Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 70
0 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM ERLENDAR Skúli Helgason fjallar um nýjustu plötu Paul McCartney - Run Devil Run. McCartney finnur taktinn! PAUL McCartney hefur verið eins og Katla eftir að Bítlarnir hættu, mestanpart makindalegur en með óralöngu millibili tekur hann af skarið og gýs þannig að eftir er tekið. Paul hefur verið iðinn við kolann síðan Bítlarnir hættu árið 1970 en árangurinn hefur ekki allt- af verið honum til sóma. Mér telst til að þetta sé tuttugasta og þriðja plata hans, að Wings-plötunum meðtöldum en safnplötum sleppt- um. Af þessum eru 5-6 góðar, þar af þrjár á síðustu 20 árum. I þeim hópi er síðasta plata hans: Flaming - *Pie frá 1997 þar sem Paul kom til dyranna eins og hann var klæddur, hættur að reyna að elta tískusveifl- ur, laus að mestu við tilgerðina og kominn áleiðis í sitt gamla form, með skotheldar poppmelódíur í farteskinu. Sólóferill Pauls er varðaður mörgum neyðarlegum verkum sem aldrei hefðu komist í gegnum gæðaeftirlitið hjá Bítlun- um en á Flaming Pie var engin slík hörmung. Run Devil Run kemur tveimur f>g hálfu ári seinna og er fyrsta plata McCartneys eftir andlát eig- inkonu hans, Lindu. Platan er á yf- irborðinu afturhvarf til fortíðar, lögin eru flest frá 6. áratugnum þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu skref í Liverpool og Ham- borg. Paul sækir í smiðju gömlu meistaranna: Chuck Berry, Little Richard, Carl Perkins, Gene Vincent og auðvitað Elvis Presley. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Paul leitar í þennan garð æskuminn- inganna. Árið 1988 gaf hann út rússnesku plötuna: Choba B CCCP með gömlum slögurum og Unplugged-platan frá 1991 hafði að geyma nokkur lög frá svipuðum tíma. Þá er forvitnilegt að bera þessa plötu saman við Rock N Roll plötuna sem John Lennon gaf út 1975. Run Devil Run sker sig úr þessum plötum öllum því lagavalið er frumlegra, flest lögin eru lítt þekkt og hljóma fersk fyrir vikið. Frægast er Presley-lagið AU shook up en flest hinna eru lítt þekkt og varla nokkur sem geta talist húsgangar á alþýðuheimil- um. Mörg þeirra má rekja beint aftur til Bítlanna, b-hliðar lög eða albúmlög sem Bítlamir spiluðu í klúbbum, sum þeirra spiluð hér eftir minni því plötur með upp- runalegu útgáfunum fundust hvergi! Þrjú Iaganna eru svo frum- samin, allt hráir kraftmiklir rokk- arar sem falla ágætlega að heildar- myndinni. I nýju viðtali útskýrir Paul þetta lagaval: Paul safnaði um sig fyrsta flokks spilurum fyrir þessa plötu. Fyrst- L E T T A DANSSVEIFLU ÁTVEIM DÖGUMI stu námskeið um helgina 557 7700 hringdu núni Áhugahópur um almenna dansþátttöku á fslandi Netfang: KomidOgDansid@tolvuskoli.is Heimasíða: www.tolvuskoli.is/KomidOgDansid/ GoodLife W 0 M A N Nýi dömuUmurinn ^rtorgaref^ _ _ Ts/or kökumeikið komið aftur! an ber að telja gítarleikara Pink Floyd: David Gilmour. Hann lék áður með McCartney í ballöðunni No More Lonely Nights fýrir fimmtán árum síðan. Gilmour til fulltingis er gítarleikarinn Mick Green sem lék í hljómsveitinni The Pirates upp úr 1960. Ian Paice úr Deep Purple lemur húðirnar og Pete Wingfield spilar á píanó. Þetta er í stuttu máli kröftugasta band sem Paul hefur spilað með síðan hann var í Bítlunum. Leik- gleðin er ruddaleg og Paul er í sínu besta formi - syngur rokklögin eins og átján ára foli og tekst að gæða þessi eldgömlu lög nýju lífi og gefa þeim ferska áru. Það er meiri ákafi og vilji í MeCartney á þessari plötu en maður hefur heyrt í alltof langan tíma. Flest lögin á Run Devil Run eru kröftug rokk- lög þar sem Paul öskrar úr sér lungun eins og í Long Tall Sally forðum. Best í þeim hópi eru She Said Yeah eftir Larry Williams sem samdi Slow Down sem Bítl- arnir tóku 1964 og Party sem Elvis söng í kvikmyndinni Loving you. Paul fer afar vel með tregablandið lag kántrísöngvarans Ricky Nel- son: Lonesome Man. Túlkun hans á lagi Chuck Berry: Brown eyed Handsome Man er einn af hápunktum plötunnar en lagið er sett í cajun-stíl með harmonikk- ukryddi sem fer afar vel. Mest kemur Paul á óvart í laginu No ot- her baby, lítt þekktu lagi ensku skifflesveitarinnar The Vipers en afgreiðsla hans á því minnir á meistara Johnny Cash og hefði ekki verið út úr korti í Pulp Fiction. Hofner-bassinn frá Bítla- tímanum setur sterkan svip á lagið sem er eitthvert hið forvitnilegasta frá Paul í mörg ár. Hér svífur sjaldséð mystík yfir vötnum sem oftar en ekki hafa verið gruggug af vemmilegri vellu. Hver einasta McCartney-plata, svo lengi sem ég man eftir, hefur geymt eitt eða fleiri dæmi um svimandi væmni eða bjánaskap en þessi plata er blessunarlega laus við það. McCartney hefur greini- lega haft mjög gaman af því að vinna þessa plötu, hann sýnir til- þrif sem minna á gullaldarárin og lætur alveg vera að míga utan í tískustrauma sem eru honum framandi. Engu síður er hljómur- inn frísklegur og krafturinn í hljómsveitinni smitandi. Run Devil Run er prýðileg plata, í hópi bestu sólóverka McCartneys og í fyrsta sinn í tæp 25 ár sendir maðurinn frá sér tvær góðar plötur í röð. Paul tapaði lunganum af sinni sjálfsgagnrýni þegar hann hætti í Bítlunum en nú er sem hann hafi loksins náð taktinum og sé farinn að virkja hæfileikana á þann hátt sem sæmir öðrum af tveimur mestu lagasmíðum poppsins. Það er vel við hæfi að þessi frægasti núlifandi poppari sögunnar endi öld Bítlanna með slíkum stæl og verður spennandi að sjá hvað karl gerir eftir þetta vel heppnaða stefnumót við fortíðina. Fjögurra stjörnu plata - ekki spurning. Gott hjá þér, gamli! Leiðréttingar Lennons og jakkaföt Elvis Uppboð á munum popparanna JOHN Lennon sagði það vera samið undir ofskynjunaráhrifum LSD, gagnrýnendur kölluðu það meistaraverk og aðdáendur klór- uðu sér í höfðinu yfir því. Textinn eða Ijóðið „I am the Walrus" var þó aldrei svo dularfiillt að mati sumra. Ein blaðsiða af handskrifuðum texta úr hinu undarlega verki Lennons var boðin upp hjá Christie’s uppboðshúsinu í Lon- don nýverið og fyrirfram var vonast til að hún færi á um 70 þúsimd pund. Það gekk eftir og gott betur því nafngreindur kaupandi greiddi tæp 80 þús- und pund fyrir blaðið eða tæp- ar 10 milljónir króna. Línurnar tuttugu sem á blaðinu standa eru allar útkrotaðar í leiðrétt- ingum og eru ólíkar lokaútgáf- unni sem að mati margra gagnrýnenda hefði átt að vera vinsælasta lag Bítlanna en það kom út árið 1967. Með furðu- legum setningum eins og „ég sit á kornfiögu og bíð eftir því að bfllinn komi“ fannst gagn- rýnendum þeir geta séð hvern- ig Lennon hugsaði. SÉRMERKTAR HÚFUR OG HANDKLÆÐI MYNDSAUMUR Hellisgala 17, 220 Hafnarfjörður Sími 565 0122 www.if.is/ myndsaumur Ekki er allt sem sýnist Reynt var að fínna margar ástæður fyrir texta lagsins en nú telja flestir að Lennon hafí verið undir áhrifum frá ljóði Lewis Carroll, The Walrus and the Carpenter, James Joyce og teiknimyndahetjum. Texti lags- ins ýtti undir sögusagnir um að félagi Lennons, Paul McCartney, hefði Iátist í slysi eða í það minnsta var það á þá leið sem sumir kusu að túlka setningamar „heimskur, blóðugur þriðjudag- ur“ og „beðið eftir að bfllinn komi“ sem komu fyrir í textan- um. Lennon talaði alltaf um það að hann hefði samið lagið í sýru- vímu og að sírenuhljóð lög- reglubfla hefðu gefið sér inn- blástur. Seinna gerði hann grín að fárinu sem varð og sagði í lag- inu Glass Onion: „Hér er vísbend- ing lyrir ykkur. Walrus (rostung- urinn) var Paul.“ Oasis áhugasamir Poppsérfræðingur upp- John Lennon setti allt á annan endann með laginu I am the Walrus á sínum tíma. boðshússins, Sarah Hodgson, er að vonum ánægð með uppboðið. „Utlendingar sýna uppboðum á Bítlavarningi alltaf mikinn áhuga, sérstaklega Japanir, því þeir eru mjög miklir Bitlaaðdá- endur.“ En aðeins nær uppboðsstað- num voru bræðurnir Liam og Noel Gallagher úr hljómsveitinni Oasis sagðir rífast um hver myndi fá í hendurnar hand- skrifuðu blaðsíðu átrúnaðargoðs- ins. Texti Lennons var eflaust há- punktur uppboðsins en á því kenndi ýmissa grasa. Þar voru meðal annars boðin upp tvenn jakkaföt af rokkkónginum sjálf- um, Elvis Presley, og fyrir þá djörfu var hægt að bjóða í undir- fötin sem Jean-Paul Gaultier hannaði á Madonnu fyrir tón- leikaferð hennar árið 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.