Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisendurskoðun segir framkvæmd kjarasamninga á heilbrigðisstofnunum hafa farið á annan veg en ráðgert var Um 2,3 milljarða aukaQárþörf vegna launahækkana Við athugun Ríkisendurskoðunar á fjárhag 97 heilbrigðisstofnana kemur í ljós að fjár- þörf þeirra er á árinu rúmir 3,6 milljarðar. Ríkisendurskoðun hyggst á næstunni kanna verklag við framkvæmd kjarasamn- inga hjá heilbrigðisstofnunum. FRAMLÖG ríkisins til sjúkrastofnana landsins þurfa að hækka á þessu ári um rúma 3,6 milljarða samkvæmt athugun Ríkisendur- skoðunar á fjárhag 97 heilbrigðis- stofnana landsins. í fjárlögum ár- sins eru framlög ríkissjóðs áætluð tæplega 29,8 milljarðar króna en samkvæmt mati forstöðumanna þeirra þurfa þær 34,7 milljarða. Um 2,3 milljarðar eru vegna hækkunar á launakostnaði. Athugunin var gerð að beiðni fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Heilbrigðisráðuneytið hefur þeg- ar mætt hækkunarþörfinni að nokkru leyti með 1,3 milljarða króna aiiknu framlagi. Þá er óleyst- ur vandi vegna rekstrarhalla frá fyrri árum sem nemur 586 milljón- um króna. Fjárlaganefnd hefur þennan vanda heilbrigðisstofnana nú til athugunar og afgreiðslu í tengslum við fjáraukalög og fjárlög næsta árs. Upplýsingar frá 97 stofnunum Skýrsla Ríkisendurskoðunar er unnin úr gögnum frá 97 heilbrigðis- stofnunum sem leitað var eftir upp- lýsingum hjá, þ.e. sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og heilsugæsl- ustöðvum. Auk þess að kanna rekstrarstöðuna var lagt mat á hana, kannað hvernig stjórnendur bregðast við ef áætlanir þeirra standast ekki og kannað var hvern- ig staðið hefði verið að gerð og framkvæmd kjarasamninga og að- lögunarsamninga stofnananna. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að helstu skýringarnar á 3.631 milljónai- króna hækkunar- þörf heilbrigðisstofnana umfram samþykktar heimildir sé hærri launakostnaður sem nemur um 2,3 milljörðum króna. Fram kemur að launakostnaður hækkaði frá 1998 til 1999 um 13,5% en forsendur fjár- laga gerðu ráð fyrir 3,5% hækkun. Hækkun annars kostnaðar á tíma- bilinu var 12% sem Ríkisendurskoð- un segir að sé tæplega 10% meira en forsendur fjárlaga hafi gert ráð fyr- ir. Segir einnig að hækkanir hafi orðið meiri en ráð var fyrir gert á lyfjum, rannsóknarefnum, lækna- vörum, tækjum og áhöldum. Matv- ara hafi þó lækkað. Þá segir í skýrslunni að óbættur halli frá fyrra ári að upphæð 586 milljónir króna sé að mati Ríkisendurskoðunar vegna hækkunar á launakostnaði lækna umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir í kjarasamningum þeirra eða 10-15% milli áranna 1997 ogl998. Sé litið til allra sjúkrastofnana hafa laun hækkað árin 1997 til 1999 um 35,6% að meðaltali. Hækkunin er nokkuð misjöfn eftir því hvaða stofnanir er um að ræða og hvaða Iaun. Þannig hækkuðu laun einna mest á heilsugæslustöðvum eða um 72,1% en minnst á daggjaldastofn- unum eða 29,1%. Þá má sem dæmi nefna að dagvinnulaun hækkuðu um 31% á hjúkrunarheimilum en 75% á heilsugæslustöðvum. Endurmeta þarf fjármögnunarkerfíð í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir m.a. um áætlanagerð stofna- nanna: „Þrátt fyrir að fyrirliggjandi upplýsingar um afkomu stofnana sýni umtalsverðan tekjuhalla í ár er ljóst að flestar þeirra hafa ekki grip- ið til sérstakra aðgerða til að mæta honum. Við nánari eftirgrennslan kom fram að forstöðumenn kvört- uðu yfir því að þrátt fyrir að þeir hafi sent þessar upplýsingar til heil- brigðisráðuneytisins hafi þeim ekki borist fyrirmæli um aðgerðir til að mæta vandanum. Rétt er að geta þess að framangreind lýsing á ekki við um allar stofnanir því fjárhagsv- andi þeirra er mismunandi. Að mati Ríkisendurskoðunar er greinilegt að þar sem fjármagnsvandinn er minnstur er fjárstjórnin öflugri og virkari en ella.“ Þá er bent á að heil- brigðisráðuneytið hafi í febrúar sent bréf til allra stofnana og ár- éttað fyrirmæli um að til ráðstöfun- ar væru aðeins þau framlög sem fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Ríkis- endurskoðun telur nauðsynlegt að fram fari endurmat af hálfu stjórn- valda á því kerfi sem fjánnögnun heilbrigðiskerfisins byggist á. I kafla um framkvæmd kjara- samninga segir í skýrslu Ríkisend- urskoðunar að forstöðumenn heil- brigðisstofnana hafi kvartað yfir því að stuðningur stjórnvalda um sam- ræmda framkvæmd kjarasamninga hafi ekki verið nægjanlegur. Þeir hafi orðið að mæta öflugum við- semjendum og einstakir hópar starfsmanna hafí sagt upp. Þá segir að á fundi fulltrúa samninganefndar ríkisins, fjármálaráðuneytis og heil- brigðisráðuneytis með forstöðu- mönnum hafi þeim verið kynnt verklag við framkvæmd kjarasamn- inga og lögð áhersla á að heimildir til kostnaðarauka vegna aðlögunar- samninga væru bundnar við heim- ildir fjárlaga. Ríkisendurskoðun segir ljóst að framkvæmd kjarasamninga hafi farið á annan veg en gert hafi verið ráð fyrir. Hluta vandans megi rekja til innri stjórnunar hjá ríkinu, þar með talið á heimavettvangi stofn- ana, og skort á leiðsögn af hálfu ráð- uneytanna. Telur hún að fjármálar- áðuneytið verði að endurmeta allt verklag við framkvæmd kjarasamn- inga í ljósi reynslunnar áður en til næstu samningalotu komi. Eins og fyrr segir eru 2,3 mill- jarðar af 3,6 millljarða umframfjár- þörf heilbrigðisstofnana á þessu ári vegna meiri launakostnaðar. Ríkis- endurskoðun segir í skýrslu sinni að kostnaðarhækkun vegna lækna- samninga frá 1997 til 1999 hafi orðið 10-15% meiri en þau 25% sem ráð var fyrir gert, vegna kjarasamninga hjúkrunarfræðinga hafi hækkunin orðið 10-12% meii'i en þau 22% sem áætlanir gerðu ráð fyrir og vegna annarra starfsmanna 6% meiri en 17% sem reiknað var með. Verklag kannað enn frekar „Að öllu þessu samanlögðu er það mat Ríkisendurskoðunar að fram- kvæmd launasamninga á vettvangi stofnananna sjálfra hafi verið mjög á annan veg en samninganefnd rík- isins gerði ráð fyrir. Ríkisendur- skoðun mun af þessu tilefni kanna á næstunni enn frekar verklag við framkvæmd kjarasamninga hjá þeim heilbrigðisstofnunum sem hér eru til skoðunar," segir að lokum í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hækkun meðalmánaðarlauna starfsmanna á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík 1997-1999 Meðalmánaðarlaun Hópur 1997 1999 Breyting 1997-1999 Læknar Hjúkrunarfræðingar Aðrir starfsmenn 340.000 kr. 174.000 kr. 125.000 kr. 476.000 kr. 239.000 kr. 155.000 kr. +40% +37% +24% Útgjöld til heilbrigðisstofnana 1998 og 1999 Áætluð útkoma 1999 og rekstur 1998, milljónir króna Áætluð Rekstur Mis- Stofnanaflokkur útkoma 1999 1998 munur Frávik Deildaskipt sjúkrahús 22.189,9 19.257,7 2.932,2 +15,2 % | Sjúkra- og heilsugæslust. 3.140,4 2.907,6 232,7 +8,0% 1 Heilsugæslustofnanir 2.426,0 1.908,4 517,6 +27,1% 1 Hjúkrunarheimili 3.714,1 3.271,8 442,3 +13,5% | Daggjaldastofnanir 4.014,5 3.480,3 534,2 +15,3% b Allir flokkar samtals 35.484,8 30.825,7 4.659,1 +15,1% $ Launaútgjöld heilbrigðisstofnana 1997-1999 í milljónum króna og hlutfallsleg breyting, % DEILDASKIPT 1 SJUKRAHÚS Launaútgj. 1997 Launaútgj. 1998 Launaútgj. 1999 Breyting 1997-1999 Dagvinna 6.422,8 7.810,9 9.069,2 +41,2% Yfirvinna 2.597,2 2.832,1 3.138,5 +20,8% Vaktavinna 939,6 1.338,2 1.509,9 +60,7% Önnur laun 237,0 224,2 118,8 -49,9% Laun samtals 10.196,6 12.205,5 13.836,3 +35,7% Launat. gjöld 1.360,8 2.011,1 2.281,8 +67,7% Samtals 11.557,4 14.216,6 16.118,2 +33,5% I 1997 1998 1999 Breyting 1997-1999 Dagvinna 1.116,9 1.261,6 1.352,8 +21,1% Yfirvinna 331,1 358,1 323,3 -2,4% Vaktavinna 255,0 359,1 460,9 +80,8% Önnur laun 23,9 37,3 50,3 +110,2% Laun samtals Launat. gjöld 1.726,9 218,0 2.016,0 317,5 2.187,3 371,4 +26,7% +70,4% Samtals 1.944,9 2.333,6 2.558,7 +3f,6% HEILSUGÆSLU- fl Breyting STOFNANIR 1997 1998 1999 1997-1999 Dagvinna 773,8 1.048,7 1.358,4 +75,6% Yfirvinna 120,3 133,1 161,5 +34,2% Vaktavinna 72,6 108,1 112,8 +55,4% Önnur laun 41,8 103,5 102,8 +145,9% Laun samtals 1.008,5 1.393,4 1.735,5 +72,1% Launat. gjöld 134,5 245,2 297,1 +120,9% Samtals 1.143,0 1.638,6 2.032,5 +77,8% HJÚKRUNAR- 1 Breyting HEIMILI 1997 1998 1999 1997-1999 Dagvinna' 1.390,8 1.640,7 1.821,3 +31,0% Yfirvinna 299,0 354,5 378,6 +26,7% Vaktavinna 173,8 225,4 226,0 +30,0% Önnur laun 59,0 65,4 85,6 +45,1% Laun samtals 1.922,6 2.286,0 2.511,5 +30,6% Launat. gjöld 267,4 340,2 406,1 +51,9% Samtals 2.190,0 2.626,2 2.917,7 +33,2% Breyting 1997 1998 1999 1997-1999 Dagvinna 1.429,2 1.604,9 1.838,8 +28,7% Yfirvinna 264,4 320,1 356,4 +34,8% Vaktavinna 167,7 191,9 213,0 +27,0% Önnur laun 201,3 231,0 255,5 +26,9% Laun samtals 2.062,6 2.348,0 2.663,7 +29,1% Launat. gjöld 268,3 352,8 406,7 +51,6% Samtals 2.330,9 2.700,7 3.070,4 +31,7% ALLAR | Launaútgj. Launaútgj. Launaútgj. Breyting SJÚKRASTOFNANIR 1 1997 1998 1999 97-99 „ Dagvinna 11.133,5 13.366,7 15.440,5 +38,7% | Yfirvinna 3.611,9 3.997,9 4.358,2 +20,7% e Vaktavinna 1.608,8 2.222,8 2.522,7 +56,8% í Önnur laun 563,0 661,4 613,0 +8,9% 1 Laun samtals 16.917,2 20.249,0 22.934,4 +35,6% * Launat. gjöld 2.249,0 3.266,8 3.763,2 +67,3% 1 Samtals 19.166.,2 23.515,8 26.697,6 +39,3% S i rflrisstjórnarmyndunina 1980 PÁLMI Jónsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tekur undir þau orð Steingríms Hermann- ssonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem birtust í Morgunblað- inu á þriðjudag, að umfjöllun í ævisögu Steingríms þurfi ekki að stangast á við yfirlýsingar Pálma um stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens í febrúar 1980. Sagðist Steingrímur þar líta svo á að Pálmi og Friðjón Þórðarson hefðu líklega ekki talið sig bundna af stuðningi við ríkis- stjórnina fyrr en stjórnarsáttmáli lá fyrir. Af fundargerðarbókum Fram- sóknarflokksins frá þessum árum, Tekur undir orð Steingríms sem sagt er frá í bók Steingríms, má ráða að Gunnar hafi tilnefnt þá Pálma og Friðjón í málefna- nefndir vegna stjórnarmyndunar- innar hinn 3. febrúar. Pálmi segir hins vegar í viðtali við Morgun- blaðið sem birtist 5. febrúar að hann geti ekki tekið afstöðu til stjórnarmyndunar Gunnars fyrr en hann hafi séð málefnagrund- völl stjórnarinnar. „En í viðtalinu við mig, sem birtist 5. febrúar, og var tekið þann fjórða, kemur fram að þá er ég á leiðinni inn að þessu borði, ég segi beint að ég búist við að fara að kynna mér þennan mál- efnagrundvöll," segir Pálmi. „Og þegar ég segi það við blaðið hinn fjórða þá er nú ekki mjög ólíklegt að ég hafi verið búinn að láta Gunnar vita það deginum áður,“ bætir hann við. „Þannig að ég sé ekki að það sé neitt sem þurfi að stangast á í þessu.“ Pálmi segist raunar ekki hafa tekið þátt í neinu nefndastarfi. „Þegar ég kem að þessu kem ég bara beint inn að borðinu þar sem var verið að vinna að gerð mál- efnasamningsins. Ég tók að mér t.d. að gera uppkast að kafla um landbúnaðarmál en ég tók ekki þátt í neinu starfi í nefndum." Segir Pálmi tímann hafa verið svo skamman, stjórnin hafi verið mynduð 8. febrúar og að menn hafi því verið að vinna í miklum flýti og að öllum málum samtímis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.