Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ I DAG ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 65 BRIDS llmsjón Uuðmundiir l'áll Arnarson VIÐ látum sagnir liggja á milli hluta, enda ekki til eftirbreytni, því samning- urinn er sex spaðar í suð- ur. Það er hörð slemma, en ekki vonlaus ef legan er góð: Vcstur * ¥ ♦ * Norður ♦ K642 ¥ Á42 ♦ ÁG3 + Á74 Austur + ¥ ♦ + Suður + ÁD75 ¥ K8753 ♦ 7 + D52 Vestur spilar út tígultíu. Hvernig á að spila? Augljóslega fær vörnin alltaf slag á hjarta. En ef hálitirnir brotna báðir 3-2 má kannski ná sex slögum á tromp og fjórum á hjarta, sem dugir í tólf slagi með láglitaásunum. Verkefni sagnhafa er margþætt: Hann þarf að trompa tvo tígla heima, aftrompa mótherjana, frí- spila hjartað og sjá svo um að hægt sé að nýta það. Og þessa hluti þarf að gera í réttri röð. Til að byrja með er tíg- ull trompaður í öðrum slag. Síðan kemur lykil- spilamennskan: lítið hjarta frá báðum höndum: Norður A K642 ¥ Á42 ♦ ÁG3 + Á74 Vcstur Austur + G9 + 1083 ¥ D106 ¥ G9 ♦ D1098 ♦ K6542 + K863 + G109 Suður + ÁD75 ¥ K8753 ♦ 7 + D52 Líklega lendir austur inni og spilar laufgosa. Suður reynir drottning- una, en drepur svo kóng vesturs með ás og trompar síðari tígulinn. Tekur síðan ÁD í spaða, fer inn í borð á hjartaás til að taka síðasta tromp varnarinnar með spaðakóngi og spilar loks hjarta heim á kónginn. Ast er... >(í lí( <( að leyfa henni að veljn trúlofunarhringinn. TM Rog. U.S. P»l 0«. — «11 ríghl* resorved (c) 1999 Los Angetes Timej Syndnata Árnað heílla ^/\ÁRA afmæli. í dag I V/þriðjudaginn 19. október verður sjötug Sveinbjörg Guðmunds- dóttir, Heiðarbrún 45, Hveragerði. Henni verður haldið hóf á afmælisdaginn að Sólheimum, Grímsnesi, frá kl. 18-22. Allir vel- komnir. rrrkÁRA afmæli. Á I v/morgun, miðviku- daginn 20. október, verður sjötugur Vífill Búason, bóndi á Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd. Hann og kona hans, Guðbjörg Dúfa Stefánsdóttir, taka á móti gestum í félagsheimilinu Hlöðum frá klukkan 19.30 laugardaginn 23. október. Ljósm: Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. september í Hofskirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Stefanía Ljótunn Þórðardóttir og Heiðar Björgvin Erlings- son. Heimili þeirra er að Silfurbraut 7c. Ljósm: Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. ágúst við Hlíða- tún 29 af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Anna Lilja Ottósdóttir og Björn Jón Ævarsson. Heimili þeirra er í Hlíðatúni 29. Með morgunkaffinu nftkreróCvna þó hann k}t(i~teitcé>uá.honum( LJOÐABROT ÞÚ KOMST í HLAÐIÐ Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Eg söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Eg heyri álengdar hófadyninn. Eg horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um bezta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó h'ði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þær dreymir allar um sól og vor. Davíð Stefánsson. STJÖRNIJSPA cftir Frances Hrakc VOG Afinœlisbam dagsins: Þú veist hvað það er sem þú vilt og kannt að sækja það af festu, án þess að fá aðra uþþ á móti þér. Hrútur * (21. mars -19. apríl) Það er svo margt sem þú þarft að gaumgæfa í eigin fari að þér hættir til þess að lenda upp á kant við aðra. Sýndu þeim tillitssemi. Naut (20. apríl - 20. maí) Þó mikið liggi við, er gott að hvfla hugann og láta hann reika; þó ekki of langt! Það hjálpar að nálgast viðfangs- efnin úr nýrri átt. Tvíburar (21. maí - 20. júm') Sá tími sem listimar taka er dýrmætur. Honum er vel varið, því þú átt eftir að njóta afraksturs hans í einkalífinu og ekki síður í starfi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Láttu ekki óhemjuskapinn ná tökum á þér, þótt hlutim- ir gangi ekki upp einn, tveir og þrír! Það er allt dýrmæt- ara sem þarf að hafa fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) JW Reyndu að sitja á strák þín- um, þvi annars áttu á hættu að eyðileggja gamalt vinasam- band. Ræddu málin af kaldri skynsemi en heitu hjarta. Meyía (23. ágúst - 22. september) (DfL Reyndu ekki að hafa stjóm á öllum sköpuðum hlutum í kring um þig. Þeir sem teygja sig of langt í þeim efn- um, hljóta verstu byltuna. Vog m (23. sept. - 22. október) Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. En vertu á varðbergi, því margt sem sagt er að leysi vanda- málin býr bara til önnur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér veitist erfitt að einbeita þér að því sem fyrir liggur. Hugleiddu á einbeitingu og þú verður hissa, hversu auð- veldur eftirleikurinn reynist. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) (ttO Með þeirri samskiptatækni sem til er eiga boð milli vina ekki að dragast úr hömlu eða detta upp fyrir. Mundu að það er tvístefna á vinavegin- Steingeit (22. des. -19. janúar) +■? Af einhverjum ástæðum verður þér lítið úr verki þessa dagana. Ekki láta reka á reiðanum, heldur taktu þig saman í andlitinu og láttu verkin tala. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Allt virðist ganga þér í hag- inn og sjálfsagt að þú njóta þess. En hafðu andvara á þér, því fyrr en varir geturðu þurft að hafa fyrir hlutunum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það getur gefið góða raun að festa hugrenningar sínar nið- ur á blað; ekki fyrir aðra, heldur til þess að finna sjálf- um sér hugsvölun. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spér a( þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRETTIR Fræðslu- fundur í Hofsstaða- skóla FORELDRAFÉLAG Hofsstaða- skóla heldur fræðslufund miðviku- daginn 20. október kl. 20 í sal skól- ans. Fyrirlesari er Þórkatla Aðal- steinsdóttir sálfræðingur sem fjalla mun um Aga og samskipti foreldra og bama. I okkar samfé- lagi er oft litið á aga sem eitthvað neikvætt en Þórkatla fjallar meðal annars um það hvernig við getum beitt aga á jákvæðan hátt. Eftir fyrirlestur og kaffíhlé mun Þór- katla svara fyrirspurnum fundar- gesta. Allir eru velkomnir en foreldrar og forráðamenn barna í Garðabæ eru sérstaklega hvattir til að mæta, segir í fréttatilkynningu. Islendinga- félög erlendis OPINN fundur verður haldinn á vegum Vináttufélags Islands og Kanada miðvikudaginn 20. október kl. 20 í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102. Jón Ásgeirsson, fyrrverandi fréttamaður, ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu og formaður Þjóð- ræknisfélags Islendinga, mun" greina frá starfsemi Islendingafé- laga í Ameríku sem og í Evrópu. Aðalfundur FSG AÐALFUNDUR Foreldra- og styrktarfélags Greiningarstöðvar- innar verður haldinn miðvikudag- inn 27. október kl. 20.30 í húsnæði Greiningarstöðvarinnar, Digranes- vegi 5, 4. hæð, Kópavogi. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum munu starfsmenn Systkinasmiðjunnar kynna nám- skeið á vegum hennar, sem haldin eru fyrir systkini fatlaðra barna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Afhenti trúnaðarbréf SIGRÍÐUR Á. Snævarr, sendi- herra, afhenti 14. október sl. Jacpues Diouf, aðalframkvæmda- stjóra FAO í Róm, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi íslands hjá FAO með aðsetur í París. WPLI-Com I Þt/PH-COLOR FÖNDURLÖKK I Crystal Wfí-m'ú ftvbk| w: # v. i - >• •»» • ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 SvERRIR Einarsson Hef flutt tannlæknastofu mína á Lindargöl Inngangur Nýtt síman tannlæknir tu 50. frá Frakkastíg. úmer 552 6990. Sjúkravörur ehf. verslunin Remedía í bláu húsi við Fákafen Sími 553 6511 Kynning í dag frá kl. 13-18 10% afsláttur á hinum vinsælu CARE bómullar- brjóstahöldum með eða án vasa og einnig Sigvaris stuðnings-sokkunum fyrir dömur og herra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.