Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 54
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐMUNDA BERTA ALEXANDERSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 17. október. Jarðarförin auglýst síðar. Þórir Daníelsson, Margrét Þórisdóttir, Magnús Jónsson, Daníel Þórisson, Guðrún Jónasdóttir, Helgi Þórisson, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Alexander Þórisson, Oddný Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar og amma, GUÐBJÖRG ÁSTVALDSDÓTTIR, Breiðholti, Garðabæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 15. október. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. október kl. 15.00. Gunnar Ingvason, Grétar Mar Jónsson, Kári Jónsson, Steinunn Jónsdóttir og barnabörn. Ástkær systir mín, vinkona og amma okkar, VILBORG SÆMUNDSDÓTTIR, Háaleitisbraut 48, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 16. októ- ber. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, Sæmundur Eiðsson, Elva Björk Sigurðardóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Sigrún Sæmundsdóttir, Arnar Steinn Sæmundsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÞÓR ÞORSTEINSSON, Norðurbrún 1, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju- daginn 5. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Þóra Sigurþórsdóttir, Guðmundur Ottoson, Hilmar Þór Sigurþórsson, Guðrún K. Bárðardóttir, Gísli Sólvin Sigurþórsson, Sigfús Sigurþórsson, Garðar Sigurþórsson, Alma Elídóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og frænka, VILHELMÍNA CH. BIERING, Ljósheimum 20, Reykjavík, lést mánudaginn 18. október. Svanhvít Björgvinsdóttir, Einar G. Torfason, Elísabet og Þorbjörg Einarsdætur, Erna Louise Nielsen, Garðar Georg Nielsen, Hanne Birgitte Clausen, Ásta Ósk Hákonardóttir, Ari Eyberg Sævarsson, Natalía Rós Nielsen. SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR + Signrlaug Guð- mundsdóttir var fædd í Skollatungu (Tungu) í Göngu- skörðum í Skaga- fjarðarsýslu 2. ágúst 1913. Hún andaðist í Hvera- gerði 8. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Lilja Kristjánsdóttir hús- freyja (1873-1951) og Guðmundur Þor- leifsson bóndi (1855-1940) síðast búsett á Grindli í Vestur-Fljótum í Skagafirði, en áður á Dalsá (Heiðarseli) og Skollatungu í Gönguskörðum. Systkinin fæddust tíu en tveir drengir létust í bernsku. Annar þeirra hafði hlotið nafnið Sig- urður Pálsson, í höfuðið á kunn- um lækni. Hin átta, sem fullorð- insaldri náðu, voru 3) Sigurjón á Barði, áður bóndi á Grindli og Syðsta-Mói, (1894-1983). 4) Krist/n Aðalbjörg, dó um tví- tugt. 5) Ingibjörg, vinnandi á Siglufirði og víðar, dó á fer- tugsaldri, 1936. 6) Vilhjálmur, skipasmiður og smiður (1898-1980), kvæntur Ehnu Hermannsdóttur, bjuggu á Siglufirði og á Hofsósi, áttu saman þrjú börn. 7) Elín (1903-1958), gift Sveini Hann- essyni frá Elivogum, bónda og skáldi, bjuggu í Elivogum, í Sel- haga á Skörðum, Sneis og Refs- stöðum í Laxárdal, og Vindhæli á Skagaströnd, A-Hún., áttu tvö börn. 8) Anna, gift Gunnlaugi Krisfjánssyni, bónda í Lam- banesi í Fljótum. 9) Jónas, verkamaður og reiðhjólasmiður (1910-1976). 10) Sigurlaug, sem hér er minnst. Sigurlaug ólst upp í Tungu, sem nú ber það nafn í daglegu Nú er ég kveð tengdamóður mína kemur upp í hugann að oft er skammt stórra högga á milli, það eru ekki nema tíu mánuðir síðan tengdafaðir minn féll frá. Reyndar var tengdamamma oft búin að segja að það yrði ekki langt á milli þeirra og þó að það sé sárt fyrir þá sem eftir lifa að missa sína nánustu með svo stuttu millibili er ég sátt fyrir hennar hönd. Mér fannst hún alltaf svo ein- mana eftir að tendgapabbi dó þó svo hún bæri sig vel. Sigurlaug var mjög vinnusöm og dugleg, gat sjaldan setið róleg, því held ég að það hafi reynst henni mjög erfitt eftir að hún varð lasburða og árin færðust yfir hve lítið hún gat sinnt sínum störfum. En alltaf seiglaðist hún áfram alveg fram á síðasta dag. Mér fannst gott að heimsækja Sigurlaugu og áttum við margar ánægjulegar stundir saman og ræddum allskonar málefni, ekki vorum við nú alltaf sammála en það spillti ekki neinu á milli okkar, við hlóum bara að þessu öllu. Sigurlaug bar mikla umhyggju fyrir sínum svo og öðrum en ekki síst fyrir ömmu- og langömmu- börnum sem hún vildi allt fyrir gera og snérist í kringum. Hennar verður sárt saknað. Elsku tengdamamma ég gæti sagt svo miklu meira um þig, þetta eru bara nokkur fátækleg orð sem tali, en þegar for- eldrar hennar flutt- ust út í Fljót 1920, varð hún eftir í fóstri hjá hjónunum, sem við jörðinni tóku, þeim Guð- mundi Björnssyni frá Veðramóti og Þóreyju Ólafsdótt- ur, konu hans. Hún giftist Þorsteini Sig- valdasyni, bókbind- ara, 1936. Hann andaðist í desember 1998 og var jarð- settur í Þorlákshöfn, en þar bjuggu þau allt frá 1961. Áður höfðu þau átt heima á Akureyri, Reykjavík, Nauteyri við Isafjarðardjúp og að Neðri- Sumarliðabæ í Holtum. Þau áttu saman sex börn, sem öll lifa. Þau eru: 1) Herdís, f. 9. júm' 1943, býr á ísafirði, gift Hauki Eggerts- syni, eiga þijú börn. 2) ísafold, f. 15. maí 1944, gift Gesti Ámunda- syni, eiga tvö börn. 3) Þröstur, f. 28. júlí 1945, kvæntur Sigríði Á. Gunnarsdóttur, eiga þijú börn. 4) Guðmundur Brynjar, f. 23. okt. 1946, kvæntur Sigríði Kon- ráðsdóttur, eiga tvö börn, en hún átti tvö börn áður. 5) Edda Björk, f. 28. okt. 1947, gift Krist- jáni Jónssyni, búsett á Hellu, eiga saman átta börn, þar af sjö af fyrra hjónabandi hans. 6) Grétar Breiðfjörð, f. 28. jan. 1950, kvæntur Þórdísi Hannes- dóttur, eiga þijú börn. Sigurlaug var ráðskona verkamanna við lagningu vegar yfir Hellisheiði. Hún vann í frystihúsi í Þorlákshöfn, einnig í mötuneyti þar og sinnti ýms- um öðrum störfum jafnframt því að annast um heimilið. Sigurlaug var jarðsett frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn 16. október. mér datt í hug að setja á blað núna. Læt ég því staðar numið og kveð þig eins og ég kvaddi tengdapabba. Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir Sigríður Á. Gunnarsdóttir. Elsku amma nú er komið að kveðjustund og viljum við flytja þér okkar bestu kveðjur eftir öll árin og þakka fyrir alla umhyggj- una og ástina sem þú hefur gefið okkur. Við minnumst þín sem fasts punkts og mikillar stoðar í okkar uppvexti og lífi. Þegar við vorum krakkar var alltaf hægt að fai-a nið- ur á C-götu til þín og við vissum að þú varst alltaf tilbúin til að taka á móti okkur. Þú gerðir okkur alltaf grein fyrir því að þó þú værir boðin og búin urðum við alltaf að vinna okkar eigin stríð sjálf eins og þú hafðir alltaf gert í þínu lífi. Þó vinnu- dagamir í ffystihúsinu væru oft langir og um heimili að sjá hafðir þú alltaf tíma tíl að hlusta á okkur. Mest hafðir þú áhuga á hvemig okk- ur gekk í skólanum og studdir okkur bæði þegar gekk illa og vel. Við gerðum okkur grein fyrir að mennt- un var þér mikils virði og þú varst alltaf mjög hreykin af okkur ef okk- ur gekk vel bæði í skóla og síðar vinnu. Við lærðum mikilvæga hluti um lífið frá þér. Oft vora umræðurnar + Hjartkær eiginkona mín og móðir, ELSA STEFÁNSDÓTTIR, Arnartanga 12, Mosfellsbæ, lést föstudaginn 15. október. Garðar Steingrímsson, Stefán Garðarsson. um óréttlætið i heiminum og okkur var strax gerð grein fyrir að við vorum heppin miðað við marga. Réttlæti, heiðarleiki og kurteisi era kannski ekki alltaf meðfædd en þú sást um að við kunnum skil á öllum þessum eiginleikum mann- eskjunnar. Þú kenndir okkur að besta leiðin til að komast áfram í lífinu var að vinna vel og ekki ætl- ast til að aðrir gerðu hlutina fyrir þig ef þú gast gert þá sjálfur. Bæði þegar við vorum krakkar, og nú á fullorðinsáram er við kom- um í heimsókn var alltaf dekkað borð með brauði og kökum. Það skipti ekki máli hvort við voram daglegir gestir eða ekki, þér leið mjög illa ef ekki var hægt að bjóða upp á eitthvað í svanginn. Það gat líka enginn búið til eins gott súkkulaði og var oft beðið eftir jólaboðinu með eftirvæntingu. Elsku amma kveðjustundin er erfið og við eigum aldrei eftir að gleyma hversu góður félagi þú varst í öllu okkar lífi. Við eigum eftir að sakna þín mikið og mamma hefur misst góðan vin og sálufé- laga, tómarúmið verður erfitt að fylla. Þín ömmubörn Kristín og Þorsteinn. Þá er síðasta móðursystkini mitt horfið af vettvangi þessarar jarðar. Hún Sigurlaug var áratug yngri en mamma og fór ekki að eiga börn fyrr en þrítug, eða áratug á eftir systur sinni. Þess vegna era böm Sigurlaugar tveimur áratugum yngri en böm mömmu. Lífíð er stundum tilviljunum háð. Óskiljan- legt. Eg man eftir Laugu frænku frá því að ég var um tvítugt. Eg heim- sótti þau hjón, ásamt mömmu, vor- ið 1945. Þá bjuggu þau uppi á Lög- bergi, sem svo var nefnt í daglegu tali, þó að það héti raunar Lækjar- botnar. Þar sem húsið þeirra stóð, er nú hraðbrautin austur yfir fjall. Breyttir tímar. Þá vora tvö elstu börnin, Herdís og Isafold, fædd, fæddust á Akureyri, en milli þeirra er tæpt ár. Síðar áttu eftir að bæt- ast fjögur börn í hópinn. Á tæpum sjö áram fæddi Sigurlaug sex börn, og var það ærin áraun út af fyrir sig. Hún var dugleg manneskja og ósérhlífín. Þær voru líkar að mörgu leyti systurnar, móðir mín og Sig- urlaug. Skarpar til vinnu og hjálp- samar, drógu aldrei af sér. Frá Lögbergi fluttust Sigurlaug og Þorsteinn með dæturnar tvær að Njálsgötu 52b. Þar bjuggu þau í allmörg ár, en fluttust þaðan að Nauteyri í Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp. Þar var sveitabú- skapur stundaður. Frá Nauteyri fluttust þau að Neðri-Sumarliðabæ í Holtum, en stutt var í búskap þar. Framundan var Þorlákshöfn með vaxandi möguleika. Þegar þangað var flutt, var Þorlákshöfn lítið sjávarþorp. Það er nú vaxandi bær. Þar undu þau Steini og Lauga sér vel, byggðu fljótlega hús yfir fjölskylduna og fóra ekki þaðan fyrr en heilsan tók að gefa sig, og bjuggu þá í sambýli fyrir aldraða. Að vísu var Sigurlaug síð- ustu mánuði lífs síns í Hveragerði, og þar dó hún einmitt í þann mund, er flytja skyldi hana undir læknishendur í höfuðstaðnum. Hún mátti þola mikið heilsuleysi síðustu árin, hafði gengist undir hjartaskurð, eldri manneskja en áður hafði frést um. Hún var háð súrefnisgjöf frá tæki síðustu árin. En það var hart í henni Laugu frænku. Nú hefur hún fengið hvíldina, blessunin. Stutt var milli andlátsdaga þeirra hjóna, en Þor- steinn, maður hennar, lést á Sjúkrahúsi Selfoss 7. desember sl., eftir langa vanheilsu. Sigurlaug verður lögð til hinstu hvíldar við hlið manns síns í dag í kirkjugarð- inum í Þorlákshöfn. Hún kaus að útför sín færi fram í kyrrþey. Ég votta aðstandendum Sigur- laugar samúð við andlát og útför hennar. Hvíldu í friði, og þökk fyrir allt, kæra móðursystir. Auðunn Bragi Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.