Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR L ÍFLEGAR umræður fóru fram í flestum málstofunum og stemmning iríkti á Hugvísindaþingi sem haldið Ivar síðastliðinn föstudag og laugar- dag. Hugvísindastofnun stóð_ að skipulagn- ingu þingsins og sagði Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, að líklega hefðu yfir 200 manns sótt þingið að jafnaði báða dagana. A þinginu var boðin fram 21 málstofa og að auki voru fluttir þrír fyrir- lestrar af þeim Páli Skúlasyni rektor Háskól- ans, Svövu Jakobsdóttur rithöfundi og Þor- steini Vilhjálmssyni prófessor í raunvísinda- deild. Að jafnaði voru haldnar þrjár málstof- ur á sama tíma og var valið milli þeirra oft erfítt. Vestur-íslendingar I málstofu um samspil Vestur-íslendinga og íslenskrar menningar veltu fræðimenn fyrir sér áhrifum Vesturfaranna^ á Island og afdrifum þeirra í vesturheimi. Ulfar Braga- son bókmenntafræðingur hélt erindi sem hann nefndi Hópmynd af íslendingurn í Milwaukee og lagði út af ljósmynd af hópi Is- lendinga sem lagði frá Eyrarbakka á fyrstu árum fólksflutninganna vestur um haf. Hann sagði auðsætt af myndinni að hér væri fólk sem hefði aðlagast vel amerísku samfélagi, hefði sjálfsvirðingu og einurð í fasi. Steinþór Heiðarsson, sagnfræðingur velti fyrir sér hversu mikil áhrif Vestur-íslendingar hefðu haft á íslenskt þjóðlíf hvort sem var á fram- farir í landinu eða sjálfstæðisbaráttm Hann komst að þeirri niðurstöðu að Vestur-íslend- ingar hefðu ekki haft mikil áhrif á sjálfstæð- isbaráttuna en vitneskjan um tækni- framfarir sem þeir lýstu í bréfum og greinum á Islandi hefði sjálfsagt ýtt undir framfaravitund íslendinga. Guðrún Guðsteinsdóttir dósent gerði síðan grein fyrir blaðaútgáfu Vestur-íslendinga sem var umtals- verð á fyrstu áratugum þessarar aldar. Persónuheimildir Fjörugar umræður um sagn- fræði, skáldskap og skáldaleyfi sagnfræðinga urðu eftir erindi Da- víðs Ólafssonar, sagnfræðings og Sofííu Auðar Birgisdóttur bók- menntafræðings. Áhugi fræði- manna á sjálfsævisögum hefur farið vaxandi og velti Davíð sérstaklega fyrir sér heimildagildi sjálfsævi- sagna og dagbóka fyrir sagnfræð- inga og velti fyrir sér tengslum sannleika og skáldskapar í fræðun- um. Soffía Auður fjallaði um skáldævisögur en það hugtak er eignað Guðbergi Bergssyni en með því bendir hann á hið skáldlega eðli frásagna í ævisöguformi. Hún tók sérstaklega dæmi af ævisögunni Dutch eftir Edmund Morris sem er um Ronald Reagan fyrrum Banda- ríkjaforseta og kom nýlega út í Bandaríkjunum. Sú bók hefur fengið mjög misjafnar viðtökur því höfundur, sem er sagnfræðingur og vinnur úr miklum heim- ildum, bætir skálduðum persónum inní bók- ina tU að koma flóknum persónuleika Reag- ans til skila. Þetta skáldaleyfi höfundarins hefur valdið miklum deilum meðal sagn- fræðinga í Bandaríkjunum og telja sumir þeirra Morris hafa klúðrað einstöku tæki- færi til að segja sögu Reagans. Soffía Auður velti því hins vegar fyrir sér hvort ekki væri auðveldara og sannara að koma brota- kenndu sjálfinu til skila með skáldskap heldur en þegar reynt er að púsla saman brotin í heildstæða mynd. Um tengsl sann- leika og skáldskapar spunnust líflegar um- ræður meðal fundarmanna og sýndist sitt hverjum um ágæti skáldaleyfis í störfum sagnfræðinga. Lærðar konur Ef einhver hefur haldið að menntun kvenna sé algjört nýmæli á þessari öld var sú hugmynd kveðin í kútinn í málstofu um lærð- ar konur í fornöld og á miðöldum. Auðvitað er ljóst að menntun kvenna var ekki almenn en þó eru til sögur af menntuðum konum allt aftur til fornaldar. Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur rakti sögu nokkurra forn- grískra kvenheimspekinga í erindi sínu sem hann nefndi Hypatía og starfssystur hennar. Hann sagði að nokkrir heimspekiskólar í fornöld hafi verið opnir konum. Margir kven- heimspekinganna hefðu verið dætur heim- spekinga eins og Hypatía sem var dóttir Þeosar, stjarn- og stærðfræðings. Hypatía var uppi á árunum 376-415 og bjó í Alexandr- íu og var mikils metin á sinni tíð en bækur hennar hafa allar glatast. Sigurður Péturs- son, lektor, fjallaði um Lærðar konur eða „femine doctae“ á 17. og 18. öld. Til að teljast Hugmynda- veisla á hug- vísindaþingi Dýranöfn, hrollvekjur, dróttkvæði, erfðavísindi, módernismi, nútímavæðing, sannleikur, skáldævisög- ur, bændamenning, þjóðernisstefna. Þetta er aðeins lítið brot af þeim viðfangsefnum sem rædd voru á ný- afstöðnu Hugvísindaþingi Hugvísindastofnunar. Hátt í 70 fræðimenn kynntu þar rannsóknir sínar og var þingið vel sótt og sýndi ótvírætt þá grósku sem er í hugvísindum um þessar mundir. Salvör Nordal stiklar hér á stóru um atburði þingsins. Morgunblaðið/Sverrir Margt bar á góma á fjölmennu Hugvísindaþingi Hugvisindastofnunar. Hér flytur Þór Tulinius erindi sitt. til hóps lærðra kvenna þurftu þær að hafa umtalsverða latínukunnáttu auk hefðbund- inna kvennafræða. Sigurður gat 15 mennta- kvenna eftir siðbót og sagði að um 6 þeirra hefðu kunnað eitthvað í latínu. Þeirra mennt- uðust taldi hann hafa verið Sigríði biskups- frú í Skálholti, konu Jóns Þorkelssonar, og hún komi næst því að hafa talist lærð kona. Erindi SvanhOdar Óskarsdóttur, fjallaði um handritið AM 764 4to sem hún kallar Reyni- staðabók. Handrit þetta geymir veraldar- sögu, eða alfræðilegt efni og er talið hafa verið skrifað af mörgum skrifurum í ritstofu. Handritið hefur nokkuð aðra byggingu en hefðbundnar veraldarsögur og hefur af fræðimönnum verið talið óskapnaður. Svan- hildur leiddi hins vegar rök að því að hand- ritið væri í raun mjög skipulagt og hefði ver- ið ætlað konum og jafnvel skrifað af konum nánar tiltekið nunnum úr klaustrinu á Reyni- stað. Hrollvekjur Hrollvekjur notið vaxandi áhuga meðal fræðimanna og í málstofu um þetta efni var hæfileg óreiða þó hryllingurinn væri fjarri góðu gamni þar sem ekki tókst að fá mynd- bandstækin til að starfa eðlilega. Það var kannski í anda málstofunnar sem fjallaði um efni sem lýsir óeðli af öllu tagi, hvort sem í hlut eiga tæki, náttúra eða mann- skepnan. Matthías Viðar Sæmundsson reið á vaðið með lestur um Hryllingsgerð og tómhyggju þar sem hann ræddi um þá tóm- hyggju sem riði húsum í hrollvekjum frá tímamótamynd Romeros The Night of the Living Dead og kom út 1968. Úlfhildur Dagsdóttir fjallaði um splatter-myndirnar eins og The Scream eftir handriti Kevin Williamson og í leikstjórn Wes Craven. Þetta eru hryllingsmyndir fyrir og um ung- linga og Úlfhildur las í tákn þessara mynda og afstöðu til kynlífs og dauða sem þar kem- ur fram. Virtist sem í þessum myndum sé leikið með hefðbundna fordóma til kvenna og kynlífs og sérstaklega sagði Úlfhildur að þarna birtist líkaminn sem vandamál. Guðni Elísson nefndi sitt erindi því frumlega nafni Samfarir, náfarir, hamfarir: kynferði Dra- kúla greifa og fjallaði um hinn klassíska Drakúla greifa frá ýmsum sjónarmiðum ekki síst sambandi hans við konurnar í bók Stokers og ekki síður í fjölda kvikmynda sem gerðar hafa verið um þennan heiðurs- mann. Sannleikur í fræðunum Á tímum póstmódernisma hafa efasemdir um sannleikann verið allsráðandi og var það meðal annars umræðuefni málstofunnar Sannleikur í fræðunum. í sagnfræði er spurningin brýn þar sem menn velta fyrir sér hvort ein lýsing eða túlkun á fortíðinni geti verið réttari en önnur, og hver tengsl veruleikans og fræðanna séu. Gunnar Karls- son sagnfræðingur sagði að hægt væri að nálgast sannleikann í sagnfræði, hins vegar sagði hann að sagnfræðiiðkun og endurskoð- un fortíðarinnar væri alltaf háð ákveðnu menningarsamhengi. Þannig ræddi hann um nokkuð sem hann kallaði viðtakendaafstæði, en í því felst að sagnfræðirit væru skrifuð fyrir ákveðinn hóp og menningu og skiljan- leg af honum og því þyrfti að endurskoða söguna með reglulegu millibili. Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor fjallaði um gamlar lummur og lokaða heima í samnefndu erindi sem vísaði til þess að stað- hæfingar póstmódernista um efni eins og guðleysi, um brotakennt sjálf og að þekking sé samkomulag innan vísinda væru allt gaml- ar lummur sem finna má í heimspeki fyiTÍ alda. Hann sagði að umræða um afstæðis- hyggju í nútímanum einblíndi á hvort sið- ferði væri algilt en sniðgengi fróðlegri spurn- ingar um hvað væri afstætt og hvað ekki. Einnig taldi hann vert að undirstrika að ef hugmyndaheimar væru afstæðir væru þeir jafnframt lokaðir heimar en í því fælist að enginn annar hefði aðgang að þeim. Af erind- unum og umræðum á eftir var ljóst hversu erfitt hugtak sannleikurinn er og vandmeð- farið en jafnframt mikilvægt fyrir hugmynd- ir okkar til fræðanna. 900 ára eða 15 ára? Hvað hefur orðið um módernismann? Hefur hann orðið póstmódernisma að bráð? I fjörugri málstofu um módernismann komu fram ólík viðhorf meðal annars hjá Kristjáni Árnasyni og Eysteini Þorvalds- syni. Kristján fjallaði um sögu og hrun módernismans. Hann sagði að þegar módernisminn hafi borist til Islands hafi allur vindur verið úr honum. Hann hafi birst hér sem frelsun undan hinu hefð- bundna ljóðformi en því miður hafi útkom- an ekki verið sú fjölþreytni í formi og stíl sem tilefni hefði verið til. Eysteinn Þor- valdsson prófessor var á öndverðri skoðun og taldi módernismann lifa góðu lífi enn í dag meðal margra skálda þessarar stefnu. Hann sagði að módernisminn hefði frjóvgað og dýpkað íslenska ljóðagerð en ljóðagerð í anda póstmódernisma væri mun einhæfari. Andri Snær Magnason rithöfundur fjallaði á afar áhugaverðan hátt um það mikla menningarrof sem varð með módernisma í íslenskri ljóðagerð. I hinum gamla tíma sagði hann að fólk hefði verið 900 ára gamalt vegna þess að 900 ára menningarsaga var lifandi í því. Þegar hlustað væri á tónbönd sem geymd eru á Árnastofnun og varðveita kveðskap gamals fólks frá því um síðustu aldamót kæmi þessi lifandi saga berlega í ljós; þarna má heyra gamla konu kveða sem lærði íþróttina af ömmu sinni, sem aftur lærði hana af ömmu sinni og þannig hefðum við áður en varir 300 ára sögu í höndunum. Hann sagði þessa staðreynd vera for- senduna fyrir því að skilja andúð- ina sem reis upp gegn módernism- anum hér á landi. Sem dæmi tók Andri Þorpið eftir Jón úr Vör og lék hann upptöku með fóstra Jóns sem varðveist hefur á Árnastofnun. Fóstrinn kemur fyrir í Þorpinu og er síðasti kvæðamaðurinn. Hann var 600 ára í skilningi Andra. Jón úr Vör ólst upp við þessa löngu hefð en varð að brjóta hana af sér. En einmitt á þessum tímapunkti verða hvörfin svo augljós og trega- blandin. Andstæðan við þessa löngu hefð er hins vegar nútíminn þar sem allir eru 15 ára og við gleymum gærdeginum jafnóðum og hann er liðinn enda fylgjumst við vel með tímanum! Á Hugvísindaþingi fluttu þau Páll Skúla- son rektor Svava Jakobsdóttir rithöfundur og Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor sérstök erindi. Þeir Þorsteinn og Páll ræddu um hlutverk vísinda og greinarmuninn á hugvís- indum og raunvísindum. Páll gerði meðal annars grein fyrir hugmyndum Heideggers sem gerði ekki skarpan greinarmun á raun- vísindum og hugvísindum og telur raunar að hugvísindi séu grundvallarvísindi og samofin öllum öðrum vísindum. Þorsteinn Vilhjálms- son lagði einnig út frá sameiginlegum rótum raunvísinda og hugvísinda enda lægju ræt- urnar í hæfíleika mannsins til boðskipta. Öll vísindi eiga rætur í forvitni og leit að skiln- ingi og þegar borin væru saman raunvísindi og hugvísindi væri meira sem sameinar en sundrar. Þá hvatti Þorsteinn til að múrar milli ólíkra fræðigreina væru brotnir og taldi slíkt mun auðveldara meðal íslenskra vís- indamanna enda væru boðleiðir milli vísinda- manna styttri hér á landi en almennt tíðkast í heiminum og því mun meiri möguleikar á þverfaglegum rannsóknum. Svava Jakobs- dóttir rithöfundur fjallaði í erindi sínu um rannsókn sína á Jónasi Hallgrímssyni og þá kenningu að í skáldskap hans séu falin skáld- skaparmál Jónasar, hans fagurfræðilega kenning. Svava sagði Völuspá vera elsta nor- ræna skáldskaparritið, n.k. kennslubók fyiár skáld, og í því sambandi benti hún á nýja túlkun á orðunum gull veig (þannig stafrétt í handriti) sem hún las sem vísun til skáld- skaparmjaðarins en hefur hingað til verið lesið sem eiginnafn. Og þegar hér var komið sögu var skammt eftir af vel heppnuðu þingi hugvísindamanna og vonandi að samræða ólíkra fræðigreina haldi áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.