Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 64
£ 64 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 KIRKJUSTARF I DAG MORGUNBLAÐIÐ Fossvogskirkja Safnaðarstarf Hver eru svör kirkjunnar við sorginni? NÆSTU fimmtudagskvöld, hinn 21., 28. okt. og 4. nóv. nk., verða haldnir fyrirlestrar um sorgina og hina kristnu huggun í Fossvogs- kirkju og hefjast fyrirlestrarnir kl. 20.30. Fyrirlestrarnir, sem haldnir eru í samvinnu Kirkjugarðanna og pró- fastsdæmanna, eru ætlaðir þeim fjölmörgu sem hafa upplifað sorg- ina vegna ástvinamissis og einnig eru þeir ætlaðir fagfólki, sem hjálpar syrgjendum að vinna úr sorginni með réttum hætti. Fyrirlestrarnir verða fluttir í myndum og máli og notaður verður nýr myndvarpabúnaður, sem sett- ur hefur verið upp í Fossvogs- kirkju. Kirkjugarðarnir og . prófastsdæmin. Síðdegistónleik- ar í Neskirkju í DAG klukkan 18 mun Douglas A. Brotchie organisti í Háteigskirkju leika á hið nýja orgel kirkjunnar. Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Baeh, og tónskáldið og landa organistans, Skotans Roben Orr. Aðgangur ókeypis. Starf eldri borg- ara í Grafar- * vogssókn UNDANFARIN ár hefur starf eldri borgara í Grafarvogskirkju farið vaxandi. Starfið fer fram á þriðjudögum kl. 13.30 og hefst með helgistund. Prestur safnaðarins annast hana ásamt Sighvati Jónassyni organista. Að henni lok- inni er fólki boðið að föndra m.a. og spila eða að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Hverri stund lýkur með kaffi og veitingum. Umsjón með stundunum hefur Edda Jóns- dóttir og Þórunn Amardóttir kirkjuvörður. Um handavinnuna sér Unnur Malmquist. Þrátt fyrir mikla þátttöku eru nýir félagar boðnir velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Dómkirkja. Barnastarf í safnaðar- heimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára böm, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára böm og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn. Æskulýðsfé- lag Dómkirkju og Neskirkju. Sam- eiginlegur fundur í safnaðarheimili ^ Neskirkju kl. 19.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. ^ Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. ' ' 6.45. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Markviss kennsla um trú. „Þriðju- dagur með Þorvaldi“ kl. 21. Lof- gjörðarstund. Neskirkja. Æskulýðsfélag Nes- kirkju og Dómkirkju. Sameiginleg- ur fundur í safnaðarheimili Nes- kirkju kl. 19.30. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backman og Reynis Jónas- sonar. Nýir félagar velkomnir. Seltjarnarneskirkja. F or- eldramorgunn þriðjudag kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur máls- verður, helgistund og samvera. Kl. 17 TTT, 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Kl. 20 æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-17. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Grafarvogskirkja. Opið hús kl. 13.30- 16 fyrir eldri borgara, kyrrð- arstund, handavinna, spjall, spU og kaffiveitingar. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 17-18 fyrir 7-9 ára böm. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf fyrir ung- linga kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Seijakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Opið hús. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára böm. Lágafellskirkja. Foreldramorgunn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar. Leikir, bæn og föndur 7-9 ára krakka í kirkj- unni. Fjölskyldustund í kirkjunni kl. 10.30- 11.30. Helgistund, fræðsla og samfélag fyrir aðstandendur bama undir grannskólaaldri (mæður, feð- ur, ömmur, afar o.fl.). Bænir beðn- ar með börnunum, lesið fyrir þau og sungið með þeim. Umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni og Lauf- ey Gísladóttir kennari. Samvera- og helgistund í Hvammi, félagsmið- stöð aldraðra, Suðurgötu 15-17, kl. 14-16. Umsjón Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni. Kirkjan opin 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20.30 á prests- setrinu. Hvitasunnukirkjan Ffladelfia. Menn með markmið, samvera kl. 20. Allir karlar velkomnir. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Enginn kvóti - engin óregla HRAÐBRAUTIR milli helstu þéttbýlisstaða á landsbyggðinni og Reykja- víkur tengja best saman fólkið í landinu. Það er ömurlegt til þess að hugsa að sveitir þessa heilaga lands hér í há- norðri skuli vera að riðlast af vinnuleysi og djörfung til góðra verka vegna þess að búið er að færa alla vinnu frá vinnandi fólki í sjávarþorpum til rekstrar- aðila sem finna sínum hag best borgið á öðrum stöð- um en í heimabyggð. Vel byggðir firðir og fal- legar sveitir eru að fara í auðn vegna vinuleysis og svaðilfara í atvinnuvegum víðs vegar um landið. Það er illt að heyra, að um 2000 landsbyggðarmenn skuli flytja til Reykjavíkur á hverju ári. Það hlýtur að vera flest- um ljóst að það verður að leyfa mönnum við sjávar- síðuna allt í kring um land- ið að veiða óheft og óá- reitta án kvóta svo framar- lega sem þeir veiða á færi eða línu. Það gengur ekki lengur að hefta menn frá vinnu sem búa við hafið og færa okkur besta aflann og langbesta hráefnið. Smá- bátar á færi og línuveiðum breyta ekki hafsbotninum og umturna veiðisvæðum. Þessir bátar eiga að róa. Það breytti ekki neinu máli fyrir mig hvort bát- amir umhverfis landið eru eitt þúsund eða fimm þús- und. Regluruglið er of margbrotið. Þessir veiði- menn eiga að vera kvóta- lausir og veiða af guðsnáð eftir veðri og vindum. Það fólk sem fæðist í návist við hafið á ekki að vera í nagi við yfirvöld um það hvort það megi sækja sjó á sín- um smábátum sem veiða með færi og línu. I þessari grein á enginn kvóti að vera til og þess vegna engin óregla að myndast. Gefum þessum mönnum veiðileyfin að nýju því þeir munu stoppa landflóttann hingað suður til Reykjavikur og verða sjálfum sér og allri heims- byggð til mestra bóta. Lát- um stórútgerðina um kvót- ann, hún er að sumra sögn á heimsmælikvarða. Við eigum að sýna því fólki hvar sem er á lands- byggðinni þann manndóm að þakka því og lofa fyrir að vinna við okkar aðal at- vinnuveg og telja því að minnsta kosti trú um að það sé fínt, og ég endur- tek, mjög fínt að vinna við fisk. Forráðamenn þessarar þjóðar eiga að vera í farar- broddi við að telja okkur trú um að okkar fiskur sé sá besti og sú langbesta af- urð á öllum heimsmark- aðnum. Þess vegna er það stolt hvers og eins að vinna við okkar fiskframleiðslu og okkar aðal atvinnuveg. Gísli Holgeirsson. Um æfingabekki ÉG vil endilega koma á framfæri við fólk reynslu minni af æfingabekkjum því mig grunar að fleiri en ég þoli ekki að stunda al- menna leikfimi. Það er svo mikið skrifað um þolfimi eða eróbik eða hvað það heitir allt saman þetta pallahopp. Fyrir átta árum varð ég að ganga í sérstöku bak- belti vegna verkja, en próf- aði þá að fara í „Æfinga- bekki Hreyfingar" til að styrkja bakvöðvana. Fljót- lega fann ég að þetta átti vel við mig, ekki aðeins fyrir bakið heidur allan lík- amann. Ég hef stundað þessa bekki síðan og þarf ekki lengur að nota bak- beltið. Ég hef orðið vitni að því að fólk með slitgigt og vöðvabólgu hefur liðkast í bekkjunum og líður miklu betur m.a. vegna aukins blóðstreymis um vöðvana. Það er vel þess virði að prófa þetta. Vigdís Guðmundsdóttir. 800-númer sparisjóðanna SPARISJÓÐIRNIR hafa boðið fólki upp á fría síma- þjónustu í 800-númeri en nú er því hætt. Nú bjóða þeir upp á símsvara sem kostar að hringja í. Hver tók ákvörðun um þetta? Vil ég hvetja fólk til að hringja í gjaldkera frekar en að hringja í símsvara. Viðskiptavinur. Vantar messinglampa RANNVEIG er að leita að messinglampa, standlampa úr messing með þremur örmum sem eru eins og gormar. Ef einhver gæti útvegað Rannveigu svona iampa er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 565 3479. Tapað/fundið Svört taska týndist SVÖRT lítil handtaska týndist á Gauki á Stöng si. laugardagskvöld, 9. októ- ber. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 3351. Dýrahald Hvolpur fæst gefins HVOLPUR, 7 vikna, blanda af Gordon Schaeffer og íslenskum, fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 698 5188. Pippi óskar eftir heimili GOTT heimili óskast strax iyrir 6 mánaða gamlan kettling, Pippi, sem þarf að flytja vegna breytinga á heimilishögum. Skemmti- legur og góður kettlingur. Grár að lit og kassavanur. Upplýsingar í síma 557 2783 og 551 7334. Köttur týndist frá Rauðagerði HVÍTUR og svartur kött- ur, merktur á eyra en ólar- laus, týndist mánudaginn 4. október frá Rauðagerði 6. Líklega er hann á svæði 108. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 588 9966. Magnús eða Jóhanna. SKAK Umsjðii Margeir Pétiirsson STAÐAN kom upp í undanrásum í Evrópukeppni taflfélaga í haust. Ind- verjinn Vyswanathan Anand (2.770) hafði hvítt og átti leik gegn Alexander Chernin (2.615). 21. Rxh5! - gxh5 22. Dxh5 - Hb8 23. Hf2 - Re8 24. Hafl - Re5 25. Hg2 - Rc4 26. Bcl - Bd4+ 27. Khl - Rg7 28. Dh6 - Hxb2 29. Bxb2 - Rxb2 30. Hf3 - Bxc3 31. f6 - Re8 32. g6 - Rxf6 33. gxf7++ og svartur gafst upp því mátið blasir við. Anand tefldi fyrir Agrouniverszal Belgrad sem sigraði í riðlinum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vai-a virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritslj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Ámað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Yíkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftirfar- andi bréf frá Ólafi Þ. Stephen- sen, forstöðumanni upplýsinga- og kynningarmála Landssíma Islands. „Víkverji segir 5. október sögu af viðskiptavini Landssímans, sem var hissa á gjaldtöku fyrir að hringja og senda SMS-skilaboð úr GSM-síma frá Spáni til Islands. Ef GSM-sími er notaður eriendis er verðskrá erlenda símafyrirtækis- ins grundvöllur gjaldtökunnar og fá farsímafyrirtæki geta státað af jafn- lágri verðskrá og Síminn GSM. Það kemur þvi út af fyrir sig ekki á óvart að viðskiptavinum Símans GSM þyki stundum dýrt að nota GSM-símann sinn erlendis, vegna þess að þeir era vanir lágu verði hér heima. Til uppiýsingar skal hér útskýrt hvernig gjaldtöku fyrir notkun GSM-síma erlendis er háttað. Greitt er eftir gjaldskrá þess erlenda símafyrirtækis, sem tengir símtalið, og er þá notaður sérstakur „reiki- gjaldflokkur", oftast nær svipaður þeim gjaldflokki, sem flestir áskrif- endur hjá viðkomandi fyrirtæki til- heyra. í sumum tilfellum leggur er- lenda símafyrirtækið þó sérstakt álag á símtöl erlendra notenda. Af hálfu Landssímans bætist síðan við 15% álag vegna kostnaðar við inn- heimtu og uppgjör við erlenda síma- fyrirtækið. Ofan á heildarapphæð- ina leggst síðan 24,5% virðisauka- skattur. Rétt er að minna á að þeg- ar hringt er í farsíma, sem er stadd- ur erlendis, greiðir rétthafi símans fyrir millilandahluta símtalsins, vegna þess að sá, sem hringir, getur ekki í öllum tilfellum vitað hvar rétthafinn er staddur. Notkun farsíma erlendis er af þessum sökum óneitanlega dýrari en þegar farsíminn er eingöngu not- aður innanlands. Það breytir ekki því að samkvæmt nýlegri könnun, sem Gallup gerði fyrir Landssím- ann, kjósa tæplega 90% aðspurðra helzt að nota GSM-síma til að hringja heim frá útlöndum. Þetta hlutfall hefur hækkað um 40 pró- sentustig á tveimur áram. Ástæðan er auðvitað sú að í mörgum tilfellum er ódýrara að nota GSM-símann en að hringja af hóteli eða úr símasjálf- sala, auk þess sem það er margfalt þægilegra. Viðmælanda Víkverja finnst að upplýsa þurfi íslenzka GSM-notend- ur um kostnaðinn við það að nota símann erlendis. Sá kostnaður get- ur verið mjög mismunandi, allt eftir því hvernig verðskrá erlenda síma- fyrirtækisins er byggð upp. Al- mennar upplýsingar um það hvern- ig gjaldtöku er háttað er að finna á vef Símans GSM, www.gsm.is. Þar eru jafnframt tengingar við heima- síður erlendra farsímafyrirtækja, sem Síminn hefur gert reikisamn- inga við og þar eru í flestum tilfell- um birtar verðskrár. Einnig geta viðskiptavinir Símans GSM hringt í þjónustuver Símans áður en haldið er til útlanda og fengið þar upplýs- ingar um kostnað við notkun GSM- síma í viðkomandi landi, þó með þeim fyrirvara að gengi viðkomandi gjaldmiðils getur breytzt og þar af leiðandi verðið í íslenzkum krón- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.