Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 57 andi. Og þar var hún gríðar vel að sér á hvaða listasviði sem var. Hún var líka heimspekilega sinnuð, las mikið og hafði yndi af að rökræða. Hún hafði sjálf mjög ákveðnar skoðanir, leitaði svara og velti fyr- ir sér málefnum. Hún var gagn- rýnin og sagði ávallt álit sitt og ekki síður ef henni þótti vel að verki staðið. Sólveig giftist 1948 Rafni Sigurvinssyni loftsiglinga- fræðingi, einstökum öðlingsmanni. Hann missti fyrri konu sína Auði Pálsdóttur en þau áttu saman kornunga telpu Ólöfu. Sólveig gekk því Ólöfu í móðurstað frá byrjun. Ári síðar eignuðust þau Rafn soninn Svein og 1954 fæddist Björg. Rafn maður Sólveigar starfaði sem loftsiglingafræðingur hjá Flugfélagi íslands frá fyrstu árum þess og flaug allan tímann með flugvélum félagsins við mis- jöfn skilyrði en þá var flugið frum- stæðara og ekki eins tæknivætt og nú á dögum. Rafn komst oft í hann krappan en þótti snjall og farsæll í starfi. Á þeim árum sýndi Sólveig hve myndarleg húsmóðir hún var og hög í höndum. Hún saumaði allt á sig og börnin og heimilishald var til fyrirmyndar. Það var mikil breyting á högum Sólveigar þegar hún og Rafn stofnuðu skóbúðina Sólveigu ásamt Bjarna bróður Sól- veigar. Þau ráku verslunina af miklum dugnaði og stóð Sólveig alla daga í afgreiðslunni. Hún var reyndar frábær sölukona og um árabil gekk verslunin mjög vel. Hún ferðaðist líka oft til þess að gera innkaup og var í raun heims- borgari að eðlisfari. En það er ekki sjálfgefið að gæfa og gjörvuleiki eigi alltaf samleið og lífið varð Sól- veigu á margan hátt þungbært. Rafn veiktist alvarlega á besta aldri og lá í mörg ár hjálparvana á sjúkrastofnun þar til hann lést. Þá veiktist einkasonurinn Sveinn, glæsilegur efnismaður, um tvítugt og hefur þurft að kljást við sjúk- dóm sinn síðan. Eftir að skóbúðin var lögð niður fór Sólveig í sjúkra- liðanám. Að námi loknu hélt hún 1983 til Kaupmannahafnar og vann um tíma á sjúkrahúsi þar. En hún veiktist og náði aldrei fullri heilsu á ný. Þá voru og kraftar hennar þrotnir við að taka upp þráðinn á ný hér heima og kom hún aðeins einu sinni til Islands eftir það. I Kaupmannahöfn bjó hún lengst af með Björgu dóttur sinni og syni hennar Jörundi Rafni. Þær mæðgur voru mjög samrýndar og nutu stuðnings hvor af annarri. Með hlýhug kveðjum við kæra vinkonu og þökkum henni samfylgdina, ekki síst á vængjum söngsins. Blessuð sé minning hennar. Margrét Eggertsdóttir. Þuríður Pálsdóttir. Minnvngarfgrt Xra66amánsfétagsins . 5621414 Krabbameinsfélagið KRISTIN STURL UDÓTTIR + Kristín Sturlu- dóttir fæddist á Fljótshólum í Gaul- verjabæjarhreppi 6. október 1928. Hún lést á heimili sfnu í Iteykjavfk 2. októ- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugar- neskirkju 8. októ- ber. Enn er eitt skarðið komið í systkinahóp- _________________ inn frá Fljótshólum, af átta systkinum eru aðeins fjögur eftir. Þegar ég hugsa til systur minnar Stínu, þessarar ljúfu, glað- lyndu en rólegu konu, dettur mér í hug ljóð sem Jónas Hallgrímsson orti við fráfall Bjarna Thoraren- sen, frænda okkar. Upphaf þessara eftirmæla Jónasar er svohljóðandi: Skjótt hefir sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofmn er nú söngurinn ljúfí í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hm'pir á húsgafli hvequm. Ég var ellefu ára er Kristín fæddist og man því vel eftir þeim degi. Ég mun hafa verið staddur úti við þegar faðir minn kallar á mig og biður mig að ná í tvo hesta sem ég og gjörði í flýti vegna vænt- anlegrar fæðingar. Þegar ég kem heim með hestana er Skúli Jóns- son, föðurbróðir minn, sem var heimilismaður hjá bróður sínum, ferðbúinn. Sé ég að Skúli snarar hnakk á annan hestinn en söðli á hinn. Ríður hann nú úr hlaði og fer mikinn. Ferðinni var heitið til að sækja ljósmóður, Sigríði Jónsdótt- ur, en hún bjó á bæ sem ber nafnið Gegnishólar en þangað er 14 km leið. Um þessa ferð er ekki meira að segja en seint um kvöldið fæðist meybarn. Fæðingin gekk vel og barnið vel á sig komið á allan hátt. Kristín var seinna dugleg og táp- mikil. Hún var mjög létt á fæti og til marks um það vann hún að minnsta kosti tvisvar sinnum hund- rað metra hlaup á íþróttamóti. Það kom fljótt í ljós að hún hafði létta og glaða lund. Fljótshólaheim- ilið var mannmargt, þar var mikið sungið og spilað á hjóðfæri. Það kom snemma í ljós að Kristín systir hafði góða söngrödd og er mér minnisstætt þegar ég, elsti bróðir- inn, þá fluttur að heiman, kom heim og þær stöllumar þrjár, Stína og Gunna systur mínar og vin- kona þeirra Sísí í vest- urbænum sungu fyrir mig þríraddað. Þær höfðu yndi af söng og sömdu milliraddimar sjálfar og hljómaði það mjög vel. Á Fljótshólum er tvíbýli, í vesturbænum bjuggu hjónin Guðríð- ur Tómasdóttir og Tómas Tómasson ásamt fimm börnum sínum og voru þau á líku aldursskeiði og yngri systkini mín. Samgangur þessara tveggja heimila var mjög náinn; var því þessi barnahópur sem ein stór fjöl- skylda. Eins og ég hef áður minnst á var mikið sungið á báðum heimil- um. Á Ragnheiðarstöðum, næsta bæ við Fljótshóla, bjuggu þau sæmdarhjónin Kristín Árnadóttir og Sighvatur Andrésson. Þeirra börn, sjö að tölu, voru flest á svip- uðu reki og við Fljótshólasystkinin. Ég minnist þess að systur mínar Kristín og Guðrún, Jóna Sigríður í vesturbæ, Ester, Bjamey og Mar- gi’ét Sighvatsdætur stofnuðu söng- hóp sem þær nefndu Engjarósir. Þær sungu saman á ýmsum sam- komum, einnig í útvarpi þar sem upptaka með söng þeirra er til. Kristín söng einnig ámm saman í Dómkirkjukórnum og síðar í Laug- arneskirkj ukómum. Um tvítugt fór hún á Hús- mæðraskóla í Reykjavík og stund- aði þar nám í tvo vetur. Þegar Kristín fluttist til Reykjavikur bjó hún hjá frænkum sínum, Kristínu og Steinunni Ingimundardætram, að Smáragötu 10 hér í bæ. Þær voru systradætur og var mjög kært með þeim frænkum. Síðar dvaldi hún í Kaupmannahöfn í eitt ár og vann þar hjá Sigurði Nordal og frú. Eftir að Kristín kom heim aftur vann hún lengst af á sauma- stofu. Meðan Kristín var enn ólof- uð var hún vön að fara heim að Fljótshólum fyrir allar stórhátíðir til að hjálpa mömmu við undirbún- inginn. Kristín og Gunnar voru höfðingj- ar heim að sækja. Á Kirkjuteiginn gjörði ég vikulega för mína og átti ég þar margar ánægjustundir og stórt skarð hefur komið í vinahóp minn þar sem Kristín systir var. Sjaldan var langt að bíða eftir kaffi og meðlæti og glaðri lund, iðulega var spaugað mikið, sagðar gaman- sögur og hlegið dátt. Stína systir var með græna fingur eins og sagt MARGRÉT OLLÝ SIG URBJÖRNSDÓTTIR + Margrét Ollý Sigurbjörns- dóttir fæddist á Norðfirði 27. desember 1928. Hún lést á heimili sínu í Reykjavfk 8. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvog- skapellu 18. október. Ég kynntist Ollý er við hjónin byrjuðum að vera saman fyrir 34 áram. Hún var móðursystir kon- unnar minnar heitinnar. Öll þau kynni sem ég hafði af Ollý í gegn- um tíðina voru einstaklega góð. Konan mín var einstaklega hænd að henni því að hún var henni mjög góð frænka. Við heimsóttum hana og Hauk son hennar mjög oft og þar var alltaf mjög vel tekið á móti okkur og börnunum okkar. Þau nutu þess að koma til Ollýar frænku m.a. vegna þess að þar var alltaf svo gott með kaffinu. Auk þess reyndist Ollý þeim eins og besta amma. Hún bjó syni sínum mjög gott heimili og stjanaði við hann. Hann endurgalt það með einstaklega miklum kærleik og umhyggjusemi. Nú er hún horfin frá okkur þessi yndislega kona og eftir situr ljúf minning um góða manneskju. Haukur minn, ég votta þér mína innilegustu samúð. Megi Drottinn styrkja þig og varðveita í sorg þinni. Jón A. Snæland. er og hafði yndi af því að rækta garðinn sinn. Eitt veit ég með vissu að hjartaborg Kristínar systur var hrein. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga góðan og samheldinn systkinahóp og þakka þeim lífs og liðnum fyrir samfylgdina. Einar bróðir. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hveija hugsun sem hvarílar til þín. Þetta litla ljóð eftir manninn minn, Hrafn A. Harðarson, kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til Stínu föðursystur minnar sem nú er horfin augsýnd okkar. Nú þarf hún ekki að glíma lengur við hinn illvíga sjúkdóm sem hún barðist gegn af æðruleysi til hinstu stund- ar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að faðir minn, Einar, var einn af samheldnum og stómm systk- inahópi. í hugskoti mínu eru geymd mörg minningabrot frá löngu liðnum samverustundum og langar mig að rifja nokkur upp. Eg minnist þess þegar Stína frænka kom frá útlöndum íyrir rúmlega fjöratíu árum og færði okkur systranum ógnarlítil hand- snyrtisett. Ég fékk grænt en Dúfa systir rautt, ég man ennþá hvar við sátum á dívaninum í stofunni hjá ömmu á Fljótshólum þegar Stína rétti okkur gjafirnar. Þetta hand- snyrtisett var gersemi níu ára telpu. Þai-na gat að líta lítil skæri og önnur verkfæri til að snyrta neglurnar. Þetta handsnyrtisett hefur fylgt mér alla tíð síðan og ekkert glatast úr því. Snemma fengum við systkinin að dveljast í sveitinni hjá ömmu að Fljótshólum á sumrin. Ég minnist þess þegar þær systurnar Stína og Gunna birtust í sumarfríum, þá var glatt á hjalla. Iðulega fóra þær að „snurfussa" hjá ömmu og mála herbergin. Ég man hvað mér fannst þetta spennandi og skemmtilegt í byrjun og vildi endi- lega fá að hjálpa til við að mála. Það endaði nú alltaf með því að mér var helst treyst fyrir því að mála ofnana, þessa gömlu stóra pottofna sem vora mjög seinmálað- ir, glansinn fór vanalega fljótlega af málningarvinnunni en maður lét sig hafa það, allt var til vinnandi að vera í þessum glaða og skemmti- lega félagsskap. Stína var ein af þessum góðu frænkum sem sá alltaf björtu hliðarnar á manni, með hrósið og jákvæðnina að leið- arljósi á því augnabliki ævi manns þegar þessir hlutir era svo mikil- vægir í þroska einstaklingsins. Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja og hitti Astu og Friðfinn í fyrsta skiptið. Eitt það fyrsta sem Ásta sagði mér þegar ég gekk upp stigann í áttina tU hennar var: „Þú ert bara alveg eins og Þormóður og Kristín föður- systkini þín, Kristín efra andlitið og Þormóður hið neðra (eða var það öfugt, ég man það ekki svo gjörla). Þetta var ekki í fyrsta skiptið né það síðasta sem mér hef- ur verið líkt við hana Stínu frænku og þótti mér það ekki leiðum að líkjast. Ég man heimsóknirnar á Smára- götuna þar sem þær systurnar Stína og Gunna bjuggu hjá frænk- um okkar, Kristínu og Steinunni. Síðan komu heimsóknir á Kirkju- teiginn þar sem Gunnar spilaði gjarnan á píanóið og allir tóku und- ir og fóra að syngja. Ég man þegar bömin fæddust og við komum í heimsókn að skoða Hafstein og Svanhildi lítil. Eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu fór samveru- stundunum fækkandi. Stína frænka hafði alltaf mikið yndi af söng og þótti mér mjög gaman þegar ég fékk það tækifæri að syngja í Laugarneskirkjukórnum með henni einn vetur. Við stórfjölskyldan áttum alltaf samastað á Fljótshólum hjá Þor- móði frænda og Guðrúnu þar sem ættingjarnir smáir og stórir hittust iðulega vor og haust við kartöflu- ræktun. Ættarmótin sem era okk- ur alltaf uppspretta gleði og ánægju verða þó varla svipur hjá sjón þar sem stór skörð hafa myndast í hópinn. Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Anna Sigríður. t Faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi, ELÍAS JÓHANN LEÓSSON, andaðist þriðjudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 20. október, kl. 13.30. Elías G. Elíasson, Karen J. Elíasdóttir, Bragi V. Elíasson, íris E. Elíasdóttir, Jóhanna Ýr Elíasdóttir, Gíslína J. Jónsdóttir, Hilmar B. Guðmundsson, Jón K. Leósson, Regina Magnúsdóttir, Bjarni O. Júlíusson, María Magnúsdóttir, Arnþór Strom, Sigríður Magnúsdóttir, Róbert Hansen, Fjóla Hilmarsdóttir, Ásta Hiimarsdóttir, Jóhann Sigurjónsson og frændsystkini. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTDÍSAR GfSLADÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Austurbrún 23, Reykjavík. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveidust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar tíl blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Hað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega iínulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Kristmundur Jakobsson, Þórdís Kristmundsdóttir, Eiríkur Örn Arnarson, Auður Kristmundsdóttir, Jón S. Knútsson, Kristín Kristmundsdóttir, Eyjólfur Bragason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.