Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ólíkar skýringar á lækkun götuverðs á hassi Mínni áhugi á efnum eða aukið framboð SAMKVÆMT upplýsingum lög- reglunnar í Reykjavík benda upp- lýsingar hennar til að framboð á hassi sé lítið um þessar mundir. Segir Ómar Smári Armannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn að svo til hasslaust hafi verið í höfuðborginni og sé skýringanna að hluta til að leita í þeirri miklu umræðu sem skapast hefur um fíkniefnamál í kjölfar stóra fíkniefnamálsins. Samkvæmt athugunum SAA virðist hinsvegar sem ekki sé vímu- efnaskortur í landinu þrátt fyrir góðan árangur lögreglu og toll- gæslu við haldlagningu fíkniefna í stóra fíkniefnamálinu. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, benda upplýsing- ar sem berast meðferðarfulltrúum sjúkrahússins til þess að verðið á grammi af hassi hafi hækkað úr 1.500 krónum í 3.500 krónur nokkrum dögum eftir að upp komst um stóra fíkniefnamálið, en nú sé verðið á gramminu komið niður í 2.000 krónur. „Verðlækkunin bendir til þess að framboðið hafi aukist á markaðnum og er vísbending um að búið sé að fylla það skarð sem myndaðist þeg- ar lögreglan upprætti starfsemina í kringum stóra fíkniefnmálið," segir Þórarinn. Lögreglan leggur hins vegar ann- an skilning í verðlækkunina og telur að verðlækkunin sem SAA tilgreinir þurfi ekki endilega að tákna að nægilegt framboð sé á fíkniefnum á markaðnum. Minni áhugi getur leitt til verðlækkunar „Verðlækkunin getur alveg eins merkt það að mun minni áhugi sé hjá fólki á fíkniefnum, ekki síst í kjölfar þeirrar umræðu sem verið hefur um fíkniefnamál að undan- förnu og alvöru neyslunnar,“ segir Ómar Smári Armannsson. „Fólk er sér betur meðvitandi um hvað hefur verið að gerast og foreldrar beina athyglinni meira að börnum sínum en áður. Þetta gerðist t.d. í kjölfar mikillar umræðu í fjölmiðlum um ofbeldi á meðal unglinga árið 1989. Umræða um neikvætt efni leiddi þá til jákvæðrar niðurstöðu." Að sögn Ómars Smára getur um- rædd verðlækkun líka þýtt að fólk bregðist harðar við áskorun þeirra, sem tala fyrir afleiðingum fíkniefna- neyslu og er ákveðnara en áður að láta til sín taka í þeim málum. Þá geti verðlækkunin líka þýtt að þau efni, sem þegar séu í umferð, séu meira drýgð en áður og séu því ódýrari, auk þess sem lélegra efni geti verið í um- ferð, sem leiði til verðlækkunar. „Það er þvi ekki sjálfgefið að meira eða jafnmikið sé um fíkniefni í umferð nú og var áður en hald var lagt á hið mikla magn sem raun ber vitni,“ segir Ómar Smári Armanns- son. Morgunblaðið/Porkell Stærra stykkið, sem vegur um 35 tonn, komið á pall. Grásteinn og meintir íbúar fluttir úr stað Gekk áfallalaust fyrir sig ÁLFASTEINNINN sem stendur við Vesturlandsveg við heimreiðina að Keldum og kallaður hefur verið Grásteinn var fluttur úr stað í gær- morgun. Að sögn Sigursteins Hjart- arssonar, verkfræðings hjá Vega- gerðinni, gekk flutningurinn áfalla- laust fyrir sig en sem kunnugt er hefur oft gengið á ýmsu þegar hróflað hefur verið við íverustöðum huldufólks. Minniháttar slys hafa orðið á mönnum og tæki og tól hafa brotnað og bilað. „Það brotnaði ein tréskófla. Það voru nú öll ósköpin,11 segir Sigursteinn. Steinninn var fluttur um 37 metra til norðurs og vesturs, að sögn Sigursteins og tók flutningur- inn um fjórar klukkstundir. Grá- steinn, sem upphaflega var heill, brotnaði við flutninga um árið og er í tveimur brotum, 15 og 35 tonn hvort. Brotunum var komið fyrir á smekklegan hátt, að líkindum í sátt og samlyndi við hugsanlega íbúa. Síðdegis í gær voru starfsmenn Vegagerðarinnar að snyrta um- hverfi Grásteins og þökuleggja í kringum hann enda ekki ólíklegt að unnendur huldufólks og álfa geri sér ferð að steininum til að berja hann augum. Þjónusta númer eitt! Opnunartlmi: Mánud. - fðstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞINPEKLU Núrnc-r eirt í noh/?vm t>(luryi! Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 Til sölu Opel Astra 1600. Nýskráður 22.07.1997. Ekinn 52.000 km. Beinskiptur, 4 dyra. Ásett verð kr. 1.090.000. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu í sima 569 5500. www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Morgunblaðið/Júlíus Leifur Iljörleifsson smiður og Elvar Örn Þormar voru meðal fjöl- margra sem „lyftu sér upp með slökkviliðinu“ og fóru upp í körfu með slökkviliðsmanni. Nýr körfubíll slökkviliðsins getur lyft manni upp í 32 metra hæð. Biðraðir í körfubílana Játaði á sig rán í söluturni LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók 19 ára gamlan pilt á laugardag, grunaðan um að hafa framið vopnað rán i sölutuminum Spesíunni í Garðabæ laugardagskvöldið 9. októ- ber. Við yfirheyrslur játaði pilturinn að hafa framið ránið og var honum sleppt úr haldi, en rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði hefur málið enn til rannsóknar. Pilturinn huldi andlit sitt með lambúshettu við ránið, ógnaði af- greiðslumanni með riffli og rændi 50 þúsund krónum. Þýfið hefur ekki verið endurheimt. FJÖLDI manns heimsótti opið hús Slökkviliðsins í Reykjavík sl. sunnudag. Markmið dagskrár- innar sem starfsmenn skipulögðu var að kynna starfsemi slökkvi- liðsins. Gestum var boðið að „lyfta sér upp með slökkviliðinu11 með því að skoða aðstöðu þess í Skógarhlíð og þiggja veitingar en líka bókstaflega með því að fá „salibunu" í körfu nýs körfubíls og tveggja gamalla að auki. Að sögn Jóns Viðars Matthías- sonar varaslökkviliðssíjóra dreif að hundruð manna þann tíma sem dagskráin stóð yfír, milli kl. 14 og 17:30, og voru biðraðir í körfubílana um tíma. „Við erum ákaflega ánægðir með hvernig til tókst og það var ekki annað að sjá en fólkið væri ákaflega ánægt með framtakið. Við höfðum ekki undan að lyfta fólki, á öllum aldri, upp í körfunni." Haldin var sýning á eldri munum og göml- um brunabílum og slökkviliðs- menn sýndu hvernig þeir bera sig að við sjúkraflutninga og klippingar. Fengu gestir að prófa að beita klippunum en síð- an sýndu slökkviliðsmenn réttu handtökin. Sendiráð Norðurlanda í Berlín opnuð á morgun NÝTT sendiráð íslands í Berlín verður opnað formlega á morgun, 20. október, ásamt sendiráðum Dan- merkur, Noregs, Finnlands og Sví- þjóðar við hátíðlega athöfn. Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson forseti verða viðstaddir athöfnina ásamt þjóðhöfðingjum og utanríkisráðherr- um hinna Norðurlandanna ásamt dr. Jóhannes Rau forseta Þýskalands, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Sendiráð Norðurlandanna í Berlín eru öll á sömu lóð við Rauchstrasse við Tiergarten. Bygging tengir þau saman og er henni ætlað að vera vettvangur ýmissa viðburða sem tengjast öllum löndunum. Vegna formennsku íslands í Norð- urlandasamstarfinu mun Halldór verða í forsvari utanríkisráðherr- anna á fundi þeirra með Joscha Fischer utanríkisráðherra Þýska- lands. Utanríkisráðherramir munu einnig funda með forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Hann mun einnig sitja fund, ásamt forsetanum, með helstu viðskiptavinum íslenskra fyr- irtækja í Þýskalandi, þar sem Bjarni Ármannsson, framkvæmdarstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, verður aðalræðumaður. Daginn eftir opnun sendiráðsins situr utanríkis- ráðherra ráðstefnu Norðurlandaráðs um samvinnu Norðurlanda og Þýskalands í Evrópu nútímans. Utanríkisráðherra mun einnig sinna skyldum sínum sem formaður ráðherranefndar Evrópuráðsins og funda með Knut Vollebæk utanríkis- ráðherra Noregs, sem er jafnframt formaður ráðherranefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Forsetinn flytur ávarp fyrir hönd Norðurlanda í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta íslands um sama efni kemur fram að Ólafur Ragnar Grímsson forseti muni flytja ávarp fyrir hönd Norðurlanda við opnunarhátíð sendi- ráðanna. Hann mun einnig í heim- sókninni meðal annarra hluta snæða hádegisverð með þýska forsetanum, heimsækja Sambandsþingið og Humboldt-háskólann. Allt til reiðu í íslensku Berlín. Morgunblaðið. FYRIR utan sameiginlega sendiráðsbyggingu Norður- landanna í Berlín gekk mikið á í gær. Unnið var að því að setja upp svið fyrir opununarhátíð á morgun. I ís- lensku sendiráðsbyggingunni var einnig verið að gera allt til reiðu og stóð Pálmar Kristmundsson, arkitekt hússins, í anddyrinu og var sjálfur að ganga frá áletrun- inni fyrir útidyrnar.Dagskrá í tilefni heimsóknarinnar hefst síðdegis í dag eftir að Ólafur Ragnar Grímsson for- seti kemur til Berlínar frá Bretlandi og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra frá Ukraínu. Hápunktur dagskrárinnar verður opnunarathöfnin á morgun. Þar mun Ólafur Ragnar flytja ávarp fyrir framan sendiráðið og þegar hann hefur lokið máli sínu verður dregið frá tjald þannig að hinar nýju byggingar blasa við. Einnig taka Eberhardt Diepgen, borgarstjóri Berlínar, sendiráðsbyggingunni Johannes Rau, forseti Þýskalands, og Margrét Dana- drottning til máls í athöfninni auk þess sem Kammeror- kester Norden leikur verk eftir Grieg og Dag Viren. í kvöld hlýða norrænu þjóðhöfðingjarnir og utanríkis- ráðherrarnir hins vegar á tónleika Orkester Norden í Berlínarfílharmóníunni.Utanríkisráðherra mun ekki sitja auðum höndum í Berlín. Á morgun halda utanríkisráð- herrar Norðurlandanna fund með Joschka Fischer, ut- anríkisráðherra Þýskalands. Þá ræðast þeir við Halldór og Knut Vollebæk, sem er formaður ráðherranefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og utanríkisráð- herrar Norðurlandanna halda fund með forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Á fimmtudag verður haldin ráðstefna Norðurlandaráðs undir yfirskriftinni „Þýskaland og Norðurlöndin - sameiginlegar leiðir til nýrrar Evrópu“. k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.