Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 33 LISTIR Sívakandi æðri sköpun Starfsár Kammersveitar Reykjavíkur er hafið þó að fyrstu tónleikarnir í Reykjavík verði ekki fyrr en í desember. Sveitin er nú á tónleikaferðalagi í Kína og í næsta mánuði fer hún til Þýskalands. Kammersveit Reykja- víkur á ferð í Kína TOJVHST Bústadakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Islenska tríóið og Einar Jóhannes- son fluttu verk eftir Mozart, Brahms og Beethoven. Sunnudag- inn 17. október, 1999. ÍSLENSKA tríóið, sem Nína Margrét Grímsdóttir, Sigurbjörn Bernharðsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson skipa, er nýjasti kam- merhópurinn og er Sigurður um það bil að ljúka námi í Bandaríkjun- um en Sigurbjörn og Nína Margrét hafa þegar skilað nokkru verki að námi loknu. Aðrir tónleikar Kam- mermúsikklúbbsins á þessu starfs- ári hófust með tríói í Es-dúr, K.498, eftir Mozart, fyrir klarinett, lág- fiðlu og píanó. Tríóið er gefið út af Artaria 1788, sem op. 14 og þar sagt vera fyrir píanó, með undirleik fiðlu og lágfiðlu. Talið er líklegt að verkið sé samið fyrir Jacquin fjöl- skylduna en heimasætan var góður píanisti og vilja menn trúa því, að Stadler hafi leikið á klarinett en Mozart á lágfiðlu, er verkið var fyrst flutt heima hjá Jacquin fjöl- skyldunni. Þetta er elskulegt verk og var það að mörgu leyhti vel flutt og þó ekki væri sem þýðlegast strokið um strengi hjá Sigurbirni, var leikur Einars fallega mótaður, svo að einkennilegar andstæður í tónmótun komu upp. Píanóið var einnig nokkuð hljómmikið og sumt tónflúrið ekki nægilega létt og leik- andi. Annað verk tónleikanna var klar- inetttríó í a-moll, op. 114, fyrir klar- inett, selló og píanó. Þetta dapur- lega verk er, eins og mörg síðustu verk meistarans, mettað af návist dauðans, jafnvel í þriðja kafla verksins, þar sem bregður fyrir lýr- ískum tónhendingum er líkaböng nærri. I þessu verki má heyra leik meistarans með stef, þar sem auka- Islensk skipulags- og húsa- gerðarsaga á 20. öld ÞROUN byggingarlistar og skipulags á 20. öld, er yfir- skrift námskeiðs sem hefst 25. október í Listaháskóla Is- lands. Tilgangur námskeiðs- ins er að varpa ljósi á helstu þætti í íslenskri skipulags- og húsagerðarsögu á 20. öld. Gerð verður grein fyrir þeim hugmyndum og kenningum sem mest áhrif hafa haft á mótun byggðar hér á landi með tilvísun í verk helstu arki- tekta. Fjórir fyrirlestrar I fjórum fyrirlestrum verð- ur m.a fjallað um heimastjóm- arárin og upphaf steinsteypu- notkunar, verk fyrstu arki- tektanna, skipulagshugmynd- ir 3. áratugarins, kreppuárin og upphaf módernisma, þróun þeirrar stefnu eftir stríð og breytt viðhorf í húsagerð eftir 1970. Kennari er Pétur H. Ár- mannsson arkitekt deildar- stjóri byggingarlistardeildar, Kjarvalsstöðum. Kennsla fer fram í húsnæði Listaháskóla Islands. Námskeiðið er sam- vinnuverkefni Listasafns Reykjavíkur og LHÍ. stefið er spegilmynd (viðsnúning- ur) aðalstefsins og unnið með það í canon. Kontrapunktísk tilþrif í lokakaflanum túlka margir sem eft- irsjá, yfir því sem er liðið. Þetta verk var að mörgu leyti vel flutt en vantaði dauðagruninn, sem er hljóðlát, dimmmjúk mynd að baki hverjum þeim er á styttra eftir en gengið er. Það er varla von að ungir listamenn skilji eða finni til návist- ar dimmunnar, eigandi ævintýrin framundan. Einar lék verkið mjög vel, svo að víða glampaði á. Sellist- inn, Sigurður Bjarki, er efnilegur, með fallegan tón en hélt sig of til hlés, jafnvel þar sem hin þungbúna hugsun er lögð í hendur sellistans, eins og t.d. í upphafi verksins. Píanóleikinn, sem var ágætlega út- færður, vantaði þó hina dökku hljóman, er oft einkennir ritháttinn hjá Brahms. Lokaverk tónleikanna var Erki- hertogatrióið, eftir Beethoven og þar var flutningurinn of haminn. Það vantaði háskann í þetta meist- araverk og tónmál þess var á köfl- um slitrótt í flutningi, einkum þar sem Beethoven leikur sér með og flytur á milli hljóðfæra, smágerð tónmynstur, sem verða æsi spenn- andi í miklum hraða. Skersóið var einum of hægt og það vantaði hryngleðina í það. Reynslan er mik- ilvæg í svona stórbrotnu verki og mátti heyra marga fallega og vel mótaða tónhendingu leikna á fiðl- una en sem fyrr var sellóið ekki nægilega ákveðið og píanóleikurinn ekki sá drifkraftur, sem hæfir þessu erfiða verki. Þrátt fyrir þetta var margt vel gert, er segir til um að hér er á ferðinni stórefnilegt tónlistarfólk, þó það eigi enn nokkra leið ógengna upp Parnass- um og í þeirri vegferð eftir að dýpka reynslu sína, marka hana sársauka og trega, skynja mikilleik hins óskilgreinanlega.og að listin er meira en gamansamur leikur, held- ur sívakandi æðri sköpum. Jón Ásgeirsson TONLIST S u I ii i' i n n KÓRTÓNLEIKAR Karlakór Akureyrar og Geysir sungu íslensk og erlend lög undir stjórn Roars Kvam. Einsöngvari: Þorgeir Andrésson. Píanóleikari: Richard Simm. Laugardaginn 16. október. KARLAKÓR Akureyrar og Karlakórinn Geysir sameinuðust ár- ið 1990 og hafa starfað sem einn kór síðan. Nú um slðustu helgi heim- sóttu norðanmenn þá sem sitja að jörðum í landnámi Ingólfs og héldu ekki aðeins eina tónleika, heldur tvenna sama daginn. Það hefur allt- af verið ferð á norðanmönnum, svo sem þá er þeir lögðu fyrrum í ferðir suður, og muna megum við örlaga- ríka ferð Jóns Arasonar, nú þegar 1000 ára kristni er minnst. Fyrir ut- an að vera fyrirferðarmiklir hafa norðanmenn þótt raddmenn góðh’ og margir bestu söngmenn þjóðar- innar eru þaðan komnir. Kai'lakór Akureyrar-Geysir hóf tónleikana með Sönghvöt eftir Áskel Jónsson, tónskáld og söngstjóra. Þetta er ágætt lag, sem kórinn söng mjög vel. Annað lag eftir Áskel, Brimlending, dramatískt lag við kvæði eftir Davíð Stefánsson, var ágætlega flutt. Þorgeir Andrésson söng nokkur einsöngslög og einnig með kómum og honum til aðstoðar KAMMERSVEIT Reykjavíkur hélt af stað í viku tónleikaferð til Kína á sunnudag og mun leika á þrennum tónleikum þar í landi. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og list- rænn stjórnandi Kammersveitar- innar segir Kínaförina lokapunkt- inn á hátíðahöldunum í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar. I leiðangi-inum eru fimmtán hljóðfæraleikarar og munu þeir halda þrenna tónleika, tvenna í Peking og eina í Nanjing. „Við leik- um Brandenborgarkonsert eftir Bach, Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart, Rímnadansa eftir Jón Leifs, útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á tveimur þekktum kínverskum lögum, trompetkon- sert fyrir tvo trompeta eftir Vivaldi og septett eftir Saint-Saéns, sem er mikið virtúósastykki fyrir píanó,“ segir Rut. Aðspurð um aðdraganda ferðarinnar segir Rut að það hafi var Richard Simm, sem er frábær píanóleikari. Lögin sem Þorgeir söng einn voru Sprettur eftir Svein- bjöm Sveinbjömsson og Dein ist mein ganzes Herz eftir Lehái', sem bæði vora glæsilegajlutt. Með kóm- um söng Þorgeir í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson, Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, í umritun söngstjórans, Vín, borg minna drauma eftir Sieczymskí, í umritun Páls P. Pálssonar, og De quella pira, úr II trovatore eftir Verdi. Kraft- mikill söngur Þorgeirs féll vel að lif- andi og þróttmiklum söng norðan- manna, sérstaklega í De quella pira og Sjá dagar koma, ásamt aukaíag- inu Hamraborginni eftir Sigvalda Kaldalóns, sem var glæsilega sungið af Þorgeiri. Séi-verke/ni kórsins fyrir hlé, fyr- ir utan lög Áskels, vora: Áfram, eftir Áma Thorsteinsson, sem var hressi- lega sungið. Þar á eftir söng kórinn perluna Sefur sól hjá ægi eftir Sig- fús Einarsson. Ekki var nægileg ró yfir flutningi lagsins en þessi næt- urstemmning gerir kröfur til þess að söngvarar ráði yfir þéttum og veikum tóni. Það var helst til mikið loft á tóninum til að hann næði að hljóma. Sigling inn Eyjafjörð eftir Jóhann Ó. Haraldsson var næst og var það eina lagið þar sem tónstaðan var ívið of lág, sem hægt er að kenna þreytu eftir langan söngdag í sunn- ansvalanum. Síðasta lagið fyrir hlé var söngverkið Föramannaflokkar þeysa eftir Karl O. Runólfsson, sem var nokkuð vel flutt. komið til tals þegar hún var sjálf á ferð í Kína í fyrra að Kammersveit Reykjavíkur myndi fara þangað og spila. Hún segist hafa notið ómet- anlegrar aðstoðar sendiráðs ís- lands í Peking við að koma öllu í kring. Söguleg upptaka frá 1977 Út er kominn hinn fyrsti af fimm geisladiskum sem ARSIS-útgáfan í Hollandi hyggst gefa út í tilefni af 25 ára afmæli Kammersveitar Reykjavíkur. „Þessi fyrsti diskur er það sem við köllum söguleg út- gáfa en á honum er upptaka frá ein- um tónleikum Kammersveitarinn- ar í febrúar 1977, þar sem við fluttum í fyrsta skipti á Islandi hið þekkta verk Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaén. Þeir tónleikar eru ógleymanlegir því fólki sem var þar og á liðnum árum hafa mjög margir spurt mig hvort Eftir hlé skiptust á atriði úr óper- um og óperettum. Fyrst Inngöng- umars úr Sígaunabaróninum og Gleðisöngur, hraður polki, bæði lög- in eftir eftir Johann Strauss yngi-i, er vora mjög hressilega sungin. Þá komu tvö atriði úr óperam eftir Verdi, Va, pensiero úr þriðja þætti Nabucco og söngur matadoranna úr öðram þætti La traviata, og vora þessi söngatriði mjög vel mótuð af söngstjóranum, sem auðheyrilega lagði sig eftir að vera í góðu jafn- vægi við undirleikinn. Richard Simm sá um þann þátt tónleikanna og var leikur hans einstaklega fág- aður, enda er Simm konsertpíanisti, svo sem vel mátti heyra í sérlega fal- lega mótuðum tónlínum, er áreynslulaust streymdu fram með söngnum, bæði í lögunum þar sem ekki væri möguleiki að gefa þá út,“ segir Rut. Næsti diskur er svo væntanlegur í nóvember. Á honum era kammerverk eftir Mozart sem sveitin hefur leikið víða á síðustu áram. Rut gerir ráð fyrir að hann verði látinn heita Kvöldstund með Mozart. Þá segir hún líta út fyrir að diskur með upptökum Kammer- sveitarinnar á verkum Jóns Leifs frá síðastliðnu vori komi út fyrir jólin á vegum Islenskrar tónverka- miðstöðvar. KammersVeitin verður rétt kom- in heim frá Kína þegar níu hljóð- færaleikarar hennar leggja aftur land undir fót, nú til Þýskalands, þar sem þeir leika á tónleikum í Bonn 7. nóvember. Þeir tónleikar era haldnir í samvinnu við sendiráð Islands í Þýskalandi. „Þar spilum við verk eftir Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Beethoven og Mozart," segir Rut. Þorgeir söng einn og með kómum og þá ekki síður í Inngöngumarsin- um og polkanum eftir J. Strauss, sem blátt áfram umtumaðist í fal- legan píanóleik. I Va, pensiero, þar sem viðkvæmt skrautstef í undir- leiknum blátt áfram blómstraði, að ekki sé talað um hrynskarpan leik í söng matadoranna og De quella pira, var leikur Richards Simm hreint frábær. I heild vora þetta ánægjulegir tónleikar og Roar Kvam stýrir þama söngglöðum hópi og hefur mótað söng hans af smekk- vísi, jafnvel í því viðfangsefni sem getur verið hættulegt í umritunum, eins og t.d. hinu fallega einsöngslagi I fjarlægð, sem hljómar best í fram- gerð sinni. Jón Ásgeirsson MORE NÝ LÍNA f YFIRSTÆRÐUM 44-60 Verðdæmi: Jakkar frá kr. 4.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 2.900 Bolir frá kr. 1.500 Anna og útlitið verður með fatastils- og litgreiningamámskeið. UppL í síma 892 8778. Nýbýlavegi 12 Kópavogi Sími 554 4433 Söng-glaðir norðanmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.