Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 13 FRÉTTIR Nýjar heimildir um Moskvudvöl Stefáns Pjeturssonar 1933-1934 í bók Arnórs Hannibalssonar STEFÁN Pjetursson, fyrrverandi þjóðskjalavörður og ritstjóri Alþýðu- blaðsins, mátti sennilega þakka fyrir að hreinsanir Stalíns höfðu ekki haf- ist fyrir alvöru í Sovétríkjunum í júlí 1934 þegar Stefán var rekinn úr Kommúnistaflokknum, að því er fram kemur í nýrri bók Arnórs Hannibalssonar prófessors, Moskvu- línan. Er það niðurstaða Ai-nórs að óvíst sé að Stefán, sem var staddur í Moskvu á þessum tíma, hefði sloppið lifandi frá Sovétríkjunum ef brott- rekstur hans úr flokknum hefði kom- ið til nokkru síðar. Frá för Stefáns (1898-1987) til Moskvu 1933 hefur verið sagt áður en hann var boðaður þangað af Kom- intern, Alþjóðasambandi kommún- ista, í því skyni að sjá villu síns vegar. Hafði Stefán þá snúist gegn fyrir- mælum Sovétstjórnar um að litið skyldi á jafnaðarmenn sem höfund- andstæðing kommúnista, enda væru þeir höfuðstoð auðvaldsins á íslandi. I bók Arnórs er hins vegar stuðst við áður ókönnuð skjöl úr sovéskum skjalasöfnum sem veita nokkru skýr- ari mynd af dvöl Stefáns í Moskvu 1933-1934 og umfjöllun yfírvalda Komintern um málefni Stefáns. Skjöl þessi leiða m.a. í ljós að forysta Kom- intern taldi Stefán alls ekki gera nægilega yfirbót meðan á Moskvud- völ hans stóð og var honum veitt „ströng viðvörun" í júní 1934. Kom jafnframt til tals að senda hann til „framleiðslustarfa“ í Sovétríkjunum, Mátti þakka fyrir að hreinsanir Stalíns voru ekki hafnar fyrir alvöru sem að sögn Arnórs getur vart þýtt annað en senda hafi átt Stefán í Gú- lagið. Stefán var því næst rekinn úr Kommúnistaflokknum, opinberlega stimplaður flokksfjandi, villutrúar- maður og tækifærissinni og gefur Arnór í skyn í bók sinni að hefðu þessir atburðir átt sér stað nokkru seinna - en Stalín var í júlí 1934 ekki enn farinn að láta myrða kommún- ista í hrönnum - hefði Stefán ef til vill ekki þurft að kemba hærurnar. Stefán slapp hins vegar frá Sovét- ríkjunum í tæka tíð með aðstoð danska sendiráðsins í Moskvu og gerðist síðar hatrammur andstæð- ingur íslenskra kommúnista. Arni Bergmann á launum Bók Ai'nórs sýnir glöggt fram á að yfirmenn sovéska kommúnista- flokksins í aðalstöðvum Komintern í Moskvu fylgdust grannt með málum Eimskip stefnir Sj ómannafélagi Reykjavíkur EIMSKIPAFELAG Islands hefur stefnt Sjómannafélagi Reykjavíkur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna aðgerða sem Sjómannafélagið hafði uppi er það stöðvaði losun á leiguskip- inu Hanseduo í Straumsvík í október á síðasta ári. Hérað- sdómur Reykjaness hafði áður staðfest lögbannskröfu stefn- anda og ISAL á þeim forsend- um að aðgerðir stefnda hefðu verið með öllu löglausar. „Við viljum fá úr því skorið hvort þeir (Sjómannafélag Reykjavíkur) séu bótaskyldir fyrir því tjóni sem þeir valda,“ sagði Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips. „Við teljum því rétt að láta reyna á þetta og við töld- um reyndar að Sjómannafélagið hygðist láta af þessum aðgerð- um eftir að þær voru taldar ólöglegar í Straumsvík." Að sögn Þórðar var ákvörð- unin um að stefna Sjómannafé- laginu tekin í kjölfar þeirra at- burða sem hafa átt sér stað á siðustu dögum og vikum, er Sjó- mannafélagið og Alþjóðasamb- and flutingaverkamanna stöðv- aði alla vinnu við flutningaskipið Nordheim. Þórður sagði mikilvægt að fá úr því skorið hvort Sjómannafé- lagið væri bótaskylt, þar sem tjón af völdum aðgerða þess næmi milljónum króna. Málið verður þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur þann 14. desember. á íslandi og kölluðu leiðtoga ís- lenskra kommúnista gjaman á sinn fund þegar þeim bauð svo við að horfa. Fóru m.a. þeir Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson reglulega austur til að gefa skýrslur um starfið á Islandi og taka við fyrir- mælum Komintem. Ennfremur rekur Amór efni skráa í skjalasafni Komintern um sam- skipti við Island en aðgangur að skjölunum sjálfum er enn bannaður. Kemui’ fram í þessum spjaldskrám að árið 1959 var samþykkt á fundum Komintem að að sovéska dagblaðið Pravda skyldi gi'eiða póst- og síma- kostnað Árna Bergmanns, fréttarit- ara Þjóðviljans í Moskvu, og að fram- kvæmdastjóm sovéska Rauða krossins og Rauða hálfmánans skyldi greiða Árna mánaðarlega laun að upphæð 2000 rúblur, auk eingreiðslu að upphæð 3000 rúblur. Átti Ámi einnig að fá til afnota tveggja her- bergja íbúð með húsgögnum. Presturinn í Holti hugsan- lega færður til KARL Sigurbjörnsson, biskup ís- lands, hefur sent frá sér fréttatil- kynningu vegna ágreiningsmála í Holtsprestakalli í Ónundarfirði. í tilkynningunni segir: „Biskup haimar þá erfiðleika sem em í sóknum Holtsprestakalls og lítur ástand mála alvarlegum aug- um. Unnið er að því að koma málum í viðunandi horf eins og nokkur kost- ur er og eins fljótt og unnt er, svo safnaðarstarf og helgihald geti orðið með eðlilegum hætti um aðventu og jól. I því sambandi kemur til greina að flytja sr. Gunnar Björnsson til í starfi tímabundið. Þá hefur biskupsembættinu bor- ist bréf er sr. Gunnar sendi prófasti í ísafjarðarprófastsdæmi vegna fund- ar prestanna þar 15. nóvember sl. Bréfið er til athugunar, m.a. hvort það gefi tilefni til sérstakra aðgerða. Biskupsembættið telur ekki rétt að tjá sig frekar um þetta viðkvæma mál að sinni.“ Undir fréttatilkynninguna ritar Guðmundur Þór Guðmundsson, lög- maður kirkjuráðs, fyrir hönd bisk- ups íslands. Það eru komnir Jólapakkar frá Karin Herzog... ...hvað ætli sé í þínum? ...fersklr vlndar 1 umhirðu húðar Súrefnisvörur Karin Herzog Kynningar í vikunni: Fimmtudagur 2. desember: Lyf og heilsa, Kringlunni kl. 14-18. Hafnarfjarðarapótek kl. 14-18. Apótekið Smáratorgi kl. 14-18. Föstudagur 3. desember: Apótekið Smáratorgi kl. 14-18. Lyf og heilsa, Melhaga kl. 14-18. Hagkaup Akureyri kl. 14-18. Laugardagur 4. desember: Hagkaup Smáratorgi kl. 13-17. Hagkaup Kringlunni kl. 13-17. Hagkaup Akureyri kl. 13-17.______ Karin Herzog snyrtistofan býður upp á 20% afsláttj af súrefnis-ávaxtasýrumeðferð. Sími 698 0799 Gorbatjov fjallaði um mál Ragnars Arnalds Einnig kemur fram í spjaldskrám þessum að í mars 1979 samþykkti Komintern að bjóðá skyldi Ragnari Arnalds, sem þá var mennta- og sam- gönguráðherra, til Sovétríkjanna og átti menningarmálaráðuneyti Sovét- ríkjanna að greiða kostnaðinn. Vekur athygli að um þetta mál fjallaði með- al Mikhaíl nokkur Gorbatjov, síðar leiðtogi Sovétríkjanna. Ragnar þáði ekki þetta né önnur slík boð og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði ver- ið stefna Alþýðubandalagsins alveg frá stofnun 1968, að rjúfa flokksleg tengsl við valdaflokka þeirra ríkja sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóv- akíu. Einstaklingum hefði þó vita- skuld verið frjálst að fara til Sovét- ríkjanna og það hefðu einmitt margir gert, ekki aðeins liðsmenn Alþýðu- bandalagsins heldur einnig annarra flokka. Sagði Ragnar jafnframt að þótt hann hefði ekki þekkst boðið hefði svo sem ekkert mælt á móti því að hann færi til Sovétríkjanna sem ráðherra, það hefðu margir aðrir gert, og fræg- ust hefði för Geirs Hallgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, verið. Leyniskjöl um heimsókn Svavars Gestssonar Loks vekur nokkra athygli í bók Amórs að í spjaldskrá Komintern er boð til handa Svavari Gestssyni, þá- verandi heilbrigðis- og félagsmála- ráðherra, að koma til Sovétríkjanna í júní 1981 flokkað sem „algjörlega leynilegt" skjal, en kostnaðinn við komu hans skyldi Ríkisnefnd Sovét- ríkjanna um vinnumál greiða. Svavar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að þama hefði verið um opinbera heimsókn að ræða, um hana hefði verið fjallað í íslenskum dag- blöðum á sínum tíma og ekkert óeðli- legt hefði verið við hana. Vísaði hann í því sambandi til þess að t.d. segði Steingrímur Hermannsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, frá sambæri- legri ferð í nýlegri ævisögu sinni. di ag< i L TI LBC ME3 i EURO SKO Kringlunni 8-12, sími 568 6211 RR skór, Skemmuvegi 32, sími 557 5777 Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, sími 555 4420
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.