Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 31

Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 31 N-Karólína slapp við Irene Nýr fellibyl- ur að fæðast á Karíbahafi Clinton sakar repúblikana um „einangrunarstefnu“ í utanríkismálum Hafnar frumvarpi um fj ár- mögnun erlendra verkefna Reuters Þessi innrauða gervihnattamynd var tekin af Irene í gær er bylurinn sleikti strendur N-Karólínu. raunaskyni. Clinton sakaði repúblikana um „glæfralega flokkspólitík" sem stofnaði þjóðar- hagsmunum Bandaríkjanna og ör- yggi alls heimsins í hættu. Repúblikanar sögðust hins vegar hafa hafnað samningnum þar sem hann hefði verið meingallaður. Demókratar fylktu sér á bak við forsetann um helgina og einn öld- ungadeildarþingmanna þeirra, Ro- bert Torricelli, sagði að framganga repúblikana í málinu hefði ein- kennst af „hamslausri reiði“ vegna ósigurs þeirra í málshöfðuninni á hendur Clinton til embættismissis vegna Lewinsky-málsins. „Þetta var önnur atkvæðagreiðsla um embættissviptingu," sagði Torricelli í umræðuþættinum „Meet the Press í NBC -sjónvarp- inu. Tom Daschle, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sagði einnig að repúblikanar hefðu viljað hefna sín á Clinton vegna ósigurs þeirra í Lewinsky-málinu. „Eg hygg að þeim fínnist að þeir hafí beðið svo oft ósigur fyrir forsetan- um í svo mörgum málum að þeir hafi talið tímabært að ná sér niðri á honum.“ Einn af hörðustu andstæðingum samningsins, John Kyl, repúbli- kani frá Arizona, sagði hins vegar að samningurinn væri „óverjandi“ og veitti enga tryggingu fyrir því að önnur ríki myndu ekki sprengja kjarnorkusprengjur í tilrauna- skyni. 'Öldungadeildinni bæri skylda til að hafna samningum, sem gætu stofnað öryggishags- munum Bandaríkjanna í hættu. „Við eigum ekki að samþykkja hvað sem er.“ Repúblikanar í hefndarhug vegna Lewinsky-málsins? Forsetinn beið mikinn ósigur íyrir repúblikönum í vikunni sem leið þegar öldungadeildin hafnaði samningnum um allsherjarbann við kjarnorkusprengingum í til- Ocracoke, Miami. Reuters, AP. IBUAR í Suður-Karólínu í Banda- ríkjunum sluppu með skrekkinn í gær er fellibylurinn Irene kom upp að ströndinni en lagði síðan leið sína út fyrir hafíð. Nýr hitabeltisstorm- ur er að sækja í sig veðrið á Karíba- hafí og er búist við, að hann verði að fellibyl næsta sólarhringinn. Irene olli mikOli úrkomu í austan- verðri N-Karólínu þar sem fólk er enn að berjast við afleiðingar mik- illa flóða af völdum fellibylsins Floyds. Veðrið fór þó ekki inn yfir landið að ráði, heldur sveigði bylur- inn frá ströndinni og út á sjó. Snemma í gær var búið að aflýsa hættuástandi alls staðar. Irene olli dauða 15 manna alls, fjögurra á Kúbu, fjögurra á Ba- hamaeyjum og á Florida varð raf- lost sjö manns að bana. Búist er við, að hitabeltisstormur- inn Jose verði að fellibyl næsta sól- arhringinn en í gær var hann tæp- lega 700 km austsuðaustur af Bar- bados. Hreyfðist hann þá í vestur og búist var við, að hann tæki brátt stefnuna í vestnorðvestur. Washington. Reuters, The Washington Post, AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti tOkynnti í gær að hann hefði beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvarpi um fjármögnun erlendra verkefna sem þingið hafði samþykkt. For- setinn lýsti frumvarpinu sem dæmi um „einangrunarstefnu" repúblik- ana í utanríkismálum og embættis- menn í Hvíta húsinu sögðu að hann myndi hafna fleiri gjaldafrumvörp- um þingsins nema repúblikanar semdu um forgangsmál hans í fjár- lagagerðinni. „Eg beitti neitunarvaldi mínu gegn frumvarpinu um erlend verk- efni í morgun vegna þess að ég tel það næsta stóra kaflann í nýrri ein- angrunarstefnu Bandaríkjanna, á eftir samningnum um allsherjar- bann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni," sagði Clinton. Öld- ungadeild Bandaríkjaþings hafnaði samningum um tilraunabannið í vikunni sem leið. Frumvarpið um fjármögnun er- lendra verkefna var samþykkt þrátt fyrir harða andstöðu demókrata, sem kvörtuðu yfir því að ekki var gert ráð fyrir fé tfl að koma síðasta samningi Israela og Palestínumanna í framkvæmd, auk þess sem ekkert eða of lítið fé yrði veitt í önnur verkefni sem forsetinn hefur beitt sér fyrir. Repúblikanar segja hins vegar að sam- kvæmt frumvarpinu verði veitt eins mikið fé og mögulegt er í þennan málaflokk án þess að fjárlögin fari úr- böndunum en forsetinn hafi reynt að fá þingið til að samþykkja „óútfyllta ávísun“. Repúblikanar hafa neitað að hefja samningaviðræður við forset- ann um forgangsmál hans, meðal annars mennta-, löggæslu- og um- hverfismál, og John D. Podesta, skrifstofustjóri forsetans, gaf til kynna á sunnudag að þohnmæði Clintons væri að bresta. Hann sakaði einnig þingið um að beita „bókhalds- brellum" tO að leyna því að gjaldafrumvörp- in hefðu þegar gengið á áætlaðan tekjuaf- gang almannatrygg- ingakerfísins í framtíð- inni þótt repúblikanar hefðu lofað að gera það ekkí. Hann kvaðst því telja að forsetinn myndi ekki undirrita fleiri gjaldafrumvörp fyrr en deilan yrði leyst. Clinton hefur aðeins undir- ritað fimm af þrettán gjaldafrum- vörpum þingsins. Einn af forystumönnum repúblikana í öldungadeildinni, Larry E. Craig, sagði að þeir myndu ekki hefja samningaviðræð- ur við forsetann til leysa óútkljáðar deflur um fjárlögin. Repúblikanar myndu halda sínu striki og ljúka afgreiðslu fjögurra síðustu gjalda- frumvarpanna síðar í vikunni og láta á það reyna hvort forsetinn undirrití þau eða beiti neitunar- valdi sínu. Demókratar og repúblikanar eru sammála um að ólíklegt sé að loka þurfi opinberum skrifstofum vegna fjárlagadeilunnar eins og árið 1995. Bill Clinton Ekki slakað á loftárás- um Rússa í Tsjetsjníu Pervomaisk í S-Rússlandi. Reuters. RÚSSNESKI herinn hélt í gær áfram loftárásum á stöðvar upp- reisnarmanna múslima í grennd við Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, og her- menn skiptust á skotum við skæru- liða uppi í Kákasusfjöllum. Rússneskir her- og stjórnmála- leiðtogar hafa 'að undanförnu lítið gefíð upp um fyrirætlanir rússneska herliðsins í Tsjetsjníu, sem nú ráða yfir um þriðjungi landsvæðis sjálf- stjórnarlýðveldisins. Allsherjarinn- rás með hernám hvers skika tsjetsjensks lands að markmiði hefur þó verið útílokuð. Borís Jeltsín forseti átti í gær fund um Tsjetsjníu-málið með Vla- dimír Pútín forsætisráðherra. Sagði forsetinn að sérstaklega vel skyldi fylgzt með fréttaflutningi af vett- vangi átakanna, svo að uppreisnar- menn gætu ekki spilað með upplýs- ingarnar sem umheiminum berast þaðan. Orðrómi um undirbúning Iandhersinnrásar vísað á bug Rússar hófu herför sína í Tsjetsjn- íu fyrir um mánuði eftir að uppreisn- armenn múslima höfðu tvisvar ráðizt inn í rússneska nágrannalýðveldið Dagestan. Stjórnvöld í Moskvu segja skæruliða Tsjetsjena einnig ábyrga fyrir sprengitilræðum í rússneskum borgum, sem kostað hafa nærri 300 manns lífið. Bæði talsmenn upp- reisnarstjórnarinnar í Grosní og talsmenn óháðra skæruliða neita því að hafa staðið á bak við tilræðin. Rússneska fréttastofan RIA greindi frá því i gær, að heimilda- menn innan hersins hefðu sagt að heilu herdeildirnar hefðu hafið leyniskyttuæfingar, en slíkt mætti túlka sem vísbendingu um að her- stjórnin hefði allherjarlandhersinn- rás á prjónunum. Slíkum vangavelt- um hefur verið vísað á bug, enda vekja þær endurminningar um hrak- farir rússneska hersins í stríðinu við skæruliða í Tsjetsjníu, sem háð vai' með hléum 1994-1996 og endaði með auðmýkjandi ósigri Rússa. Heimsferðir kynna nú einstök tilboð til heimsborgarinnar London í nóvember og fyrstu 100 farþegamir sem bóka geta tryggt sér hreint ótrúlegt verð, flugsæti frá aðeins 13.890 krónum. Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og menningarlífi og hjá Heims- ferðum getur þú valið um gott úrval hótela. Verð kr. 13.890 Flugsæti með flugvallarsköttum, 1. nóv., 8. nóv., 15.nóv. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fylgstu með á og þú getur unnið sæti til London. Verð kr. 24.990 Flug og gisting á Bayswater Inn hótelinu í London með morgunmat. Flugvallarskattar innifaldir. Gildir 11. og 18. nóvember. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is London frá 13.890 Helgarferð trá 24.990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.