Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Art Farmer og Milt Jackson látnir Meistarar ljóðs og sveiflu Þeir sem skópu hinn nýja djass á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari falla nú í valinn hver af öðrum og í síðustu viku létust í New York, fiygilhornleikarinn Art Farmer, 71 árs, og víbrafónistinn Milt Jackson, 76 ára. Vernharður Linnet segir að þeir séu báðir ~7--------------------- Islendingum vel kunnir, en Art Farmer lék hér 1966 og 1967 með íslenskum djassleik- urum og Milt Jackson kom með Modern djass kvartettnum á Listahátíð 1984. MILT Jackson er óefað, ásamt Lionel Hampton, mestur víbrafón- leikari allra tíma. Hann fæddist í Detroit en fluttist 1945 til New York til að leika með Dizzy Gillesp- ie. Hann lék einnig með Thelonius Monk, Coleman Hawkins og fleir- um áður en hann stofnaði Milt Jackson kvartettinn árið 1951. Árið eftir breyttist nafnið í The Modern Jazz Quartet og þeir félagar Miit, John Lewis píanisti og Percy Heath bassaleikari léku saman til ársins 1976. Trommari fyrstu fjögur árin var faðir nútíma trommuleiks, Ken- ny Clarke, en eftir það Connie Kay, en þeir eru báðir látnir.Tíu árum seinna tóku þeir félagar saman aft- ur en Milt var þó alltaf með eigin hljómsveitir jafnframt. John Lewis var aðal hugmyndafræðingur kvar- tettsins en Milt Jackson höfuðsól- istinn og það var ekki síst þörf hans fyrir aukið frelsi í spunanum sem varð til þess að þessi langlífasta smáhljómsveit djasssögunnar tók sér áratugar hvíld. Þó Milt væri af- burðaballöðuleikari var hin heita sveifla aðall hans og fáir voru hon- um fremri er blúsinn var annars vegar. Eg kynntist fyrst tónlist Milt Jacksons og Modem djass kvar- tettsins er ég var tólf ára pjakkur í sveit á Sámstöðum í Fljótshlíð. Þangað lagði Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld gjaman leið sína um helgar, en þáverandi kona Utgáfubækur Máis og myndar Tímamót og skotfimi ÍSLANDSSKÓGAR - hundrað ára saga er mikið yfirlitsrit um skóg og skógrækt á íslandi sem kemur út hjá bókaútgáfunni Máli og mynd. Bókin er samin í tilefni af 100 ára af- mæli skipulagðrar skógræktar, að tilhlutan Skógræktar ríkisins. Með- al annars birtast í bókinni merkar ljósmyndir úr skógum í upphafi aldarinnar sem ekki hafa áður kom- ist á prent. Höfundar bókarinnar era Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, og Skúli Bjöm Gunnarsson íslenskufræðingur. Margvísleg viska hefur verið sótt í Njálu. f bókinni Njáluslóðir em dregin fram öll þau ömefni sem fyr- irfinnast í Njálu og gerð grein fyrir þeim. Verkinu er skipt í kafla eftir sýslum og er ömefnum þar raðað í stafrófsröð. Aftast í bókinni er svo að finna ömefni þau á erlendri grand sem við sögu koma. í bókinni sem er um 250 blaðsíður er á annað hundrað ljósmynda og teikninga og korta. Bókinni fylgir sérprentað ís- landskort í lit með öllum ömefnum Njálu. Höfundur er Bjarki Bjama- son. Þann 10. desember n.k. verður Trésmiðafélag Reykjavíkur 100 ára. Vegna þessara tímamóta var það ákveðið fyrir tveimur árum að láta skrifa sögu félagsins. Sagn- fræðingarnir Eggert Þór Bem- harðsson og Helgi M. Sigurðsson vora fengnii- til verksins og hafa nú skilað af sér riti þar sem á ítarlegan hátt er sagt frá kjöram trésmiða í borginni í heOa öld og lýst þróun fé- lagsins. í bókinni era hundrað sögulegra mynda. Háspenna-Lífshætta. Saga skot- veiðimanns að norðan. Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki „hefur allt frá bamæsku stundað það að ganga fram af samborguram með glæfra- legu háttalagi," segir í kynningu. Frá því að hann man eftir sér var riffillinn ætíð innan seilingar. Á vor- in var það gæsin og á haustin ijúp- an og svartfuglinn. Rúmlega fertug- ur að aldri lenti hann í hrikalegu slysi sem fátítt er að menn lifi af. Saga Sigurfinns er rituð af sveit- unga hans, Áma Gunnarssyni frá Reykjum á Reykjaströnd. Leikskólakennaratal. Félag ís- lenskra leikskólakennara verður hálfrar aldar gamalt þann 6. febr- úar árið 2000.1 túefni af því verður verður nú í haust gefin út bók í tveimur bindum um sögu félagsins ásamt stéttatali leikskólakennara. Davíð Ólafsson sagnfræðingur skráir söguna en stéttatalið með um 2000 æviskrám leikskólakennara er unnið af starfsfólki Máls og mynd- ar. Saga Veðurstofu Islands. I árs- byrjun árið 2000 verða liðin 80 ár frá því að rekstur Veðurstofu ís- lands hófst. Af því túefni hefur Húmar Garðarsson sagnfræðingur skráð sögu stofnunarinnar í yfir 400 blaðsíðna bók. I ritinu era um 400 ljósmyndir, teikningar og kort. Ættir Austur-Húnvetninga 1-4 komu út fýrr á árinu. Benóný, saga Benónýs Bene- diktssonar skákmeistara, kom einn- ig út fyrr á árinu. Ljósmynd/Anna Bryndís Art Farmer í góðra vina hópi í hléi á De tre musketerer 1992. Richard Boone, Ed Thigpen og Art. hans var eldabuska Klemensar kornbónda. Gunnar hafði alltaf nýl- egar djassplötur meðferðis og m.a. fyrstu MJQ skífumar. Eg var svo hrifinn að þegar ég fékk að óska mér plötu í fermingagjöf frá frænku minni í Kaupmannahöfn hljóðaði hún uppá Modem djass kvartettinn. Þá var ekki auðhlaupið að fá plötur á Islandi og sú skífa, samnefnd kvartettnum, er löngu spiluð í gegn, en sem betur fer hef- ur maður eignast hana að nýju á geisladiski. Art Farmer heyrði ég ekki á plöt- um fyrr en um 1960 og hreifst strax af ljóðrænum trompetleik hans sem í tærieika sínum átti enga aðra jafn- ingja en Miles Davis og Chet Bak- er. Þó Art hefði einsog Baker lært margt af Miles þróuðu þeir báðir persónulegan stú, en fljótlega varð flygilhornið aðalhljóðfæri Farmers. Art Farmer varð mjög þekktur Ljósmynd/Kristján Magnússon Art Farmer í Tjarnarbúð 1992. Með honum Páll Ein- arsson bassa, Örn Ármann- sson gítar og Þórarinn Ól- afsson pianó. er hann lék með kvartetti Gerry Mulligans, m.a. í kvikmyndinni I want to live. 1959 stofnaði hann Jazztettinn með tenórsaxófónleik- aranum Benny Golson og sló sú hljómsveit í gegn með laginu Tonk 1962. Sex áram síðar settist Farm- er að í Vínarborg og vann mikið í Evrópu jafnt sem Bandaríkjunum. Art Farmer var fyrsti erlendi djassleikarinn af mörgum er Þrá- inn Kristjánsson og Jazzklúbbur Reykjavíkur buðu að leika á djas- skvöldum í Tjarnarbúð á áranum 1966 til 68. Það var mikill happa- fengur að kynnast stórbrotinni list þessa snillings, þó það setti að sjálf- sögðu sitt mark á tónleika hans að leika með íslenskum djassleikuram, sem á þeim tíma vora alls óvanir að leika með heimssnúlingum. Art Farmer var fyrsti erlendi djassleik- arinn sem ég tók viðtal við og tvennt er mér minnistæðast úr því samtali. Hversu hann kvartaði yfir kaffinu og evrópskum djasstromm- uram sem honum þóttu alltof penir; þar væri Pétur Östlund gleðileg undantekning. Kaffið hefur þó stór- batnað síðan og Pétur er enn magn- aðari. Síðast heyrði ég Art Farmer á De tre musketerer í Kaupmanna- höfn með tríói Mads Vindings. Þar vora margir vinir hans komnir tú að hlusta einsog trommarinn Ed Thig- pen og Islandsfaramir Richard Boone og Ernie Wúkins, sem báðir létust fyrr á þessu ári. Art Farmer var í einu orði sagt stórkostlegui- þetta kvöld og sem betur fer má fá margar plötur hans á diskum nú, en sumar hinar bestu eru þó enn óút- komnar einsog Interction þarsem Jim Hall leikur með kvartetti Far- mers. Ég held það segi meira en flest um aðdáun tónlistarmanna á Art Farmer að einhvemtímann milli jóla og nýárs 1997 hringdi tenór- saxófónleikarinn Bent Jædig í mig frá Kaupmannahöfn og sagði að- eins þetta - óðamála: „Davs, jeg skal spille með Art Farmer i aften. Farvel." Hávamál við aldahvörf BÆKUR BúkmennlafræAi HÁVAMÁL í ljósi ísienskrar menningar eftir Hermann Pálsson. 297 bls. titg. Há- skólaútgáfan. Prentun: Gutenberg. 1999. „SÁ tilgangur vakir einna helst fyrir mér að finna Hávamálum ör- uggari stað í íslenskri menningu en þau hafa notið hingað tú,“ segir Hermann Pálsson í formála. Ekki er tekist á við smátt þar sem þetta þúsund ára gamla lífspeki- og heil- ræðakvæði á sér þegar vísan sam- astað í meðvitund þjóðarinnar. Spakmæli úr kvæðinu era notuð í daglegu tali. Sum eru svo alþýðleg og hversdagsleg að við tengjum þau síst við eitthvað ævafornt, t.d. maður er manns gaman. Ræðu- menn og ritgerðasmiðir skírskota til erinda í kvæðinu, sjaldnar nú en fyrram að vísu. Rithöfundar hafa sótt þangað hugmyndir og orðs- kviði. Og í framhaldsskólum hafa Hávamál lengi verið lesin og num- in, að hluta eða í heild. En Her- mann Pálsson fer ekki troðnar slóð- ir. Ótrauður leggur hann til atlögu við textann, kryfur, útskýrir það sem torskilið má kalla, bendir á ís- lensk og erlend rittengsl og varpar ljósi - sums staðar nýju ijósi - á hugmyndafræði kvæðisins. Auk sjálfs kvæðisins, sem tekur ekki mikið rúm, skiptist bókin að meginhluta í inngang og skýringar. Ennfremur er þama kafli um latn- esk spakmæli og að lokum heim- ildaskrár. I innganginum fer höf- undur vítt og breitt ofan í textann, tengir boðskap kvæðisins við sið- ft-æði og hugsunarhátt miðalda, hvarvetna með ítarlegum saman- burði við aðrar miðaldabókmenntir norrænar, svo og við fomrit Róm- verja sem hann telur að haft hafi veraleg áhrif á norrænar miðalda- bókmenntir. Þær kenningar hans eru að sönnu löngu kunnar. Hvergi er ofsagt að ærinn lærdómur sé þarna saman dreginn, nöfn og til- vitnanir óteljandi, heimildir sundurliðað- ar, samþættar, vegnar og metnar. Vísnaskýr- ingamar einar taka yfir hundrað og tíu blaðsíður! Þuri' og þreytandi verða þessi fræði þó engan veginn sé maður á annað borð móttækilegur fyrir þetta forna kvæði heldur þvert á móti. Hermann Pálsson er í senn rökfastur og líf- legur leiðsögumaður um króka og kima þessara miðalda- fræða. Enginn veit hver orti þetta forna kvæði né hvernig það varð tú. En Hermann Pálsson gefur sér að höf- undurinn hafi verið lærður, lífs- reyndur og víðförall. Þar að auki - eða fremur vegna þess - má hann hafa skilið mannlegt eðli svo vel sem raun ber vitni. Og heilræði hans eiga fullt eins vel við nú sem forðum. Kvæðið hefur augljóslega orðið til kringum árþúsundamót þegar forn átrúnaður, sem allir þekktu, var að víkja fyrir nýrri trú sem vitað var að hafa mundi marg- hátta röskun í för með sér og þar með ótrygga framtíð. Með Háva- málum var ekki beinlínis varað við breytingunum en kennt að halda í fornar dygðir. Og enn er komið að aldahvörfum. Hvað hefur breyst? Ekki mannlegt eðli! Hávamál fela í sér ósvikið skáld- skapargildi. Ella hefði kvæðið ekki varðveist aldimar í gegnum. Það er ekki tútakanlega torskilið ef aldur þess er hafður í huga. Nokkrar leið- beiningar eru þó nauðsynlegar. Skemmst er frá að segja að skýr- ingar Hermanns Pálssonar eru bæði ítarlegar og aðgengúegar. Sumt er auðvitað vandskýrt og síst að furða þar sem textanum kann að hafa verið breytt í uppskriftum. Óv- íða er þó hægt að sanna beinlínis að svo sé. Sú var tíðin að fræðimenn kepptust við að „leiðrétta" þessa fornu texta. En það tíðkast ekki lengur. Stúl Hermanns Pálssonar er jafnan ljós og skýr, stundum kryddaður með lítils háttar persónulegri sérvisku ellegar dálít- úli íymsku sem á þó að vera auðskúin hveij- um þeim sem eitthvað skúur í fornum text- um. Og kvæðið er þama prentað með nú- tíma rithátt að leiðar- ljósi að svo miklu leyti sem því verður við komið. Skal síst að því fundið. Nema hvað ég kann úla við orðið mannvit sem víða kemur fyrir, bæði í kvæðinu sjálfu og inngangi Her- manns Pálssonar. I íyrri tíma forn- ritaútgáfum - að minnsta kosti þeim sem undirritaður las og lærði - stóð jafnan manvit. Var það skýrt svo að man væri skylt sögninni að muna og nafnorðunum minni og muni (hugur) og líka Muninn (heiti á öðrum hrafni Óðins); ennfremur orðinu einmana. Sögnin að vita hefði upprunalega merkt að sjá. Með manviti væri því átt við það sem maður sér í huga sér. Kemur það prýðilega heim og saman við lífspeki Hávamála. Þai’ er manvitið lofað, heimskan fordæmd. Sam- kvæmt kvæðinu fer því fjarri að vit- ið sé talið sameinkenni allra manna. Orðið mannvit (ritað svo) mundi því stríða á móti anda kvæðisins. En þar sem sú orðmyndin virðist nú vera orðin alls ráðandi má ætla að fræðimenn hafi gefist upp að nota uppranalegu myndina; talið að les- endur mundu ekki skilja; líta á það sem prentvillu. Myndskreyting Önnu Lóu Leifs- dóttur er sérstök, mest í svörtu; smámyndir, daufar og fjarrænai', felldar inn í dökkan flötinn. Senni- lega á það að samsvara myrkvuðum heimi fornfræðanna þar sem rannsakandinn verður að þreifa sig áfram eftir óljósum kennimerkjum í hálfrökkri hinna löngu liðnu alda. Erlendur Jónsson Hermann Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.