Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 13 FRÉTTIR Skýrsla um möguleika á fjarvinnslu og gagnavinnslu á landsbyggðinni 211 verkefnahug- myndir um nýtingu upplýsingatækninnar í sumum tilvikum þarf hugarfars- breyting að eiga sér stað fyrst og fremst en í öðrum tilvikum þarf fjárfestmg Og uppbygging sérfrseði- Frá blaðamannafundinum þar sem skýrslan var kynnt. Taldir frá -----—---------------- vinstri: Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, Davíð Odds- pekkmgar að koma til. son forsætisráðherra, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnun- ar, og Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. Mögulegt er að vinna verkefni af margvíslegu tagi á landsbyggðinni fyrir tilverknað upplýsingatækninn- ar, en mismikla sérfræðiþekkingu og stofnkostnað þarf til þess. Verkefnahugmyndir voru annars vegar flokkaðar eftir eðli þeirra, þ.e. hvort um þjónustu-, yfirfærslu- eða þróunarverkefni væri að ræða og hins vegar eftir því hve flókið væri að hrinda þeim í framkvæmd. SKÝRSLA Iðntæknistofnunar um notkun upplýsingatækni við fjar- vinnslu og gagnavinnslu á lands- byggðinni var kynnt í gær, en í henni er reynt að kortleggja þau tækifæri sem nýst geta til uppbyggingar á landsbyggðinni á þessu sviði. Skýrsl- an er unnin fyrir Byggðastofnun og forsætisráðuneytið auk Iðntækni- stofnunar og í henni er að finna sam- tals 211 verkefnahugmyndir, sem skipt er annars vegar eftir stofn- kostnaði og hins vegar eftir því hve mikillar sérhæfni þau krefjast. í höfuðatriðum má skipta verk- efnahugmyndunum í þrennt, en um sextíu manns víðsvegar að úr at- vinnulífinu og stjórnsýslunni komu að því að móta þær. I fyrsta flokk falla þau verkefni sem snúa fyrst og fremst að hugarfarslegum breyting- um en kosta lítið fé. Dæmi um þetta eru þjónustuverkefni af ýmsum toga, svo sem gagnaskráning, símsvörun og úthringiþjónusta. Mörg verkefni í þessum flokki þarfnast ekki sér- þekkingar og má koma af stað með tiltölulega skjótum hætti. í öðru lagi eru þau verkefni sem gætu krafíst töluverðs stofnkostnað- ar til að hrinda þeim í framkvæmd á landsbyggðinni. Dæmi um þetta eru yfirfærsluverkefni sem nú eru unnin af fyrirtækjum og stofnunum á höf- uðborgarsvæðinu, en hægt væri að vinna annars staðar. I skýrslunni segir að í undirmönnuðum fyrirtækj- um og stofnunum geti slíkt verið ákjósanlegur valkostur. I sumum til- vikum þurfi að byggja upp þekkingu og færni, sem síðar gæti orðið vaxt- arbroddur frekari uppbyggingar. í þriðja flokkinn falla síðan verk- efni sem krefjast iðulega sérfræði- menntunar og verulegrar þekkingar og reynslu starfsmanna, en marg- földunaráhrif starfa í þessum flokki verða væntanlega mest, að því er fram kemur í skýrslunni. 28 verkefni án verulegs kostnaðarauka Þegar nánar er litið á einstaka ílokka kemur fram að 28 verkefna- hugmyndir flokkast sem þjónustu- eða aðlögunarverkefni án verulegs kostnaðarauka. Meðal verkefna þessarar tegundar má nefna sím- svörun og úthringiþjónustu. I öðru lagi er um að ræða yfírfærsluverk- efni án verulegs kostnaðarauka, en 18 verkefnahugmyndir flokkast þannig, þ.á m. viðhald heimasíðna og hvers kyns þýðingarvinna. Þá eru 22 verkefnahugmyndir á sviði þjónustu sem kreíjast nokkurs fjármagns, en þar á meðal má nefna viðhald gagnagrunna og upplýs- ingaveitna. 46 verkefnahugmyndir eru á sviði yfirfærsluverkefna sem krefjast nokkurs fjármagns, en meðal þessa má nefna fjarkennslu og skráningarvinnu. Þróunarverk- efni sem krefjast nokkurs fjár- magns eru 35 talsins, en meðal þessara hugmynda má nefna skrán- ingu gagna á heilbrigðissviði og gerð gagnvirks upplýsingakerfís, svo sem við íbúðakaup. Yfirfærslu- verkefni á sérfræðistigi er eitt tals- ins, en þar er um að ræða svonefnt „benchmarking" (bestu viðmið). Loks er 61 verkefnahugmynd á sviði þróunarverkefna á sérfræði- stigi, en meðal þessa má nefna gerð sérhæfðra gagnagrunna, upplýs- ingaveitna og hugbúnaðar. Þýðingarmikið að leita nýrra leiða A blaðamannafundi í gær þar sem skýrslan var kynnt, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að vinnsla hennar væri mjög í sam- ræmi við þá byggðaáætlun sem unnin hefði verið af stjórn Byggða- stofnunar og síðan samþykkt af Al- þingi, en einn þáttur í þeirri áætlun hefði einmitt verið að leita nýrra leiða og kortleggja þær, leiða sem myndu geta nýst í baráttunni fyrir því að byggðirnar héldu velli og hægt yrði að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Það væri afar þýðingarmikið að leita nýrra leiða til þess að standa að virkri byggðastefnu. Þó að mikið væri rætt um kvóta og sjávarútveg, sem væru auðvitað mjög mikilvægir þættir, þá þyrfti að koma til ný hugsun og ný vinnu- brögð til að skapa viðfangsefni fyrir landsbyggð í sókn. Þetta verkefni væri kannski nokkuð ólíkt sumum verkefnum sem menn hefðu áður staðið að því þarna væri verið að nýta hið nýja vegakerfi, þ.e.a.s. upp- lýsingahraðbrautina, sem menn telji að eigi að geta ýtt undir möguleika landsbyggðarinnar. í skýrslunni væri ekki aðeins verið að kortleggja möguleikana með almennum hætti heldur væri gerð greining á því með hvaða hætti mætti nýta hina nýju tækni landsbyggðinni í hag. Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, sagðist sannfærð- ur um að nú yrði tekið til óspilltra málanna við að koma þessum verk- efnum á framfæri. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar, sagði að um foratr hugun væri að ræða á þessu sviði, sem hefði falist í því að nota svokall- aða rýnivinnu til þess að athuga hvað kæmi til greina og hvaða leiðir væru færar í þessum efnum. Þau svið sem hefðu verið skoðuð væri vinnsla opin- berra gagna og þjónusta á vegum stjómsýslunnar, vinnsla gagna á heil- brigðissviði, vinnsla gagna og öflun upplýsinga á sviði rannsókna, vinnsla gagna og þjónusta á sviði mennta- mála og svo þjónusta og svæðisbund- in verkefni á sviði opinberra stofnana. Það sem sneri að fyrirtækjum væru verkefni á sviði hugbúnaðar, fjar- skipta og svo markaðsþjónusta sem þeh' teldu að væri mögulegt að koma fyrir hvar sem er. Verkefnin hefðu verið flokkuð í samræmi við eðli þeirra og úrvinnslu. Hagkvæmniathugun næsta skrefið Hallgrímur sagði að þeir legðu áherslu á að þarna væru fyrst og fremst hugmyndir á ferðinni og menn gætu valið úr þeim það sem væri vænlegast. Hægt væri að styðj- ast við flokkunina með tilliti til þess hvað menn treystu sér til að fara út í flókin verkefni. Hins vegar hlyti markmiðið að vera að byggja upp sí- fellt flóknari verkefni út á lands- byggðinni eftir því sem aðstaða og reynsla yrði til á hverjum stað fyi-ir sig. Hugmyndirnar væru auðvitað misgóðar, en þeir legðu áherslu á að frumkvöðlar, sérstaklega á lands- byggðinni, skoðuðu þá möguleika sem þeim litist á. Eðlilegt næsta skref í þessum efnum væri síðan hagkvæmniathugun á einstökum þáttum. A: Verkefni án verulegs kostnaðarauka, frekar auðveld í framkvæmd____________________________________________ A1 Þjónusta/aðlögun_______________________________________________________ 1. Bein markaðssetning, markpóstur í bland við símaúthringingar. 2. Gagnainnsláttur (eldri gögn, og ný gögn séu skráð þar sem þau verða til). 3. Gagnaskráning stofnana, gögn þeirra sett í tölvutækt form. 4. Innheimtuþjónusta. 5. Markaðsgreining og viðhaldsskráning markhópa. 6. Markaðssetning fyrir fyrirtæki. 7. Sala í gegn um síma. 8. Símaþjónusta fyrirtækja og stofnana, gæti verið hvað sem er. 9. Símsvörun, bókhaldskerfi, vinnsla gagna. 10. Símsvörun fyrir fyrirtæki og stofnanir á kvöldin, aukin þjónusta sbr. Gula línan. 11. Símsvörun fyrir sameiginlegt símanúmer stjórnanráðsins. 12. Símsvörunarþjónusta opinberra stofnana, sbr. Iðntæknistofnunar og Rb. 13. Skönnun og skráning myndefnis. 14. Spyrlar Hagstofunnar (gætu verið hvar sem er). 15. Svarþjónusta, veita upplýsingar. 16. Söluþjónusta á ýmsum vörum/þjónustu. 17. Tölvupóstfangaskrá ráðuneyta og stofnana (skráning og viðhald). 18. Upplýsingasvörun fyrir opinberar stofnanir. 19. Upplýsingaveita fyrir almenning. 20. Útgáfustarfsemi, prentun gagna. 21. Úthringingar vegna funda. 22. Úthringiþjónusta (gæti nýst opinberum aðilum, t.d. Alþingi. 23. Úthringiþjónusta, sbr. spurningavagnar. 24. Úthringiþjónusta, t.d. vegna þarfagreiningu. 25. Þjónusta við aðila sem þurfa húsnæði og aðstöðu (tölvuver). 26. Þjónustusímar, sbr. Gula línan og 118. 27. Þjónustuver, sbr. samstarf Íslandssíma og fslenskrar miðlunar. 28. Þýðingar markaðsettar á vefnum. Tuttugu og átta verkefni eru frekar auðveid í framkvæmd og væru án verulegs kostnaðarauka. . Áhugaverð fyrirtæki 1. Vilt þú vinna þér inn aukapening fyirr jól? Til sölu einstaklega fallegur og seljanlegur vörulager (ekki fatnaður). Hægt að selja hann einum stórum aðila eða í tilheyrandi verslanir eða opna jólamarkað og græða sjálfur mest á því. Verð kr. 4 millj. Ekki gefið upp í síma. 2. Dagsöluturn sem hefur góða veltu og hefur verið á sama stað í 40 ár. Stórar stofnanir allt í kring um hann. Lokað kl. 18 og alveg á sunnudögum. Mjög sanngjarnt verð. 3. Vinsæl sólbaðstofa í Rvík með góða veltu. Er í eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Gott verð. Nýlegir bekkir, snyrtileg stofa. Laus strax ef vill. 4. Matsölustaður í vinnuumhverfi. Selur heimilismat, samlokkur, matar- bakka, langlokur og sælgæti. Mjög góð velta og góð afkoma. Opið til kl. 18.30 á kvöldin, til kl. 2.00 á laugardögum og lokað sunnudaga. Það eru margir sem hafa verið að leita að svona stað enda auðveldur og gefur vel af sér. Mjög snyrtilegur. 5. Ein þekktasta skóverslun borgarinnar á langbesta stað í borginni. Góð velta. Mikill annatími framundan. Góð álagning og mikil veltu- aukning. Er með góð merki og fína skó. 6. Ert þú í vaktavinnu? Hefur þú góðan tíma og vilt þú auka tekjurnar? Til sölu fyrirtæki sem hægt er að hafa heima og selur kaffivélar og áfyllingarefni til fyrirtækja og stofnana. Góðir tekjumöguleikar. 7. Alhliða vélsmiðja til sölu í Hafnarfirði. Mikið af tækjum og góð stað- setning. Lág leiga. Góð aðstaða. 8. Járnsmíðaverkstæði í Rvík sem hefurverið í eigu sama aðila í áratugi. Vel staðsett. Traustir viðskiptavinir. Tækjalisti á staðnum. Sanngjarnt verð. 9. Vörum að fá í sölu góða verslun sem selur sælgæti og nýlenduvörur, er einnig með videóhorn. Frábær staðsetning og góð velta. 10. Og rúsinan í pylsuendanum. Frábært innrömmunarfyrirtæki til sölu. Er á góðum stað í borginni og vel þekkt. Næg verkefni. Frábærtæki og góð vinnuaðstaða. Góðar tekjur fyrir réttan aðila. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAIM SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.