Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ágústa Hrönn Kristinsdóttir
Signrbjörg, Sigurborg og Harpa ánægðar með matínn, en þær eru í
4. bekk og hefð er fyrir því að stúlkur mætí í upphlut eða peysufötum
á árshátíð skólans og piltar í íslenskum hátiðarbúningi eða smóking.
„Arshátíð aldarinn-
ara í Menntaskól-
anum á Akureyri
ÁRSHÁTÍÐ Menntaskólans á
Akureyri var haldin í Iþrótta-
höllinni nýlega og tóku á átt-
unda hundrað manns þátt í há-
tíðinni. Einkennisorð hátíðar-
innar voru „Árshátíð aldarinn-
ar“ og var höllin skreytt sam-
kvæmt því með vísunum til
minnisverðra tíðinda á öldinni
auk þess sem lögð var áhersla á
stórmerki á öld bilsins, geini-
ferðanna og farsímans. I efri
sal var svo dregið upp sýnis-
horn af klæðaburði á öldinni.
Um árabil hefur það verið
sjálfsögð regla og metnaðarmál
nemenda skólans að árshátíð
þeirra sé glæsileg samkoma þar
sem prúðbúið fólk skemmtir sér
konunglega án áfengis.
Veislugestum var boðið upp á
margréttaðan hátíðarmat af
hlaðborði við undirleik fjöl-
margra nemenda sem léku létt-
klassíska tónlist. Nemendur
gengu um beina undir styrkri
stjórn yfirþjónsins, sem var Jó-
hannes Garbíel-Rios Kristjáns-
son nemandi í 3. bekk. Veislu-
stjóri var Isafold Helgadóttir rit-
ari stjórnar Hugins, skólafélags
MA, Inspector Scholae, Steinn-
unn Vala Vigfúsdóttir, flutti há-
tíðarræðu, Heiður Hrund Jóns-
dóttir flutti minni karla og Stef-
án Eiríks Stefánsson minni
kvenna. Þá var boðið upp á fjöl-
breytta dagskrá, kvartettsöng,
dansflokkur sýndi Afrikudansa,
norður-íslenskt rapp var meðal
atriða, stuttir leikþættir voru
fluttir þar sem farið var vítt og
breitt um öldina og loks var
sýnd framtíðarkvikmynd um MA
næsta árþúsund. Margir tugir
nemenda sömdu, æfðu og fluttí
þessi atriði með glæsibrag.
Loks var dansað á tveimur
stöðum, gömlu dansarnir og
samkvæmisdansar voru stignir í
efri sal við undirieik Þuríðar
formanns og hásetanna en í
neðri sal lék hljómsveitin
Milljónamæringarnir með
söngvurunum Bjarna Arasyni
og Páli Óskari Hjálmtýssyni.
Þjóðbúningaskartið fest á mynd, frá vinstri, Ágústa, Lára, Anna
Margrét og Berglind voru skrautbúnar á árshátíðinni.
Langt er síðan karlakvartett hefur starfað við MA, en í þessum
Kenwood-kvartett eru Sigurður Ágúst Einarsson, Hákon Daði
Hrcinsson, Ólafur Haukur Sverrisson og Heimir Gunnarsson.
Félagarnir í 3VX komnir í sparifötin og eru að leita að sparibrosinu
fyrir myndatöku á árshátíðinni.
Morgunblaðið/Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir
Kór MA söng íslensk lög, gömul og ný, í nýjum útsetningum undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Nýherji og Nett með
samstarfssamning
SAMNINGUR um samstarf tölvu-
fyrirtækjanna Nýherja og Nett á
Ákureyri hefur verið undirritaður
og er hann í beinu samhengi við yf-
irlýsta stefnu Nýherja að ná víð-
tæku samstarfí við sölu- og þjón-
ustufyrirtæki utan höfuðborgar-
svæðisins.
Stefna Nýherja er að ná þannig
samningum við fyrirtæki vítt og
breitt um landið án þess að kaupa
hlut í fyrirtækjunum og stækkar
nú ört hópur þeirra sem eiga slíkt
samstarf. Hlutverk Nýherja er
fyrst og fremst að bjóða upp á
áhugaverða valkosti og lausnir
hjá fyrirtækjum og stofnunum á
tilteknu svæði til ávinnings í
rekstri.
Ráða við stærri
verkefni
Forsvarsmenn Nett ehf. segja
samninginn efla þjónustu íyrirtæk-
isins, það geti tekið að sér stærri
verkefni og boðið stærri og betri
lausnir og þannig tekið þátt í um-
fangsmeiri útboðum en áður.
Möguleiki skapist nú á því að kalla
til tæknimenn frá Nýherja norður
yfir heiðar ef á mannskap þurfi að
halda til að sinna stórum verkefn-
um. Einnig stendur aðstoð starfs-
manna Nett Nýherja til boða
vegna verkefna syðra.
Nett kappkostar að bjóða upp á
góðan tölvu- og upplýsingabúnað
og veita góða tölvu- og netþjón-
ustu. Hjá fyrirtækinu starfa nú 6
manns á fiestum sviðum tölvu-
tækninnar, en starfseminni er
skipt í þrjú svið; tölvu- og netþjón-
ustu, verkstæði og tölvuverslun.
Starfsmenn annast einnig ráðgjöf,
heimasíðugerð, tækjaleigu og
tölvulagnir. Þjónusta tengd Netinu
er meginþáttur starfseminnar og
eru mörg stór fyrirtæki á Norður-
landi tengd fyrirtækinu auk á ann-
að hundrað smærri fyrirtækja.
Verslun Nett við Furuvelli 13 á
Akureyri hefur verið stækkuð og
þar býðst nú meira vöruúrval en
áður.
Tónlistarskólinn
Tvennir
jólatónleikar
JÓLATÓNLEIKAR strengja-
deildar Tónlistarskólans á Akur-
eyri verða haldnir í Glerárkirkju
laugardaginn 4. despmber og hefj-
ast þeir kl. 14. Á tónleikunum
koma fram strengjasveitir skólans
sem eru þrjár og Suzuki-samspils-
hópur. Stjómendur eru Anna Pod-
hjaska, Guðmundur Óli Gunnars-
son og Ömólfur Kristjánsson.
Sama dag kl. 16 verða jólatón-
leikar Blásaradeildar einnig haldn-
ir í Glerárkirkju. Á þeim tónleikum
koma fram málmblásarakvintett,
blokkflautusveit, blásarasveit skól-
ans og Lúðrasveit Akureyrar.
Stjómendur em Bjöm Leifsson,
Helgi Þ. Svavarsson, Hjálmar Sig-
urbjörnsson og Jón Halldór Finns-
son.
-------------
Aðventu-
kvöld í Glæsi-
bæjarkirkju
AÐVENTUKVÖLD verður haldið
í Glæsibæjarkirkju næstkomandi
sunnudagskvöld, annan sunnudag í
aðventu, 5. desember og hefst það
kl. 20.30.
Kór kirkjunnar syngur nokkur
aðventu- og jólalög undir stjórn
Birgis Helgasonar organista, lesin
verður jólasaga, fermingarbörn
flytja helgileik og telpur úr Þela-
merkurskóla syngja um heilaga
Lúsíu. Ræðumaður verður Hjalti
Jón Sveinsson skólameistari Verk-
menntaskólans á Akureyri. Eftir
athöfnina selja fermingarböm frið-
arljós frá Hjálparstarfi kirkjunnar.
-------------
Nemendur
Myndlistarskólans
Brúarkynning
NEMENDUR málunardeildar
Myndlistarskólans á Akureyri
kynna sýnishorn verka sinna á
Teríunni næstu tvo mánuði en
kynningin ber yfirskriftina „Brúar-
kynning“. Nafnið á kynningunni
vísar til þeirra tímamóta sem nú
eiga sér stað og er hugsuð sem brú
milli árþúsundanna.
Verk á sýningunni eiga eftirtald-
ir nemendur: Halldóra Helgadótt-
ir, Arnfríður Arnardóttir, Sunna
Sigfríðardóttir, Tinna Ingvarsdótt-
ir, Bára Rúnarsdóttir, Ingunn St.
Svavarsdóttir, Jóhanna Björk
Benediktsdóttir og Þrándur Þórar-
insson. Aðalkennarar á haustönn
hafa verið þau Guðmundur Ár-
mann og Rósa Kristín.
-----♦-♦-♦---
Opið hús hjá
Samlaginu
TVÖ ár em um þessar mundir liðin
frá opnun Samlagsins og í tilefni af
því bjóða félagar alla velkomna í
listhúsið sunnudaginn 5. desember
frá kl. 14 til 18.
Félagar í Samlaginu vilja endur-
gjalda góðar mótttökur gesta og
viðskiptavina með því að bjóða al-
menningi að heimsækja listhúsið
og taka þátt í að steypa kerti og
eða búa til jólapappír á sunnudag-
inn. Heitur jóladrykkur og bollur
verða á staðnum.
-----♦-♦-♦---
Hj álpræðisherinn
Samkoma
SAMKOMA verður hjá Hjálpræð-
ishemum á Akureyri föstudags-
kvöldið 3. desember kl. 20. Kom-
andör Margareth og Edward
Hannevik frá Noregi ásamt deild-
arstjóranum Knut Gamst stjórna
og tala.
i