæ. f sama streng tók Ellert B. Schram, fyrrverandi formaður KSÍ, en þeir félagar komu til að taka þátt í víta- spyrnukeppni sem efnt var til af þessu tilefni. Reiknað er með að Reykjanes- höllin, sem stendur við Kross- móa, verði fullbúin um miðjan febrúar á næsta ári en í henni verður knattspyrnuvöllur með gervigrasi í fullri stærð. fþrótta- húsið er 108 m á lengd og 72,6 m á breidd. Flatarmál er 7.840 fer- metrar og rúmál 79.654 rúm- metrar. Frí hæð yfir hliðarlínum er 5,5 m og yfir miðjum vellinum 12,5 m. Heildarflatarmál bygg- ingarinnar er 8.344 fermetrar og 9.932 rúmmetrar. Byggingin skiptist í íþrótta- og þjónustuhús og eins og nafnið, fjölnota íþróttahús, ber með sér verður hægt að stunda flestar íþrótta- greinar í því. Burðarvirki aðalhúss er stál- grind og er stálhluti burðar- virkis hannaður og framleiddur í Finnlandi, alfarið eftir íslensk- um kröfum og reglugerðum. I því verða áhorfendastæði fyrir um 1.500 manns og er áætlaður kostnaður við bygginguna um 370 milljónir króna. Verkafl hf. byggir húsið og mun síðan leigja það Reykjanesbæ sem mun greiða 27 milljónir á ári fyrir leiguna, en Landsbanki Islands sér um fjármögnun verkefnisins. Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Fjórðungsþing Vestfírðinga Skólaskrifstofan lögð niður Tálknafirði - 44. fjórðungsþing Vest- firðinga var haldið á Tálknafirði 8. og 9. október s.l. Þingið sátu u.þ.b. 50 manns, fulltrúar og gestir. Þetta var fyrsta fjórðungsþingið sem haldið er á Tálknafirði og jafnframt afmælis- þing, þar sem Fjórðungssamband Vestfirðinga verður 50 ára í nóvem- ber n.k. Mörg mál lágu fyrir þinginu, en þau sem mesta umfjöllun fengu vora málefni skólaskrifstofu Vest- fjarða og samgöngumál. Einnig urðu miklar umræður um yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra. Þingið samþykkti að leggja niður Skólaskrifstofu Vestfjarða, með fyr- irvara um samþykki aðildarsveitar- félaganna. Við taki skrifstofur á byggðasvæðunum þremur, er veiti samhæfða þjónustu á sviði skóla- mála, félagsþjónustu og málefna fatlaðra. Þá var ályktað um samgöngumál, m.a. flugsamgöngur innan og utan fjórðungsins og vegasamgöngur. Málefni sveitarfélaganna og sam- skipti við ríkisvaldið vora einnig til umræðu og samþykkti þingið álykt- anir um fráveitumál, refa- og minkaveiðar, eyðingu minks, fast- eignagjöld á landsbyggðinni, fólks- fækkunarframlög, félagslegar íbúð- ir og fleira. Nýtt myndband kynnt Eftir hátíðarkvöldverð fyrri þingdaginn, var framsýnt 12 mín- útna kynningarmyndband, sem fjórðungssambandið lét gera um mannlíf og menningu á Vestfjörð- um. í ráði er að myndbandið verði sýnt í sjónvarpinu innan tíðar. Einnig kemur kynningarmyndin til með að verða sýnd á sérstakri rás á flestum af stærri hótelum landsins. Við þingslitin þakkaði formaður stjómar FSV, starfsfólki Tálkna- fjarðarhrepps fyrir vel unnin störf meðan á þinginu stóð. Einnig þakk- aði hann Veitingahúsinu Hópinu fyrir góðar móttökur og veitingar. Borgarfj ar ðarbraut tekur á sig mynd Reykholti - Verið er að leggja síðustu hönd á þann hluta Borgarfjarðar- brautar sem liggur frá Kleppjáms- reykjum og að Hnakkatjamarlæk. Nú er unnið við að fullgera hálf- bogaræsi á steyptum undirstöðum yf- ir Geirsá og bundið slitlag er að miklu leyti komið á þennan kafla. Reiknað er með að leiðin verði orðin tilbúin og greiðfær um nk. mánaðamót. Sveitarstjóm Borgarfjarðarsveit- ar samþykkti á hreppsnefndarfundi 6. september sl. að veita Vegagerð- inni umbeðið framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar Borgarfjarðar- brautar, Vatnshamraleiðar og tengikafla við núverandi vegakerfi. Að sögn Auðuns Hálfdanarsonar hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi verður þessi seinni áfangi leiðarinn- ar, ásamt 3 km kafla á Skorradals- vegi, boðinn út í heild á næstu dög- um. Þessi hluti liggur frá Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Unniö að framkvæmdum við Geirsá. Hnakkatjarnarlæk um Grímsá að Hesti við Uxahryggjaleið ásamt nýj- um vegi, sk. Vatnshamraleið sem tengist þaðan inn á Hvanneyrarveg við Andakílsá. Ráðist verður í brúar- framkvæmdir við Grímsá og sett bundið slitlag niður að Uxahryggja- vegi en lokaáfangi leiðarinnar, að Andakílsá, verður svo fullgerður ár- ið 2001. 30 sóttu um tólf stöður / hjá Islenskri miðlun Flateyri - Frá því að fslensk miðl- un tók til starfa á Þingeyri og Suð- ureyri fyrir 6 vikum hefiir starf- semin gengið mjög vel að sögn Halldórs Kristmannssonar for- stöðumanns. Tólf stöður voru aug- lýstar og að sögn Halldórs sóttu um 30 manns um stöðugildin. Þrátt fyrir hugmyndir manna um að hér sé um hefðbundna tölvuvinnslu að ræða segir Hall- dór að svo sé ekki þar sem fjöl- breytnin sé mikil, m.a. er unnið við safnanir fyrir líknarfélög og margt fleira. Fólk sé jákvætt og því finnist þetta spennandi. Loks hafi boðist tækifæri á öðrum störfum en hefðbundinni fisk- vinnslu. Mögulegt sé seinna meir að bæta við fólki, þar sem hús- næðið sem starfsemin er í á Þing- eyri, sé stórt. Til standi að opna útibú á ísafirði á næstunni og með þeirri opnun má segja að 50 ný störf hafi orðið til með til- komu þessarra þriggja útibúa. Hvað varðar kostnað á gagnalín- um, þá hafði Halldór ekki ná- kvæma verðskrá, en sagði það koma betur út tæknilega þar sem hnútapunktur á ljósleiðaranum væri fyrir á Isafirði. Þar að auki er ATM-kerfí til staðar á Isafirði. Halldór vill einnig benda á þá staðreynd að hér sé gott tæki- færi fyrir aðflutta Vestfirðinga Morgunblaðið/Egill Egilsson Frá íslcnskri miðlun. til að huga að þeim nýju tækifær- um sem bjóðast í þessari grein. Sjálfur er Halldór aðfluttur að sunnan og segist kunna vel við sig. Það sé bæði þægilegt og ódýrara að búa úti á landi, fjarri stórborgarysnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.