Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. QKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Jafnræði í skattamálum Hvað er athugavert við Laugarnes? Á SAMA hátt og við gagnrýnum stjórn- völd þegar okkur mis- líkar ber okkur að þakka það sem vel er gert og á ég þá við fullnýtingu persónuaf- sláttar á milli hjóna og sambýlisfólks að fjór- um árum liðnum, - 85% þegar á næsta ári. Fyrir mörgum ár- um heyrði ég ráðherra spurðan að því hvers vegna hann hefði ekki mannað sig upp í að Árni breyta þessu rangláta Brynjólfsson ákvæði skattalaga, en hann sagðist ekki hafa lagt í það vegna andstöðu „rauðsokkanna". Hér átti hann auðvitað við þær öfgafyllstu, - en lítið virðist breytt í herbúðum þeirra ef marka má Vinna Til eru konur, segir Arni Brynjólfsson, sem kjósa heldur heimilið sem vinnustað. grein frú Kristínar Halldórsdóttur í Morgunblaðinu 13. okt. sl., sem ber yfirskriftina „Ivilnun á kostnað kvenfrelsis". Hið svonefnda kvenfrelsi tekur á -*sig ólíklegustu myndir í huga þess fólks sem hefur sig mest í frammi í frelsisbaráttunni, sem sést best af framangreindri yfirskrift og þeim málflutningi sem greinin inniheld- ur. - Það er erfitt að skilja sam- hengið í því að það skerði frelsi kvenna ef hjón og sambýlisfólk fær aukið svigrúm til þess að velja á milli þess að vinna heima eða að vera á vinnumarkaði, að meira frelsi sé fólgið í því að með skattaá- kvæðum sé valið gert erfiðara. Vilji annað vera heima eða verði af ein- hverjum ástæðum að vera heima, skal refsað með þvi að vegna einna launa fjölskyldunnar skuli aðeins 80% persónufrádráttar annai’s aðil- ans nýtast, - greiða skuli því mán- aðarlega tæpar 4.700 kr. í sekt til ríkisins. I augum alls venjulegs fólks er skerðing samnýtingarinnar kúgun á konum og körlum sem vilja lifa því fjölskyldulífi, sem „kvenfrelsis- konunum“ geðjast ekki að. Vill auka ranglætið Frúin er ekki aðeins á móti því að 80 prósenta persónuafslátturinn verði hækkaður í 100% eftir fjögur ár, heldur telur hún eðlilegast að Lougavegi 40, sírai 561 0075 Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face persónuafslátturinn verði alls ekki nýtan- legur milli hjóna, með öðrum orðum að auka beri kúgunina. En í hveiju liggur þessi brenglaða skoðun frúarinnar? Um leið- réttingu persónuaf- sláttarins segir hún sjálf: „Þetta ákvæði vinnur beinlínis gegn frelsi konunnar til að velja hvemig hún hag- ar lífi sínu“, og nokkra síðar: „Því miður nýt- ur þessi stefna mikils stuðnings í þjóðfélag- inu og ástæðan er vit- anlega sú að fjölskyldur munar um hvern frádráttarlið við framtaln- ingu tekna til skatts. En það er eins og fyrri daginn lítill áhugi á um- ræðu um grundvallaratriði eða aðr- ar leiðir að sama marki. Viðmiðunin er fyrst og fremst buddan". Hér talar sú sem þarf ekki að taka tillit til buddunnar! Það geta ekki allir valið Fyrir frúnni virðist það vera sáluhjálparatriði að koma konum út á vinnumarkaðinn, en í ákafanum við þetta yfirsést henni að það eru til konur sem kjósa heldur heimilið sem vinnustað, og einnig eru konur sem komast ekki út á vinnumarkað- inn þegar börnin eru komin upp og vinnuálagið á heimilinu minnkar. Svo eru konur sem komnar eru á aldur og hafa e.t.v. aldrei notið lí- feyrissjóðsréttinda, persónufrá- dráttur þeirra má ekki að fullu nýt- ast fjölskyldu þeirra að dómi „kvenfrelsiskonunnar", hafi eigin- maðurinn einhver eftirlaun. Samtök aldraðra hafa lengi haft framangreinda breytingu á óska- lista sínum. Höfundur er í aðgerðarhópi aJdraðra. ÞAÐ HEFUR ver- ið undarlega hljótt um Listaháskóla Is- lands, bæði fyrir stofnun hans og eftir. Þetta er því einkenni- legra sem fullyrða má að stofnun skólans sé ein mikilvægasta menningarpólitíska ákvörðun sem tekin hefur verið á Islandi á seinni árum. Þessi þögn er ekki síður merkileg með tilliti til þess hversu margir einstaklingar og fag- hópar eiga hagsmuna að gæta í þessu máli, auk þess sem verið er að ráðstafa háum upphæðum af almannafé. Hvergi er neinar bitastæðar upp- lýsingar að finna um hvað er að gerast í uppbyggingu listaháskól- ans, hvorki í prentuðu efni, á net- inu, í fjölmiðlum eða annars staðar. Það er engu líkara en að þeir sem að skólanum standa leggi á það höfuðáherslu að halda málinu leyndu jafnt fyrir almenningi sem hagsmunaaðilum. Satt að segja held ég að það eina sem ég hef séð haft eftir for- svarsmönnum skólans séu endur- teknar yfirlýsingar rektors um að skólinn eigi að vera lifandi og virk- ur aðili í menningarlífi borgarinnar eða þjóðarinnar. Þetta er auðvitað hið besta mál. Allir háskólar eiga að vera lifandi afl í því samfélagi sem þeir eru hluti af. Það tilheyrir nútíma skilgreiningu á háskóla. Nú hefur þetta þrástagl um Listaháskóla Islands sem menn- ingarmiðstöð tekið á sig hina furðulegustu mynd. Hún birtist í því að rektor heldur uppi fjölm- iðlaáróðri með aðstoð tækifæris- sinnaðra pólitíkusa í Hafnarfirði til að þvinga Reykjavíkurborg til að skaffa húsnæði, eða byggingarlóð í miðbænum, nálægt þeim menning- Bjarni Daníelsson arstofnunum sem þar eru. Rökin sem rektor beitir eru þau, að hús- næðið í Laugarnesi, sem listaháskólinn fékk í tannfé, sé ónot- hæft vegna fjarlægðar frá miðbæjarlífi og listaháskólinn geti því ekki á þeim stað orðið það lifandi og kraft- mikla menningarsetur sem hugur hans stend- ur til. Ja hérna. Maður getur ekki varist þeirri spumingu hvort rekt- orinn og stjórnin hafi gleymt aðaltilgangi Listaháskóla Islands, nefnilega þeim að vera fræðslu- og rannsókn- arstofnun á háskólastigi. Eins og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, benti á í viðtali í fréttum RÚV í hádeginu 12. októ- ber sl., þá liggja ekki nein svona hús eða lóðir á lausu í miðborg Reykjavíkur. Hún nefndi, að hugs- anlegt væri að ætla listaháskólan- um pláss í skipulagningu bygginga- framkvæmda á hafnarbakkanum, sem ákvörðun verður tekin um eft- ir nokkra mánuði. Það er alveg ljóst að nýbygging fyrir listaháskólann, hvort sem væri í miðbæ Reykjavikur eða Hafnarfjarðar, myndi taka allmörg ár og væntanlega kosta miklu meira en nauðsynlegar breytingar og innréttingar í Laugarnesinu. Og hvað er eiginlega athugavert við Laugarnesið og hvernig getur nokkur hundruð metra fjarlægð til eða frá Lækjartorgi ráðið úrslitum um það hvort Listaháskóli íslands verði lifandi hluti af menningarlífi Reykvíkinga og annarra Islend- inga? Hús Listaháskóla íslands í Laugarnesi er glæsileg bygging, hátt til lofts og vítt til veggja. Hús- ið býður upp á fjölmarga mögu- Hverjir eiga Island? HVERJIR eiga ísland? Fámenn stétt fjármagnseigenda eða hinn vinnandi fjöldi? Þessi áleitna spuming var lögð fyrir þjóðina vet- urinn 1984 til 85. Þegar þáverandi formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, fór um land- ið í hundrað funda pólitískri her- ferð. Sú ferð var farin til að kynna róttæka stefnu flokksins og til að vekja umræðu um vaxandi misrétti í þjóðfélaginu. Bent var á að hér byggju tvær þjóðir. Önnur ynni lengsta vinnudag í Evrópu á lægstu launum og keypti lífsviðurværi sitt hæsta verði sem þekktist í Evrópu. Hún væri þjóðin sem bæri her- kostnaðinn af verðbólgustríðinu fyrir hina þjóðina sem skammtaði sér lífskjör. Sú þjóð, forréttinda- þjóðin, hefði engar fórair fært og greiddi ekki sinn hlut í sameigin- lega sjóði landsmanna. Margt hef- ur breyst til betri vegar á þeim 15 árum sem liðin era og launafólk og stjómvöld tóku höndum saman í byrjun þessa áratugar um þjóðar- sátt til að vinna bug á verðbólg- unni. Þrátt fyrir það blasir sú óhugnanlega staðreynd við að á sama tíma og stjórnvöld hafa glopr- að stöðugleikanum niður þá eru eignir þjóðarinnar að færast á hendur fáeinna fjölskyldna sem eru að sölsa undir sig þjóðarauðinn. Sama mynd og íyrir 15 árum blasir við um tvær þjóðir sem byggja þetta land. Minkurinn í hænsnakofanum Þjóðarsátt um betri kjör var sameiginlegt átak til að ná þjóðinni út úr óðaverðbólgu. í henni fólst að frysta laun og grípa samhliða til félagslegra aðgerða hins opinbera á meðan þjóðin næði sér út úr hringrás kauphækk- ana og verðhækkana sem átu hverju sinni upp launaaukann. Allir voru sam- mála um að kaupmáttaraukning Rannveig Guðmundsdóttir Stjórnmál Pjóðinni, segír Rann- veig Guðmundsdóttir, er nú skipt í tvo hópa. væri eina raunveralega markmiðið. Þeir sem færðu fórnir sýndu langl- undargeð og treystu á verulegar úrbætur í fyllingu tímans. Allt síð- I Finn ekk [56 Finn ekkert fyrir túrverkjunum - Ótrúlegt! -1- 3 asta kjörtímabil hefur verið hamrað á góðæri fjöldans eftir að auk- inn afli og betri ytri skilyrði bættu okkar efnahag. I kosningun- um í vor var þjóðin vísvitandi blekkt með því að hér væri bull- andi góðæri og yrði áfram svo fremi að stj órnarflokkunum yrði tryggð áfram- haldandi stjórnarseta. Forsætisráðherrann komst svo fallega að orði að ef Samfylking- in kæmist að stjórn landsins yrði hún eins og minkurinn í hænsnakofanum og allt færi á heljarþröm. Alvarlegar blikur voru þá þegar á lofti og verð- bólgan nú er vitnisburður um óheiðarleg vinnubrögð forsætisráð- herrans sem nú reynist minkurinn sjálfur. Þjóðin sem borgar Á síðustu árum hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á skatta- lögum. Þær hafa gert það að verk- um að þeir sem eru í atvinnurekstri og á fjármagnsmarkaði búa við minni skattbyrði en launafólk. Þeg- ar Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur settu lög um fjár- magnstekjur var skattur af arði lækkaður niður í 10 prósent sem er fjórðungur þess skatthlutfalls sem einstaklingar borga í tekjuskatt. Með því vora milljarðar færðir til fjármagnseigenda í formi lágra Listaháskóli Hafa rektor og stjórnin, spyr Bjarni Daníelsson, gleymt aðaltilgangi listaháskólans? leika til innréttingar og breytinga og síðast þegar ég vissi íylgdu því miklir viðbyggingarmöguleikar. Staðsetningin er frábær, aðkoman auðveld og útsýni fagurt. Þetta er kjörinn framtíðarstaður fyrir mið- stöð æðri listmenntunar í landinu. Ég get heldur ekki séð að neitt við staðsetninguna geti komið í veg fyrir lifandi þátttöku í menningar- lífi borgarinnar. Það eru meira að segja komnir vinsælir göngustígar meðfram allri ströndinni niður í miðbæ. Það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í þessu sambandi hvað yrði um húsið í Laugarnesi ef listaháskól- inn hafnar því. Ég sé í hendi mér, að þær menningarstofnanir sem nú eru aðþrengdar í miðbæ Reykja- víkur, munu keppast um að fá inni í húsinu fyrir starfsemi sína. Ef það verður niðurstaðan verður þetta brölt við að stytta fjarlægðina milli listaháskólans og annarra menn- ingarstofnana í hjarta Reykjavíkur um fáeina hundruð metra orðið fullkominn farsi. Þessi málatilbúnaður er ekki samboðinn Listaháskóla Islands. Ég leyfi mér að mælast til þess, sem íslenskur þegn og áhugamað- ur um listmenntun í landinu, að stjórn og rektor Listaháskóla ís- lands láti af þessu miðbæjarrugli og snúi sér að því að leysa önnur verðugri og meira aðkallandi verk- efni við uppbyggingu Listaháskóla Islands. Höfundur er óperustjóri. skatta. Þannig er þjóðinni nú skipt í tvo hópa. Þá sem borga hlutfalls- lega háa skatta og þá sem borga lága eða enga skatta. Góðæristalið víkur þessa dagana fyrir áminn- ingu um að ekki sé svigrúm fyrir launahækkanir sem neinu nemur einmitt nú þegar fjölmennu stétt- irnar era á leið í samninga og ætla að sækja sinn skerf af góðærinu margumtalaða. Tekjujöfnunartæki eins og barnabætur era lækkaðar um hundrað milljóna á sama tíma og fimm til sex prósent verðbólga hækkar allar skuldir heimila. Nokkrar fjölskyldur eiga Island En það hefur fleira verið að ger- ast. Hægt og sígandi hefur þjóð- arauðurinn færst á fárra hendur. Það eru ekki lög um hömlur á veið- ar eða hámarkskvótinn út af fyrir sig sem hafa haft þessar afleiðingar heldur heimildirnar til að leigja eða selja aflaheimildir. Fjárhæðirnar á bak við viðskipti með báta, skip og sjávarútvegsfyrirtæki byggjast á veiðiheimildunum sem fylgja þeim. Rétturinn til veiða, yfirráðin yfir óveidda fiskinum í sjónum, er að komast í hendur fáeinna fjöl- skyldna sem ráða brátt sjávarút- veginum auk þess að reka olíufélög, skipaútgerðir, matvöraverslanir og keppast um að kaupa banka. Sam- fylkingin hefur óskað eftir skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi. Ég trúi að þegar hún birtist muni koma í ljós að fjöl- skyldurnar sem eru að eignast allt Island era jafnvel ekki yfir eitt hundrað. Það fer að verða lýðum ljóst hverjir eiga Island. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.