Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Tískufatnaður o g myndlist fléttast saman HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Anna María Helgadóttir, Egill Tdmasson, Berglind Hasler og Rui Pedro Andersen reka fyrirtækið 101 ehf. þar sem bæði er seldur tískufatnaður og haldnar myndlistarsýningar. Midbær í PORTI á miðjum Lauga- veginum er að finna stað þar sem fataverslun og myndlistargallerí eru sam- fléttuð. Frá því í vor hafa þau Egill Tómasson, Berg- lind Hasler, Rui Pedro And- ersen og Anna María Helga- dóttir rekið fyrirtækið 101 ehf. þar sem bæði er seldur tískufatnaður og haldnar myndlistarsýningar. Að sögn Egils er hugs- unin sú að blanda saman fötum og myndlist og jafn- vel einhverju fleiru þegar fram í sækir. Hann segir föt og list tengjast sérstak- lega vel og eiga það sam- eiginlegt að hafa mikil áhrif á lífsstíl fólks. Fötin sem eru til sölu í versluninni eru bæði ný og gömul og koma frá London, New York, Kaup- mannahöfn og Islandi. Meðal annars er að finna sérhönnuð föt bæði frá er- lendum og íslenskum fata- hönnuðum. Þau segjast op- in fyrir öllu mögnlegu og að vel sé tekið á móti fata- hönnuðum sem vilji koma hönnun sinni á framfæri. Lifandi gallerí Stefna þeirra er að opna nýja myndlistarsýningu á fjögurra vikna fresti og hafa þrjár nú þegar verið haldnar. Sú fyrsta var sýn- ing með verkum Húberts Nóa Jóhannessonar, á eftir henni kom sýning með verkum Hallgríms Helga- sonar og þá sýning með verkum Gabríellu Friðriks- dóttur og Magnúsar Sig- urðarsonar. A laugardag- inn opnaði svo sú fjórða, með hljóðinnsetningar- verki eftir Pál Thayer. Þau segja að hugmyndin sé sú að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast myndlist og að góð leið til þess sé að hafa myndlistina innan um eitthvað annað sem ungu fólki finnist eft- irsóknarvert, til dæmis tískuföt. Viðbrögð unga fólksins hafi svo verið mjög góð ogjákvæð, því þau segja nær alla sem koma inn í verslunina gefa sér tíma til að skoða þá myndlistarsýningu sem sé í gangi. Þau segja unga fólkið óhrætt við að segja hug sinn og spyrja út í verkin sem sé mjög já- kvætt, því ekki þurfi alltaf að setja sig í ákveðnar stellingar þegar myndlist sé skoðuð. Þau segjast ánægð með þá afslöppuðu stemmningu sem ríkir þarna og að þeim sé kappsmál að hafa þetta lifandi gallerí. Þau eru op- in fyrir hugmyndum ungra myndlistarmanna og segja að gallerí af þessu tagi sé einmitt vettvangurinn fyrir þá. Einnig séu ýmsar fleiri hugmyndir í bígerð um meiri og fjölbreyttari starfsemi og að þær muni smám saman koma í Ijós þegar fram líða stundir. í ,JL— É0’-------! ' Eilífsdalur) Hjarðarnes Möðruvalla- háls Sandsfjall Tindstaða tindur Lokafjall Þórnýjar- tindur Kistufell Mógilsá % KÖllafjörðu? Skeggjastaðir Leirvogs- vatn Fjalllendið sem Hreggviður Jónsson vill gera að almenningi Reykjavíkur nær frá vesturhluta Esjunnar að Skálafelli í austri. Morgunblaðið/Eiríkur P. Trjárækt í hlíðum Esjunnar við Mógilsá setur skemmti- legan svip á útivistarsvæðið þar. Hreggviður bendir í átt að Gunnlaugsskarði og segir það tilvalda gönguleið að fara þar upp. Til hægri sést Kistufell. aldrei ganga sjaldnar þarna en einu sinni í viku og að með- altali gangi hann á Esjuna tvisvar í viku, allt árið um kring. „Það er auðvitað mis- jafnt veðrið, en ég myndi kalla þetta heilsustofu Reykjavíkur, rétt eins og menn kölluðu laugarnar heilsubrunna borgarinnar. Það er afskaplega góð æfing fyrir alla að ganga þarna upp og niður og ekki til hollari hreyfíng," segir Hreggviður. Hann segir að það hafí aukist gríðarlega mikið að fólk gangi þarna um frá því að hann kom þarna fyrst fyrir um 40 árum. Þá hafí tæplega verið hægt að merkja að menn hefðu farið þar um, en nú sé sums staðar orðinn helst til mikill átroðn- ingur, sem hægt væri að laga með því að gera stíga og beina umferðinni á ákveðna staði. Skíðasvæði í Blikdal Þá segir Hreggviður að í Blikdal séu ótrúlega skemmtileg skíðasvæði og sérstaklega þá fyrir göngu- skíði. Þarna stendur landið Hreggviður Jónsson er mikill áhugamaður um útivist og telur að fjall- lendi Esjunnar sé ein- stakt útivistarsvæði. hærra og það þýðir að snjór- inn kemur fyrr og stendur lengur. Hreggviður segist hafa farið þarna á skíði í októbermánuði og í nóvem- ber hafi hann æði oft farið á skíði í Blikdal. Hins vegar sé aðgengi þar ekki nægilega gott til að menn geti stundað þar skíði reglulega. Hreggviður segir að lítill hluti þessa svæðis sé í eigu borgarinnar, þó að það sé inn- an borgarmarkanna. En skipulagið verði auðvitað allt að vera í samhengi og það verði ekki þannig nema skipu- lagsaðilar borgarinnar geri eitthvað í málinu. Hann segist hafa lagt þessar hugmyndir fyrir borgarstjóra, sem hafí út af fyrir sig tekið jákvætt í þær og sagt að allar hug- myndir væru vel þegnar varð- andi svæðið. Hreggviður segir að menn verði að þekkja svæðið vel til að geta unnið að skipulagi þess og hefur boðist til að veita hugsanlegri skipu- lagsnefnd forystu. Hann telur að huga beri að nýrri öld með stórhuga hugmyndum um svæðið, sem taki tillit til þarfa og sýnar næstu aldar, til heilla almenningi og komandi kynslóðum. „Miðað við það að næsta ár er menningarár Evrópu yrði það auðvitað synd ef ekki á að undirstrika þessa sérstöðu Is- lands, eða Reykjavíkur, á menningarái'inu 2000,“ segir Hreggviður. Dalsmynni ■ S / -J / Bakki» Andríðisey \\ Kjalarne: Brautarholt Jörfi- tarholt Jörfi - / -Vaiiá Keíbóla- Þverfel1 K/éberg Skrautholar kambur . resthus Þverfells- L‘ Sjávarhólar .cé' h°m Esjúberg 'V Hofsvík S.r . j A H^"9a Hátindur \ |> Kerhóla- % % / \ Stardals- hnúkur Saltvík Brimnes Vill stofna almenning Reykjavíkur í fjalllendinu frá Skálafelli að Esju Stórkostlegt landsvæði til útiveru Reykjavík HREGGVTÐUR Jónsson, áhugamaður um útivist og fyrrum formaður Skíðasam- bands íslands, hefur sent borgaryfírvöldum hugmyndir er lúta að því að friðlýsa svæð- ið frá vesturhluta Esju að Skálafelli og breyta því í al- menning Reykjavíkur. Hann telur heppilegt að nota menn- ingarárið 2000 til þess að hrinda þessum hugmyndum af stað, enda sé Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu sem státað getur af því að hafa slíkt fjalllendi innan sinna borgar- marka. Sjálfur segist hann hafa notið hins óendanlega fjölbreytileika sem þar er að finna á fjölmörgum ferðum sínum um svæðið. Hann sér fyrir sér að almenningur Reykjavíkur verði gjöf til fólksins í borginni og lands- manna allra árið 2000. Hreggviður telur að borgar- búar og borgarfulltrúar hafí ekki áttað sig á því hversu gíf- urlegt fjalllendi færðist inn fyrir borgarmörkin þegar Reykjavík sameinaðist Kjalar- nesi. Hann telur að landsvæðið austan úr Skálafelli vestur að vestasta hluta Esju, og þá íjalllendið sem slíkt, sé stór- kostlegt útivistarsvæði. Það svæði er í dag lítið skipulagt sem slíkt, ef undan er skilið skíðasvæðið við Skálafell og gönguleiðir upp með Mógilsá. „Þetta er gífurlega mikið svæði, bæði í fjalllendinu og of- an á Esjunni og víðar. Þetta tel ég að setja þurfi undir eitt skipulag. Mikilvægt er líta lengra fram í tímann og gefa út yfirlýsingu um að þetta sé friðlýst svæði og setja um það ákveðnar skipulagsreglur," segir Hreggviður. Aðstaða fyrir fjallagolf Hann segir að á svæðinu séu ótal möguleikar varðandi útivist, þó að svæðið sé allt meira og minna í fjalllendi. Hægt sé að auka fjölbreytni í gönguleiðum og að mjög auð- velt sé að koma við göngustíg- um víða. Hreggviður telur einnig að setja mætti upp aðstöðu fyrir fjallagolf á svæðinu, t.d. fyrir ofan Mógilsá. Þar mætti setja upp brautir sem liggja upp og niður hlíðarnar og að slíkur völlur geti orðið skemmtileg nýbreytni fyrir golfáhuga- menn. Þá má útbúa aðstöðu fyrir fjallahjól og klettaklifur á svæðinu. Hreggviður bendir á að þarna séu afskaplega skemmtileg klettabelti sem henta myndu vel til fjallaklif- urs. Hann segir að fjallaklifur sé í mikilli sókn í Evrópu og að menn byggi þar sérstaka sali til æfinga á meðan Esju- hlíðar geymi tilvalda aðstöðu til að iðkunar fjallaklifurs. Þá telur Hreggviður að möguleikar svæðisins felist ekki síst í aukinni trjárækt. Hann bendir á að mönnum hafí þótt það út í hött þegar farið var að skipuleggja Heið- mörk fyrir hálfri öld, en þar sú nú orðið mjög aðlaðandi útivistarsvæði með miklum gróðri. Því eigi að halda áfram að rækta upp slíkan gróður sem nú sést við Mógilsá. Hreggviður segir að uppi á Esjunni sé gífurlegt víðerni og að hægt væri að auðvelda aðgengi þangað og jafnvel að gera eitthvað þar uppi, t.d. út- sýnishús. Hann segist sjálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.