Morgunblaðið - 19.10.1999, Side 27

Morgunblaðið - 19.10.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 27 ÚR VERINU Andri Sveinsson hjá Bí Umræða um sam- þjöppun óréttmæt Aflaverð- mætið 126,7 m. FRYSTITOGARINN Baldvin Þorsteinsson EA kom til Reykja- víkur í gær eftir 35 daga veiði- ferð og var um mettúr að ræða. Hann var með 500 tonn af þorski upp úr sjó og samtals um 200 tonn af öðrum afla og er afla- verðmætið 126,7 milljónir króna. I áhöfn eru 26 manns og má áætla að hluturinn sé tæplega 1,3 milljónir. „Eg heyri að þetta sé það skársta sem hefur verið gert hingað til,“ segir Hákon Þröstur Guðmundsson, skipstjóri, og bæt- ir við að þeir hafí verið á Vest- fjarðamiðum og út af Breiðafirði. „Það voru úrtökur og brælur og svo þurftum við að skjótast inn Morgunblaðið/GoUi Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson kom til hafnar í Reykjavík í gær með meira aflaverðmæti en nokkurt fslenzkt fiskiskip. og landa aðeins upp úr skipinu því við þurftum að koma ákveðnu magni af afurðum í veg fyrir skip sem var að fara til Englands, en þar hefur fengist gott verð að undanförnu. Það er mikill þorsk- ur á bak við verðmætið en það eru aflaheimildirnar sem ráða.“ Hákon Þröstur segir að veðrið hafi verið misjafnt á miðunum. „Það er komið vetrarveður, reyndar var það komið þegar í lok ágúst, og þetta hefur verið stöðugur steytingur." Með stóra og fallega sild „MÉR finnst sú umfjöllun sem verið hefur að undanförnu um samþjöppun í sjávarútvegi órétt- mæt,“ segir Andri Sveinsson, for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbankans, í samtali við Morgunblaðið. Að undanförnu hef- ur verið mikil umræða um sam- þjöppun í sjávarútvegi og leyfilega hámarksaflahlutdeild einstakra fyrirtækja eða aðila. „Með þeirri hagræðingu sem orðið hefur í sjávarútvegi hér á landi á síðustu árum, erum við iyrst núna að sjá hagnað í grein- inni eftir áratuga tap. Það sést best á því að flest fyrirtækjanna eru nú fyrst farin að greiða tekju- skatta og er þar helst um að ræða stór og stöndug fyrirtæki. Þetta hlýtur að teljast jákvæð þróun, sér í lagi þar sem mikil gagniýni er á ríkisstyrki tii sjávarútvegs í lönd- unum í kringum okkur á sama tíma. Aukin krafa um arðsemi Við erum með stjórnkerfi, sem skapað hefur stöðugleika þannig að fyrirtækjunum hefur gefist kostur á að skipuleggja starfsemi sína lengra fram í tímann og hafa náð að hagræða í kjölfarið á því. I kjölfar hlutabréfamarkaðar hefur krafa um arðsemi sjávarútvegsfyr- ii-tækja orðið tO. Sé litið á útveginn í heild, eru ennþá fremur fá fyrir- tæki, sem uppfylla arðsemiskröf- ur. Það eru eingöngu stærstu fyr- irtækin, sem skráð eru á verðbréfaþingi, sem gera það. Sé horft yfir greinina í heild, held ég að á næstu þremur árum muni verða enn frekari samruni, sem leiðir til betri nýtingar starfs- fólks, skipa og tækja. Ég tel því að öll lög sem hamla slíkri framþróun séu skammsýn. Lög um hámar- kskvóta og úthlutun á byggða- kvóta séu ekki til þess fallin að bæta hag þjóðarinnar til lengri tíma. Teljum frekari samruna framundan Fyrirtæki í sjávarútvegi eru að keppa um fjármagn, ekki eingöngu innan sjávarútvegsins, heldur einnig við önnur fyrirtæki. Ef þessi grein skilar ekki þeirri kröfu um arðsemi, sem fjárfestar gera, mun fjármagnið leita úr sjávarút- veginum yfir í aðrar greinar. Það mun verða til þess til lengri tíma að engin framþróun verður í út- vegin um hér. Við erum að keppa við sjávarútveg í öðrum löndum og verði lagður steinn í götu hagræð- ingar, mun samkeppnishæfi ís- lensks sjávarútvegs versna veru- lega. Við hjá Búnaðarbankanum telj- um að frekari samruni sé fram- undan í sjávarútveginum og við höfum lagt mikla fjármuni í Ut- gerðarfélag Akureyringa og Þor- móð ramma-Sæberg. Við teljum að þessi fyrirtæki séu með mjög hæfa stjórnendur, sem munu í sín- um framtíðaraðgerðum taka skref, sem muni skila núverandi eigend- um góðum arði til lengri tíma.“ SÍLDVEIÐAR gengu heldur treg- lega síðastliðna helgi en nokkur skip fengu þó ágætan afla fyrir austan land sl. föstudag. Sfldin sem fékkst fyrir helgi þótti mjög stór og falleg og henta vel til vinnslu en fram til þessa hefur sfldin þótt smá og stórt hlutfall aflans farið í bræðslu. Antares VE landaði um 500 tonn- um af sfld í Vestmannaeyjum í gær sem Grímur Jón Grímsson, skip- stjóri, sagðist hafa fengið í tveimur köstum norður af Borgarfirði á föstudag. Það er nokkuð norðar en sfldarskipin hafa fengið afla á þess- ari vertíð. „Það var talsvert að sjá af síld þarna fyrir helgina og hún var einnig töluvert betri en sú sfld sem veiðst hefur til þessa. Mér skilst að hún hafi aðallega flokkast í tvo stærstu flokkana til vinnslu. Síðan skilst mér að lítið hafi veiðst en það er mikil ferð á síldinni, enda er sjórinn óvenju hlýr á þessu svæði.“ Sáu ekkert fyrir vestan Grímur sagðist hafa leitað að sfld vestan við landið síðustu vikur en ekkert orðið var. Rannsóknarskip hafi engu að síður orðið vart við sfld í Breiðafirði og allt norður í Húna- flóa. Hún sé hinsvegar ekki í veið- anlegu magni. „Þessi sfld verður vonandi veiðanleg þegar hún kem- ur vestur fyrir land til vetursetu. Ég geri ráð fyrir að við förum aftur á austursvæðið í næsta túr en eftir það er ætlunin að skoða svæðið fyr- ir vestan aftur,“ sagði Grímur. Þau skip sem að undanförnu hafa verið við loðnuleit hafa nú snúið sér að sfldveiðum. Að sögn skipstjórn- armanna sem Morgunblaðið ræddi við sást mjög lítið til loðnunnar og ætla flestir að gefa henni frí í nokkra daga. DAIHATSU ss==*- — i. isnir ■3 Lipur og sprækur Daihatsu Cuore er ofursparneytinn fimm dyra smábíll á einstöku verði. Liprari borgarbíl er vart að finna, en Cuore er jafnframt ótrúlega rúmgóður. Vélin er þrælspræk en eyðir þó aðeins 5,3 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, með beinskiptingu, samkvæmt Evrópustaðli. Cuore uppfyllir ströngustu kröfur Evrópusambandsins um árekstravörn. Ríflega búinn Af ríflegum staðalbúnaði Cuore má nefna nýja fjölventlavél, tvo öryggispúða, rafdrifnar rúður og spegla, samlæsingu, vökvastýri, snúningshraðamæli, fjaropnun á bensínloki og skottloki, hæðarstillingu aðalljósa, aukahemlaljós, ræsitengda þjófavörn og útvarp með segulbandi. Cuore er jafnframtfáanlegur með sjálfskiptingu og ABS-hemlalæsivörn. Cuore sjálfskiptur 954.000 kr. Cuore beinskiptur 899.000 kr. (> brimborg Brimborg-Þórshamar Bíley Betri bílasalan Bílasalan Bílavík Tvisturinn Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54. Reykjanesbæ Faxastig 36, Vestmannaeyjum Simi 462 2700 Simi 474 1453 Sími 482 3100 Sfmi 421 7800 Simi 481 3141 B r i m b o r g Bíldshöföa 6 S í m i 5 1 5 7 0 0 0 www.brimborg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.