Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 68
J^68 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM RICHARD ATTENBOROUGH Sir Richard Attenborough að störfum við tökur á Magic, u.þ.b. 1977. ÞEIM fer fækkandi, kvikmynda- gerðarmönnununi sem fæddust á fyrstu áratugum aldarinnar, sem margir kenna einmitt við kvik- .myndir. Einn þeirra sem enn læt- ur engan bilbug á sér finna er sir Riehard Attenborough. Þessa dagana er hinn hálfáttræði þús- undþjalasmiður að senda frá sér nýjasta leikstjórnarverkefnið sitt, Grey Owl, og leika í kvik- myndagerð söngleiks Webbers og Rice, Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat. Sir Richard verður ekki síður minnst sem leikara en leikstjóra. Þessi geðþekki maður hefur leik- ið allt frá jólasveininum til úr- i( hraka á ferli sem spannar yfir hartnær 6 áratugi. Attenborough fæddist inn í mcnntamannafjöl- skyldu í Cambridge (David bróð- ir hans er heimskunnur höfundur frábærra sjónvarpsþátta um gróður- og dýralíf er hafa birst hér á skjánum), og stundaði nám við leiklistarskólann RADA (Royal Academy of Dramatic Arts). Hann fór með sitt fyrsta hlutverk á sviði aðeins 12 ára gamall, 18 ára var hann orðinn atvinnumaður í London, kom fyrst fram í West End í Ah, Wild- erness (‘41) eftir Eugene O’NeilI. Fyrsta kvikmyndahlutverkið var hinsvegar í stríðsmynd David Le- ^an, In Which We Serve (‘42). Það stóð ekki á því að þessi smái en knái strákur slægi í gegn á fjöl- unum, það gerðist strax 1942, í hlutverki ungs afbrotamanns, leiðtoga glæpagengis í Brighton Rock. Þá greip alvara síðari heimsstyrjaldarinnar inn í og Attenborough þjónaði föðurland- inu næstu árin í flughernum. Hann lauk herþjónustu 1947 og fór umsvifalaust með aðalhlut- verk kvikmyndagerðarinnar. Ungi veiklundaði afbrotamað- Airinn sem hann túlkar svo vel í Brighton Rock, varð vörumerki hins unga Attenboroughs næsta áratuginn. í mynd eftir mynd endurtók hann sig, oft með góð- um árangri. Ekki síst í The Guinea Pig (‘48) þar sem hann er sagður fara á kostum í hlutverki kornungs vandræðanemanda. Næsta áratuginn lék hann í rösk- lega 20 myndum. Þrátt fyrir mis- jöfn gæði þeirra er ekki við Attenborough að sakast, hans orkugjafi er vandvirkni og metn- aður, ekki aðeins hvað sjálfan hann snertir, heldur breska kvik- myndagerð yfir höfuð. Því fór hann snemma að framleiða myndir, gaf ungum og efnilegum leikstjórum eins og Bryan Forbes sín fyrstu tækifæri. Sem leikari þurfti Atten- borough ekki að kvarta undan atvinnuleysi, lék t.d. í 5 myndum 1959, en bitastæðar rullur létu á sér standa. Loks á sjöunda ára- tugnum fóru eftirsóknarverð hlutverk að bjóðast í myndum eins og Séance On a Wet Afternoon (‘64), Guns At Batasi (‘64) (BFI-verðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki); Flight Of the Phoenix (‘65), The Sand Pebbles (‘66). Hvað eftirminni- legastan leik á ferlinum sýndi hann í hlutverki fjöldamorðingj- ans Christie í 10 Rillingron Place, þá byrjaður að leita fyrir sér sem leikstjóri. Síðan hefúr fátt merkilegt gerst á leikferlin- um, ef undan eru skildar metað- sóknarmyndirnar um Júragarð- inn. Árið 1969 kom að því að fyrsta leikstjórnarverkefni Atten- boroughs kom fram á tjaldið. Lítt eftirminnileg mynd að vísu, Oh! What a Lovely War, byggð á kunnum söngleik, lofaði ekki miklu, að undanskildum vel leik- stýrðum fjöldaatriðum, sem allar götur siðan hafa verið aðals- merki leikstjórans. Auk þess sem hann hefur jafnan góð tök á leik- urum sinum. Ekki eignaðist hann heldur aðdáanda á þessum bæ með hinni sjálfsævisögulegu Young Winston (‘72), en fram- kallaði engu að síður stórleik hjá Simon Ward, sem hlýtur að flokkast undir kraftaverk. Líkt og á leiklistarferlinum hreifst Attenborough mjög af stríðs- myndum sem verkefnum við upp- haf leikstjóraferilsins. A Bridge Too Far (‘76) er endursköpun mikilla hernaðarmistaka Banda- manna í seinna stríði í Hollandi. Utkoman ábúðarmikil, innantóm stórmynd, fokdýr, hlaðin leikur- um (Connery, Redford, Hackman o.fl.), sem hvorki gekk nógu vel né þótti almennt nógu góð. Ekki vænkaðist hagur strympu með spennumyndinni Magic (‘78), sem mér þykir hans besta mynd fram að því, en á víst fáa skoðana- bræður. Myndin töfrar engu að síður fram þennan hka fína leik hjá Ann-Margret og þarna er Sir Anthony Hopkins í einu fyrsta aðalhlutverki sínu og skilar geð- truflaða búktalaranum eftir- minnilega vel. Hafi einhver velkst í vafa um hæfileika sir Richards á leik- stjórasviðinu - sem ekki er ólík- legt á þessum tímapunkti - þá sló Attenborough þögn á allar slíkar efasemdarraddir með næstu mynd sinni, enda hefur hún ein verka leikstjórans skipað sér í raðir sígildra verka kvikmynda- sögunnar. Gandhi (‘82) er sann- kallað stórvirki, hvernig sem á hana er litið og uppfyllti loks það metnaðarfulla takmark hans að vera tekinn alvarlega sem leik- stjóri. Stórmyndir voru lengst af eft- irlætisviðfangsefni Atten- boroughs, hann hélt um stjórnvöl tveggja slíkra næstu árin: Cry Freedom (‘87) og Chaplin (‘92). Báðar góðar og búa yfir frábær- um hlutum. Chaplin olli þó nokkrum vonbrigðum, einkum hvað snertir miðasölu; fokdýr en fékk Iélega aðsókn - þrátt fyrir stórleik Roberts Downey Jr. í tit- ilhlutverkinu. 1993 snýr þessi ágæti maður blaðinu við og sendi frá sér Shadowlands, sterkt og undur vel leikið drama. Atten- borough var þó ekki kominn á beinu brautina því næsta verk hans, In Love and War (‘97) var vond mynd að flestu Ieyti með misráðnum leikurum (Chris O’Donnell, þó enn frekar Sandra Bullock) í hlutverkum Ernest Hemingway og æskuástarinnar hans - sem á að vera 8 árum eldri en 18 ára skáldið! Sem fyrr segir er Gráugla á leið inn í kvikmyndahúsin síðar í mánuðinum. Nafnið er dregið af skáldanafni umíjöllunarefnisins, kanadísks barnabókahöfundar af ættum frumbyggja, sem vakti heimsathygli á millistríðsárun- um. Það vekur hinsvegar spurn- ingar um útkomuna að leikstjór- inn hefur valið Pierce Brosnan, af öllum mönnum, til að fara með aðalhlutverkið. Robert Redford og fleiri stórleikarar stormuðu yfir brúna á Rín við Nijmegen í seinna- stríðsmyndinni A Bridge Too Far. Því miður með hliðstæðum árangri og fyrirmyndirnar. Stórleikarinn Ben Kingsley fyrir miðri mynd í titilhlutverki meistaraverks Attenboroughs, Gandhi. Sígild myndbönd GANDHI (‘82) SANNKALLAÐUR kvikmyndarisi sem greinir frá lífi og starfl Gand- his (Ben Kingsley) og stjórnmála- þróuninni á Indlandi fyrír og eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Hér er ^rakinn ferill mannsins frá því hann byrjar stjómmálabáráttuna, fátæk- ur lögfræðingur í Suður-Afríku, uns hann verður alþjóðleg hetja fyrir skoðanir sínar og friðsamleg- ar mótmælaaðferðir. Kingsley er stórkostlegur í titilhlutverkinu, ótrúlega líkur fyrirmyndinni og heillandi í persónusköpun. Hann j^ireppti Óskarinn fyrir og myndin sjálf sjö aðra. íburðarmikil fram- leiðsla með mörgum stórbrotnum hópsenum sem veita innsýn í merkilega tíma í lífi þjóðar, en líka smærri, ljóðrænni myndir sem gefa dýrmæta innsýn í líf hins stór- merka kennimanns. Meistaraverk Attenboroughs. Candice Bergen, Edward Fox, Trevor Howard, Sir John Gielgud, leggja öll myndinni lið. CRY FREEDOM (‘87) Hróp Attenboroughs á frelsi svarta meirihlutans í S-Afríku heyrast vel í fyrri helmingi myndarinnar en verða veikari þegar Ijóst er að allur seinni hlutinn snýst um flótta Kevin Klines, sem leikur frjálslynda blaðamanninn Donald Woods, út úr landinu. Myndin hefur allar réttu meiningarnar í frásögn af vináttu blaðamannsins og blökkumanna- leiðtogans Steven Bikos, sem er frábærlega leikinn af Washington. En það sem átti að verða áróðurs- mynd verður spennumynd. Stund- um glittir í stórfenglega frásagnar- aðferð Attenboroughs í hópatriðun- um og einnig blasir við átakanleg og grimmileg lýsing á miskunnar- lausu kerfi mannvonsku og níðings- skapar. Þá er myndin býsna sterk. SHADOWLANDS (‘93) Tilfinningaþrungið drama, byggt á sönnum atburðum um sérstakt samband gjörólíkra einstaklinga. Barnabókahöfundurinn C.S. Lewis (Anthony Hopkins), var mikls met- inn lektor við Oxford-háskóla, ein- rænn og stirfinn, er hann kynntist bandarískri konu (Debra Winger), þversögn hans á flesta lund. Lífs- glöð og kát heillar hún mennta- manninn, varpar birtu inn í drunga- legt umhverfið. Þau giftast en dap- urleg örlög binda snöggan endi á hjónabandið. Enn eina ferðina sýn- ir Attenborough hversu frábærum árangri hann nær hjá leikurunum. Stórleikur Hopkins kemur ekki á óvart en Winger grípur tækifærið og stenst honum fyllilega snúning í fyrsta ærlega hlutverkinu sem þessi gæðaleikkona fær um árabil. Þau gera vel skrifaða og heil- steypta mynd sannarlega eftir- minnilega. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.