Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 55 SÖLVI JÓNSSON + Sölvi Páll Jó- hannes Jónsson fæddist á Látrum í Aðalvík 5. aprfl 1908. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi hinn 9. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þor- kelsson, bóndi á Látrum í Sléttu- hreppi, og kona hans, Halldóra Vig- dís Guðnadóttir. Systkini Sölva voru Guðmundur Þórar- inn, f. 7.1. 1903; Sigurður Her- mann Agnar, f. 2.11. 1905; Hannes Jónmundur, f. 7.4. 1912; og Snorri Ragnar, f. 27.1. 1915. Fósturbróðir Sölva var Her- mann Hjálmarsson. Árið 1939 kvæntist Sölvi Laufeyju Jakobínu Guðmunds- dóttur, f. 27.5. 1914. Foreldrar hennar voru Guðmundur Hall- dórsson, bónda í Neðri-Miðvík, og kona hans, Margrét Bjarna- dóttir. Börn Sölva og Laufeyjar eru: Halldóra Jóna Guðmunda, f. 26.7. 1940, gift Sveinbirni Guðjóns- syni, bifvélavirkja; Hermann Theódór, f. 18.4. 1941, pípu- lagningamaður, kvæntur Aðalfríði Stefánsdóttur; Mar- grét Sigríður, f. 5.2. 1945, og Axel Hall- dór, f. 30.4. 1951, byggingatækni- fræðingur, kvæntur Björk Geirdal. Sölvi var bóndi í Stakkadal í Sléttu- hreppi 1940-1943 en þá fluttist hann að Látrum. Árið eftir fluttist hann til Hnífsdals og síðan til Reykjavíkur. Á seinni árum heimsstyijaldarinn- ar, 1943-1945, sigldi hann sem kyndari á togurum og stundaði það starf til ársins 1952_að hann réðst sem vélstjóri í Áburðar- verksmiðjunni. Starfaði hann þar til ársins 1980 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. títför Sölva fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Faðir Sölva, Jón, veiktist af lömunarveiki árið 1918 en stund- aði þó sjóinn af miklum dugnaði með hjálp sona sinna. Halldóra, móðir Sölva, sá um búskap og heimili er eiginmaður hennar veiktist. Jón og Halldóra áttu saman fimm syni. Elstur var Guð- mundur Þórarinn, f. 1903, en hann drukknaði 15. desember 1924 þeg- ar vélbáturinn Leifur frá ísafirði fórst. Hann var þá aðalfyrirvinna heimilisins. Næstur í röðinni var Sigurður en vegna veikinda hans þurfti Sölvi, aðeins 16 ára gamall, að sjá um heimilið ásamt móður sinni því yngstu bræðurnir, Hann- es og Snorri, voru þá enn á barns- aldri. Eftir fráfall Jóns árið 1928, föð- ur þeirra bræðra, fór Sölvi suður til Reykjavíkur, þá 19 ára gamall. Fékk hann skipsrúm á togara sem kyndari með hjálp fósturbróður síns Hermanns Hjálmarssonar sem þá var vélstjóri á Allianee- togaranum Baldri. Sölvi vann sem kyndari í sjö ár á vetrum en kom heim yfir sumartímann til að hjálpa til við heyskapinn. Frá unga aldri fór hann á bjarg og var talinn einn fimasti sigmaður á þeim tíma, þá iðju kenndi hann síðar sonum sínum. Sölvi keypti hálfa jörðina Stakkadal árið 1932 fyrir aflahlut sinn á sjö vetrarver- tíðum. Kom hann sér upp búi þar með móður sinni og yngri bræðr- um. Árið 1939 kvæntist Sölvi Laufeyju og þegar elsta barn þeirra var tveggja ára og næstelsta nokkurra mánaða veikt- ist Laufey af berklum og var flutt suður á Vífilsstaðahæli. Þurfti þá Sölvi að bregða búi og koma börn- um sínum tveimur fyrir hjá ömm- um barnanna og fara aftur á sjó- inn til að vinna fyrir sjúkralegu konu sinnar. Var hann á sjó öll stríðsárin og komst oft í hann krappan. Laufey var á sjúkrahúsi í fimm ár og eftir það bjuggu þau í Skerja- firðinum í Reykjavík með börnum sínum. Fljótlega eftir festu þau kaup á bragga í Herskálakamp. Sölvi hætti á sjónum árið 1955 og fékk vinnu við byggingu Áburðar- verksmiðjunnar í Gufunesi og vann þar síðan sem vélstjóri, eða þar til hann hætti sökum aldurs. Árið 1956 fluttust þau úr braggahverf- inu á Réttarholtsveg 67. Eftir að þau fluttust á Réttarholtsveg keypti Sölvi alla jörðina Stakkadal í Aðalvík. Sölvi Páll Jónsson fór til Aðal- víkur í sína heimasveit hvert ein- asta sumar meðan honum entist heilsa og átti þar ásamt öðrum tvo sumarbústaði, annan á Látrum og hinn í Stakkadal. Elsku pabbi, ég kveð þig með sorg í hjarta og bið Guð að taka við þér hinum megin. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þín Halldóra. Elsku afi, þegar ég hugsa til þess að þú skulir vera farinn frá okkur, fyllist ég söknuði yfir að geta ekki fundið fyrir þér í faðmi mínum, heyra ekki rödd þína og hlátur. Mér er það svo minnisstætt þegar ég var lítil, hvað mér þótt vænt um og hafði gaman af að setj- ast í fang þitt og þú rerir með mig af fullum krafti og sönglaðir. Þær stundir sem við áttum saman í Að- alvíkinni eru mér og drengnum mínum honum, Svenna litla, mikill fjársjóður. Þú hafði svo gaman af að segja okkur sögur um lífið frá þeim tíma sem þú bjóst þar og við nutum þess að hlusta. Hvað mér þótti gaman að fá þig í heimsókn þegar ég bjó á Isafirði en þetta eru minningar sem enginn getur tekið frá mér og mun ég elska þær og virða. Mér hefur alltaf fundist þú mjög merkilegur og myndarlegur mað- ur, maður sem var óhræddur að segja sína skoðun, hreinskilinn, ákveðinn, ábyrgur, áræðinn og elskulegur. Eftir skilnað minn við Magna, var ég ákveðin í að finna mann sem líkastan þér og tel ég mig hafa fundið hann í dag en það tók mig 11 ár. Og þegar ég kom með hann Inga fyrst til þín, þá man ég hvað mér þótti vænt um þau orð er þú sagðir við hann: „Ingi, ég geng aftur ef þú verður ekki góður við hana Fríðu mína,“ því þar sem þú varst orðinn svo aldraður fannst þér þú lítið annað geta gert. Eftir kynni min við Inga varð ég mjög upptekin af okkar sambúð. Svo varð ég ófrísk og flyt upp í sveit og hafði þess vegna ekki eins mikinn tíma og áður fyrir þig. Þú varst dá- lítið óhress með það en skildir það vel. Núna er Ugla mín orðin fimm mánaða gömul og á ennþá sinn fyrsta þúsundkall sem þú gafst henni á hennar fyrsta mánuði. Það var svo yndislega gaman að sjá ykkur saman og hafði ég gaman af því þegar þú laumaðir þessum pen- ingi í lófa hennar þá, svo lítill lófi og stór peningur. Elsku afi, nú er amma, konan sem þú elskaðir í gegnum lífið, orð- in ein og það verður henni örugg- lega mjög erfitt en ég treysti því að þú munir á einhvern hátt vera hjá henni áfram og veita henni þann styrk sem hún þarf. Allar þær minningar sem þú hef- ur gefið mér mun ég varðveita vel í hjarta mínu og elska. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Vertu sæll, elsku afi minn, megi birta og friður umvefja þig í nýjum heimkynnum. Ástarkveðja. Fríða Sveinbjömsdóttir. Hollur granni er gulli betri. Þetta gamla íslenska máltæki á við Sölva Jónsson sem nú er kvaddur. I 22 ár höfum við notið þeirra forréttinda að eiga þau hjónin Sölva og Laufeyju Guð- mundsdóttur að næstu grönnum. Þessi ár hefur aldrei skuggi fallið á þetta nábýli, heldur hefur það verið okkur til ánægju og mikiil styrkur fylgt því. Skömmu eftir að við fluttum á Réttarholtsveg kom Sölvi færandi hendi. Voru það svartfuglsegg, sem hann hafði sótt í einni af mörgum ferðum sínum, ásamt fleiri vestfirskum sig- og bjarg- mönnum, í björgin á Langanesi. Varð þetta síðan árvisst meðan honum entist þrek til þessara Langanesferða. Þetta er aðeins lít- ið dæmi um örlæti þeirra hjóna gagnvart okkur en af mörgu er að taka. Á stofuveggnum á Iiéttarholts- vegi 67 hangir málverk af æsku- stöðvum Sölva. Það leyndi sér ekki að taugar hans til æskustöðvanna, Látra vestur í Aðalvík, voru sterk- ar. Þar átti hann land og reisti sér sumarbústað. Aðalvík sótti hann heim svo lengi sem honum entist heilsa til. Margar sögur sagði hann okkur af lífinu í Aðalvík og er það víst að það hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Óblíð náttúra þar vestra hefur mótað Sölva sem og fólkið, sem bjó á þessum afskekkta stað, enda er hreysti þess við- brugðið. Allt hans fas bar það með sér að þar fór lífsreyndur en hóg- vær maður og enginn efí er að á yngri árum hefur hann verið mikið hraustmenni. Sölvi var hreinskilinn án þess að særa, en sá eiginleiki er ekki öllum gefinn. I minningunni um Sölva mun hlýtt bros hans ekki fölna, því það var sama hvemig stóð á hjá honum, það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Nú hefur Sölvi kvatt eftir langa og viðburðaríka ævi og haldið á vit forfeðranna en eftir standa minn- ingar um áreiðanlegan, traustan, og hreinskiptinn mann. Um leið og við kveðjum hann og þökkum góð kynni vottum við Laufeyju og af- komendum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Emma og Sævar Þ. Jóhannesson. • Fleiri minningargreinar um Sölva Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. + Yndisleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HULDA GUÐRÚN GUÐRÁÐSDÓTTIR, Ásgarði 77, Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 17. október. Garðar Sigurðsson, Rannveig Lilja Garðarsdóttir, Valgeir Ásgeirsson, Sigurður Garðarsson, ingveidur Magga Aðalsteinsdóttir, Þórey Garðarsdóttir, Hjörtur Blöndal og barnabörn. Ástkær móðir okkar, SESSELJA OTTESEN JÓSAFATSDÓTTIR, áður til heimilis í Þórufelli 20, lést á Landakoti aðfaranótt mánudagsins 18. október. Jarðarförin auglýst síðar. Sjöfn Þórsdóttir, Skúli O. Kristjánsson, Torfi E. Kristjánsson. Elskuleg dóttir mín, móðir og amma, EDITH MARÍA MEADOWS, Jacksonville, Flórída, lést mánudaginn 18. október. Fyrir hönd aðstandenda, Dóróthea Friðriksdóttir. + Hjartkær bróðir minn og frændi okkar, HAFSTEINN SVEINSSON, Jökulgrunni 6 v/Hrafnistu, áður til heimilis í Nökkvavogi 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 17. október. Pétur Sveinsson, Sigurður Pétursson, Droplaug Pétursdóttir, Þóra Pétursdóttir. + Elskuleg móðir okkar, GUÐFINNA EINARSDÓTTIR frá Burstarfelli í Vestmannaeyjum, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 16. október sl. Sigurbergur Hávarðsson, Erna Elíasdóttir, Einar P. Elíasson, Sigfús Þór Elíasson. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávailt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; S.HELGAS0NI STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.